Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 36

Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Erfiðast að ná and- anum eftir fallið - segir Jón ívar Rafnsson sem slasaðist á sig- sýningunni á Ráðhóstorgi á afmæli Akureyrar „ÞAÐ var hræðilega erfitt að komast í gang eftir fallið. Það var versta stundin í þessu öllu, að ná andanum. Einnig var ég með mikla verki þar til ég var svæfður á sjúkrahúsinu," segir Jón ívar Rafnsson, 19 ára pilt- ur, sem féll niður húsvegg við Ráðhústorg á afmælisdegi Ak- ureyrarbæjar þegar hann var að sýna sig ásamt félögum sinum í Hjálparsveit skáta á Akureyri og^ Flugbjörgunar- sveitinni. Jón ívar er á bæklun- arlækningadeild Fjórðungs- sjúkrahússins og er á batavegi, „farinn að hoppa um á öðru fæti I göngugrind", eins og hann orðar það sjálfur. Jón ívar var efst á húsveggn- um, í fyrsta stökkinu, þegar línan siitnaði og telur að fallið hafi ver- ið 8 til 10 metrar. Hann segir að margt hafí flogið í gegnum hug- ann á þessum stutta tíma sem hann var að falla til jarðar. „Ég var með meðvitund allan tímann. Þegar ég fann að kaðallinn slitn- aði reiknaði ég strax með því að deyja, því ég gerði mér grein fyr- ir því hvað ég var ofarlega. Síðan kom skellurinn og ég missti and- ann,“ segir Jón Ivar. Hann segist hafa talið að þetta yrði hans síðasta, en ekki haft tíma til að verða hræddur. Hann segist hafa hugsað til skyldmenna og vina og fundið til söknuðar. Hann lenti á bakinu á hellu- lagðri gangstétt en bar fyrir sig vinstri hönd og hægri fót. Hann fékk-10 beinbrot á 7 stöðum lík- amans. Hællinn á hægri fæti fór í mask. Þtjú brot komu á bakið og auk þess laskaðist hálsliður. Þá fór hann úr olnbogalið og fékk opið beinbrot við úlnlið þannig að hendin snerist frá handleggnum, svo dæmi séu tekin. Hann var með mikla verki og átti erfítt með að ná andanum, en var með fullri meðvitund allan tímann. Sjú- krabíll kom mjög fljótt á staðinn og var farið með hann á sjúkrahú- sið. Að lokinni rannsókn var hann svæfður og gert að beinbrotunum. Aðgerðin tók fjóra klukkutíma. Eftir það var hann á gjörgæslu- deild, en hefur nú verið á bæklun- ardeild í á þriðju viku. Jón ívar segist vera með verki í hendinni en sér líði að öðru leyti vel. Hann segir að félagar sínir úr skátunum hafí heimsótt hann mikið á spítalann svo og aðrir vinir. Til dæmis hefðu komið heil- ir skátaflokkar í fullum skrúða til að færa honum konfekt. Hann býst við að ná sér að mestu, en það taki tíma og bygg- ist á þjálfiminni. Hann gæti þó átt í einhveijum vandræðum með ákveðnar hreyfíngar vinstri hand- ar og spuming hvort hann næði fullum krafti í hana. Jón ívar er í Menntaskólanum á Akureyri, fer í 3. bekk í haust. Hann reiknar með því að missa mánuð að minnsta kosti úr skólan- um og telur að það geti háð sér í vetur. Langar gönguskíðaferðir og fjallaferðir eru aðaláhugamál hans og hefur þátttaka hans í skátastarfínu veitt honum mörg tækifæri til að sinna þessu áhuga- máli. Hann segist ætla að vera áfram í skátunum og Hjálparsveit skáta. Það yrði síðan að koma í ljós hvað meiðslin myndu há hon- um mikið. „Það er til dæmis spuming hvort ég verð nothæfur gönguskíðamaður vegna hæl- j I “ Morgnunbiaðið/Guðmundur Svansson Jón Ívar „á öðrum fætinum“ í göngugrind á Fjórðungs- sjúkrahúsinu. meiðslanna. Ég