Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 48
pk
48
vsex íiaaMaiHaa .ss ímoAautaijM .aiaAjawuoí
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Hreppsnefndarfulltrúar og framsögumenn á fundínum.
Borgarafundur í Borgarnesi;
sem félagsfræði væri sprottin úr.
Helstu verkefni félagsmálastjóra
hjá Borgameshreppi sagði Brit að
væru m.a. forvamarstörf, bama-
vemdunarmál, heimilishjálp og
aðstoð við eldri borgara.
Síðasti framsögumaður þessa
fundar var Guðmundur Sigurðsson,
skólastjóri Gmnnskóla Borgamess.
Rakti Guðmundur byggingasögu
skólans í stóram dráttum. Gat hann
þess að hlutur sveitarsjóðs í ný-
byggingu þeirri sem nú stæði yfir
væri yfir 50% af kostnaði. Helstu
nýmæli í starfi skólans sagði Guð-
mundur vera útgáfu upplýs-
ingabæklings fyrir foreldra, þá
væri nemendum í lokabekk gefínn
kostur á að ráða námshraða sínum
og síðast en ekki síst væri hafin
rekstur skóladagheimilis fyrir 6 og
7 ára nemendur. Þama væri um
að ræða hálfdagsgæslu og væri
kostnaður svipaður og á dagheimil-
um. Sagði Guðmundur að samtals
yrðu um tuttugu 6 og 7 ára nemend-
ur á skóladagheimilinu í vetur.
Atvinnuniálin efst á baugi
Atvinnuleysi í
Borgarnesi yf ir
landsmeðaltali
Borgarnefli.
Á BORGARAFUNDI sem hrepps-
nefnd Borgarness stóð fyrir á
Hótel Borgarnesi, fimmtudaginn
10. september sl. var mest rætt
um stöðu atvinnumála í Borgar-
nesi og horfur í þeim efnum i
framtíðinni. Á fundinum gerðu
forsvarsmenn hreppsfélagsins
og stofnanna þess grein fyrir
stöðu hreppsmálanna og helstu
framkvæmdum á þessu ári.
í framsögu Gísla Karlssonar
sveitarstjóra kom meðal annars
fram að framkvæmdageta sveitar-
sjóðsins væri með minna móti, enda
væri ekki nema um 10% af tekjum
til ráðstöfunnar í dag. Fyrir nokkr-
um áram hefði þessi prósenta verið
helmingi hærri. Sagði Gísli að þessi
þróun væri ekkert einsdæmi, heldur
væri þetta þekkt staðreynd hjá
smærri sveitarfélögum. Þessari þró-
un réði að mestu stefna ríkisvalds-
ins á liðnum áram. Skuldir
sveitarsjóðs væra um 42 milljónir
og af þeim féllu í gjalddaga á
hveiju ári um 20% næstu þijú ári.
Þá vék Gísli að málefnum Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar (HAB).
Þar hefði skuldastaðan verið orðin
mjög slæm og hefði það orðið úr
að ríkissjóður hefði hlaupið undir
bagga og tekið yfir nokkum hluta
af skuldum HAB. Það skilyrði hefði
verið sett fram af hendi ríkissjóðs
að aðildar HAB og fleiri könnuðu
ítarlega möguleika á því að stofna
sameiginlegt orkubú á svæðinu.
Sagði Gísli að stofnað hefði verið
undirbúningsfélag í þessum til-
gangi. Um atvinnumálin í Borgar-
nesi sagði Gfsli m.a. að atvinnuleysi
væri nú í Borgamesi og hefði verið
um hríð nokkuð yfír landsmeðal-
tali. Unnið hefur verið að því að
leysa atvinnumálin t.d. með því að
Brít Bieltvedt félagsmálafulltrúi
flutti ávarp og kynnti verksvið
sitt.
skipa nefnd til að athuga möguleika
á því að koma á fót vemduðum
vinnustað í Borgamesi. Einnig hef-
ur verið veitt fé úr Framkvæmda-
sjóði Borgameshrepps til tilrauna-
veiða á skelfiski í Borgarfirði.
