Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
53
Jóhanna Marteins-
dóttir — Minning
Mér er ljúft að minnast hennar
Nönnu frænku minnar. Hún Jó-
hanna Marteinsdóttir var fædd 18.
desember 1907 og hefði því orðið
áttræð nk. desmber, en kallið. kom
fyrr. Faðir hennar og amma mín
voru systraböm og voru ætíð mikl-
ir kærleikar milli fjölskyldna þeirra,
svo sem systkin væm þau. Mér er
í bamsminni er fjölskyldan frá Fá-
skrúðsfirði, Marteinn, Rósa kona
hans, Nanna og Jóhannes, maður
hennar, heimsóttu foreldra mína
hér fyrir sunnan og hversu ljúfir
og skemmtilegir endurfundir þess-
ara ættingja vom. Faðir Nönnu,
Marteinn Þorsteinsson frá Stein-
borg, var kaupmaður og útgerðar-
maður á Fáskrúðsfirði og rak
fyrirtæki sitt í félagi við mág sinn,
Björgvin Þorsteinsson. Rósa, kona
Marteins, var mikil myndar- og
fríðleikskona, og var hún ekki síðri
í vináttunni en maður hennar. Fjöl-
skyldumar höfðu oft heimsótt hvor
aðra á Homafjörð og Fáskrúðsfjörð
þeim öllum til mikillar gleði. Man
ég að móðir mín, systur hennar
tvær og bræðurnir frá Meðalfelli
minntust ætíð heimsóknanna aust-
ur til Rósu og Marteins með
ánægju. Stundum höfðu heimsókn-
imar jafnvel orðið óvæntar, svo sem
þegar gamla Esja eða Súð gátu
ekki farið inn fyrir Hornafjarðarós
og sigldu áfram austur. Þá var far-
ið til Fáskrúðsfjarðar og beðið hjá
íjölskyldu Marteins og Rósu unz
bátsferð var til baka til Homafjarð-
ar.
Nanna stundaði nám í Hússtjóm-
ardeild Kvennaskólans í Reykjavík
1925—1926. Hún giftist Jóhannesi
Þórðarsyni vélstjóra á Fáskrúðsfirði
í júlí 1930. Þau fluttu hingað til
Reykjavíkur 1931 og hann réðst
strax á olíuskip hf. Shell á íslandi,
„Skeljung", og vann þar vélstjóri
óslitið upp frá því, nær til dauða-
dags hans 1977. Hann var mikill
ágætismaður. Þau bjuggu lengst
af á Blómvallagötu en fluttu sig
seinna um nokkur hús á Brávalla-
götu 18 og undu hag sínum þar
vel. Þau eignuðust ekki böm en
tóku kjörsoninn Þórð f. 27. apríl
1943, sem var þeim til gleði. Hann
er sjómaður og hefir siglt um ára-
bil á togaranum Ögra RE 72. Seinni
kona hans er Edit Jóhannesson, en
með fyrri konu sinni eignaðist hann
3 dætur. Sérstaklega man ég hve
Nanna naut þess að tala við soninn
litla er hann kom heim úr skólan-
um, því Jóhannes var mikið úti á
sjó og oft lítið stanz hjá olíuskips-
mönnum. Frændrækin var hún og
lét mig finna er ég bjó í nágrenninu
að henni þótti vænt um mig svo sem
henni hafði þótt um móður mína
Sesselja G. Sigfús-
dóttir - Minning
Fædd l.júlí 1906
Dáin 20. ágúst 1987
Kynslóðir koma — kynslóðir fara.
Tíminn líður og setur mark sitt
á menn og umhverfi. Þeir sem áður
voru ungir og hressir — hin svokall-
aða aldamótakynslóð fagna nú hvíld
eftir mikil umsvif.
Ein af þessum öldnu dugnaðar-
konum var Sesselja Guðlaug
Sigfúsdóttir sem ég minnist nú hér
með fáum kveðjuorðum. Hún fædd-
ist í Egilsstaðakoti í Villingaholts-
hreppi 1. júlí 1906, af góðu bergi
brotin. Systkinin voru mörg og fá-
tæktin mikil. Ekkert kom til greina
annað en vinna. Strax og aldur
leyfði fóru systkinin að vinna fyrir
sér hjá vandalausum. Lauga, eins
og hún var alltaf kölluð, fór ekki
frekar en aðrir varhluta af því enda
hörkudugleg. Ætfð var hún glöð
og kát á hveiju sem gekk og dró
ekki af sér, heilsugóð og vel á sig
komin fram á elliár.
