Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 58

Morgunblaðið - 01.09.1987, Page 58
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 Um eyðni, synd og kenningn Lúthers eftir Jón Habets Ef til vill hefur nóg verið skrifað um málefnið eyðni og synd til þess að hver sem er geti myndað sér eigin skoðun á því. Hafi ég skilið það rétt, lagði Prestastefnan 1987 áherzlu á miskunnsemi Guðs og náungakærleikann. Fyrir því eru að sjálfsögðu góð, biblíuleg rök. Einn gagnrýnandi hafði, að mér sýndist, áhyggjur af því, að í sam- bandi við eyðni hefði ekki verið talað nægilega skýrt eða kröftug- lega, að svo miklu leyti sem syndin kann að eiga þar hlut að máli. Einn- ig hér er auðvitað fyrirhafnarlítið að fínna Biblíutexta til að fordæma alla hálfvelgju. Heilög ritning talar fyrst með sterkum orðum, en því næst með blíðum. Kannski getur maður fengið bæði sjónarmiðin, sem hvor tveggja eru biblíuleg, til þess að nálgast hvort annað. Dæmi um slíka viðleitni felst í þessum i. orðum: Syndina eða hina syndsam- legu athöfn ber að fordæma ótví- rætt, en um persónuna sjálfa ber að dæma af mildi, eða enn frekar: að fela Guði dóminn, ef mögulegt er (sbr. Sálm 50.6: „Guð er sá, sem dæmir," og Mt.7.2: „með þeim dómi...“). Hvers vegna þarf þá að skrifa meira um þetta mál? Hinn alkunni sr. Heimir Steinsson, sem ég mun mega kalla vin minn, notar grein sína í Morgunblaðinu, „Um eyðni", til að láta í ljós sínar íúth- , ersku hugsanir um mikilvægar ' guðfræði- og siðfræðikenningar. Hann er sér meðvitandi um, að ekki eru allir á sama máli. Hann hefur rétt fyrir sér. Yfirgnæfandi meirihluti kristinna manna, um það bil einn milljaður kaþólskra og meðlima orþódoxu kirknanna, hafna kenningu hans. Úr því að Lúther taldi sig (a.m.k. í fræðikenn- ingunni) virða mest rök sótt úr Biblíunni eða úr forðabúri skynsem- innar, en ekki sinn eigin dóm, þá leyfíst mér einnig að bjóða sr. Heimi, að við tökum ekki Lúther sem viðmiðun okkar, heldur texta Biblíunnar og skynsemisrök. Eins og ég hef sagt, ætti þessi afstaða að vera hin rétta lútherska afstaða fyrir sr. Heimi og vitaskuld fyrir alla lútherska íslendinga, ella eru þeir ekki trúir Marteini Lúther. Því að Lúther vill ekki vera neinn óskeikull páfí. Lítum fyrst á það, sem Lúther kennir: Maðurinn er „í senn réttlát- ur og syndari". Hvemig varð þessi kenning til hjá Lúther? Þýzka fræði- ritið Lexikon fiir Theologie und Kirche segir (í þættinum Erbsiinde, 969): „Útþynning náðarhugtaksins og veraldar-svartsýni síðmiðalda leiða til guðfræði Lúthers, sem ekki sízt vegna persónulegrar reynslu hans sjálfs skoðar erfðasyndina sem gerspillingu mannlegs eðlis (eins og ljóst sé af vanþekkingu manns- ins og gimdartilhneigingu hans); og þessi gerspilling afmáist ekki í skíminni, heldur sé hún einungis „ekki tilreiknuð" manninum og hul- in af einskærri náð (sola gratia). Vér vitum, að eftir að hafa átt nokkur róleg ár í klaustrinu fór Lúther að upplifa skelfílegan kvíða á samvizku sinni, að engum væri fært að hjálpa honum. Hann skrift- aði allt að sex klukkustundir í einu og viðstöðulaust, segir H. Cubitt í bók sinni „Luther". Hvers vegna gat hans góði skriftafaðir ekki róað hann? Hvað hjálpar það okkur, þeg- ar við heyrum. sálfræðiprófessorinn og guðfræðinginn Albert Mock tala um sálræn þunglyndisköst í bók hans „Abschied von Luther" (Köln 1985) eða Erik H. Erikson um taugaveiklunar-öfgar og innri þörf fyrir „að finnast hann vera rétt- lættur í augum Guðs og að fínnast, að hann gæti fundið náðugan Guð“ (bls. 151)? Hvaðan kom þessi þörf, af