Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 61

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 61 H.LA LAGÐUR YEGUR Til Velvakanda. Ólafur Ketilsson, fyrrum sérle}rf- ishafi Laugan'atns/Reykjavík, sagði einu sinni: „Ef þú sérð mann pissa upp í vindinn þá er það ör- uggt að það er verkfræðingur frá vegagerðinni." Mér datt þessi setn- ing í hug þegar ég ók til Þingvalla fyrir nokkrum dögum. Það er búið að leggja nýjan veg frá Móakotsá norður á Þrívörðuhrygg. Þessi nýi vegur er allur í beygjum og hlykkj- um að ástæðulausu. Þennan veg hefði verið hægt að leggja að mestu beinan með þeim tækjum sem vega- gerðin hefur nú yfír að ráða. Svo setja þeir kórónuna á vitleysuna með því að setja nýja beygju á veg- inn við Þrívörðuhrygg. Allir venju- legir menn hefðu sett ýtu á hrygginn og ýtt honum niður beggja megin í slakkana og þar með minnkað brekkuna upp á Þrívörðuhrygg. Nei og aftur nei, þeir þurftu að bæta við einni slysa- gildru með beygju. Það þarf engan að undra þó maður spyiji sjálfan sig hver beri ábyrgð á þessum vegi, slysagildru í hverri beygju. Fyrr en seinna verður að taka þessar beygj- ur af með miklum tilkostnaði. Hver á að borga? Ég undirritaður var að vinna á hemámsárunum undir stjóm þess ágæta manns Jónasar Magnússon- ar frá Stardal. Við unnum að endurbótum á Þingvallavegi sem fólust í að breikka veginn og draga úr vondum beygjum. Það hefði aldr- ei komið til mála að Jónas hefði staðið fyrir því að leggja nýjan veg með þessum beygjum, með þeim tækjum sem menn ráða nú yfír, jafnvel þó verkfræðingar hefðu mælt fyrir slíkum vegi. Jónas vissi að vondar beygjur gátu valdið slys- um. Það skal viðurkennt að vegur- inn í Mosfellsdal upp að Sauðafelli er vel hannaður og ber að þakka það sem vel er gert. En beygjuveg- urinn á Mosfellsheiði er mistök. Já, það er margt skrýtið í kýrhausnum. Njáll Benediktsson Brenglandi áhrif 8má athngasemd við bréf Þorstem* Guðjónssonar & dóminreind okkar og Til Vrivakanda Éjr taldi rétt að bæta ernum hð í upptalningu þfaa, Þoretemn, hafði augtjóslega gjeymst: „Vegna bcss að Hitler taldi best að bua til „ánu úr fituveQum andstæðmga X, bðfum WD við þeirri framleiðaluaðferð. En þetta er lýsandi dæmumþað hveroig við látum “gnfræðdegæ ui^tT^iagreina^af^rer^ianA áhrif á dómgreind o^r og rekstrarfræðilega hagkvæmm í sápugerð. Að öðru leyti bið ég þig vel að lifa í „heilbrigði" þfau. « ^ðu þig samt á þvi að smita eklusðra. ÞaS eru nefninlega Bogulegarhe11^ ildir til um banvæna faraldra af ^^anPiero.Ema^n Svar við athugasemdum Til Velvakanda Vegna hins persónulega skeytis Kjartans P. Emilssonar til mín (í Velvakanda 17. september sbr. grein mína 12. september) vil ég segja það, að gott er að ungir menn myndi sér skoðanir og láti til sín heyra. En það að fara hörð- um orðum um Stalín og Hitler og fangabúðir þeirra er varla neitt, sem hetjulund þarf til nú á dögum. Ég hygg, að það eigi miklu fylgi að fagna núna að taka skýringar fram yfir harða dóma, og ef svo er, þá er ég fylgjandi slíkri stefnu. — Érlenda greinin, sem ég sagði frá, var hins vegar ekki skýring, heldur áminning um það að gera ekki A. Hitler og skoðanir hans að síendurtekinni viðmiðun allra hluta, og er ég einnig fylgjandi því sjónarmiði. Um Dsjengis Khan, (sem annar bréfritari minnist á) er það sagt, að hann hefi lagt upp með þeim ásetningi „að leggja allar þjóðir undir vald hins eilífa bláhimins". Mér hefur lengi fundizt sem slíkum manni hljóti að hafa búið eitthvað mikið og merkilegt í huga, þegar hann sagði þetta. Hvað var það, og hvað umbreytti