Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 27 „Þurfum að kenna fólki að sækja aft- ur kvikmyndahús ‘ ‘ - segir ítalski leikstjórinn Ettore Scola ÍTALSKI leikstjórínn Ettore Scola átti upphafsmynd Kvik- myndahátíðar að þessu sinni, „Maccheroni" með Jack Lemmon og Marcello Mastroianni í aðal- hlutverkum. Scola var viðstadd- ur setningu hátiðarínnar á laugardag og ávarpaði sýningar- gesti. Kvikmynd hans„Le Bal“ hlaut lof gagnrýnenda á síðustu Kvikmyndahátið og hefur síðan verið sýnd í Ríkissjónvarpinu. Scola sagðist í stuttu spjalli við Morgunblaðið hafa hafnað boðum á kvikmyndahátíðir í Ástralíu og á Kúbu í vetur en ekki staðist freist- inguna að koma til íslands. Hefði hann ungur lesið bók Jules Veme um Snæfellsjökul og sannfærst um að hingað myndi hann einhvemtíma koma. „Ég hef séð tvær myndir eftir íslenska höfunda, báðar ágætar. Önnur er kvikmynd Kristínar Jó- hannesdóttur „Á hjara veraldar“, hin „Skytturnar" eftir Friðrik Þór Friðriksson. Annars em fáar ís- lenskar myndir sýndar á Ítalíu, og fáar ítalskar hér að mér skilst. Því miður gefast mér ekki tækifæri til þess að kynnast landi og þjóð mik- ið þessa tvo daga sem ég staldra hér við,“ sagði Scola. Kvikmyndin „Maccheroni" er leikin á ensku og ítölsku. Hún fjall- ar um lífsþreyttan bandarískan kaupsýslumann, Robert Travis, sem kemur til Napoli í viðskiptaerindum. Honum er þar fagnað af dularfull- um ítala, Antonio Jasiello, sem heldur því fram að hann hafí verið unnusti systur sinnar í stríðinu. Travis uppgötvar síðan að systur- inni hafa borist sendibréf í hans nafni í fjóra áratugi sem greina frá svaðilförum og hetjudáðum hans. Aðspurður um þær aðstæður sem ítölskum kvikmyndagerðarmönnum eru búnar sagði Scola að ungir höfundar ættu erfítt með að fjár- magna myndir sínar. „Þeir sem ekki hafa skapað sér nafn lenda í miklum erfíðleikum. í ár ákvað ég að gera ekki kvikmynd heldur veitti sex ungum mönnum styrk til þess að ljúka eigin verkefnum. Þeir fá peninga, mannafla og tæki. Ég hef yfírumsjón með kvik- myndagerðinni, skrifa handritið í samvinnu við höfundana, undirbý mjmdina, fylgist með tökum, gang- rýni og veiti ráð. Þetta eru allt ungir menn á aldrinum 20-25 ára. Myndimar verða sýndar í kvik- myndaklúbbum og síðan í sjón- varpi.“ Scola sagði að kvikmyndahús Ettore Scola ættu í vök að veijast fyrir sjón- varpsstöðvum sem óvíða eru út- breiddari en á Ítalíu. „Aðsókn hefur dregist mikið saman. En það er ekki öll nótt úti enn. Kvikmynda- gerðarmenn þurfa að kenna fólki að sækja aftur í bíó, því ef fólki líka myndimar tekur það hvíta tjaldið fram yfír imbakassann. Það er ekki hægt að njóta kvikmyndar á litlum skermi. Kvikmyndahúsið mun alltaf hafa yfírburði." Dagskráin í dag KVIKMYNDAHÁTÍÐ Listahátíð- ar verður haldið áfram í dag í Laugarásbíói. Hátíðin, sem hófst síðastliðinn laugardag, stendur yfir til næstkomandi sunnudags. Vegna fréttar sem birtist í Morg- unblaðinu á sunnudaginn, um að mynd pólska leikstjórans Zan- ussi, „Ar hinnar kyrru sólar,“ yrði aðeins sýnd tvisvar, hafði Rut Magnússon, framkvæmda- stjórí Listahátíðar samband við blaðið og sagði að tekist hefði að fá leyfi til tveggja aukasýn- inga á myndinni. Enn værí þó ekki ákveðið hvenær þær sýning- ar yrðu. Tvær myndir verða sýndar í A—sal Laugarásbíós. Klukkan 15.00 verður sýnd myndin „Heimili hinna hugrökku" og klukkan 17.00, 19.00, 21.00 og 23.00 verður „Markleysa" (Insignifícance) á dag- skrá. í B—sal er „Gríptu gæsina" (Eat the peach), á dagskrá klukkan 15.00. Klukkan 17.00 „Sagan um virkið Súram,“ klukkan 19.00 ind- verska myndin „Genesis,“ klukkan 21.00 finnska myndin „Rosso“ og klukkan 23.00 verður „Skuggar í paradís" sýnd. í C—sal hefst dagskráin einnig klukkan 15.00 með sýningu á frönsku myndinni „Teresa,“ sem einnig verður sýnd klukkan 17.00. „Gríptu gæsina" verður sýnd klukk- an 19.00 og 23.00 og „Genesis" er á dagskránni klukkan 21.05. Morgunblaðið/Sigurðiir Jónsson Þorsteinn Pálsson forsætísráðherra lýsti húsin tekin í notkun. Fjöldi gesta var við athöfnina sem fór fram á stéttinni fyrir utan annað húsið. Nýju húsin á Sólheimum, Steinahlíð