Morgunblaðið - 22.09.1987, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 22.09.1987, Qupperneq 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Stjörim- speki Umsjón: Gunnlaugur Guðmundsson „Kæri stjömuspekingur. Ég er 14 ára Hrútur sem langar alveg ofsalega til að láta þig lýna í stjömukortið mitt. Ég er fædd 12. apríl 1973 kl. 12.05 um hádegi í Braunsch- weig V-Þýskalandi. Gætir þú einnig athugað hvaða störf myndu henta mér í framtíð- inni. Kveðja Hrútur." Svar: Þú hefur Sól og Venus saman á Miðhimni, Tungl og Rísandi merki í Ljóni, Merkúr í Fisk- um og Mars og Júpíter saman i Vatnsbera. SjálfstœÖ Það að Sól er í Hrút á Mið- himní og auk þess í mótstöðu við Úranus táknar að þú ert sérlega sjálfstæð persóna. Þú kemur til með að þurfa að fara eigin leiðir og skapa þér þinn sjálfstæða farveg innan þjóðfélagsins. Sjálfstæður at- vinnurekstur eða sjálfstæð verkefiii I vinnu ættu því að eiga vel við þig. MetnaÖur Auk þess táknar framan- greind staða að þú ert metnaðargjöm og þarft að skina og vera áberandi í þjóð- félaginu. Þú vilt vera þekkt fyrir að vera þú sjálf og hafa náð persónulegum árangri. Lífsorka Kort þitt er kraftmikið og flest ailir þættimir benda til þarfar fyrir hreyfíngu, líf og athaftiir. Þú ert ekki kyrr- setumanneskja. Störf þfn verða að vera lifandi, skap- andi og spennandi. Gott gæti verið fyrir þig að taka þátt í íþróttum og vinna störf sem fela í sér lfkamlega hreyfíngu og ferðalög. Áskorun Hrúturinn þarf alltaf að tak- ast á við einhveija áskorun. Honum leiðist vanabinding og það sem hann hefur náð tökum á. Þí er hætt við að þú eigir eftir að skipta oft um starf. Ef lff þitt gefur ekki kost á framangreindu er hætt við að þú verðir frek- ar óróleg og verðir stöðugt að skipta um atvinnu. Glœsileiki Það að vera Hrútur og Ljón táknar að þú ert ráðrík og vilt stjóma umhverfí þínu. Þú vilt vera áberandi og í miðju í umhverfinu. Þú ert tilfinningalega hlý og einlæg en hneigist jafnframt til þess sem er glæsilegt. Skortir jörÖ Það sem helst gæti háð þér er að þig skortir jörð í kortið. Þú ert hugmyndarík og kraft- mikil en hættir stundum til að vera óhagsýn og skorta varkámi. Þú þarft að gæta þess að áætlanir þínar séu framkvæmanlegar og temja þér að hrinda sumum þeirra f verk. Draumlynd Merkúr í Fiskum táknar að hugsun þín er næm og draumlynd. Þú átt því til að vera utan við þig og gætir þess stundum ekki að tala nógu skýrt. Fólk gæti því átt til að misskilja þig. Björt og lifandi Þegar á heildina er litið má segja að kort þitt sé bjart, þ.e.a.s. þú ert jákvæð, hress og opin persóna, ert glaðlynd, vingjamleg og lifandi. Hvað varðar störf get ég ekki nefnt ákveðnar greinar. Lykilatriði eru sjálfstæði, hreyfanleiki, líf og skapandi athafnir, ekki vanabinding. GARPUR /Z/PN/NG/AIM\ER / \é<5 EE Á '/BOd BAUUDbes kX»MN&s)ce/e>/NNI E//J/Y1/TT PesSA JoZfZj! HANfi 6IUND/ZUA / s'VEKPt/ZADKL Xast n&tf/rtJA trt 7K. mM.TH- F&ÐUR /niNS! tr/AFN/ Gfý/Se'iLLjjJf'' // ÉGVOMADBSCMU^ "“h boc/ ofse/nt! KONUNG- ) H/tFÐC/ E/CKJ frWS&j) i/EKÐ/ /!