Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 55 Magnús Ingólfs- son — Minning Fæddur 14. október 1932 Dáinn 13. september 1987 Margs er að minnast eftir ára- tuga vináttu, sem þrem ættliðum fjölskyldu minnar auðnaðist að njóta með Magnúsi Ingólfssyni, honum, sem í dag er kvaddur hinstu kveðju. Magnús var um marga hluti sér- stakur maður. Hann var þúsund þjala smiður, menntaður í skóla lífsins við kröpp kjör í æsku, en aflaði sér ótrúlegrar kunnáttu og hæfni í bifreiðaviðgerðum og fylgd- ist vel með allri tækniþróun á því sviði. Hjálpsemi, reglusemi, trygg- lyndi og heiðarleiki voru sterkir þættir í skaphöfn hans. Alltaf var hann reiðubúinn til að hjálpa og leysa hvers manns vanda, og var þá ekki horft í tíma né fyrirhöfn. Hann var völundur á málma jafnt sem tré og fylgdist vel með tækni- þróun almennt. Allt sem Magnús tók sér fyrir hendur varð að vera upp á það besta, en fúsk og flaustur voru honum hvimleið. Þessara kosta hans naut allt samstarfsfólk hans í Heklu hf., og þá ekki síst við- skiptavinir fyrirtækisins. Hann lagði metnað sinn og stolt í starfíð, sem hann helgaði krafta sína í 33 ár. Magnús tengdist stofnendum Heklu, heiðurshjónunum Rann- veigu Ingimundardóttur og Sigfúsi Bjamasyni, traustum vináttubönd- um, sem og héldust við afkomendur þeirra hjóna, systkinin Ingimund, Sverri, Sigfús og Margréti, sem öll mátu hana mikils. Nú verður enginn Maggi Ingólfs, eins og hann var jafnan kallaður, sem við Heklu-fólk getum leitað til og fengið úrlausnir á margvís- legustu vandamálum daglegra anna. Þeir munu líka breytast „laugar- dags-fundimar“ okkar inn á verk- stæði hjá Magga. Þá ræddi hann oft af áhuga um tómstundastörf sín, svo sem smíði fjarstýrðra flug- vélamódela, þróun flugmála á íslandi og sögu bifreiðaiðnaðarins, og þá sérstaklega ævintýrið í Wolfs- burg. Magnús hafði aflað sér mikilla SVAR MITT eftir Billy Graham Þjónusta við Krist Við erum ósköp venjulegt kristið fólk og reynum að gera skyldu okkar og breyta daglega eins og við höldum að sé í samræmi við vilja Guðs. En stundum finnst okkur að við getum ekki unnið Guði neitt gagn. Getum við þjónað Guði á einhvern annan hátt? Eg held að við förum stundum villu vegar þegar við ætlum að þjóna Kristi. Okkur hættir til að halda að einu mennimir sem þjóni Guði séu prestar, kristniboðar eða aðrir sem vinna að því á hveijum degi að kunngjöra fagnað- arerindið. Meginspumingin er þessi: Ertu trúr því hlutverki sem Guð hefur falið þér? Ef þú svarar játandi skaltu ekki hafa áhyggjur þó að minna virðist bera á þínu starfi en ann- arra. Guð notar hverskonar fólk til að framkvæma áform sín. Minnstu þess að Guð hefur sett þig innan um annað fólk og ef til vill ert þú eini sannkristni maðurinn sem þekkir það. Þér gefst einstætt tækifæri til þess að sýna því, í orði og á borði, hversu mikils virði Jesús Kristur er þér. Kannski hefur Guð ekki kallað þig til að predika eða gerast kristniboði í fjarlægu landi. En þú getur sýnt öðmm elsku hans, og með breytni þinni getur þú bent á hve Krist- ur er þér dýrmætur. Biblían segir: „Þannig lýsi ljós yðar mönnunum til þess að þeir sjái góðverk yðar og vegsemi föður yðar sem er í himnunum." (Matt. 5,16.) Hafðu líka hugfast að óvíst er að þú sjáir hver áhrif vitnisburður þinn og hljóðlát framkoma í anda Krists hefur á aðra. Páll postuli vissi þegar leið að ævilokum að hann hafði verið trúr Kristi — og samt var hann þá staddur í fangelsi, nánast einn og yfirgefinn. Frá sjónarmiði heimsins hafði starf Páls farið út um þúfur. En við vitum betur. Vegna trúfesti hans hafði kirkjunni verið komið á fót og ótölulegur fjöldi manna unnist Kristi til handa. Þrátt fyrir þetta skaltu ekki hætta að biðja Guð að sýna þér hvemig þú fáir þjónað Kristi á nýjan hátt. Bið hann að leiða þig þá sérstöku vegi þar sem hann getur notað þig. Hugsanlega er þetta eitthvert verkefni sem hann ætlar þér í söfnuði þínum. Ef til vill er það