Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Hjúkrunarfólks- skorturinn eftírHuldu Jensdóttur Fyrir nokkrum árum þegar sú stefna var tekin, að loka ýmsum sjúkradeildum yfir sumarmánuðina þar á meðal Fæðingarheimili . Reykjavíkur var það gert af spam- aðarástæðum. Okkur var tjáð að með þessum aðgerðum næmi spam- aðurinn á heilbrigðisgeirann um og yfir 2%. Spamaðurinn væri ill nauð- syn, sem ekki væri hægt að komast hjá. Með þessar forsendur sem gmnn, þýddi ekki að deila við dóm- arann. Nú, sumarið 1987, er sjúkra- deildum enn lokað en á öðmm forsendum. Um er kennt, að ekki fáist fólk til afleysinga. A sama tíma og þetta er að gerast, heyrast áhyggjuraddir vegna dræmrar að- sóknar í hjúkmnamámið, sem mun áður en langt líður til vandræða á sjúkrahúsum landsins almennt og —1 um er kennt of lágum launum. „Öðm vísi mér áður brá“ segir gamalt máltæki. Þessar raddir stinga í stúf við það sem mjög var haldið á lofti þegar bráðnauðsynlegt þótti að gera hjúkmn að háskóla- námi, ekki síst til að ná betri launakjömm. Þegar umræðan um háskóla- menntun hjúkranarfræðinga fór af stað hér á landi, var húp hugsuð sem framhaldsnám á háskólastigi eftir alrriennt hjúkmnamám og til- skylda undirstöðumenntun. Eftir ótrúlega stuttan undirbúningstíma og mörgum að óvömm, var komin nýr hjúkmnarskóli við Háskóla ís- lands. Margir kannast við þann vanda sem þessu fylgdi og þann glundroða sem þetta olli langleiðina fram til dagsins í dag, og sýnist ýmsum að við stöndum nú við blind- götur. Það em staðreyndir að velmennt- aðar hjúkmnarkonur frá gamla hjúkmnarskólanum, jafnvel með framhaldsmenntun, fundu sig knúða til að setjast í háskóladeildina til þess að vera ekki eftirbátar. Þannig stóðu þær með tvö’ almenn próf í hjúkranarfræðum og sumar með námsleiða og starfsleiða í kaupbæti. Er furða þótt sé spurt: Hvað er að gerast í íslenskum menntamálum, og hvert á það eftir að leiða fámenna og fátæka þjóð? Að fólk fái tækifæri til mennta er ómetanlegt, hreint undursam- legt ef ég má nota það orð til undirstrikunar, en það má ekki leiða til þess að öllum fínnist þeir verða að fara langskólaleiðina, því annars fari þeir skertir frá borði. Það má ekki heldur einskorða hlutina þann- ig að hæfileikafólk sjái sér ekki fært að takast á við málin. Engum blandast hugur um að við eigum menntaða og góða hjúkmnarfræð- inga og það er vel, en þeir em greinilega allt of fáir. Hvað er hjúkran? Hjúkmn er meira en þekking, hún er einnig mannleg samskipti og hugsjón, leið- arljósið frá gamalli tíð, sem var hvatinn hjá þorra þeirra mörgu snillinga, sem völdu hjúkmn að ævistarfí. Hjúkmn er ekki „status" í eðli sínu, hún er að gefa. Það em margir á íslandi í dag, sem vildu fara í hjúkmnamám, en veigra sér við að fara háskólabraut- ina af ýmsum ástæðum. Það em einnig alltof margir, sem byija á hjúkmnarbraut en breyta yfír í annað nám ekki síst vegna launa- mismunar að námi loknu. Að fólk fái laun fyrir vinnu sína, svo hægt sé að lifa í takt við tíðaranda og þarfir á viðkomandi stað em