Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 51
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
51
atx/inr }S — S t\/inr Ið o t\/inr ia . . ot\/i nnia . .. o twinr 1 . ... twinna
Ctl V/l III 1 VIIII fa — ct tv IIII i JCt CtlVl III icí — d l Vllll rcz d L Vlí II Id
Starfsfólk óskast
Einar J. Skúlason hf. er öflugt og ört vaxandi
fyrirtæki á sviði tölvu- og skrifstofutækni.
Vegna aukinna verkefna og umsvifa þurfum
við að bæta við starfsfólki í eftirtaldar stöð-
ur. Við leitum að ungu og hressu fólki með
góða framkomu, sem getur unnið sjálfstætt.
— Kerfisþjónusta. Starfsmenn með góða
þekkingu á PC vél- og hugbúnaði, til upp-
setninga á kerfum og aðstoðar við
notendur.
— Sölumann á tölvubúnaði. Æskilegt er að
viðkomandi hafi stúdentspróf og/eða
reynslu í meðferð tölvubúnaðar.
— Sölumann á skrifstofutækjum.
— Afgreiðslustarf. Starfsmann í afgreiðslu
í verslun okkar, ekki yngri en 18 ára, van-
an vélritun.
— Lagerstarf. Starfsmann til að sjá um lag-
er, vörumóttöku og vörusendingar.
Upplýsingar veita Örn Andrésson og Guðjón
Kr. Guðjónsson á staðnum. Farið verður með
allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Umsóknir sendist Morgunblaðinu merktar:
„S — 599“ fyrir 12. september.
Einar J. Skúlason hf.
Lagerstörf
Viljum ráða nú þegar starfsfólk á matvörulag-
er og í ávaxtapökkun í Skeifunni 15. Um
getur verið að ræða hlutastörf og heils-
dagsstörf.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
(ekki í síma) í dag og morgun þriðjudag og
miðvikudag frá kl. 15.00-18.00. Umsóknar-
eyðublöð hjá starfsmannahaldi
HAGKAUP
Skeifunni 15.— Starfsmspnahald.
Afgreiðslustörf
Kringlan
Viljum ráða starfsfólk í uppfyllingu í kjötdeild
matvöruverslunar okkar í Kringlunni. Um er
að ræða bæði hlutastörf og heilsdagsstörf.
Skeifan 15
Viljum ráða starfsfólk í eftirtalin störf í versl-
un okkar Skeifunni 15:
1. Á kassa.
2. [ uppfyllingu í matvörudeild.
3. í kjötborð.
Um er að ræða bæði hlutastörf og heils-
dagsstörf.
Kjörgarður
Viljum ráða starfsfólk til afgreiðslustarfa í
matvörudeild. Hlutastörf koma til greina.
Nánari upplýsingar veitir starfsmannastjóri
(ekki í síma) í dag og á morgun þriðjudag
og miðvikudag frá kl. 15.00-18.00. Umsókn-
ar-
eyðublöð hjá starfsmannahaldi.
HAGKAUP
Skeifunni 15.— Starfsmannahald.
Vélstjórar
Vélstjóra vantar á skuttogara frá Vestfjörðum.
Upplýsingar hjá útgerðarstjóra í síma
94-8200.
Kennarar
Kennara vantar við Grunnskólann á Þingeyri.
Upplýsingar gefur skólastjóri í síma
91-32001.
Trésmiðir — múrarar
— verkamenn
Óskum eftir múrurum, smiðum og verka-
mönnum. Mikil og góð vinna á Reykjavíkur-
svæðinu.
Upplýsingar í símum: 77430 — 20812 og
629991 milli kl. 18.00-20.00.
Einnig í bílasímum: 985-21147 og 21148 á
daginn.
Byggingaraðili
BYGGINGAFÉLAG
GYLFA & GUNNARS
Borgartúni 31. S. 20812 — 622991
Byggingameistarar
Getum nú þegar bætt við okkur kraftmiklum
og rífandi meistara með góðan smíðaflokk.
