Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
23
Úr mynd Fellinis, Ginger og Fred.
Ginger og Fred
Ginger og Fred (Ginger e Fred).
ítölsk/frönsk/þýsk, árið 1986.
Leikstjóri: Federico Fellini. Aðal-
hlutverk: Giulietta Masina og
Marcello Mastroianni.
í mynd sinni Ginger og Fred
(Ginger e Fred) beinir þjóðfélags-
rýnirinn Federico Fellini sjónum
sínum að sjónvarpinu sem, í ljósi
þess að á Ítalíu ríkir ákaflega mik-
il sjónvarpsmenning, er meistaran-
um verðugt og þarft viðfangsefni.
En hann er ekki að deila á ítalskt
sjónvarp sérstaklega heldur á sjón-
varpið sem massamiðil og alla þess
lágkúru og lágmenningu.
„Það spillir smekk okkar hægt
og bítandi þótt einstaka liðir geti
verið góðir," sagði hann í viðtali.
„Það er hrærigrautur þar sem
hryllilegasta hryðjuverk, auglýs-
ingatíminn, ræða prestsins, gamla
bíómyndin og matreiðsluþátturinn
leggst allt saman í eitthvað mark-
laust. Það skilur mann eftir ör-
þreyttan og tóman. Við ættum að
geta sagt skilið við sjónvarp eða
takmarka það við tvo daga í viku.
Þá getum við hlakkað til að horfa
á það með sömu eftirvæntingunni
og við höfðum þegar við vorum
böm og fengum að fara í bíó eða
að sjá sirkusinn tvisvar í viku.“
Þannig talar Fellini um sjónvarp
þar sem stærstu og ómerkilegustu
atburðimir fá sama mikilvægi. „Það
er eins og litaspjald. Ef því er snú-
ið of hratt verða allir litimir
grámóskulegir."
Nafnið á sjónvarpsádeilu sína,
hans 16. mynd, fær Fellini auðvitað
af frægasta danspari kvikmynd-
anna, þeim Fred Astaire og Ginger
Rogers en Fellini-leikarinn Marcello
Mastroianni og eiginkona Fellinis,
Giulietta Masina, leika aldrað dans-
par sem í gamla daga var þekkt
um alla Ítalíu fyrir að stæla hina
goðsagnakenndu amerísku dans-
ara. Síðan hafa leiðir skilið í 30 ár
en þau hittast aftur þegar þau em
beðin að koma fram í sérstökum
jólaþætti ítalskrar sjónvarpsstöðv-
ar. En þau eru ekki einu gestir
stöðvarinnar. Fellini hópar fólki
saman úr öllum áttum fyrir jóla-
þáttinn, sirkusdýrum imbans.
Gestimir em m.a. mafíósi í lög-
reglufylgd, rauðhærður kynskipt-
ingur, dvergar og beljakar og ýmsar
eftirlíkingar af frægum mönnum
(Clark Gable, Marcel Proust), öllu
ýtt inná svið í andartaksljóma og
svo út aftur á færibandi lágmenn-
ingarinnar.
Ginger og Fred em raunar ekkj-
an Amelia (Masina) og drykkjurút-
urinn Pippo (Mastroianni). Þegar
þau koma á sviðið tignarleg og töfr-
andi eins og bergmál frá annarri
öld og ætla að hefja sitt fræga
dansnúmer, fer rafmagnið af og þau
standa kyrr í myrkrinu. Tíminn
stoppar andartak og í myrkrinu
finna þau hvort annað og ástin, sem
eitt sinn var, blossar á ný. Um leið
og Fellini sýnir okkur lifið eins og
hann sér það bak við skjáinn segir
hann hugljúfa ástarsögu Ameliu og
Pippos. Astæðan fyrir því að þau
tóku í mál að mæta í sjónvarpið
var tækifærið til að hittast aftur.
Adeilan er snörp og markviss og
það er aldrei neitt vafamál hver
stjómar ferðinni. Ginger og Fred
sýnir Fellini þegar hann er upp á
sitt besta í háði og spotti samfélags-
lýsingarinnar og Masina og Mastro-
ianni em eins töfrandi Ginger og
Fred eftirlíkingar og hægt er að
hugsa sér.
Hún verður að fá’ða
Hún verður að fá’ða (She’s Gotta
Have It). Bandarísk, árið 1986.
Leikstjóm og handrit: Spike Lee.
Aðalhlutverk: Tracy Camilla
Johns, Tommy Redmond Hicks,
John Canada Terrell og Spike
Lee.