nágranni sem þarfn- ast hjálpar er þú getur látið í té. Vera má að Guð biðji þig að ástunda fyrirbæn fyrir öðrum í ríkari mæli en áður. Það er sannkölluð þjónusta. Vertu Kristi trúr hvert sem verkefnið verður, því að það varðar mestu. „Elskuðu bræður, verið fastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins, vitandi að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni." (1. Korintubréf 15,58.) heimilda, innlendra og erlendra, á þessum sviðum. Hygg ég að hann hafí verið einn færasti og afkasta- mesti flugvéla-módelsmiður hér- lendis, og leitaði hann víða fanga til öflunar tækniupplýsinga og nauðsynlegs efnis fyrir þetta áhugamál sitt og önnur. Magnús vinur okkar gekk ekki heill til skógar síðustu árin. Eyddi hann jafnan öllu tali þar af lút- andi, ef spurt var. Þó fór ekki fyrir fjarvistum vegna veikinda hans. Oft hefur hann sjálfsagt verðið sár- þjáður að störfum, unz hann varð að taka sér hvíld og leita sér lækn- inga á ný. Rétt fyrir fjarvist okkar hjóna, í byijun september, áttum við Maggi tal saman, og lét hann vel af sér og hugðist gangast undir frekari læknisskoðun innan fárra daga. Oskir hans um góða ferð fylgdu okkur úr hlaði. Það var því hnípinn maður í fjarlægð, sem fékk andláts- fregn öðlingsmannsins Magnúsar Ingólfssonar, sem féll frá langt um aldur fram. Vinur okkar hafði þá sjálfur lagt upp í sína hinstu ferð, ferðina sem bíður okkar allra. Hans er sárt saknað af samstarfsfólkinu í Heklu, en sárastur er þó missir konu hans, Sigurbjargar Guðvarðardóttur og bama þeirra, Málfríðar, Ingólfs og Magneu, tengdabama, svo og bamabamanna fjögurra, sem hann unni svo heitt. Megi algóður Guð styrkja þau og blessa á þungbærri sorgar- og kveðjustund og leiða vin okkar, Magnús Ingólfsson, um þá nýju vegu, sem nú bíða hans, með heitum fyrirbænum okkar honum til handa og fjölskyldu hans allri. Minning um góðan dreng glatast ekki, því Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem). Árni Bjarnason Blómastofa Fríðflnm Suðurtandsbraut 10 108 Reykjavík. Sími 31099 Opi$ öll kvöld tll kl. 22,-einnig umhelgar. Skreytingar við öll tilefni. ' Gjafavörur. + Bróðir okkar, frændi og mágur, GfSLI ELÍSSON, Vinaminni, lést í sjúkrahúsinu á Seyðisfirði aöfaranótt 19. sept. Jarðarförin auglýst síðar. Ættingjar hins látna. t Móðir mín, tengdamóðir, amma okkar og systir, SIGRÚN SIGURBJÖRNSDÓTTIR, Hátúni 4, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. september kl. 13.30. Jarösett verður í Fossvogskirkjugarði. Aðalheiður Erla Jónsdóttir, Lárus Jónasson, María Sigurbjört Lárusdóttir, Lárus Jón Lárusson, Sigmundur Sigurbjörnsson. + ÍVAR GÍSLASON húsasmíðameistari frá Haugi, Gaulverjabæjarhreppi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 24. september kl. 13.30. Jóhann Viðar ívarsson. + Faðir okkar, KARL ÁSGEIRSSON sfmrltari frá Akureyri, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 23. septem- ber kl. 13.30. Ragnar Karlsson, Ásta Karlsdóttir, Ásgeir Karlsson. + Útför elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, HALLDÓRS JÓNMUNDSSONAR fyrrv. yfirlögregluþjóns, Silf urgötu 11, fsafirði, fer fram frá Hnífsdalskapellu, miövikudaginn 23. september kl. 14.00. Ingibjörg Einarsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför, EINARS VERNHARÐSSONAR, Hlfðarvegi 12, Kópavogi. Systkini og aðrlr vandamenn. + Þakka innilega öllum er sýndu mór samúð og vináttu viö andlát bróður míns, GUÐMUNDAR ÁRNASONAR bakara, Vesturgötu 50a. Karen Árnadóttir. + Innilegar þakkir fyrir vinarhug og samúðarkveðjur vegna andláts og útfarar, PÁLS HAFSTAÐ fyrrverandi skrifstofustjóra Orkustofnunar. Ragnheiður Baldursdóttir, Steinunn P. Hafstað, Ármann Gunnarsson, Baldur Hafstað, Finna Birna Steinsson, Valgerður P. Hafstað. Lokað Vegna jarðarfarar MAGNÚSAR INGÓLFSSONAR verður bifreiðaverkstæði okkar lokað frá kl. 12.00—15.00 í dag. Hekla hf. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.