Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 55

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Metsölublaó á hverjum degi! Einstaka tré þurfti að smíða að nýju. Hér er Valur að „snikka" til nýtt tré úr rekavið af Strðnd- um. fyrir rúmum hundrað árum, skv. „Þættir úr sögu Austurlands“. Helstu hvatamenn eru Þorvarður Kjerúlf, læknir á Ormsstöðum og Páll Vigfússon, cand phil og rit- stjóri. Fyrst var verslunarhöfnin í Lagarfljótsósi. Otto Wathne, með aðstöðu sína á Seyðisfírði verður í raun fyrsti pöntunar- stjóri þess, flyst starfsemin á Seyðisfjörð og er fyrst í leiguhús- næði. Er Tryggva Gunnarssyni og Gránufélaginu kennt um að svo fór vegna dugleysis við að standa að uppbyggingu við Lag- arfljótsósa. Gekk nú á ýmsu uns hús fé- lagsins risu á Seyðisfírði. Vörukaup frá útlöndum voru t.d. 75 þúsund krónur árið 1892. Hús það sem hér um ræðir er svo byggt af Pöntunarfélaginu árið 1898. Þess má einnig geta að matsverð þess árið 1918 er krónur níu þúsund. Þá eru auk þess geymsluhús metið á tuttugu og Qögur þúsund, lóð metin á Qögur þúsund, hafskipabryggja metin á níu þúsund og fímm hundruð, bátabryggja metin á fímm hundruð og sjógarðar metnir á tvö hundruð krónur. Nú er svo hafín endurbygging hússins í Bjamarfírði og eru það bændur á Bakka er að henni standa, þau Amlín Óladóttir kennari á Hólmavík og Magnús Rafnsson maður hennar, sem auk þess að vera bóndi á Bakka er einnig vel þekktur þýðandi er- lendra bóka og áður skólastjóri við Klúkuskóla að Laugarhóli. Bygging hússins hófst síðari hluta sumars og miðar vel. Að vísu varð að skipta út einstaka tijám en fúi fyrirfínnst vart í neinu því timbri er flutt var, eft- ir að hafa staðið í 87 ár á Sevðisfírði. I júlílok safnaðist saman fjöldi manns að Bakka og var þá grind hússins reist. Síðan hafa heima- menn og nokkrir kunningjar unnið að gerð þess og klæðningu. Hvílir verkið aðallega á herðum þeirra Ólafs Ingimundarsonar, smiðs og bónda á Svanshóli og Magnúsar Rafnssonar á Bakka, en þeir vom verktakar við bygg- ingu sundskýlanna við Gvendar- laug hins góða á Laugarhóli á síðasta og þessu ári. - SHÞ LANDSINS MÝKSTA KAFFIDÓS Það er góð hugmynd, að geyma kaffið í Merrild-pokanum, því að hluti af angan og bragði kaffisins tapast, ef þú hellir því úr pokanum í kaffidós. Ef þér finnst best að geyma kaffið í sérstakri kaffidós, þá settu Merrild-pokann í dósina og á þann hátt, tryggir þú að kaffið haldi ilm sínum og bragði betur. Merrild-gæðakaffi, sem bragð er af, enda framleitt úr bestu fáanlegum kaffibaunum frá Brasilíu, Kólumbíu og Mið-Ameríku. MmíCd setur brag á sérhvern dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.