Einhverjir mundu kalla Nólu
Darling lauslætisdrós eða glennu
eða bara óvandaða stúlku. Rúmið
hennar er eins og altari með log-
andi kerti allt í kring og í rúminu
líður henni best, stundum með
Greer, sem er svona snyrtilegt
líkamsræktarfrík, stundum með
Mars, sem er alhliða furðufrík og
gæti verið frá' samnefndri stjömu
og stundum með Jamie, sem er róm-
antískur þverhaus. Allir vildu þeir
eiga hana eins og Lilju forðum og
þeir vildu gjama að hún gerði upp
hug sinn á milli þeirra. En hún á
erfítt með það. Það sem verra er,
hún vill ekkert með það hafa að
þurfa að velja á milli.
„Hún verður að fá það“ er heiti
sem gæti gefíð svolítið villandi mynd
af kringumstæðum Nólu Darling.
Að fá „það“ fyrir Nólu er á endanum
frelsi til að vera hún sjálf og það
þýðir að vera með hvaða Pétri eða
Páli sem hana lystir. Svona eins og
strákamir eru vanir að haga sér.
Spike Lee, höfundur Hún verður
að fá’ða, leikur Mars í mynd sinni,
mestu skrípafígúruna af hinum
þremur vonbiðlum Nólu, og gerist
svo frekur að stela senunni í hvert
sinn sem hann birtist fyrir nú utan
að skrifa handritið og leikstýra.
Myndin hans, tekin í svart-hvítu,
sem gefur henni oft gullfallegt yfír-
bragð í kvikmyndatöku Emes
Dickersons, orkar stundum á mann
eins og hún hafí verið spunnin á
staðnum frá upphafí til enda. Hún
er dæmalaust sniðug mannlífslýs-
ing, gerð í hálfgildings heimilda-
myndastíl (það em tekin viðtöl við
vini, kunningja og karlmennina í lífí
Nólu) á 12 dögum fyrir skiptimynt
á Hollywoodkvarðanum. Þegar best
lætur er hún úthugsuð, hnitmiðuð
og sprenghlægileg stórárás á sjálf-
umglaða, sjálfsdýrkandi og sjálfsel-
skandi karlmenn sem hver á sinn
hátt ber það utaná sér að Nóla
megi þakka fyrir að vera í guðdórh-
legri návist þeirra.
En Nóla er aldrei eins og þeir
viija að hún sé, hún verður ekki
tamin þessi „Brooklyndræsa".
Það eru mörgu kostuleg atriði í
myndinni, sem er að mestu tekin í
íbúð Nólu og er eingöngu gerð af
svertingjum. Spike Lee hefur ein-
staklega gaman af því að spauga
með vonbiðlana og sérstaklega þann
sem hann leikur sjálfur og karlmenn
í konuleit yfirleitt. Og hin kyn-
bombulega Nóla tekur sig giska vel
út í svart-hvítu ljósi ástaratriðanna
sem Dickerson fílmar með stfl og
þokka eins og hann væri ljósmynd-
ari hjá Calvin Klein. Sexí er rétta
orðið.
Vinimir Lemmon og Mastroianni
i Makkaróní.
af hveiju hann gat ekki komið og
hitt hana aftur. í bréfunum gerir
hann Tumer að skáldsagnapersónu,
toppblaðamanni sem ferðast vitt um
heiminn, bjargar nauðstöddum og
lemur á óþokkum. Bréfin verða e.k.
framhaldssaga fólksins og Tumer
verður hin ameríska hetja þess.
Scola nýtur þess að leika með
misskilninginn, Lemmon með ofur-
þreytulegt andlitið hættir um síðir
að hrista hausinn yfir honum og
Mastroianni veður áfram I honum,
stoltur yfir hinni frægu sköpun sinni.
Og þótt ekki sé satt orð í bréfunum
fær Tumer í lokin að sýna að hann
stendur undir nafni.
Það er ljúfur tónn í mynd Scola
og tilfínning fyrir manngerðum og
vináttu og mannlegum kostum, sem
vakna til lífsins með Mastroianni og
Lemmon. Makkaróní er með þeirra
bestu myndum.
Makkaróní (Maccheroni). ítölsk,
frá 1985. Leikstjóri: Ettore Scola.
Handrit: Ruggero Maccari, Furio
Scarpelii og Ettore Scola. Aðal-
hlutverk: Jack Lemmon og
Marceilo Mastroianni. Enskt tal.
