Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Flugleiðir og Úrval reka
Kanaiíklúbbinn áfram
Aldrei rætt um að slíta félaginu,
segir framkvæmdstjóri Urvals
FLUGLEIÐIR og Ferðaskrifstofan Úrval munu halda áfram að
selja ferðir í nafni Kanaríeyjaklúbbsins. Yfirlýsingar forráða-
manna Samvinnuferða/Landsýn og Útsýnar um að klúbburinn
hafi lagt upp laupana eiga ekki við rök að styðjast, að sögn Knúts
Óskarssonar framkvæmdasljóra Úrvals. „Líklega hefur ætlun
þeirra verið að sölsa undir sig allan markaðinn sem klúbburinn
átti áður. Við höfum hinsvegar þegar gert samninga um gistingu
á Kanaríeyjum næsta vetur og hyggjumst bjóða fastakúnnum og
öðrum ferðir eins og fyrr.“
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu á laugardag hafa Sam-
vinnuferðir/Landsýn og Útsýn
tekið upp samstarf um ferðir til
Kanaríeyja í vetur. Sögðu forráða-
menn ferðaskrifstofunnar ástæð-
una vera þá að Kanaríeyjaklúbbur-
inn hafi verið rekinn með tapi
síðastliðinn vetur. Ekki hafí náðst
samkomulag við Flugleiðir og
dótturfyrirtæki þeirra Úrval um
breytt skipulag. Þar sem markað-
urinn væri of smár fyrir tvo aðila
hafi þessir keppinautar ákveðið
að taka höndum saman.
Knútur kvað rétt vera að eig-
endur klúbbsins hefðu ekki verið
sammála. Flugleiðir og Úrval
hefðu viljað opna klúbbinn frekar
og selja ferðirnar einnig á ferða-
skrifstofum sem ekki ættu aðild
að honum. Hinsvegar hefði aldrei
verið um það rætt að siíta félaginu.
„Við ætlum að bjóða átta ferðir
til Kanaríeyja í vetur. Bókanir
virðast betri en á sama tíma í
fyrra, þannig að við erum bjart-
sýnir. Þessar tvær ferðaskrifstofur
hafa hingað til verið með um 40%
af ferðum seldum í nafni Kana-
ríeyjaklúbbsins. Þær hyggjast
augsýnilega ná til sín stærri skerf
af kökunni, en ég á eftir að sjá
samstarfíð ganga upp,“ sagði
hann.
VEÐUR
/ DAG kl. 12.00:
/ / /
Heimild: Veðurstofa íslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.15 i gær)
VEÐURHORFUR I DAG, 22.09.87
YFIRLIT á hádegi í gœr: Lægð suðaustur af landinu á leið austur
en hæð yfir Grænlandi.
SPÁ: í dag verður allhvöss norðaustanátt um vestanvert landið,
heldur hægari austan- eða norðaustanátt Norðaustanlands en
austankaldi á Suðausturlandi. Suðvestanlands verður úrkomulítiö,
en víða dálítil rigning í öðrum landshlutum. Hiti 4—7 stig norðantil
á landinu en 7—9 stig syðra.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
MIÐVIKUDAGUR: Norðaustan- og norðanátt með rigningu um
landið norðaustanvert en hvasst á Suður- og Vesturlandi. Hiti
5—10 stig.
TÁKN:
Heiðskít
Léttskýjað
Hálfskýjað
m Skýjað
Alskýjað
s, Norðan, 4 vindstig:
" Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
10 Hitastig:
10 gráður á Celsius
ý Skúrir
*
V El
= Þoka
Þokumóða
» , ’ Súld
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyrl Reykjavfk hltl veóur 6 úrkoma ( grennd 10 rignlng
Bergen 9 rigning
Helsinkl 10 skýjað
Jan Mayen 4 rignlng
Kaupmannah. 15 hálfskýjað
Narssarssuaq 3 helðsklrt
Nuuk 3 skýjað
Osló 11 8kýjað
Stokkhólmur 12 hélfskýjað
Þórshöfn 10 súld
Algarve 26 lóttskýjað
Amsterdam 21 mlstur
Aþena 31 léttskýjað
Barcelona 27 mlstur
Berlín
Chicago
Feneyjar
Frankfurt
Glaogow
Hamborg
Las Þalmas
London
LosAngalas
Lúxamborg
Madrfd
Malaga
Mallorca
Montroal
NewYork
París
Róm
Vfn
Washlngton
Wlnnlpeg
16 skýjað
11 skýjað
26 þokumóða
26 hálfskýjað
17 rlgnlng
16 rignlng
26 léttskýjað
21 skýjað
18 skýjað
24 léttskýjað
23 mistur
28 mlstur
34 léttskýjað
11 alskýjað
vantar
26 skýjað
27 þokumóða
24 heiðskfrt
18 þokumóða
6 þokumóða
liíiili
Fíífti*
Sjóli HF-1 í Hafnarfjarðarhöfn í gær. Morgunblaðið/Bjami
Nýr togari til
Hafnarfjarðar
NÝR TOGARI bættist við flota
Hafnfirðinga í gær en þá kom
skuttogarinn Sjóli HF-1 frá Nor-
egi. Skipið er í eigu Sjólastöðvar-
innar í Hafnarfirði.