hvaða rótum var þessi sektartil- fínning? Erikson segir (bls. 153): „Maður getur ekki efazt um, að hjá þessum yfírmáta samvizkunæma, unga manni yrði þess ekki langt að bíða, að sterk kynhvöt yrði túlk- uð sem kynferðissynd." Það, sem sálfræðingamir, t.a.m. Erikson, kalla taugaveiklunarkennda tilfínn- ingaþörf, sér Joseph Lortz frá guðfræðilegu sjónarhomi sem dóm- greindargalla sprottinn af tauga- veiklun. Hann segir í sínu sígilda riti „Die Refórmation in Deutsch- land“ (bls. 163): „Lúther skildi bæði syndina, það að vera í synd og frelsun frá syndinni á rangan hátt. Lúther skoðaði synd og lausn undan henni ekki sem veruleika, sem í eðli sínu væri aðeins fær fyr- ir trúna. Nei, í augum hans var hér um sálrænt ásigkomulag að ræða, sem skilja mætti með mannlegri reynsiu, sálrænni upplifun og til- finningu. Þar að auki kallaði hann synd sérhvetja hræringu þrár eða gimdar í átt til syndar. Þar sem auðvitað engin aflausn í skriftum gat frelsað hann frá tilhneigingu hans til að gimast fannst honum hann ekki fá neina lausn frá synd- um sínum með því að skrifta." „Ef til vill (segir Lortz) sést hvergi eins vel og í þessu mikilvæga málefni, hversu ófær Lúther var um að meðtaka úrskurði utan að frá.“ (Siinde und Sundevergebung.) Svo þversagnarkennt sem það kann að virðast lýsir vantrú Lúth- ers á fagnaðarerindið, þ.e.a.s á mátt skriftarsakramentisins (Jóh.20.23: „Ef þér fyrirgefíð ein- hveijum syndimar, eru þær fyrir- gefnar"). Skortur á trú á þessi orð Jesú hefur fengið Lúther til að leita sinna eigin leiða, eigin kenninga, utan móðurkirkjunnar; og sú leit endaði með stofnun hans eigin kirkju. Mörgum rannsóknarmönn- um í fræðum Lúthers er orðið ljóst, að hin öfgafulla kenning hans um trúna eina (sola fídes) og náðina (sola gratia) er aðeins rökrétt álykt- un af hinni röngu grundvallarkenn- ingu hans um synd og réttlæti. Ef gimd eða þrá mannsins, jafnvel sú sem hann samsinnir ekki með vilja sínum, á þegar að heita eiginleg synd, andstætt því, sem Jakobs- bréfíð kennir (1.12-15), þá er auðveit að skoða mannlegt eðli sem algerlega vonlaust og gerspillt. Allt verður einvörðungu komið undir Guðs náð. Hinn fijálsi vilji manns- ins hefur þá engu hlutverki að gegna í siðferðisathöfnum; og vita- skuld leiðir af sjálfu sé, að þá er ekki um neina ábyrgð að ræða. Á siðferðissviðinu er maðurinn þá eins konar vélmenni, þar sem Guð ákvarðar allan hans gang án hans tilverknaðar. Ef maðurinn heldur í vanmætti sínum áfram að vera al- ger syndari og það m.a.s. sérhver maður í sama mæli, þá verður hinn heilagi Franz frá Assisi nákvæm- lega jafnsyndugur og hinn skelfí- legasti fjöldamorðingi úr heims- styijöldinni síðari. Erikson segir um þetta (bls. 153): „Alveg sérstaklega virðist Lúther ófært, að greint sé á milli dauðasynda og dagsdaglegra smærri synda.“ Lortz segir einnig (bls. 164): „Vegna þessarar mi- stúlkunar Lúthers verða hans skelfilegu og öfgakenndu fullyrð- ingar síðar á ævinni um hið meinta kaþólska verkaréttlæti þeim mun skiljanlegri.“ Að mati Lúthers gefur Guð manninum trúna, og hún hvorki má né getur kallast neins konar verk mannsins. Guð leyfír honum áfram að vera syndari, en lýsir hann þó réttlátan; Þannig er hann „simul justus et peccator" (í senn réttlátur og syndari). Jean Delumeau segir í bók sinni „Le cas Luther", bls. 95: „Lucien Febvre hefur með skýrum hætti sýnt fram á það í sinni frægu bók um Lúther, að kenning siðskipta- frömuðarins um réttlætingu fyrir trú sé tilkomin vegna þess sálræna geigs (Phobie) sem hann sjálfur var haldinn." Theobald Beer segir í riti sínu „Der fröhliche Wechsel und Streit": „Sína sálrænu hvatningu til að aðskilja sig frá skólaspekinni fékk Lúther í þeirri tilfinningu, að synd- in haldi áfram að vera til staðar Jón Habets „Að mati Lúthers gefur Guð manninum trúna, og hún má hvorki né getur kallast neins kon- ar verk mannsins. Guð leyfir honum áfram að vera syndari, en lýsir hann þó réttlátan; þannig er hann „simul justus et peccator44 (í senn réttlátur og synd- ari).