Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Bókmenntahátíð 1987
Skrýtíð að vera lifandi
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bókmenntahátíðin 1987: Bók-
menntadagskrá í Norræna
húsinu. Höfundar: Eeva Kilpi,
Sara Lidman, Rauni-Magga
Lukkari, Pétur Gunnarsson,
Steinunn Sigurðardóttir, Felix
Thoresen.
Lokadagskrá bókmenntahátíð-
arinnar var í Norræna húsinu og
öll helguð norrænum bókmennt-
um.
Fyrst las finnska skáldkonan
Eeva Kilpi ljóð eftir sig. Ljóð
hennar eru mörg um ástina og
einsemdina, hnitmiðuð og klið-
mjúk, sum þeirra skýrar og
áleitnar myndir firringar samtím-
ans.
Önnur skáldkona vakti líka at-
hygli í Norræna húsinu, enda ljóð
hennar í senn lýsing á heimi nátt-
úrubamsins og fjalla um sam-
skipti karls og konu. Þessi
skáldkona er Rauni-Magga Lukk-
ari frá Samalandi. í draumi ber
mig til hins sanna lífs, yrkir
Rauni-Magga Lukkari, og segist
þá gleyma myrkrinu. En myrkur
raunveruleikans er m.a. eigin-
maður sem breytist í villidýr þegar
hann er fullur. Um slíkan eigin-
mann hefur Marta Tikkanen líka
ort.
Pétur Gunnarsson las úr nýút-
kominni bók: Sykur og brauð, en
í henni eru greinar og sögur frá
ýmsum tímum. Stundum fínnst
mér svo skrýtið að vera lifandi.
Þannig hljómaði setning úr frá-
sögn frá 1972. Hversdagsleikinn
með óvæntum uppákomum er eins
og áður viðfangsefni Péturs og
það var ljóst að áheyrendur kunnu
að meta glettnina og gamansem-
ina sem var á sínum stað. Pétur
las líka upp úr vasabók og ráð-
lagði áheyrendum að fá sér
vasabók til að skrifa í.
Norski rithöfundurinn Felix
Thoresen flutti ræðu á ensku.
Nokkuð erfítt reyndist að fylgja
honum á fluginu, en honum varð
tíðrætt um bókmenntir ímyndun-
araflsins og flóttann frá raun-
veruleikanum. Bókmenntir tjá það
sem ekki verður tjáð, sagði Thore-
sen. Hann hefur ekki síst vakið
athygli fyrir að dá heiðinn sið og
stefna ásatrú gegn kristni.
Sara Lidman frá Svíþjóð sagði
frá hvílíkur áhrifavaldur skógur-
inn hefði verið fyrir hana.
Bemskulýsing þar sem hún sjálf
og grenitré léku aðalhlutverkin
var einkar lifandi, tréð fékk á sig
mennska mynd. Dauði grenitrés-
ins leiddi til hugleiðingar um
eydda skóga og um skóginn í
manninum. Þá gat Sara Lidman
ekki stillt sig um að minnast á
Víetnam.
Á dagskrá í Norræna húsinu
var auk fyrmefndra höfunda
Steinunn Sigurðardóttir. En ekk-
ert varð úr því að Steinunn læsi
og engin skýring var gefín á fjar-
vem hennar.
Það var meiri breidd í bók-
menntahátíðinni 1987 en ljóða-
hátíðinni 1985. Áberandi við
ljóðahátíðina var að smalað var
saman vinum og kunningjum og
þýðendum þeirra sem að henni
stóðu. Hátíðimar hafa vakið at-
hygli og vonandi tekst það fróma
ætlunarverk að auka hróður nor-
rænna bókmennta í heiminum.
Norðurlandaþjóðimar ættu að
geta staðið saman á bókmennta-
sviðinu, enda er margt líkt með
skyldum. En það hlýtur að vera
umhugsunarefni að þeir höfundar
Rauni-Magga Lukkari
sem virtust höfða mest til áheyr-
enda bókmenntahátíðarinnar voru
langt að komnir. Ég nefni sérstak-
lega Isabel Allende frá Chile,
Alain Robbe-Grillet frá Frakk-
landi og Andre Bitov frá Sov-
étríkjunum.
Ég er þeirrar skoðunar að við
eigum að sýna erlendum rithöf-
Steinunn Sigurðardóttir, fjar-
verandi heiðursgestur.
undum gestrisni, líka þeim sem
koma frá Norðurlöndum. Meðal
þeirra norrænu höfunda á bók-
menntahátíðinni sem lögðu sitt
af mörkum svo að eftir var tekið
voru ekki ómerkari höfundar en
Peer Hultberg frá Danmörku,
P.C. Jersild frá Svíþjóð og Eeva
Kilpi frá Finnlandi.
Skop-
sögfur
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Bíóhúsið.
Sannar sögur — True Stories
☆ ☆ */2
Leikstjóri: David Byme. Hand-
rit Byrne, Stephen Tobolowsky,
Beth Henley. Tónlist: Byme,
flutt af Talking Heads. Kvik-
myndataka: Ed Lachman.
Aðalleikendur: David Byme,
John Goodman, Anne McEn-
eroe, Swoosie Kurtz, Spalding
Gray, Pop Staples.
Bandarísk. Wamer Bros 1986.