Hún giftist árið 1937 öðlings-
manninum Jóni Sæmundssyni,
ættuðum úr Biskupstungum. Þau
bjuggu í Reykjavík þann tíma sem
forsjónin leyfði þeim samvistir, en
Jón drukknaði í Hvítá ásamt bróður
sínum skömmu fyrir jól 1955. Má
geta nærri þvílíkt reiðarslag það
var. En drottinn leggur líkn með
þraut. Lauga lét ekki bugast. Hún
hélt heimilinu saman með dugnaði
Brynhildur Olafs-
dóttir — Minning
Fædd 23. mars 1909
Dáin 13. september 1987
Mig langar með örfáum örðum
að minnast ömmu minnar, sem í
dag verður jarðsungin frá kirkju
Óháða safnaðarins.
Amma lést á Landspítalanum
þann 13. september sl. eftir stutta
legu þar, en mestan tímann af veik-
indum sínum lá hún heima, þar sem
hún naut ástúðar og umhyggju afa,
sem stóð eins og klettur við hlið
hennar á hverju sem gekk, bæði
nú undir lokin og eins í gegnum
allt þeirra samlíf. Amma var hans
lífsljós sem nú er slokknað.
Heimili afa og ömmu geislaði af
ástúð og innileik, og hverjir sem
þangað komu hlutu að verða snortn-
ir, því með breytni sinni og lífsskoð-
unum, gáfu amma og afi öllum, en
þó sérstaklega afkomendum sínum,
trúna á lífið og allt það góða sem
það hefur upp á að bjóða, og þó
að erfiðleikar steðjuðu að, að bug-
ast ekki heldur líta fram á veginn,
og bíða þess með þolinmæði að upp
birti aftur.
Amma og afi voru aldrei efnuð
í veraldlegum skilningi, en samt
voru þau efnamesta fólk sem ég
þekkti, og er ég stolt af því að vera
afkomandi frá slíku fólki, og bera
nafn ömmu minnar, en því finnst
mér fylgja ábyrgð og hún er sú að
vera trúr sinni sannfæringu og að
breyta réttilega gagnvart öðrum.
Lífíð verður tómlegra eftir lát
slíkrar konu, konu eins og amma
mín var, en hún skildi eftir sig svo
alla tíð. Fleiri ættingjar frá Meðal-
felli bjuggu og á Brávallagötu, þar
sem Sigurður frá Meðalfelli og hans
fjölskylda var og hélzt hið nána
samband Nönnu og þeirra ætíð.
Hún var mikil hannyrðakona og
saumaði alltaf heima, ýmist fata-
saum eða útsaumsteppi með
íslenzkri ull í samvinnu við Karólínu
vefnaðarkonu á Ásvallagötunni.
Útsaumur hennar prýddi og heimil-
ið og gladdi ijölskyldu hennar er
hún gaf gjafir. Eftir lát Jóhannesar
12. ágúst 1977 bjó Nanna áfram í
íbúðinni sinni en er hún varð fyrir
því að missa mikið til sjónina flutti
hún á Elliheimilið Grund þar sem
vel fór um hana. Sjónarmissirinn
var mikið áfall fyrir hana svo list-
feng sem hún var, en æðruleysi
hennar og reisn við þessar aðstæður
gleymast seint. Seinna gekkst hún
undir aðgerð lækna á Landakoti,
sem gaf henni mikið til sjón að
nýju, og var þá sem hún endurfædd-
ist. Svo mikil var gleðin og ham-
ingja yfir því að fá notið þess að
vinna í höndum og skapa enn um
sinn að flestir sem hún þekkti og
ömmubömin hennar fengu að njóta
góðs af á ný. Heilsu hennar hrak-
aði svo á sl. vori og hefír hún notið
síðan á Vífilsstöðum, svo og oft
áður, nærfærinnar hjúkrunar og
aðhlynningar sem hún var þakklát
fyrir. Vil ég færa læknum og öllu
starfsfólki þar innilegar þakkir fyr-
ir alúð þeirra og umönnun.
Ég vil minnast þess að gengin
er góð kona, þakka öll ljúflegheit
hennar og Jóhannesar og fjölskyldu
þeirra í garð okkar frændfólks
þeirra og senda Þórði og fjölskyldu
og ráðdeild. Hún eignaðist tvær
dætur í hjónabandinu, Þóru
Kristínu og Sigrúnu Gróu sem báð-
ar eru mannkostamanneskjur, vel
menntaðar og báðar eiga þær fjöl-
skyldur. Áður en Lauga giftist hafði
hún eignast dóttur sem heitir Hulda
Brynjúlfsdóttir og er frænka mín.