Þegar forstjórinn Robert Tumer
(Jack Lemmon) kemur til Napólí í
viðskiptaerindum fær hann óvænta
heimsókn á hótelið þar sem hann
liggur í timburmönnum. Fortíðin
bankar uppá hjá honum í formi hins
vinalega og alúðlega ítala Jasiello
(Marcello Mastroianni). Tumer þekk-
ir hann ekki en Jasiello segist vera
bróðir Maríu, stelpunnar sem Tumer
var með á stríðsárunum i Napólí, og
sýnir honum gamla, snjáða ljósmynd
aJF honum í hermannabúningi sitjandi
á bekk með svarthærðri stúlku. Vit-
leysa er þetta, segir Tumer og þeir
kveðjast með kjammiklum svívirð-
ingum.
Þannig byijar kómedían í hinni
indælu og skemmtilegu gamanmynd
Ettore Scola, Makkaróní, um næma
og fallega vináttu þessara tveggja
manna því þótt fyrsti fundur þeirra
sé heldur neikvæður leikstýrir Scola
honum af innilegri gamansemi sem
verður svo ríkur partur af sambandi
þeirra þegar á líður. Það sem hefst
eins og skuldadagar ástandsáranna
verður saga tveggja ólíkra manna
sem bindast sterkum vinaböndum í
gegnum fortíðina og myndin er aldr-
ei betri en þegar stórleikaramir
Lemmon og Mastroianni em saman.
Þeir bæta hvom annan upp og mynd-
in er tour de force þeirra beggja.
Handritið er afbragð og passar vel
uppá að sagan komi manni sífellt á
óvart. Tumer fær eftirþanka og eltir
Jasiello uppi og kemst að því að ítal-
inn dáir hann meira en allt annað í
lífínu og svo virðist vera um íjöl-
marga aðra Napólíbúa sem Tumer
hittir. Hann er dýrlingur í augum
þeirra og hefur ekki hugmjmd um
hvers vegna. „Það þekkja mig fleiri
í Napólí," segir hann í forundran,
„en heima hjá mér.“ „Ert þú gamli
kærastinn hennar Maríu," er við-
kvæði hjá fólki sem hann hefur aldrei
séð áður. Og þegar hann loks kemur
heim til Maríu, sem er löngu gift og
á böm og aragrúa bamabama, er
mynd af honum næst myndinni af
páfanum.
En skýringin á vinsældum Tumers
er ekki langt undan og bætir því
aukakryddi í myndina sem gerir hana
svo sérstaka. Þegar Tumer snéri
ekki aftur til elskunnar sinnar eftir
stríðið og María beið dag eftir dag
með tárin í augunum gerði Jasiello
sér lítið fyrir og falsaði bréf frá hon-
um sem öll voru afsökun fyrir því
iálsææsr
...
INDUSTRIAL BANK QFICELAND LTD:
slur V/SA-
i
dllfl
msmts
q málið
VISA
Landsbanki
Islands
VISA
V/SA
m
amiHHI
Um að gera að spara sporin! Farið ekki langa leið að óþörfu.
Korthafar VISA geta pantað og greitt leikhúsmiða (þeir eru geymdir á ábyrgð
korthafa þar til sýning heíst), skipt við póstverslanir, bókaforlög, greitt auglýs-
ingar, getraunaseðla o.fl., allt með einu símtali:
Þjóðleikhúsið: S 6112 00, Leikfélag Reykjavíkur: © 1 66 20, Sinfóníu-
hljómsveit íslands: © 62 22 55, íslenska óperan: © 114 75,
RÚV: S 69 30 60, Bylgjan S 2 8511, Stjarnan © 68 9910,
ísl. getraunir S 68 83 22, Quelle: © 4 5033, Kays: © 5 28 66,
Freemans: S 5 39 00, DV: © 2 70 22, Morgunblaðið: © 2 24 80, o.fl.
þjónusta eru aðalsmerki VISA. Korthafar þekkja eftirfarandi
aslysatryggingu, Sjúkratryggingu (erl.), Viðlagaþjónustu (erl.),
Bankaþjónustu (erl.), Hraðbankaþjónustu (erl.), Gisti-
þjónustu, Vildarkjör,
Tímaritið VILD.
Nú eiga korthafar VISA
enn fleiri kosta völ. V/SA
VISA: Boðgreiðslur, g
Raðgreiðslur,
Símgreiðslur.
Þægindi oc
hlunnindi: Fer'
VISA
i
iiHi iíift s. »:**;* fi:ii i.i;t»nut mi aii 41 * i i
STYRKTARAÐILI ÚLYMPÍULIÐS ÍSLANDS