Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 63
I
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Marel kynnir
nýjan fiokkara
fyrir skip
200 vogir hafa verið seldar í 100 skip
MAREL hf leggnr áherzlu á
kynningu fjögurra þátta fram-
leiðslu sinnar á sjávarútvegssýn-
ingunni, vorga- og framleiðslu-
stýringarkerfi fyrir frystihús,
skipavogir, flokkara fyrir skip
og nýtt timaskráningarkerfi.
Marel hefur nú selt um 200 vog-
ir í 100 skip og er að hefja
skipulagða markaðsetningu og
sölu í Ástralíu og á Nýja Sjálandi.
Þórólfur Amason er markaðs-
stjóri Marels. Hanns agði í samtali
við Morgunblaðið, að um helmingur
framleiðslu fyrirtækisins væri flutt-
ur utan. Mest færi til Noregs og
Kanada, auk Grænlands, Færeyja
og Hjaltlands. Vaxtarmöguleikar
Steen Reenberg við beinaleitarann. Morgunblaðið/Bjami
Fiskbeinaleitari frá
Lumetech dóttur-
fyrirtæki Carlsberg
DANSKA fyrirtækið Lumetech
kynnir beinaleitara fyrir fiskflök
á sjávarútvegssýningunni og
vatnsskurðarvél, sem getur tekið
við fiskinum og skorið úr honum
beinin samkvæmt skilaboðum frá
beinaleitaranum. Beinaleitarinn
er þróaður í rannsóknarstofun
Carlsberg, bjórframleiðslufyrir-
taekisins og tók það tvö og hálft
ér og hefur hann verið á mark-
aðnum i eitt ár. Alls hafa verið
seldir 12 beinaleitarar, þar af
einn til íslands.
Beinaleitarinn er byggður upp
fjórum hlutum, færibandi, raf-
eindakassa, sem tengdur er skjá,
tölvu og flokkara. Flökin, eitt á
sekúndu, fara eftir bandinu gegn
Urn rafeindakannann. Ljós af sérs-
takri bylgjulengd lýsir þá flakið upp
°g mjög næm myndavél tekur jafn-
framt mynd af því. Tölvan reiknar
Pá samstundis út fjölda beina og
ugga í flakinu, lengd þeirra og
Pykkt og hvar þau eru í flakinu.
vélin flokkar síðan flökin í tvennt
samkvæmt gefnu hámarki beina og
JJgga í hveiju flaki. Einungis flök,
Par sem bein og uggar eru innan
gefinna marka, eru viðurkennd,
Bakkarinn hafnar hinum. Breyta
mé hámarkinu samkvæmt kröfum
þeirra markaða, sem fískurinn á
að fara á. Jafnframt er til beina-
skurðarvél, sem sker bein og ugga
burt með vantsgeisla samkvæmt
skilaboðum frá beinaleitaranum.
Steen Reenberg er forstjóri Lu-
metech. Hann sagði í samtali við
Morgunblaðið, að þessi vél væri
fyrsta skrefið í stærra verkefni, sem
unnið væri að. íslendingar hefðu
allan tíman fylgzt vel með þróun
þessar vélar og séð hvaða mögu-
leika hún gæfí. Vélin væri kannski
ekki nauðsynleg fyrir fiskiðnaðinn,
en að henni væri mikil hjálp til að
koma í veg fyrir galla. Vélin yrði
ekki þreytt og henni væri hægt að
segja hvaða kröfur hún ætti að
gera. Hún kæmi í veg fyrir mistök.
Þá væri hægt að fá allar upplýsing-
ar úr vélinn út á prentara. Hann
sagðist_ hafa orðið var við mikinn
áhuga íslendinga á þessari sýningu
og einnig tilraunum fyrirtækisins
til að fínna orm í fískinum. „Við
vonumst til að einhveijir hér á ís-
landi kaupi vélina. Hún getur
hjálpað til að auka gæðin og verið
fyrsta skrefíð í sjálfvirku vinnslu-
kerfí, sem sparar jafnt vinnuafl og
dregur úr erfiði. Við höfum við þró-
un vélarinnar haft ánægjulegt
samtarf við íslendinga og fengið
hjá þeim mikið af nytsamlegum
upplýsingum," sagði Steen Reen-
berg.
Carlsbergverksmiðjumar hafa í
langan tíma rannsakað bygg, sem
notað er til bruggunar bjórs. Þær
rannsóknir leiddu til þess að farið
var að kanna hvort þekkingu verk-
smiðjanna mætti nota til annarra
hluta. Vísindamenn Carlsbergverk-
smiðjanna rannsökuð meðal annars
kjöt og grænmeti af matstofu stofn-
unarinnar og komust að því að
beinvefur í kjöti varð sjálflýsandi í
útfjólubláu ljósi alveg eins og frum-
ur í byggkjama. Um það leyti fór
rannsóknadeild sjávarútvegsráðu-
neytisins þess á leit við stofnunina
að hún reyndi að flokka flök eftir
innihaldi beina og ugga. Hugmynd
þessi hefur sfðan orðið að vemleika
og líkamnast í Lumetech beinaleit-
aranum.