“ eftir skímina" (þ.e.a.s. í hvötinni til að gimast). John Dillenberger segir í riti sínu „Martin Luther“ (bls. XIII): „Það er óvefengjanlegt, ef maður aðeins skoðar málið, að margt í fari Lút- hers nálgast það að vera sjúklegt. Að skoða slíka menn (sem Lúther) aðeins frá sálfræðilegu sjónarmiði, gerir þeim hins vegar ekki rétt til.“ Hans Jiirgen Schulz (í Luther- Kontrovers," bls. 60-61) ræðir einnig um taugabilun Lúthers: „Lúther er haldinn þeirri tilfínn- ingu, að hann sé óhreinn og stöðugt knúinn til þess að hreinsa sig. Hann hefur það á tilfínningunni, að hann geti ekki haldizt eina einustu klukkustund eftir skriftir syndlaus eða verðugur sakramentisins ... Eins og knúinn til að þvo af sér syndina skriftar hann æ ofan í æ ... Svo oft sem hann getur geng- ur hann til almennra skrifta. Þegar texti Markúsarguðspjalls um mann- inn, sem haldinn var illum öndum, var eitt sinn lesinn við messu, er Lúther sagður hafa fallið saman og hrópað: „Það er ekki ég, ekki ég“.“ Gerhard Ritter skrifar í bók sinni „Luther: Gestalt und Tat“ (bls.32-33): „Eitt sinn tókst Staup- itz (skriftaföður Lúthers) naumlega að bjarga Lúther frá örvilnun, þar sem hann sagðist vera við það að „drukkna". Staupitz varaði hann við, að það væri gegn vilja Guðs að pína sjálfan sig með því að gera sér skriftasakramentið að þungu oki. En virkilega hjálp til frambúðar gat þó enginn veitt Lúther . . . Það, sem lýst er í formúlum hinnar lúth- ersku „réttlætingarkenningar", er í eðli sínu engin guðfræði né trúar- setning, heldur eitthvað, sem er einungis lifað og það í sífellt nýrri og erfíðri innri baráttu." James Atkinson ræðir einnig ýtarlega um sálarkreppu Lúthers. Hann segir t.d. á bls. 71: „Guð var svo skelfileg- ur í augum Lúthers, að hann þóttist eitt sinn sjá hann sem djöfulinn: „Þegar ég leit til Krists, sýndist mér hann vera djöfullinn"." Við skulum staldra hér við andar- tak. Ef við tökum okkur stöðu með sálfræðingunum og öðrum höfund- um og skoðum framkomu Lúthers sem eins konar trúarlega taugabil- un og þar með sem sjúkleika, þá ber að taka fram, að engum leyfist að dæma annan mann vegna sjúk- leika hans. En hvað gerðist svo? Tókst Lúther að lækna sig? Já, og hvemig þá? Maður dirfíst að segja með „guðfræðilegri" taugabilun. Ef til vill er hún einungis sjáanleg fyrir þá, sem ekkki eru lesnir í 7*mk -li 1 rfhL. ■ Hermenn Hjálpræðishersíns hefja sölu merkja miðvikudaginn 2. september. Merkjasöludagar Hjálpræðishersins HJÁLPRÆÐISHERINN hefur að hermenn Hjálpræðishersins sölu merkja miðvikudaginn 2. selji merki í byijun september og september og eru sölustaðir í ár eru söludagamir miðvikudag- aðallega Reykjavík og Akur- ur 2. september, fímmtudagur 3. eyri. september og föstudagur 4. sept- Það er orðin hefð hér á landi ember. guðfræði, í hinum hroðalegu um- mælum hans um kaþólsku kirkjuna, til að mynda: páfínn er andkristur, páfadæmið er stofnað af djöfíinum, kaþólsk messa er skurðgoðadýrkun, prestum kirlq'unnar er jafnað við lostafulla Kybele-presta, klaustrin verður að tæma, nunnur eiga að giftast, og sjálfiir giftist