Bjami Johansen byggingarfull-
trúi Borgameshrepps gerði grein
fyrir framkvæmdum á vegum sveit-'
arfélagsins. Helstu verkefnin hefðu
verið bygging þjónustuíbúða fyrir
aldraða og öryrkja við Ánahlíð,
bygging íbúðarhúss að Mávakletti
14 sem er einingahús sem hlotið
hefur nafnið „Magnhús" og við-
bygging við leikskólann í Borgar-
nesi. Onnur stærstu verkefnin sagði
Bjami að hefðu verið viðhald á
gatnakerfínu, framkvæmdir við hol-
ræsakerfí og undirbúningur að gerð
íþróttavallar í fjöranni við íþrótta-
húsið. Helstu framkvæmdir vatn-
sveitunnar sagði Bjami vera lagnir
til fjarstýringar á lokum og dælum,
athugun á virkjun nýrra vatnsbóla
undir Hafnarfjalli og tenging nokk-
urra bæja í Borgarhreppi við
vatnsveitu Borgameshrepps.
Helstu framkvæmdir á vegum
Eyjólfur Torfi Geirsson oddviti
Borgameshrepps flutti erindi.
hafnarsjóðs sagði Bjami að væra í
fyrsta lagi lagfæring á Rauðanes-
vita, hefði verið lagður rafmagns-
strengur að vitanum sem hefði verið
gaslýstur áður. Við þetta hefði Ijós-
magn vitans aukist töluvert. Þá
væri verið að byggja nýjan vita á
svonefndum Þjófaklettum, sem era
sunnan við Borgarfjörðinn. Væri
þetta verk komið vel af stað, búið
væri að steypa undirstöður og
leggja raflínu á staðinn. Þá væri
búið að setja upp nýtt innsiglingar-
merki og fyrirhugað væri að setja
upp ljósamastur á nýja hafnarbakk-
ann.
Bjami Skarphéðinsson, rafveitu-
stjóri, ræddi um rekstur og fram-
kvæmdir hjá Rafveitu Borgamess.
Sagði Bjami Rafveitu Borgamess
vera vel í stakk búna til að þjóna
tilgangi sínum, sem væri að veita
notendum sínum rafmagn á sann-
gjömu verði og nægjanlegt að
gæðum.
Brit Bieltvedt, nýráðinn félags-
málastjóri, greindi frá námi sínu
og gerði grein fyrir þeim jarðvegi
Þá vora leyfðar fyrirspumir og
umræður. Tóku margir fundar-
manna til máls og beindu fyrir-
spumum til frammælenda. Tóku
margir undir þau orð Gísla Kjart-
anssonar fulltrúa sjálfstæðismanna
í hreppsnefndinni að svona fundir
væra nauðsynlegir, jafnt sveitar-
stjómarmönnum sem öðram
Borgnesingum. Fram kom nokkur
gagnrýni á lóðarhafa við landtöku
Borgaríjarðarbrúarinnar Borgar-
nesmegin. En þar hefur Kaupfélag
Borgfírðinga og Hótel Borgames
átt lóð í nokkur ár og gert var ráð
fyrri að þar risi verslunarmiðstöð
og jafnvel kæmu sérleyfishafar á
Vesturlandi til með að hafa þar
aðstöðu og nokkurs konar umferð-
armiðstöð áætlunar og hópferðabif-
reiða.
Vora sveitarstjómarmenn
gagnrýndir fyrir að hafa ekki knúið
lóðarhafa til framkvæmda eða út-
hlutað öðram lóðinni. Þá vora
sveitarstjómarmenn hvattir til að
beita sér fyrir nýjungum í atvinnu-
lífínu á staðnum og veita brautar-
gengi nýjum hugmyndum sem fram
kæmu í atvinnumálum og ferða-
mannaþjónustu.
- TKÞ.
Morgunblaðið/Theodór K. Þórðarson
Borgnesingar ræða málin í kaffihléi á borgarafundi sem haldinn var á Hótel Borgamesi.
w
ÆVINTYRl
Viö veröum með sannkallaða œvintýraferð til
ísraels og Egyptalands, í lok október.
Leitið upplýsinga strax. Góð kjör.
rr
' > Feröaskrifstofan
faiandi
Vesturgötu 5, Reykjavik, simi 622420.