Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 75

Morgunblaðið - 01.09.1987, Síða 75
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 1. SEPTEMBER 1987 75 VELVAKANDI SVARAR ( SÍMA 691100 KL. 13-14 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Bönnum plastpoka Mengunin er að gera meginland Evrópu nánast óíbúðarhæft. Súrt regn, dauðir skógar, geislavirkni, slys í efiiaverksmiðrjum, ofnotkun áburðar, ofveiði land— og sjávar- dýra og svo mætti lengi telja. Allt er að breytast til hins verra. Ég spái því að eftir svo sem aldarfjórð- ung muni Evrópubúar flykkjast í stórum hópum til landa sem nú telj- ast vanþróuð til að setjast þar að ef ekkert verður að gert. Við íslendingar erum sem betur fer fámennir og einangraðri en flestir. Iðnríkin í austri og vestri færast þó sífellt nær og okkur hef- ur orðið vel ágengt með samstilltu átaki við að gera landið sem líkast öðrum Evrópulöndum hvað þetta snertir. Reyndar höfum við notið dyggrar aðstoðar sauðkindarinnar við að gera landið að eyðimörk en það er stórpólitískt mál og ekki heiglum hent að halda uppi árásum á sauðkindina og ætla ég þvi að leyfa henni að bíta í friði. Ég ætla í staðinn að gera að umtalsefni annan skaðvald sem ekki ætti að þurfa borgarastyijöld til að losna við, plastpoka. Plast- pokar eru orðnir eins konar samnefnari neysluþjóðfélagsins og notkun þeirra óhófleg. Innkaupa- töskumar sem settu svip sinn á húsmæður á fyrri hluta aldarínnar eru orðnar fárinu að bráð og bréf- pokar sjást hvergi annars staðar en í ríkinu og þar er þess vandlega gætt að láta plastpoka utan um bréfpokana svo að viðskiptavinimir verði nú ekki taldir neinir afdala- menn sem geyma eigur sínar í svo afkáralegum hirslum. Plastpokamir flúka síðan um all- an bæ, fylla öskuhauga og tunnur, óforgengilegir, óásjálegir og óþol- andi. Bréfþokar em gerðir úr efni sem endumýjast, plastpokar úr efiii sem er að ganga til þurrðar. Bréf- pokamir eyðast á skömmum tíma úti í náttúmnni, plastpokamir eyða náttúmnni á skömmum tíma. Ég vil banna plastpokana og hefja bréfpokana aftur til fyrri vegs og virðingar. Spakur Morgunblaðið/Júlíus Lágmarkshraði Ég vil gjaman taka undir með þreyttum ökumanni sem skrifar í Velvakanda miðvikudaginn 26. ágúst og er að gagmýna skrif konu f Borgamesi sem hafði orðið fyrir því að lögreglan setti út á það að hún þótti aka of hægt. Ég ætla alis ekki að mæla með hraðakstri og er nokkuð sáttur við þau hraðatakmörk sem gilda á veg- um landsins og þótt svo væri ekki myndi ég að sjálfsögðu sætta mig við þau og hlíta þeim. Það em allt of margir sem gera það ekki og aka mun hraðar en lög gera ráð fyrir og ber að sjálfsögðu að fordæma það. Mér flnnst hins vegar litlu betra athæfi þeirra sem em þeirrar skoð- unar að leyfilegur hámarkshraði sé of hár fyrir þá og aka mun hægar en hægt er með góðu móti að rétt- læta og tefja þannig fyrir samborg- umm sínum og valda óþarfa slysahættu, oft ekki minni en þeir sem aka of hratt. Aksturshraða á alltaf að miða Viðsjárverðir sölumenn Nú verður það æ algengara að sölumenn hvers konar vamings og þjónustu mæti við útidyr hjá okkur og vilji selja sitt. Fyrir þremur ámm keypti ég af slíkum farandtryggingasala líftryggingu með upsöfnunarrétti frá Alþjóða líftiyggingafélaginu og var þó tregur til en lét til ieiðast eftir að maðurinn var búinn að sannfæra mig með útreikningum um hvað greitt yrði til baka strax eftir þijú ár. Endurgreiðslan átti að vera samkvæmt útreikningum hans sem svaraði 75% af iðgjöldum, verðtryggt, en þau 25% sem eftir stæðu, jafngiltu iðgjaldi af tiygg- ingu án uppsöfnunar. Allt leit þetta mjög vel út. Nú þegar ég hyggst segja upp tryggingunni og fá greidda upp- söfnunina mfna kemur f ljós að hún er engin. Meira að segja að það borgaði sig alls ekki að segja trygg- ingunni upp og fá greidda uppsöfn- un fyrr en eftir 10 ár. Þar sem ég hafði alls ekki hugsað mér að festa sparifé til 10 ára eða meira var ég nú alls ekkert jrfír mig hrifínn. Svör forsvarsmanns fyrirtækis- ins em svo einfaldlega þau að sölumaðurinn hefði ekki mátt segja neitt sem ekki stæðist og því beri fyrirtækið enga ábyrgð á vinnu- brögðum hans. Gaf hann mér síðan upp nokkur símanúmer og sagði mér að ég gæti sjálfur haft upp á þessum manni. Ekki veit ég hvað ég hefði átt að segja við þennan sölumann því að mínu mati hlýtur fyrirtækjum að bera