mann- réttindi og það gildir um hvaða störf sem er, því þau em öll mikilvægir hlekkir í þarfakeðju mannlegs sam- félags. Ég hefí ekki ráð til að leysa hjúkmnarfræðingaskortinn né leysa launamálavandann. En fyrir mér sem og mörgum öðmm er það augljóst að við höfum bundið okkur sjálf böndum, sem þarf að leysa og Hulda Jensdóttir „Sjúkraliðastéttin hef- ur grunnmenntun í hjúkrun, þess vegna hlýtur það að vera rök- rétt og eðlilegt að þessi hjúkrunarstétt geti bætt við sig í áföngum eftir efnum og ástæð- um og þannig orðið fullgildir hjúkrunar- fræðingar í tímans rás ef hæf ileikar og vilji er fyrir hendi.“ ein leið er sú að opna aðrar leiðir til hjúkmnamáms og leysa úr fjötr- um sjúkraliðastéttina, sem nú er einangrað fyrirbæri, er alls enga möguleika hefur til framhaldsnáms í hjúkmn nema í smá námskeiða- haldi sem að sjálfsögðu er góðra gjalda vert. Sjúkraliðastéttin hefur gmnnmenntun í hjúkmn, þess vegna hlýtur það að vera rökrétt og eðlilegt að þessi hjúkmnarstétt geti bætt við sig í áföngum eftir efnum og ástæðum og þannig orðið fullgildir hjúkmnarfræðingar í tímans rás ef hæfíleikar og vilji er fyrir hendi. Víða er sá háttur hafð- ur á við menntun hjúkmnarstétta og hefur reynst vel, að byrja á gmnnmenntun, sem byggt er of- aná. Rökrétt, notadijúgt mjög og mun ódýrara. Ljósmóðir á íslandi í dag þarf auk stúdentsprófs fjögurra ára (4) háskólanám í hjúkmn að viðbættum tveim ámm (2) í ljós- móðurfræðum. Hvers vegna þá ekki alveg eins læknisfræði — hverju munar? Ég vona að engum detti í hug, að ég með þessum þönkum mínum sé að lýsa mig andvíga menntun, það er síður en svo eins og vel má sjá af framanskráðu. Menntun fyrir mér er öllu öðm eftirsóknarverðara, svo fremi sem hún leysir úr læðingi manninn sjálfan, gáfíir hans, hæfí- leika og sköpunargleði, það besta sem hann á. Þetta em aðeins þankar til um- hugsunar, að þeir, sem hafa tekið að sér að stjóma mennta- og heilsu- gæslumálum þessa lands beri gæfu til að finna réttar lausnir ekki að- eins með því að byggja heilsugæslu- stöðvar og sjúkrahús, sum allt of stór og dýr, heldur og hitt að loka ekki leiðum fyrir fólki, sem vill til starfa og búa því síðan eftirsóknar- verðan og góðan starfsvettvang með eðlilegu vinnuálagi og launum, sem hægt er að lifa af. Höfundur er foratöðukona Fæð- ingarheimilis Reykjavíkur. -Mál og menning gefur út nýjar kennslubækur BÓKAÚTGÁFA Máls og menn- ingar hefur sent frá sér nýjar kennslubækur og eru þar aðal- lega um að ræða bækur til bókmenntakennslu, en einnig eru það kennslubók í efnafræði og málfræði. í fréttatilkynningu frá útgáfunni segir m.a. um bækumar: Napóleon Bónaparti og tólf aðrar ^ smásögur 1880-1960. Safn sígildra *“r ÁIPAM UÓSAPERUR LOGA LENGUR FINNSK FRAMLEIÐSLA Heildsolubirgðir JpÞYSK-ISLENSKAHR ■ ■ Lynghálsi 10- 110 Reykjavík - Sími: 82677 íslenskra smásagna, einkum ætlað framhaldsskólum. Guðmundur Andri Thorsson valdi sögumar, rit- aði inngang og örstuttan kafla um hvem höfund. Gegnum ljóðmúrinn. Sýnisbók íslenskra ljóða á 20. öld. í bókinni era