David Byme, sá einstaki laga-
smiður, söngvari, tónlistarmynd-
bandasmiður og nú síðast
frumlegur en um fram allt bráð-
fyndinn kvikmyndaleikstjóri og
leikari, er vafalaust furðufugl að
auki. Og fyrsta mynd hans, Sannar
sögur, fjallar um eintóma furðu-
fugla. Hann veitir okkur aldeilis
sérstaka innsýn í Americana, sem
á að vera ósköp dæmigerður smá-
bær í Suðurríkjunum. En áhorfand-
inn getur íjandakomið ekkert séð
eðlilegt við persónumar og spyr sig
í myndarlok. „Hvað er aldæla?" Þó
hef ég heyrt því fleygt að Byme
hafí fundið efniviðinn í ýmsum dag-
blaðagreinum, það getur svo sem
meira en verið. Mestu máli skiptir
BLÖNDUÐ YIÐHORF
Ragna Hermannsdóttir á sýningu sinni í Nýlistasafninu.
Myndlist
Bragi Ásgeirsson
Það færist í vöxt að fólk á
ýmsum aldri leggi út í langt og
strangt listnám, byggi upp nýja
tilveru frá gmnni. Það hafnar
ríkjandi gildismati á lífinu,
lífsgæðakapphlaupi og sókn í fá-
fengilega hluti, allri staðlaðri
mötun velferðarþjóðfélagsins.
Þannig mun það vísast vera um
Rögnu Hermannsdóttur, sem um
þessar mundir heldur sína aðra
sýningu í Nýlistasafninu, en hina
fyrri hélt hún eftir útskrift úr
Nýlistadeild MHÍ árið 1983.
Frá þeim tíma hefur hún haldið
áfram námi, annars vegar sjálf-
stæðu námi í Rochester og New
York 1983—84 en hins vegar við
Ríkislistaháskólann í Amsterdam.
Á tímabilinu hefur hún haldið
allnokkrar einkasýningar og tekið
þátt í ýmsum samsýningum fólks
á nýlistalínunni.
A sýningunni í Nýlistasafninu
sýnir Ragna fjölþætt úrval fram-
leiðslu sinnar á listavettvangi,
m.a. margar bækur, sem hún hef-
ur hannað, myndlýst og í nokkrum
tilvikum fylgir frumsaminn texti.
Yst sem innst eru bækumar þann-
ig verk listakonunnar. Þá eru og
á sýningunni steinþrykk, tréristur,
klippimyndir og myndverk unnin
í akrfl á pappír.
Auðséð er að hið hugmynda-
fræðilega hefur átt hug Rögnu
allan lengi vel þrátt fyrir að í henni
leyndist augljóslega malerísk æð,
sem sést m.a. í beitingu línunnar,
en vinnubrögð hennar geta þar
stundum minnt á sjálfan André
Masson og hafa þá yfirbragð tákn-
ræns súrrealisma.
í hugmyndafræðinni hefur
Ragna verið nokkuð óráðin og
tvíátta enda að þreifa fyrir sér um
fastan grundvöll enda ýtti hún
seint úr vör og listheimurinn er
stór og víðáttumikill. Það er í
sígildri tréristunni sem listakonan
virðist hafa fundið listfleyi sínu
hagstæðastan byr því að hér tekst
henni að samræma hið myndræna
og hugmyndafræðilega í sann-
verðuga heild. Hér er um nokkuð
óvenjuleg vinnubrögð að ræða
hérlendis og einkum vöktu athygli
mína myndir eins og „Tvö andlit"
(4), „Bleikur selur“ (7), „Ótti“
(8), „Vor“ (13) og „Jökull“ (14),
sem allar eru í efra sal svo og
„Gildra" (15) og „Tígull" (16) í
anddyri.
Þessir hlutir þóttu mér bera af
á sýningunni fyrir listrænan og
innihaldsríkan tjákraft og þykir
mér ástæða til að óska listakon-
unni til hamingju með árangurinn
á þessu kröfuharða sviði. Umbún-
aður sýningarinnar er til fyrir-
myndar á þessum stað og auðséð
er að Ragna Hermannsdóttir nálg-
ast listagyðjuna í virðingu og
auðmýkt.
Hreinlæti
er okkar fag
Við verðum með bás C6 á
sjávarutvegssýningunni.
Hikaðu ekki við að hafa
samband til að fá nánari
upplýsingar um
hreinsiefni okkar og
þjónustu.
iii
Þar sem ítrasta
hreinlætis er krafist
( hartnær sex áratugi hefur Sápugerðin Frigg framleitt
hreinsi- og sótthreinsiefni fyrir fiskvinnslu og sjávarútveg,
kjötiðnað, mjólkuriðnað og allan annan matvælaiðnað.
Á þessum áratugum hafa efnaverkfræðingar okkar lagt
mikla áherslu á að þróa nýjar tegundir hreinsi- og
sótthreinsiefna til notkunar í þessum atvinnugreinum.
Hjá fyrirtækinu starfa tveir reyndir efnaverkfræðingar.
Það hefur kostað mikla vinnu og hugvit, því miklar kröfur
eru gerðar til fullkomins hreinlætis í þessari framleiðslu.
Þessum kröfum höfum við mætt með stöðugri vöruþróun
í fullkominni rannsóknarstofu, ásamt nánu samstarfi við
viðskiptavini.
Sápugerðin Frigg getur nú boðið upp á tugi mismunandi
hreinsi- og sótthreinsiefna, sem eru vel til þess fallin að
leysa hin margvíslegustu og sérhæfðustu hreinsunar- og
sótthreinsunarvandamál nútímafiskvinnslu og alls annars
matvælaiðnaðar.
Hikaðu ekki við að hafa samband við okkur til að fá nánari
upplýsingar um hreinsiefni okkar og þjónustu.
Hreinlæti er okkar fag
Lyngás 1, 210 Garðabær, sími 651822