Lýther nunnu; þá lastmælir hann einnig hinu biblíulega boði um helgun með vanstillingarorðum um góðverk, sem hann kallar verkahelgun. Nánasti samverkamaður hans, Melanchthon, varð fljotlega andvíg- ur þesssari skoðun. Ekki ieið á löngu, þar til ágreiningur var stað- festur í milli þeirra. Að minnsta kosti voru efri æviárin beizkju- blandin fyrir Lúther, vegna s.k. hreinlútherana og andlögmáls- hyggjumanna og deilna sem kenndar voru við G. Major og sam- verknaðarstefnu Melanchthons og lærisveina hans, er mótmæltu hin- um lútherska skilningi á réttlæting- unni. En eins og þegar er komið fram, öðlast Lúther afturbata með því að taka upp öfgakennda réttlætingar- kenningu. Af óhemjumiklum vinnumóði rannsakaði Lúther Biblí- una, og þá var þess ekki langt að bíða að hann fyndi lausnina: Róm.3.28: „Vér ályktum því, að maðurinn réttlætist fyrir trú án lög- málsverka", og Róm.4.6: „Guð tilreiknar réttlæti án tillits til verka“ o.s.frv. Lúther hafði fengið lækn- ingu: hann þurfti ekki lengur að hafa áhyggjur af boðorðunum né af góðverkum, hversu oft sem Nyja testamentið býður þó hvort tveggja. Gerspilltum manninum er jú ómögulegt að halda boðorðin, þó ekki sé nema vegna hinnar óum- flýjanlegu syndar frumgimdarinnar í manninum. Og af reynslunni vissi Lúther, að föstur og þess háttar veita engan sálarfrið. Þess vegna á að sópa því öllu burt, einungis trúin skal standa, „sola fídes" (trúin ein). En í hinum sama 3. kapítula Róm- veijabréfsins segir þó Páll: „Gjörum vér þá lögmálið að engu með trúnni? Fjarri fer því. Vér staðfestum lög- málið" (3.31). Og í Galatabréfinu 5.6 segir Páll: „trú starfar í kær- leika", og Jakob gerir sér það ómak að skrifa hálfan kafla í bréfi sínu í þeim tilgangi (að því er ritskýrend- ur Biblíunnar telja) að koma í veg fyrir eða leiðrétta mistúlkanir á bréfum Páls postula. Hann gat naumast lýst því betur hvemig trú- in væri án verkanna, en með líking- unni um líkama án sálar. „Ef bróðir eða systir em nakin og vantar dag- legt viðurværi og einhver ykkar segði við þau: „Farið í friði, vermið yður og mettið," en þér gefíð þeim ekki það, sem líkaminn þarfnast, hvað stoðar það? Eins er líka trúin dauð í sjálfri sér, vanti hana verk- in“ (Jak.2.14-26). Þekkti Lúther ekki þennan texta? Jú, vitaskuld, en hann hentaði honum ekki. Að hans mati var Jakobsbréfíð gagns- laust, „hálmbréf". Heilagur andi hafí víst sofíð, meðan Jakob skrif- aði bréfíð. En hver var Jakob? Sennilega mikilvægasti maðurinn að Pétri undanskildum á kirkjuþing- inu í Jerúsalem, þar sem Páll lagði kenningu sína um umskumina und- ir úrskurðardóm postulanna. En verður þá einnig trúin að vera fyllt kærleika? Sú var greinilega ekki aðeins kenning Jakobs, heldur einn- ig Páls í Galatabréfínu 5.6 og í I.Kor.13.1-13: „En nú varirtrú, von og kærleikur, þetta þrennt, en kær- leikurinn er mestur." Nú væri ekkert auðveldara en að margfalda þessar tilvitnanir með ritningar- textum, sem §alla um nauðsyn þess að halda boðorðin, nauðsyn góðra verka og ávaxta, um laun, um þá kröfu Jesú, að við lifum heilaglega, um að ok hans sé létt, að það sé bæði mögulegt og auðvelt að halda boðorðin (I. Jóh.5.3) o.s.frv. Við getum Qallað um þetta seinna, ef nauðsynlegt verður. En förum nú að slá botninn í þetta, og spyijum okkur sjálf: Hvemig er bezt að skilja Lúther, samkvæmt bókstafn- um eða samkvæmt hugarþeli hans? Ég tel, að Lúther hafí verið full- komlega einlægur. Meining hans var einlæg. Asetningur hans var sannarlega að fínn,a hina hreinu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.