því, á þann hátt, sem sagan vottar? Hér eru tvær eða þijár sálfræði- legar ráðgátur, sem menn mættu vel spreyta sig á. Hver hefur svar- ið? Þorsteinn Guðjónsson Óvinir al- þýðunnar Ágæti Velvakandi Ótrúlega margur launþegi fagnaði því að Alþýðuflokkurinn væri þátt- takandi í ríkisstjóm. Menn sögðu sem svo: „Þeir bremsa af ef stjómvöld ætla að níðast á láglaunafólki". Ég var einn þeirra sem trúðu því að Jón Baldvin og Jóhanna væm vöm gegn fijálshyggjumönnum. En því miður em þau eins og hinir. Til dæmis mótmæltu þau ekki söluskatti á matvömr, sem kom þyngst niður á bamafólki. Þau mótmæltu ekki skrefatalningu sem er þungur skatt- ur á okkur í Reykjavík og víðar. Ég man þegar heiðursmaðurinn Eggert Þorsteinsson var ráðherra. Þá hafði hann kjark og þor, og neitaði að samþykkja þungar álögur á lands- menn. Þá sýndi þessi drengskapar- maður að sannur Alþýðuflokksmaður stendur vörð um launþega. En Jón Hannibalsson og Jóhanna, hvað þá Jón Sigurðsson, lyfta ekki fíngri til vamar launþegum. Og til að kóróna allt vill Jón Hannibalsson leggja skatta á alþýðuna, ekki fyrirtækin. Nei, ekki vill hann styggja vini sína í stjómarbúðunum. Én hvers vegna á að leggja aukn- ar álögur á almenning í þessu mikla góðæri sem þið talið svo oft um? Hvar er góðærið, Jón Baldvin Hannibalsson? Krístinn Sigurðsson Þessir hringdu . . Mikill umferðarhraði á Kleppsvegi A.EJ. hringdi: „Mig langar að koma að nokkr- um nokkurm orðum í sambandi við grein Áma Bergs Sigurbjöms- sonar sem birtist i Morgunblaðinu og fjallaði um mikinn umferðar- hraða á Kleppsvegi. Ég er svo því ynniiega sammála sem hann segir að umferðin og slysin á Klepps- veginum em alveg voðaleg. Ég hef búið hér við görtun í rúm átta ár og fínnst mér þetta alltaf fara versnandi. Það er orðin hrein lífshætta að fara yfír götuna þó gangbraut og ljós séu á mótum Dalbrautar og Kleppsvegar . Og það sama gildir einnig um nýju ljósin hjá Laugarásbíói. Á kvöldin hef ég oft og iðulega séð til bfla, og þá leigubfla sérstaklega, þegar þeir koma inn Kleppsveginn að þó rautt ljós sé á gatnamótunum þá hægja þeir ekki einu sinni á ef þeir sjá engann koma Dalbraut- ina, heldur renna beint yfír. Þegar .maður ekur eftir Kleppsvegi verð- ur maður að aka hraðar en leyfíleg er, í það minnsta á 60 til 70 hraða, því annars er bara keyrt afaná mann, slíkur er hraðinn. Eitthvað verður að gera í þessum málum.“ Kettlingnr Lítill kettlingur gerði sig heimakominn í Geitlandi 27 fyrir skömmu. Hann er tveggja til þriggja mánuða með grábröndótt bak og hvítar lappir, bringu og trýni. Hann hefur gula ól um háls- inn en heimilsfangið vantar. Eigandi kettlingsins getur hringt í síma 681875. Taska Taska fannst í biðskýli á Hring- braut nýlega og er í henni lykill og peningaveski. Sækist í miða- sölu SVR, Lækjartorgi. Svart Casioúr Svart Casioúr fannst í Fossvog- inum nálægt Huldulandi hinn 10. september. Eigandi getur hringt í síma 34458. _______________________________ ... \ « Ekki HEMDA hundrað þúsund krónum Sól gos - meiriháttar gos ALITTIL PIPULAGNA B.B.BYGGINGAVÖRUR HE SUÐURLANDSBRAUT 4. SlMI 33331. Þakiö sem þolir noiölœgt veöurfar Snöggar hitabreytingar, snjór og ís í dag, regn og þíða á morgun eða sterkt sólskin. „PLAGAN POPULÁR" er framleitt til að standast erfiðustu veðurskilyrði. „PLAGAN POPULÁR" er meöfærilegt og traust þak- og veggklæðningaefni úr galvaniser- uðu stáli með veðrunarþolinni GAULE ACRYL húð. BYKO Skemmuvegi 2, Kópavogi. Sími 41000. Dalshraun 15, Hafnarfirði. Simi 54411 — 52870.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.