Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 56 fclk í fréttum Útlegð í Paradís að myndu margir gera sér það að góðu að búa (stóru einbýlis- húsi með einkasundlaug og stór- kostlegu útsýni á afviknum stað á Hawaii-eyjum; þar sem sólin skín allt árið, og þjónamir vökva rósim- ar og steikja grísi upp úr kókos- hnetuolíu með ananaskurli. En þau Ferdinand og Imelda Marcos eru alls ekki ánægð með hlutskipti sitt; „Við búum í fallegasta fangelsi í heimi" segir Imelda. Þó að harðstjórahjónin fyrrver- andi geti nú notið iífsins í vellysting- um praktuglega innan um böm sín og bamaböm, þá dreymir þau enn um að komast aftur til valda á Filippseyjum. Þau sakna vaidanna og fjárráðanna, og vísa því alger- lega á bug að þau hafi komið undan 350 milljörðum króna, sem þau geymi á bankareikningi i Sviss. Staðreyndin er sú, segir Imelda, að þau hjónin hafa rétt svo í sig og á - og þá mestmegnis fyrir hjálp frá vinum og samherjum - og þjónamir haldast fremur við vegna trygg- lyndis en launanna. Imelda eyðir deginum yfirleitt í að stússast í garðinum, og að leika við bamabömin, sem koma oft og iðulega í heimsókn til ömmu og afa. Ferdinand er hins vegar of heilsuveill til að snúast ( kringum ungviðið, og iætur sér yfirleitt nægja að liggja í sólstól og fylgjast með. Þá fær hann heimsóknir næst- um daglega, og bruggar þá stund- um launráð og landráð með skuggalegum náungum, eins og fram hefur komið í fréttum. En þó að margir væru tilbúnir til að ganga berfættir það sem eft- ir væri ævinnar fyrir að fá að búa í húsinu þeirra hjóna í hæðunum fyrir ofan Honoiulu, þá bíður Imelda enn eftir að snúa aftur til skótaus- ins sem hún skiidi eftir í flýtinum við að flytja frá Filippseyjum. „Það er bara tímaspursmál hvenær það verður hringt, og við beðin að snúa til baka," segir hún, „við vitum að fólkið á Filippseyjum þarfnast okk- ar.“ Bara að það hafi nú ekki týnt símanúmerinu. Imelda Marcos hefur nú að mestu lagt skókaup á hilluna, og eyðir nú tímanum í að leika við barnabörnin. Ródeókappinn Chad Hall tekst á loft í hita leiksins. VILLTA VESTRIÐ Rolluródeó Iródeóum í villta vestrinu er það til siðs að kúrekar reyni sig við ólma fola og bola, en hitt er ábyggilega sjaldgæfara að menn keppi í að sitja á baki sauðkindum. Slík keppni var þó á dagskrá í hinu árlega ródeói í bænum Thay- er í Kansas-fylki í Bandaríkjunum um daginn, og reyndu þar 50 böm sig í þeirri íþrótt að sitja sem lengst og fastast á rollubaki. Hann Chad Hall, sem héma sést á mynd- inni, var einn keppenda, en varð á endanum að láta sig hafa það að detta af baki jórturdýrsins, en okkur finnst að hann eigi hrós skilið fyrir góð tilþrif. > Ólafsfjörður Grillað fyrir gamlafólkið á Hombrekku Nýlega var haldin grillveisla fyrir vistmenn á Hom- brekku, _ hjúkmnarheimili aldr- aðra á Ólafsfírði. Kristín Thorberg hjúkrunar- fræðingur og forstöðumaður hjúkmnarheimilisins sagði að hugmyndin að grillveislunni hefði komið frá starfsfólkinu og tilefnið verið að leyfa vistmönn- um að smakka útigrillaðan mat. Slíkt væri nú orðið fastur liður í matargerð margra landsmanna yfir sumarmánuðina, en fæstir vistmenn hefðu bragðað áður. Boðið var upp á marineraðar lambalærisneiðar og bláber með ijóma í eftirmat. Máltíðinni iauk svo með því að dmkkið var kaffi og sherry. Á eftir var sungið við góðar undirtektir, en Kristín sagði að margir vistmenn hefðu áður verið virkir í félagsstarfí á Ólafsfirði. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Veislugestir gerðu matnum góð skil. Að sögn Kristínar dvelja nú á Hombrekku 30 vistmenn, 17 á ellideild og 13 á sjúkradeild. Þeir mættu allir í veisluna nema tveir, sem vom rúmliggjandi. Auk þess kom allt starfsfólk Hombrekku, en Hombrekka þjónar einnig sem heilsugæslu- stöð Ólafsfírðinga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.