liðlega 200 ljóð eftir 86 skáld. Islenskukennaramir Ingi Bogi Bogason, Sigurður Svavarsson og Vigdís Grímsdóttir sáu um útgáf- una. Tristrams saga. Sagan af Tristr- am og Isönd er riddarasaga þar sem yrkisefnið er ástin mikla sem ekk- ert fær sigrað, ekki einu sinni dauðinn. Vésteinn Ólason bjó sög- una til prentunar og skrifaði eftir- mála og skýringar. Almenn efnafræði eftir Hafþór Guðjónsson er ætluð nemendum í fyrsta bekk eða fyrsta áfanga efna- fræði á framhaldsskólastigi. Flyskræk — Ti danske noveller. Tíu danskar smásögur, allar skrif- aðar eftir 1960, ætlaðar framhalds- skólanemum. Brynhildur Ragnarsdóttir, Jóna Björg Sætran og Þórhildur Óddsdóttir völdu sög- umar og tóku saman verkefni. Tæt pá grammatiken. Ný bók með dönskum málfræðiæfíngum fyrir framhaldsskóla, samin af Jónu Björgu Sætran. í bókinni er m.a. að fínna ábendingar um framburð og framburðaræfíngar, almennar málfræðireglur og æfingar í tengsl- um við almennan orðaforða. Cambridge English Course. Nemendabók 2/Æfingabók 2. Nýtt enskukennsluefni. Elísabet Gunn- arsdóttir hefur þýtt leiðbeiningar og skýringar og að auki fylgir Nem- endabókinni sérstakur íslenskur viðauki. Ensk málfræði fyrir framhalds- skóla eftir Raymond Murphy. Kennslubók og um leið handbók í enskri málfræði þar sem öllum málfræðiatriðum fylgja æfingar og útskýringar á íslensku. Elísabet Gunnarsdóttir hafði umsjón með íslensku útgáfunni. Enskar málfræðiæfingar A/B/C. Æfingahefti fyrir byijendur eftir Barbro Carlsson og Lenu Sjöholm, þýdd af Elísabetu Gunnarsdóttur. ESAB RAFSUÐUVÉLAR vírogfylgihlutir = HÉÐINN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER Morgunblaðið/Theodór K. Þórðarson Á sinum næst síðasta fundi samþykkti hreppsnefnd Borgames- hrepps að breyta sveitarfélaginu i bæjarfélag, samkvæmt heimild í nýju sveitarstjómarlögunum. Breytingin tekur gildi fyrsta vetrardag næstkomandi. Borgarnes fær bæjarréttindi Borgamesi. HREPPSNEFND Borgarnes- hrepps samþykkti á fundi sínurn sl. miðvikudag að nýta sér heim- ild nýrra sveitarstjórnarlaga og breyta sveitarfélaginu i bæjarfé- lag. Engin breyting verður á nafni staðarins, Borgarnes mun áfram heita Borgames. í ágúst-fréttabréfí Borgarnes- hrepps segir meðal annars um breytinguna: „Almennt verður að telja að réttarstaða sveitarfélags breytist lítið við bæjarréttindin. Líklegra er að ímynd sveitarfélags- ins breytist meira og í þá vem að heitið -bær hafí meiri hljómgmnn í samskiptum sveitarfélagsins við aðila utan þess en heitið -hreppur." Að sögn Eyjólfs Torfa Geirssonar núverandi oddvita og verðandi for- seta bæjarstjórnar, mun hreppurinn breytast formlega í bæ fyrsta vetr- ardag. Þann dag verður haldinn síðasti hreppsnefndarfundurinn og fyrsti bæjarstjómarfundurinn. Síðan nýju sveitarstjórnarlögin vom samþykkt hafa flögur sveitarfélög breyst í bæjarfélög, það em Egils- staðir, Hveragerði, Mosfellsbær og Stykkishólmur. — TKÞ MÚMERIÐ sést best TSegar dósin er tóm. Sól gos - meiriháttar gos
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.