Morgunblaðið/Bjami
Þórólfur Ámason, markaðsstjóri Marels og Jón Geirsson, sölustjóri.
fyrirtækisins fælust í öflun nýrra
markaða hjá stjómm fískveiðiþjóð-
un eins og Bertlandi, Spáni og
Þýzkalandi. Spánn myndi til dæmis
fljótlega þurfa á nákvæmum vogum
að halda, þegar sala þaðan á físki
æa Evrópumarkaði hæfist. Þá hefði
þýzka útgerðarfyrirtækið Deutsche
Fischfang Union keypt 10 vogir og
.væri búið að setja fjorar þeirra
upp. Þetta fyrirtæki gerði út 5
frystitogara, þá einu í Þýzkalandi
og væm þeir hver um sig um 3.500
tonn að stærð.
Þórólfur er nú á leið til Ástralíu
við annan mann. Hann sagði að
þangað hefðu verið seldar tvær
vogir og ætlunin væri að setja þær
upp þar og ganga frá ýmsum þátt-
um í markaðssetningu og þjónustu
þar og á Nýja Sjálandi. Mikið af
fyrirspumum hefði borizt frá þess-
um heimshluta og ákverðið hefði
verið að drífa sig inn á markaðinn
í samvinnu við Útlfutningsráð Is-
lands. Þá yrði jafnframt kannaður
möguleikinn á útflutningi á öðmm
framleiðsluvömm íslendinga. Þetta
væri mjög spennandi verkefni og
Marel væri komið í samband við
talsverðan fjölda fyrirtækja í Eyja-
álfunni. Þar gætu hugsanlega
opnazt nýjar leiðir í útflutningi, en
það væri nauðsynlegt að sinna
mörkuðum á ýmsan hátt annan en
aðeins að selja vömna, annars tap-
aðist markaðurinn aftur. Betri væri
einn fugl í hendi en tveir í skógi.
Marel væri fyrst og fremst að selja
þekkingu og legði áherlzu á að
halda tenglsunum milli þekkaingar-
innar og sjávarútvegsins.
„Við leggjum áherzlu á kynningu
fjögurra þátta framleiðslu okkar.
fyst má nefna voga- og framleiðslu-
stýringarkerfí fyrir frystihús, sem
em samtengjanlegt við PC-tölvur
með öflugum hugbúnaði. Skipavog-
in er svo flaggskipið okkar á nýjum
mörkuðum. Flokkari fyrir skip er
að okkar mati sá fyrsti í heiminum,
sem flokkar eftir vigt. Loks má
nefna nýtt tímaskráningarkerfí,
stimpilklukku, sem auðveldar verk-
bókhald og starfsmannaeftirlit og
er tengjanlegt við launaforrit.
Við leggjum einnig áherzlu á
sérlausnir í samvinnu við ýmsa að-
ila og höfum náð nokkuð langt á
því sviði," sagði Þórólfur.
Kristján Aðalsteinsson, sölustjóri hjá Sæplasti, við bás fyrirtækisins
á sjávarútvegssýningunni.
Fiskker og bretti
fyrir fiskvinnslu
SÆPLAST á Dalvík sýnir á sjvar-
útvegssýningunni fiskker og
bretti úr plasti sem henta vel í
fiskiðnað.
Að sögn Kristjáns Aðalsteinsson-
ar, sölustjóra hjá Sæplasti, fram-
leiðir fyrirtækið fiskker í 5
stærðum, frá 380 lítrum til 1000
lítra. Fiskikerin em hönnuð með
fískvinnslu í huga og em fyrst og
fremst notuð í fiskibátum og við
fiskverkun, þó einnig séu þau notuð
f sláturhúsum, fóðurstöðvum og
fískeldisstöðvum.
Kristján kvað kerin henta vel í
báta, þar sem hægt væri að setja
fískinn beint í kerin um borð og
þyrfti þá lítið að hreyfa fískinn frá
því sem hann er veiddur og þar til
hann er verkaður. Þau henta því
bæði til flutninga og geymslu, að
sögn Kristjáns.
Sæplast framleiðir einnig bretti
fyrir fiskvinnsluna, til dæmis bretti
undir flakabakka, fyrir frystipönn-
ur, fískikassa og bretti til löndunar
úr togumm og bátum. Það nýjasta
er svo venjuleg vömbretti til ýmis-
legra nota.
Að sögn Kristjáns selur Sæplast
um þriðjung framleiðslu sinnar til
útlanda, og þá einkum til Kanada,
Grænlands, Færeyja, Noregs, Dan-
merkur og Þýskalands. Fyrirtækið
hefur fengið fyrirspumir víða að
úr heiminum, en vegna flutnings-
kostnaðar borgar sig ekki að flytja
kerin út annað en til nágrannaland-
anna, sagði Kristján.
Sæplast flutti nýlega í nýtt 800
fermetra húsnæði sem þegar er
orðið allt of
63
pe^ST#
pei<ioNG 8
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670
ORKIN/SlA