Morgunblaðið - 01.09.1987, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987
61
Freud og- Eysenck
Erlendar bækur
Siglaugur Brynleifsson
Sigmund Freud: The Pelican
Freud Library Vol. 14: Art and
Literature. — Pelican Freud Liter-
ature Vol. 16: Historical and
Expository Works on Psychoana-
lysis. Edited by Albert Dickson.
Pengnin Books 1985-87.
Hans Eysenck: Decline and Fall
of the Freudian Empire. Penguin
Books 1986.
Fjórtánda bindi heildarverka
Freuds í „The Pelican Freud Library"
fjallar að mestu leyti um listir og
bókmenntir. Freud skrifar hér um
Goethe, Leonardo da Vinci, Michel-
angelo, Shakespeare, Ibsen og
Dostojevski. Þessar ritgerðir eru
skrifaðar af manni sem átti margt
sameiginlegt með þeim, sem hann
skrifar um. Freud skilur þá sínum
skilningi og með því kastar hann
nýju ljósi á ýmsa þætti verka þeirra,
sér þau frá nýju sjónarhomi þeirra
aðferða sem hann beitti með sálgrein-
ingu.
Fyrsta skrefið til þess að skynja
listaverk, er undrunin. Menn falla í
stafi fyrir ffaman verk meistaranna.
Freud lýsir viðbrögðum sínum og
þeim spumingum sem vakna með
honum varðandi listaverkið, einkum
í sambandi við bókmenntir og högg-
myndir. Hann segist „reyna að skynja
verkin á sinn hátt, þ.e. leitast við að
skilgreina fyrir sjálfum sér hvers-
vegna áhrif þeirra séu svo mögnuð".
Listaverk hefur þau áhrif að menn
missa fótanna, verða alteknir, yfir-
bugaðir, hrífast. Hversvegna? „Mestu
listaverkin eru skilningi vorum óleyst-
ar gátur, við hrífumst, en getum
ekki svarað hversvegna." Freud lætur
sér ekki nægja undrun og aðdáun,
hann telur að mönnum beri skylda
til þess að nálgast listaverkið og
skilja það á sama hátt og skapari
þess, listamaðurinn. Freud tekur
Hamlet Shakespeares sem dæmi um
leit sína að skilningi á listaverki.
Hann telur að kenning hans um Ödíp-
usarduldina hafi opnað honum skiln-
ing á verki Shakespeares og leyst
úr þeim margþættu spumingum sem
verkið vakti með honum. Þótt slíkar
skoðanir geti orkað tvímælis, þá verð-
ur rannsóknaraðferð Freuds til að
draga margt fram og upplýsa §ölda
atriða, sem áður hafa legið í þagnar-
gildi varðandi Hamlet, rannsóknin
sjálf eykur gildi verksins, þótt niður-
staðan geti reynst vafasöm í annarra
augum.
Freud skrifar hér einhveija eftir-
tektarverðustu ritgerð sína um listir,
sem er Móses eftir Michelangelo.
Móses átti að verða hluti hins mikla
minnismerkis sem reisa skyldi á gröf
Júlíusar páfa II. Þetta verk hefur
verið umfjallað af listfræðingum og
fræðimönnum framar öðrum. Freud
nefnir ýmsar skoðanir þeirra, sem eru
mjög sundurleitar. Margir höfund-
anna hafa álitið að mynd Michelang-
elos sé af Móses á þeirri stund, þegar
þjóð hans hóf dansinn kring um gull-
kálfinn, þjóð sem var tekin að dýrka
skurðgoð og hundsaði sáttmálann.
Samkvæmt þessari skýringu tjáði
myndin reiði og fyrirlitningu Móses
á villuráfandi lýð. Hann var að því
kominn að bijóta lögmálstöflumar,
en tók sig á og minntist hlutverks
síns, sem leiðtoga lýðsins. Freud telur
að Michelangelo tjái með mynd sinni
mann, sem hafi sigrast á eigin innri
ofsa og myndin sýni í rauninni ofur-
mannlegan styrk, upphafinn persónu-
leika. Þessi útlistun Freuds
samtengist þeirri skoðun hans að
listamaðurinn hafi samsamað Júlíus
páfa II. hlutverki Móses, en hann
stefndi að þvf að koma Ítalíu undir
vald sitt. Einnig tengir Freud mynd-
ina sarnsömun listamannsins við
fyrirmyndina, lítt hemjanlegan ofsa,
sem tekst þó að hemja. Þessi ritgerð
er skrifuð af innsæi og sagnfræðileg-
um skilningi. Aðrar ritgerðir 14.
bindisins auka og víkka skilning á
viðhorfum til verka þeirra manna sem
fjallað er um.
Fimmtánda bindið Qallar um útlist-
anir á sálgreiningu og áhrifum
kenninga Freuds í sálfræði. Þar er
að finna viðbrögð Freuds við kenning-
um Jungs og Adlers. Lokaritgerðin
er úttekt Freuds sjálfs á kenningum
Sigmund Freud
sínum, aðalatriðin útlistuð í stuttu
og skýru máli. Með þessu 15. bindi
lýkur pappírskiljuútgáfu Penguin-
útgáfunnar á verkum Freuds.
H.J. Eysenck er meðal kunnustu
sálfræðinga nú á dögum. Rit hans
eru fjölmörg og kenningar hans hafa
vakið bæði aðdáun og andúð. í þessu
riti gerir Eysenck úttekt á kenningum
Freuds. Höfundur segir í inngangi
að megin þess sem ritað hefur verið
um Freud og sálgreiningu hingað til
hafi verið skrifað af lærisveinum
Freuds eða sálgreinum samkvæmt
hans kenningum. Lengi vel voru
kenningar Freuds teknar sem endan-
legar og lokakenningar í sálfræði,
þar komst enginn efi að meðal þeirra,
sem fengust við sálfræði. Þeir sem
ekki voru á sama máli voru litnir
homauga og ekki taldir svaraverðir.