skylda til að sjá um að sölumenn þeirra fari með rétt mál en gangi ekki í hús og beinlínis ljúgi að fólki til að fá það til að kaupa af þeim. Blöðin með útreikningingunum hef ég ekki, þannig að erfítt er að fyrir mig að sanna mitt mál. Sölumaður þessi var sagður dug- legur við söluna en ekki fékkst svar um hve mörg af skírteinum hans eru enn gildi en fyrir víst veit ég að tveir vinnufélagar mínir eru hættir að endumýja sínar trygging- ar vegna þess að ekki stóðst það sem hann sagði. Hann er nú farinn að selja bækur og fleira vítt um landið en vonandi ekki með sömu vinnubrögðum. Því vil ég vara fólk sérstaklega við þessum sölumönnum því að ekki er allt gull sem glóir og því er ekki óeðlilegt að fá umhugsunartíma þegar um er að ræða atriði sem skipta menn þúsundum króna eins og er í mínu tilviki. Óskar Arnórsson, Akranesi við aðstæður og getur auðvitað verið erfitt að meta hver hæfilegur ökuhraði er í hvetju tilviki og frek- ar skal aka of hægt en of hratt en í blíðskaparveðri að sumri til og um hábjartan daginn er erfítt að fínna afsökun fyrir því að aka ekki rétt undir löglegum hámarkshraða. Ef menn treysta sér ekki til þess vegna þess að þeir telja að öku- mannshæfíleikar þeirra séu ekki nægir eða af því að bifreiðin er ekki í nægilega góðu ástandi eiga þeir alls ekki að fara út á þjóðveg- ina. Vegimir eru samgönguæðar og hafa kostað þjóðarbúið gífurlega flárhæð. Sífellt er veitt meira fé í þá til þess að gera samgöngur greiðari og því er ansi hart að þurfa að sætta sig við að þessi fjárfesting nýtist ekki að fullu vegna þess að örfáir Ökumenn, það þarf ekki marga til, aka ekki eins og ætlast er til. Geri ég það að tillögu minni að sett verði lög sem gera lögreglu- þjónum kleift að sekta þá sem tefja umferð að ástæðulausu til jafns við þá sem aka of hratt. Að sjálfsögðu yrði að taka tillit til aðstæðna, það getur vart verið ófyrirgefanlegt að aka of hægt á fáfömum sveitaveg- um og auðvitað á alls ekki að sekta þá sem eðli málsins vegna komast ekki hraðar en eiga brýnt erindi um vegina eins og til dæmis bænd- ur á dráttarvélum. Brýnast er auðvitað að koma í veg fýrir að menn gerist sjálfskipað- ir lestarstjórar á þennan hátt á hringveginum í nágrenni Reykjavíkur, á Reykjanesbrautinni (Keflavíkurveginum) og á öðmm vegum sem mikið hefur verið lagt í að gera greiðfæra og margir eiga leið um, þar á meðal í Borgarfirðin- um þar sem fyrmefnd kona var stöðvuð af lögreglu. G.Þ. Sjö hvolpar Kæra fólk um land allt Ef ykkur langar $ lítinn og sætan hvolp, karlkyns eða kvenkyns þá biðjum við ykkur endiiega að hafa samband við okkur því að tíkin okkar er nýbúin að eignast 7 hvolpa. Hvolpamir em af smáhundakyni og em tæplega eins mánaðar gaml- ir. Hringið endilega í síma 99—6862 eða komið, ef þið hafíð áhuga. Fjölskyldan Hvitárbakka, Biskupstungnahreppi Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 80 ára ajmœli mínu þann 11. ágúst. GuÖ launi ykkur jyrir þaÖ. Lifið heil. Jóhanna Einarsdóttir, Óðinsvöllum 19, Kefíavik. Morgunblaðið - Keflavík Umboðsmaður er Elínborg Þorsteinsdóttir, Heiðargarði 24, sími 92-13463. fHtfjgisii&lftMfe HALLANDS LÁNS LANDSTING Lénssjúkrahúsið í Halmstad auglýsir lausar stöður sjúkraþjálfara (sjukgymnastik) Sjúkraþjálfi fullt starf, umsóknarnúmer 1354/87 Ráðning: sem fyrst. Sjúkraþjálfi 75% starf, umsóknarnúmer 1355/87 Ráöning: sem fyrst. Sjúkraþjálfi 75% starf, umsóknarnúmer 1356/87 Ráðning: sem fyrst. , Sjúkraþjálfi fullt starf, umsóknarnúmer 1357/87 Afleysingarstaða: veitttil 9 mánaða, viðkomandi hefji störf sem fyrst. Upplýsingar: Liselotte Wágö yfirsjúkraþjálfi, sími: 35-13 46 81 og Hed- vig Johnson, ritari starfsmannadeildar, sími: 35-13 11 52. Skilmálar: Prófskírteini fylgi umsóknum. Þeir sem vilja að fyrri störf verði metin til launa greini frá því sérstaklega. Umsóknir skal senda starfsmannadeild sjúkrahússins 301 85 Halm- stad. Umsóknir verða að hafa borist 10. sept. 1987. Með umsóknum skal fylgja: afrit af vottorðum og prófskírteinum, með- mæli og upplýsingár um fyrri störf. Jafnframt skal þess getið hvenær viðkomandi getur tekið til starfa. HALLANDS LANS LANDSTING ^HJólbörur* Traust v-þýsk vara frá ABH 85 lítra 16 tommu dekk Léttar og meðffærilegar kr. 5.700,- Þekking Reynsla Þjónusta A FALKIN N SUOURIANDSBRAUT 8. SÍMI 84670

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.