Sjóli HF-1, sem er 882 brúttólestir
að stærð, er nýsmíði frá Flekkefjord
Slipp og Maskinfabrikk í Flekke-
fjord í Noregi og var afhentur
Sjólastöðinni hf. 14. þ.m. Skrokkur
skipsins er sérstaklega styrktur til
siglinga í ís í samræmi við ísklassa
2 hjá Veritas. Einnig uppfyllir skip-
ið reglur Siglingamáiastofnunar
ríkisins. Við hönnun skipsins hjá
Skipatækni hf. í Reykjavík var sér-
stök áhersla lögð á orkuspamað,
góða toghæfni og sjóhæfni. Gerðar
voru módelprófanir á skrokklagi
skipsins hjá Skibsteknisk Laborat-
orium í Kaupmannahöfn sem leiddu
til éndanlegrar lögunar á skrokkn-
um.
Skipið er með tvær frystilestir
samtals um 700 rúmmetra að
stærð, sem einnig eru hannaðar sem
ísfisklestar. Á milliþilfarinu er um
370 fermetra fiskvinnslusalur með
blóðgunarkömm, slægingarvélum,
flökunarvélum fyrir þorsk, karfa
og gulllax, roðfléttivél, hausskurð-
arvél fyrir karfa og grálúðu og
mamingsvél fyrir gulllax.
Auk þess em nauðsynleg færi-
bönd, snyrti- og pökkunarborð,
jrjögur lárétt fiystitæki, eitt lóðrétt
fiystitæki ásamt stómm lausfrysti
í þessum fiskvinnslusal. Lyfta flytur
fiskinn niður í báðar lestamar.
í skipinu em íbúðir fyrir 28
manns.
Albert Guðmundsson um skílaboð í
sovésku hanastéli:
„Þorsteinn sýnir
stærilæti hundsi
hann ábendinguna“
ALBERT Guðmundsson telur að
forsætísráðherra sýni stærilæti
og hundsi mikilvæga ábendingu
sem komið hafi verið á framfæri
við einn þingmanna Borgara-
flokksins i hanastéli í sovéska
sendiráðinu í liðinni viku. „Þessi
ábending um að leiðtogar Banda-
rikjanna og Sovétrikjanna komi
til Reykjavikur til að ganga frá
sögulegu samkomulagi um af-
vopnun er þess eðlis að forsætis-
ráðherra getur ekki litið fram
þjá henni,“ sagði Albert í sam-
tali við Morgunblaðið.
Greint var frá þvi í frétt blaðsins
á laugardag að sendimenn í sovéska
sendiráðinu hafi komið því á fram-
færi í hanastéli að ríkisstjóm þeirra
væri hlynnt því að leiðtogafundur
Gorbachevs og Reagans yrði hald-
inn á íslandi í haust. Borgarflokkur-
inn sendi ríkisstjóminni ályktun í
kjölfar ábendingarinnar með óskum
um að leiðtogunum yrði boðið að
halda fundinn hér. Þorsteinn Páls-
son forsætisráðherra sagði í samtali
við Morgunblaðið að hann teldi
óviðkunnanlegt að skilaboð bærust
með þessum hætti milli ríkja. Taldi
hann enga ástæðu til þess að blanda
sér í samninga stórveldanna.
„Ályktun Borgarflokksins kemur
í beinu framhaldi af opinberri heim-
sókn fyrrverandi forsætisráðherra
til Sovétríkjanna. Eftir hana kom
hann fram með þá hugmynd að
stórveldunum yrði boðin aðstaða til
reglulegra funda hér á landi. ísland
yrði gert að griðastað fyrir heims-
málin.
Þegar komið er með ábendingu
með þessum hætti er ábyrgðarlaust
að taka svona létt á málum eins
og Þorsteinn Pálsson hefur gert,“
sagði Albert.
„Það er smánarlegt að ríkisstjóm
skuli ekki lyfta sér yfir dægurþras
og flokkapólitík. Ef við eigum ekki
að taka mark á samtölum sendi-
manna erlendra ríkja við fulltrúa í
utanríkismálanefnd Alþingis þá veit
ég ekki í hvaða stöðu forsætisráð-
herra er að setja okkur. Það eru
margar leiðir að sama marki og
einstaklingurinn verður að ákvarða
hveiju sinni hveija þeirra hann vel-
ur.“
Meat Loaf
til íslands
BANDARÍSKI rokksöngvarinn
og kvikmyndaleikarinn Meat Lo-
af er væntanlegur til íslands og
mun hann halda tónleika í Reið-
höllinni i Víðidal hinn 10. október
næstkomandi. Það er umboðs-
fyrirtækið Split h.f. sem stendur
að komu Meat Loafs hingað til
lands, en fyrirtækið stóð fyrir
tónleikum með hljómsveitunum
Europe og A-ha fyrr í sumar.
------------------------- ,1