Þetta hefur breyst á síðustu ámm.
Hörð gagnrýni hefur komið upp og
nú er svo komið að meðal sálfræð-
inga, sem eitthvað kunna í faginu,
eru kenningar Freuds ekki lengur
þær einu réttu, fremur ákaflega vafa-
samar. Þeir höfundar sem hafa
skrifað um þessi efni, hafa bundið
sig við fagmál og faglegar útlistanir.
Hans Eysenck
Með þessari bók rekur höfundur
ýmsar kenningar þessara fræði-
manna jafnframt því sem hann sýnir
fram á haldleysi og vafasamar for-
sendur fyrir lykilþáttum í kenningum
Freuds varðandi sálgreiningu og sál-
könnun. Eysenck sýnir fram á þær
aðferðir sem Freud beitti til þess að
sannfæra lesendur um frumleika eig-
in kenninga og jafnframt um fjand-
skapinn sem kenningar hans mættu,
sem vottuðu aðeins hetjulega afstöðu
Freuds sjálfs, sem vitni sannleikans.
En sá sannleiki er að áliti Eysencks
meira en lítið vafasamur, svo sem
kenningar Freuds um drauma, Ödíp-
usarduldina, mismæli og lækningar-
mátt sálgreiningar.
Höfundur gagnrýnir fyrst og
fremst sálgreiningarkenningar
Freuds og fylgismanna hans og sýnir
fram á haldleysi þeirra við nánari
rannsóknir. Og hann spyr hvort
Freud hafi lagt nokkuð nýtt til sál-
fræðinnar eða hvort kenningakerfi
hans sé reist á sannleika. Áhrif hans
hafa verið mögnuð, hann hefur mótað
meðvitund manna á 20. öld fremur
öðrum, en hafa þau áhrif verið mönn-
um til góðs famaðar?
Baðherbergisinnréttingarnar
frá
Sweden
§1»
wrl’iiL ’W,
ppw
L -y-j
.1
N M H i.I
JÆ
eru einstakar í sinni röð
fallegar og stílhreinar
hcegt að setja upp í nœstum hvaða
baðherbergi sem er
ERUM í HÖLLINNI
\/<cor%i n»y ’07
innan veggja
LAUGARDALSHÖLL
V VATNSVIRKINN HF.
ÁRMÚLA 21 SÍMAR 686455 — 685966
LYNGHÁLSI.3 SÍMAR 673415 - 673416
Hátúni 12, 105 Reykjavík — sími 29709
Hvernig væri nú að koma
sér úr startholunum og
komastástjá
Löggiltir sjúkraþjátfarar leiðbeina
Blandaðir tímar—frjáls mæting
Panta þarf fyrsta tímann en þeir sem
hafa verið áður þurfa þess ekki.
Frá 14. septemberverðuropið:
Mánudaga—föstudaga frá kl. 16-20
Laugardagafrákl. 11-15.
Við sem erum á stjái.
rk'Vv...
boröað hvítlauk
KYOLIC
alveg lyktar- og bragðlausi
hvítlaukurinn.
Algjörlega jafngildi hráhvítlauks
20 mánaða kælitæknivinnsla KYOLIC hráhvítla-
uksins fjarlægir alla lykt en viðheldur öllum
hinum frábæru eiginleikum.
KYOLIC er eini lífrænt ræktaði hvítlaukurinn í
heimi án tilbúins áburðar eða úðunar skordýra-
eiturs. KYOLIC er ræktaður á nyrstu eyju Japans,
þar sem jörð, vatn og loft er ómengað. Jarðvegur
er einungis blandaður laufi, jurtarótum og öðrum
lífrænum efnum.
KYOLIC inniheldur margfalt meira af virkum
frumefnum og efnasamböndum hráu hvítlauks-
jurtarinnar í fullu jafnvægi en nokkur önnur
framleiðsla í veröldinni.
Það er sameiginlegt öllum öðrum hvítlauksfram-
leiðendum að nota mjög háan hita við fjarlægingu
lyktar og þturkun eða þá að innihald er mest-
megnis jurtaolíur annarra jurta (mjúk hylki og
perlur). Hitameðferð eyðileggur hvata og önnur
mikilvæg efnasambönd.
Gæði KYLOIC eru könnuð 250 sinnum frá sán-
ingu til fullunninnar vöru.
Ókeypis bæklingar fást á sölustöðum. Þeir fjalla
m.a. um nýjusta vísindarannsóknir, undraverða
lækninga- og heilsustyrkjandi eiginleika hvít-
lauks og einstæð áhrif KYOLIC hvítlauksins.
Lesið sjálf hvað læknarit segja.
KYOLIC hefur til skamms tíma verið ófáanlegt
utan Japans, en fæst nú loks hérlendis.
KYLOIC hefur nýlega verið bætt vð hið sérstaka
heilsufæði sem íþróttamenn í Bandaríkjunum
borða meðan þeir æfa fyrir Ólympíuleikana.
Njótið lífsgleði, orku og hreysti, komið í veg fjrrir
sjúkdóma, notið þess vegna KYOLIC daglega.
Helstu útsölustaðir eru heilsuvöruverslanir,
lyíjaverslanir og fleiri.
Sendum í póstkröfu.
Fæst í töflum, hylkjum og fljótandi.
Heildsölubirgðir:
Logaland heildverslun,
símar 1-28-04 og 2-90-15.