Ð ELTA 1RÆN/N60ANN T/L. BNDO ETBZS/IU'. .................... ...'. ■ . GRETTIR S3AÐU, (SRETTlR, PETTA ER PUKI, EFTIRLÆTTIS LE1KFANSI6> PlTT 03 NANASTI VINUR- /MAN STU EFTIR PÓKA ? y TOMMI OG JENNI (H£/MSkXJ£ ER HAN/ £N H/INN GE-TUR l EKK/ 6EZFAÐ \ /bW/ DRATTHAGI BLYANTURINN FERDINAND SMAFOLK I UIINK AT THAT LITTLE REP MAIREP 6IRL..TME TEACHER 5EMP5 METOTHE MUR5E..THE NUR5E 5EMP5 METOTHE EYE POCTOR... y- Ég vil ekki trúa þvi að þetta sé að ske ... JCl |'m lUCKY I PIPI^T TRY TO 6lVE MER A MU6... THEY P HAVE 5ENT ME TO AM ORTHOPEPISTTO FIX MV ARM5! Ég blikka þessa litlu rauðhærðu ... kennar- inn sendir mig tíl hjúkk- unnar___hjúkkan sendir mig til augnlæknis_ Það var eins gott að ég reyndi ekki að faðma hana... Þá hefðu þau sent mig til bæklunarlæknis til að rétta á mér handleggina! Umsjón: Guðm. Páll Arnarson ítalimir Lauria og Rosati vom seinheppnir í leiknum við ísland á EM í Brighton. í síðasta spili leiksins týndu þeir hjartalitnum og lentu í vonlausum_ þremur gröndum gegn Ásgeiri Ásbjöms- syni og Aðalsteini Jörgensen: Vestur gefur; AV á hættu. Norður ♦ K1062 VD62 ♦ 10973 + G4 Austur II J K975 ♦ KD ♦ ÁKD875 Suður ♦ DG854 VÁ8 ♦ ÁG65 ♦ 62 Vestur Norður Austur Suður Rosati Á.Á. Lauria A.J. Pass Pass 1 lauf 1 spaði Pass 2 spaðar 3 lauf Pass 3 grönd Pass Pass Pass Asgeir kom út með spaða og hélt Rosati þannig í sjö slögum: 200 til íslands. Jón Baldursson og Sigurður Sverrisson létu hjartasamleguna ekki fara forgörðum. Þeirra and- stæðingar voru Bocchi og Mosca: Vegtur Norður Austur Suður J.B. Bocchi S.S. Mosca Pass Pass 1 lauf 1 tígull Pass 1 hjarta Dobl 1 spaði 2hjörtu 2spaðar Dobl Pass 3 lauf Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Kerfí ítölsku paranna er mjög kostulegt og að áliti margra helsta skýringin á slæmu gengi þeirra á mótinu. Tígulströggl Mosca er ein sérviskan. Það er svokallað „Canapéströggl" sýnir 2—4 tígla og einhvem fimmlit. Bocchi leitar að litnum með einu hjarta og Sigurður notar tæki- færi og sýnir hjartalit með dobli. Eftir það er leiðin greið í geimið. Vestur ♦ Á95 VG1043 ♦ 842 ♦ 1093 Umsjón Margeir Pétursson Hvítur leikur og heldur jafn- tefli. Staðan kom upp í fyrstu um- ferð íslandsmótsins á Akureyri. Dan Hansson hafði hvítt og átti leik, en Karl Þorsteins svart. í síðasta leiknum fyrir tímamörkin Iék Dan: 40. Bxf47 sem svarað var með 40. — Kf3! og hvítur gafst upp, því hann á enga vöm við hótuninni 41. — Dbl og síðan 41. — Dfl og mátar á g2. Eftir skákina komust teflendur að þeirri niðurstöðu að hvítur hefði getað haldið jafntefli með lagleg- um millileik: 40. f3+! og eftir 40. — Kxf3, 41. Bxf4 kemst svartur ekki lengra áleiðis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.