Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
RÁÐSTEFNA um öryggismál sjómanna var haldin s.l. föstu-
dag í Borgartúni 6. Að ráðstefnunni stóð Siglingamálastofn-
un ríkisins í samvinnu við 17 aðra hagsmunaaðila í
sjávarútvegi. Þetta er í annað skipti á þremur árum sem
Siglingamálastofnun stendur fyrir ráðstefnu af þessu tagi.
Ráðstefnan var mjög vel sótt og sátu hana á þriðja hundr-
að manns.
í setningarræðu sinni sagði
Magnús Jóhannsson, siglinga-
málastjóri, meðal annars að aldrei
áður hefðum við tæknilega og
þekkingarlega séð verið betur búin
til þess að koma í veg fyrir sjó-
slys. Samt sem áður blasti nú við
sú dapurlega staðreynd að á
síðastliðnu ári hefði 21 sjómaður
látið lífið við störf á íslenskum
skipum og 503 bótaskyld tjón á
sjómönnum voru tilkynnt Trygg-
ingastofnun ríkisins. Það vekti
óneitanlega athygli að á 20 ára
tímabili hefði bótaskyldum slysum
á íslenskum sjómönnum fjölgað
um nær helming.
Þessa auknu slysatíðni sagði
Magnús ekki verða til þess að
bæta stöðu undirstöðuatvinnu-
greinanna í samkeppni um vel
menntað og þjálfað starfsfólk en
það kynni aftur að leiða af sér
aukna slysatíðni. Þannig gæti
skapast vítahringur sem erfitt
gæti reynst að komast út úr. Því
væri mikilvægt að leitað væri allra
leiða til þess fækka slysum til sjós
og lands og snúa þessari þróun
við.
Eins og nú horfði taldi Magnús
að lágmarksmenntun og þjálfun
allra þeirra sem ætluðu að stunda
sjómannastörf i lengri eða
skemmri tíma yrði best tryggð
með sérstökum námskeiðum um
sjóvinnu þar sem væntanlegum
sjómönnum yrðu kennd rétt vinnu-
brögð og rækilega kynntar hinar
margvíslegu hættur sem fylgdu
vinnu og dvöi á skipum. Með þessu
móti ynnist tvennt. Til starfa feng-
ist hæfari starfskraftar, slysa-
hættur yrðu mönnum hugleiknari
og slysum myndi fækka.
Stofnun sérstaks sjóvinnuskóla
sem rekinn yrði með farandnám-
skeiðum um allt land t.d. með
sérstöku skólaskipi taldi Magnús
tvímælalaust verða mikil lyfti-
stöng fyrir fiskveiðar og siglingar.
Slíkur skóli myndi auka virðingu
fyrir þessum störfum, því með því
yrði viðurkennt að þau þörfnuðust
Ráðstefnugestir hlýða á umræður.
undirbúnings eigi síður en önnur
störf í þjóðfélaginu og síðast en
ekki síst myndi slík ráðstöfun hafa
veruleg áhrif til fækkunar slysa á
sjó þegar frá liði.
hundrað manns. Morgunbiaðið/KGA
Morgunblaðið/KGA
Á ráðstefnunni um öryggismál
sjómanna var fyrst rætt um þær
aðgerðir í öryggismálum sjómanna
sem hefðu komið til framkvæmda
frá því að ráðstefna var haldin um
þessi mál í september 1984. Ólafur
St. Valdimarsson, ráðuneytisstjóri
í samgönguráðuneytinu og Ragn-
hildur Hjaltadóttir, deildarstjóri í
samgönguráðuneytinu, fjölluðu
um ný lög og reglugerðarákvæði.
Siguijón Hannesson, fulltrúi hjá
Siglingamálastofnun ríkisins,
ræddi undanþágur og réttindamál
og Haraldur Henrýson, forseti
SVFI, fjallaði um slysatíðni og
öryggisfræðslu.
Næsti dagskrárliður var viðhorf
fulltrúa sjómanna og útgerða til
öryggismála. Kristján Ingibergs-
son, skipstjóri Keflavík, og Óskar
Þórhallsson, útgerðarmaður
Keflavík, ræddu öryggismál físki-
skipa og Gyifí Símonarson, háseti
Reykjavík, og Guðmundur Sva-
varsson, öryggisfulltrúi, ræddu
öryggismál fískiskipa.