Topp vinnuskilyrði og góð aðstaða á vinnustað.
BYGGÐAVERK HF.
SKRIFSTOFA: REYKJAVlKURVEGt 80
PÓSTHÓLF421 -222 HAFNARFIRÐI - SlMAR 54644 OG 54643 - NAFNNR. 1108-6497
Upplýsingar einnig í síma 44457.
Geðgott starfsfólk
óskast til starfa í uppvask og sal. Unnið er
á vöktum.
Góður vinnustaður, jákvætt og hresst starfs-
fólk.
Upplýsingar í Sælkeranum, Austurstræti 22,
milli kl. 9.00-17.00 virka daga.
Sérverslun
/gjafavörur
Við leitum að konu sem er eldri en 27 ára.
Stundvísi og þjónustulund skilyrði. Vinnutími
4 daga í viku e.h. og annan hvern laugardag
f.h.
Upplýsingar hjá deildarstjóra.
HÖNNUN| • GÆÐI • ÞJÓNUSTA
KRISUÁN SIGGEIRSSON
Laugavegur 13,
101 Reykjavík,
sími: 625870.
Þjónustumiðstöð EIMSKIPS í Sundahöfn er
vettvangur góðra atvinnutækifæra.
Þessa dagana leitum við að starfsmönnum
til framtíðarstarfa í eftirfarandi stöður:
1. Verkstjórn
2. Tækjastjórn
3. Lagerstörf.
4. Upplýsingavinnslu.
5. Almenn störf á hafnarsvæði.
Hjá okkur er góður vinnuandi, næringaríkt
mötuneyti og lifandi starfsmannafélag.
Ef þú hefur áhuga á góðri vinnu með mikla
framtíðarmöguleika þá skaltu hringja í Erlu
í síma 685697.
Framtíðar-
starfið
færðu hjá
EIMSKIP
Kaffihúsið
íKringlunni
Vegna mikilla anna óskum við eftir að ráða
starfsfólk í þjónustu, afgreiðslu og uppvask.
í boði eru hálfsdags- eða hlutastörf.
Nánari uplýsingar á staðnum eftir kl. 18.00.
Brauð hf.
Vaktavinna
Flugbarinn sf. óskar eftir að ráða starfskraft
í veitiriga- og sælgætissölu fyrirtækisins á
Reykjavíkurflugvelli. Starfið er vaktavinna.
Nánari upplýsingar gefa Óskar og Rúnar á
staðnum.
Flugbarinn sf., Reykjavíkurflugvelli.
Atvinna óskast
Ung stúlka með verslunarpróf og stúdents-
próf óskar eftir vel launuðu starfi allan
daginn. Ýmislegt kemur til greina.
Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 3.
sept. merkt: „F — 5339“.
Starf við afgreiðslu
Dansstúdíó Dísu óskar að ráða starfsmann
til starfa frá kl. 8.00-16.00 fimm daga vikunnar.
Upplýsingar á staðnum út vikuna milli kl.
16.00 og 18.00. í Smiðsbúð 9, Garðabæ.
DAMSSTIIBIO
DÍSU
DANSNBSI1IIN
Staða listráðunauts
á Kjarvalsstöðum
Staða listráðunauts, sem jafnframt verður
aðstoðarforstöðumaður Kjarvalsstaða, er
laus til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna til
fjögurra ára. Umsækjendur skulu vera list-
fræðingar að mennt eða hafa víðtæka
þekkingu á myndlistarmálum og öðrum
greinum, er snerta starfsemi Kjarvalsstaða.
Launakjör eru skv. kjarasamningum.
Umsóknum, er greini menntun og starfs-
feril, sé skilað til starfsmannahalds
Reykjavíkurborgar á eyðublöðum sem þar
fást, fyrir 1. október nk.
Upplýsingar um starfið eru veittar á skrifstof-
um borgarstjóra, Austurstræti 16, sími
18800.
Borgarstjórinn i Reykjavík,
31. ágúst 1987.