og Brautarholt. Sólheimar í Grímsnesi: Tvönýhústek- in í notkun fyrir vistmenn Dijúgu framfaraspori fagnað af vistmönnum og gestum Seifossi. TVÖ NÝ hús fyrir vistmenn á Sólheimum í Grímsnesi voru formlega tekin i notkun á sunnu- dag. það var Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra sem lýsti húsin formlega tekin í notkun og Sig- Samnorræn ráðstefna um barnaofbeldi: Brúðuleiksýning um bamaofbeldi ÞRIÐJA samnorræna ráðstefnan um barnaofbeldi verður sett í Osló fimmtudaginn 24. septem- ber. Setningardaginn sýna á ráðstef nunni Hallveig Thorlacius og dóttir hennar, Helga Arnalds, brúðuleikrit sem fjallar um barnaofbeldi. Gestir ráðstefnunnar, sem eru aðallega félagsráðgjafar, sálfræð- ingar, læknar og hjúkrunarfræðing- ar, verða um 430 talsins, þar af um tuttugu frá íslandi. Af hálfu íslands i undirbúningsnefnd ráð- stefnunnar er Hulda Guðmunds- dóttir félagsráðgjafí sem kom því til leiðar að brúðuleikritið verður sýnt á ráðstefnunni. Bandarísk kona, Barbara Aiello að nafni, samdi í megindráttum texta þann sem notaður verður í leikritinu. Barbara hefur meðal annars samið brúðuleikritið „Kids on the Block" sem fjallar um fötluð böm. Brúðuleikhúsið Leikbrúðu- land sýndi þetta leikrit í skólum hér á landi á Ari fatlaðra en Hallveig Thorlacius hefur einmitt verið með Brúðuleikhúsið ásamt öðrum. Brúðuleikrit það sem sýnt verður á ráðstefnunni er eins konar fram- hald á „Kids on the Block". Leikritið fjallar, eins og áður sagði, um bamaofbeldi. Aðalpersónumar, sem em böm, em beitt líkamlegu of- beldi, meðal annars kynferðislegu. Þau trúa hveiju öðm fyrir þessum Morgunblaðið/BAR Hallveig Thorlacius og dóttir hennar, Helga Arnalds, með tvær af leikbrúðum þeim sem notaðar verða í brúðuleiksýningunni á þríðju Samnorrænu ráðstefnunni um bamaofbeldi. vandamálum sínum og eftir sýning- una geta ráðstefnugestir fengið að tala við leikpersónumar um vanda- mál þau sem fram komu í leikritinu. Á venjulegum sýningum þessa leikrits fá þau böm, sem það sjá, að tala við leikpersónumar eftir sýningamar, sem einhver sérfræð- ingur í bamavemdarmálum verður viðstaddur. Það hefur komið í ljós að þau börn, sem eiga við svipuð vandamál að stríða og fram koma i leikritinu, opna sig frekar fyrir leikbrúðunum heldur en lifandi fólki. Sérfræðingurinn reynir síðan að hjálpa þessum bömum til að komast út úr þessum vandamálum þeirra. urður Guðmundsson settur biskup flutti blessunarorð í at- höfn sem haldin var af þessu tilefni. Húsin hafa fengið nöfnin Steinahlíð og Brautarholt. Fram- kvæmdir við þau hafa gengið mjög vel en fysta skóflustungan var tek- in af Þorsteini Pálssyni 12. maí á síðastliðnu ári. í hvom húsanna er rúm fyrir 7 vistmenn auk þess sem þar er íbúð fyrir starfsmann. Húsin em björt og skemmtileg, búin full- kominni aðstöðu. Hvort hús er 195 fermetrar að stærð og þau kosta sameiginlega innan við 9 milljonir króna. Það er styrktarsjóður Sól- heima sem byggir húsin fyrir lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins. Það var hvert sæti skipað í nýja íþróttasalnum þar sem gestum var boðið til kaffísamsætis. Þar vom meðal gesta, alþingismenn og ráð- herrar. Margar gjafír bámst í tilefni opnunar húsanna. Lionsklúbburinn Ægir gaf sófasett og borð í húsin, Foreldra- og vinafélag Sólheima gaf borðstofuborð og stóla, Félag flug- freyja gaf garðstofuhúsgögn, Kaupfélag Ámesinga gaf innrétt- ingar í þvottahús og geymslur, Árvirkinn hf gaf sjónvarpstæki, stjóm Þroskahjálpar gaf tvær grafíkmyndir og húsgagnaverslanir í Kringlunni gáfu mikinn afslátt á vömm. Reynir Pétur og kona hans em ein þeirra sem munu búa í öðm húsanna og þau vom himinlifandi yfir nýja húsnæðinu, svefnherbergi og setustofu. Sama var einnig að segja um aðra sem lýstu skoðun sinni á nýju húsunum. Margir félagar í Lionsklúbbnum Ægi vom meðal gesta en klúbbur- inn hefur unnið mjög mikið og gótt starf í þágu Sólheima og stutt stað- inn frá stofnun klúbbsins. Auk mikilla og stórra gjafa til Sólheima er félagslegt samband klúbbsins mjög mikið við staðinn. — Sig. Jóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.