Loks voru flutt erindi um áhrif
fískveiðistjómunar á öryggi og
aðbúnað sjómanna. Erindi fluttu
þeir Sigurður Gunnarsson, sjó-
maður Húsavík, Steinar Viggóson,
skipatæknifræðingur, og Ámi
Kolbeinsson, ráðuneytisstjóri í
sjávarútvesráðuneytinu.
Frá ráðstefnunni um öryggismál sjómanna en hana sóttu á þriðja
Á þríðja hundrað
manns á ráðstefnu um
öryggismál sjómanna
ÍÓKEYPIS
Ókeypis upplýsingar um vöru og þjónustu.
Það eina sem þú þarft að gera er að lyfta
símtólinu, velja númer Gulu línunnar 62 33 88
og spyrja. Hjá starfsfólki Gulu línunnar færð
þú vinalega þjónustu og greið svör við spurn-
ingum þínum. Einfalt og stórsniðugt - ekki satt!
„ÉG ER ÁKVEÐIN i ÞVl AD NOTA
TlMANN VEL I VETUR OG SÆKJA NÁM-
SKEIÐ TIL AÐ AUÐVELDA MÉR VALfÐ HRINGOI
ÉG I GULU LlNUNA OG ÞAR FÉKK
ÉG ÞÆR UPPLYSINGAR SEM ÉG ÞURFTI. OG
NÚ ER MÍNUM TÓMSTUNOUM RÁÐSTAFAÐ
- ÞEIR VITA BÓKSTAFLEGA ALLT MENNIRNIR'
Að heiman og úr vinnu þekkjum við vandamál
sem tímafrekt virðist að leysa, en Gula línan
greiðir úr á augnabliki. Við þurfum að hafa upp
á sjónvarpsviðgerðamanni, vélritara eða
þýðanda. Ná í iðnaðarmenn, fá upplýsingar
um hvar er selt parket, hvar er hægt að kaupa
vara- eða aukahluti í bílinn eða
leigja smóking. Úr slíkum
vandamálum leysir starfsfólk
Gulu línunnar. Athugaðu það,
þú hringir og færð upplýs -
ingamar strax - og það
ókeypis.
.ÉG HEF FAU STARFSFÓLKI A AÐ SKIPA OG
HEF PVl HRINGT I GULU LlNUNA ÞEGAR
YFIR FLÝTUR Á SKRIFSTOFUNNI. PEIR
HAFA A SKRA LAUSAFOLK I.FREE LANCE')
TIL ALLRA SKRIFSTOFUSTARFA. ÞETTA
HEFUR LEYST MINN VANDA OG SPARAÐ
MER STÓRFÉ. - POTTÞETT ÞJONUSTA- -
62-33‘88
Námsstefna
um sálma-
fræði
NÁMSSTEFNA um sálmafræði
verður haldin dagana 27.-29.
september nk. Kynntir verða
straumar og stefnur í sálmakveð-
skap og sálmasöng á Norður-
löndum með fyrirlestrum
norskra og íslenskra fræði-
manna.
Námstefnan hefst með sálma-
dagskrá í Hallgrímskirkju. Mótettu-
kór Hallgrímskirkju og hljóðfæra-
leikarar kynna nýja sálma og
sálmalög og flytja þá með kirlqu-
gestum.
Ifyrirlestrar og umræður fara
fram í Norræna húsinu 28. og 29.
september og stendur dagskráin frá
kl. 10.00-18.00 báða dagana.
Fyrirlesarar verða Svein Elling-
sen sálmaskáld, Trond Kvemo
tónskáld og Knud Ödegaard skáld
frá Noregi, sr. Sigurjón Guðjónsson,
Bjami Sigurðsson dósent, Hörður
Áskelsson lektor, Þröstur Eiríksson
organisti og sr. Kristján Valur Ing-
ólfsson.
Námstefnan er einkum ætluð
prestum, organistum og guðfræði-
nemum, en er opin öllu áhugafólki.
Þeir sem standa að námstefnunni
eru Háskóli íslands, guðfræðideild
og endurmenntunamefnd, Norræna
húsið, Prestafélag íslands, sálma-
bókamefnd og söngmálastjóm
þjóðkirkjunnar.