verð að þjálfa mig og vona það besta," sagði hann. Jón Ivar vill sem minnst ræða um ástæður slyssins, segir að þeir félagamir séu búnir að ræða það hreinskilnislega. Aðspurður um hvaða lærdóm megi draga af slysinu sagði hann: „Menn verða að fara með gát og hafa vakandi auga með öllum útbúnaði." - HBj. Horgunblaðið/SÍKriður H. Radomirsdóttir Jón ívar, lengst til hægri á myndinni, fellur niður húsvegginn við Ráðshústorg á afmæli Akureyrar. Hann var efst á veggnum þeg- ar kaðallinn slitnaði. 8 ungmenni fundust heil á húfi á Sprengisandi LEIT hófst í gærmorgun að átta ungmennum á tveimur jeppum upp á Sprengisandi. Ungmennin fundust heil á húfi við Köldukvísl við norðanvert Þórisvatn kl. 16.10 í gærdag og hafði ferð þeirra stöðvast vegna bensín- skorts. Ungmennin em öll af höfuð- borgarsvæðinu og komu þau til Akureyrar fyrir helgi. Þau héldu síðan áleiðis suður á sunnudag Sprengisandsleiðina. Þau áætluðu að vera komin heim þá um kvöldið, en þegar ekkert hafði til þeirra spurst á mánudagsmorgun, fóm níu félagar úr Hjálparsveit skáta á Akureyri á þremur jeppum til leitar við slæm veðurskilyrði. Stuttu eftir hádegið hélt slysavamafélagið Dag- renning frá Hvolsvelli af stað og einnig Snækollur frá Flúðum sem er deild innan Hjálparsveitar skáta. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð til hjálpar, en er hún var komin að Aratungu, var henni vísað til Patreksfjarðar til að flytja konu í bamsnauð. Bjöm Hermannsson fram- kvæmdastjóri Landssambands hjálparsveita skáta sagði í samtali við Morgunblaðið að ungmennin hefðu bmgðist við á réttan hátt með því að halda kyrru fyrir í bflum sínum og bíða hjálpar. Sum þeirra hefðu einnig verið vön fjallaferðum. Alls munu hafa verið hátt í 20 menn við leitarstörf og vom það leitarflokkamir að sunnan sem fundu ungmennin. Leitinni var stjómað úr stjómstöð að sunnan af félögum úr Slysavamafélagi ís- lands, Flugbjörgunarsveitinni og Landssambandi hjálparsveita skáta. Hjalteyri: Fiskurinn fluttur til fólksins TÖLUVERÐ starfsemi er í gömlu síldarverksmiðjunni á Hjalteyri. Frystihús ÚKE á Dalvík er þar með fiskverkun og þar er Fiskeldi Eyjafjarðar með tilraunir í lúðueldi. Á vegum ÚKE vinna 15 til 20 manns stöðugt við fiskverkun á Hjalteyri. Frystihúsið tók húsnæði þama á leigu af Amameshreppi árið 1979. Að sögn Gunnars Aðal- bjömssonar frystihússtjóra var byijað á að hengja upp og þurrka hausa fyrir Nígeríumarkað og hefur það verið gert öll þessi ár. Starfsem- in hafi síðan smáaukist, bytjað á söltun og unnin skreið fyrir Italíu- markað á vorin. Gunnar sagði að nokkrir trillu- bátar á Hjalteyri væm í viðskiptum hjá þeim, auk þess sem fiskur væri fluttur frá Dalvík og stundum víðar að. Til dæmis væri stundum unnið að pökkun og geymslu skreiðar fyr- ir fískverkunarfýrirtækin í Hrísey og Grímsey. Gunnar sagði sem dæmi um framleiðsluna að þurrkuð væm yfír 1.000 tonn af hausum á ári. Þeir tækju við 150 til 300 tonna afla af trillunum á Hjalteyri, auk þess afla sem fluttur væri frá Dalvík og Akureyri. „Við höfum ekki fólk til að vinna þetta á Dalvík. Fólk er aftur á móti til taks á Hjalteyri og ná- grenni og við flytjum því aflann til þess í stað þess að flytja fólkið," sagði Gunnar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.