Hulda og fjölskylda hennar tengdi
okkur Laugu alla tíð saman.
Þegar þreyta og lúi tók að sækja
á Laugu eftir því sem æviárunum
íjölgaði voru systumar allar sem
ein tilbúnar að hjálpa henni og
styrkja á alla lund. Síðustu æviárin
dvaldi Lauga á Elliheimilinu Gmnd.
Ber að þakka góða umönnun þar.
Lauga eignaðist marga góða vini
og kunningja á lífsleiðinni. Hún var
ævinlega boðin og búin að gera
fólki greiða og rétta hjálparhönd
þeim sem urðu fyrir mótlæti. Hún
var vel gefin kona sem gaman var
að tala við enda bókhneigð og stál-
minnug.
Lauga var kvödd í Langholts-
kirkju 7. september sl. að viðstöddu
fjölmenni. Hún var jarðsett við hlið
manns síns að Torfastöðum í Bisk-
upstungum. Þeir sem þar vom
viðstaddir gleyma ekki þeirri stund.
Ég þakka Laugu órofa vináttu
og tryggð frá fyrstu kynnum.
Drottinn minn gefí dánum ró —
hinum líkn sem lifa.
Ingibjörg Dagsdóttir
ótal margt, og em minningamar
um hana, það sem við, sem eftir
lifum munum ylja okkur við í kom-
andi framtíð.
Ég bið algóðan Guð að vaka yfir
afa og gefa honum styrk í sinni
miklu sorg svo og öllum afkomend-
um. Hvíli amma mín í Guðs friði,
og hafi hún þökk fyrir allt.
Brynhildur Bjamadóttir
hans og systkinum Nönnu samúðar-
kveðjur. Blessuð sé minning hennar
og þeirra hjónanna beggja.
Hanna Guðmundsdóttir
Nú hefur Jóhanna Marteinsdóttir
kvatt okkur sem áttum með henni
samleið á lokaskeiði lífsins. Hún
fæddist á Stöðvarfirði 18. desember
1907 og var af ágætu fólki komin.
Of fátt veit ég um æviferil hennar
til þess að lýsa honum, nefni aðeins
að hún giftist 1930 Jóhannesi Þórð-
arsyni vélstjóra hjá Skeljungi og
sonur þeirra, Þórður, sem er vél-
stjóri, er búsettur hér í Reykjavík.
Jóhanna var mikil hannyrðakona
og saumaði meðal annars fyrir
þekkta verslun í Reykjavík.
Ég kynntist Jóhönnu fyrst á Elli-
heimilinu Grund. Þar var hún
hrókur fagnaðar á spilakvöldum,
skemmtileg í tilsvörum og viðfelld-
in, enda vinmörg. En samvista-
skeiðið var stutt. Heilsunni hrakaði
og Jóhanna var flutt á sjúkrahúsið
á Vífilsstöðum. Ég heimsótti hana
þangað nokkrum sinnum og flutti
fréttir á milli. Því kemur nú í minn
hlut að koma á framfæri hinstu
kveðju góðkunningjanna sem hún
eignaðist á Grund.
í síðustu heimsókn minni kom
glöggt í ljós hve skýr hún var í
hugsun og æðrulaus, þrátt fyrir
heilsuleysi og háan aldur. Hún rétti .
fram höndina, hafði stutt bil milli
fingurgóma og sagði: „Svona lítið
bil bar á milli að ég skipti um heim.“
Nú hafa fíngumir lagst saman.
Að leiðarlokum kveðjum við,
samferðafólk Jóhönnu á Elliheimil-
inu Grund, góðan og minnisstæðan
förunaut þakklátum huga og vott-
um aðstendendum hennar innilega
samúð.
Björgvin Grímsson
POTTÞÉTT
PÚSTKERFI!
Pústkerfi frá Bosal og Stuðlabergi.
í allar gerðir bifreiða.
Straumur bíleigenda liggur í Borgartún 26.
Þar er úrvalið mest í bílinn! Láttu sjá þig sem
fyrst. Þú og bíllinn þinn njótið góðs af
heimsókninni.
BORGARTÚNI 26, SÍMI 62 22 62
Stórmarkaður bíleigenda