Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir HJÁLMAR JÓNSSON Ófriðlega horfir á vinnumarkaði „Ákvörðun launanefndar smámál samanborið við gerð kjarasamninga í vetur“ segir einn af tals- mönnum ASI FRUMKVÆÐI vinnuveitenda að viðræðum við Alþýðusamband íslands í síðustu viku, þar sem lögð var fram tillaga að kjara- samningi fyrir næsta ár er tilkomið vegna verðlagshækkana á þessu ári langt umfram það, sem gert var ráð fyrir í kjara- samningum aðila í desember á síðastliðnu ári. Þeir óttast að 7,23% hækkun allra launa i landinu um næstu mánaðamót leggi grundvöllinn að verðbólgu á næsta ári, sem verði að minnsta kosti helmingi hærri en að var stefnt í tvennum síðustu kjara- samningum aðila í febrúar og desember á síðasta ári og að erf- itt kunni að reynast að snúa þeirri þróun við. Óeining ríkjandi innan ASI Alþýðusambandið og formenn landssambanda þess brugðust harkalega við tillögu vinnuveitenda og vísuðu henni alfarið á bug. Hörð viðbrögð Aþýðusambandsins má að nokkru rekja til þess að tillagan kom þeim í opna skjöldu, þar sem mál hafa ekki skipast þannig á þeim bæ á undanförnum vikum, að líkur stæðu til þess að sambandið hefði á hendi umboð til gerðar alls- herjarsamninga. Það er ríkjandi meiri óeining innan Alþýðusam- bandsins nú en oftast áður og það má að mörgu leyti rekja til aðgerða og/eða aðgerðaleysis ríkisvaldsins. Ríkisvaldið samdi við opinbera starfsmenn um meiri hækkanir en í desembersamningunum og það hefur ekki beitt hagstjómartækjum sínum eins og vænst var. Launa- skrið í kjölfar þeirrar þenslu, sem ríkt hefur hérlendis á þessu ári, er ekki vel til þess fallið að auka sam- stöðu innan verkalýðshreyfingar- innar. 25% kaupmáttaraukn- ing á einu ári Það verður að segjast eins og er að ríkisvaldinu hefur ekki haldist sem skyldi á þjóðarsáttinni svo- nefndu, sem kjarasamningamir í febrúar 1986 lögðu því upp í hend- umar. Febrúarsamningamir hafa ekki að ástæðulausu verið sagðir tímamótasamningar. Fyrir frum- kvæði aðila vinnumarkaðarins tókst samkomulag um að nýta meðbyr í efnahagslífinu tiljjess að ná tökum á verðbólgunni. Aður en samning- amir voru gerðir var búist við því að verðbólga á árinu 1986 yrði á bilinu 30-35%, en fyrir tilverknað samninganna og þeirra aðgerða ríkisvaldsins, sem gert var ráð fyrir í forsendum þeirra, var miðað við að ná verðbólgunni niður í 7-8%. Samið var um hóflegar launahækk- anir og öll áhersla lögð á að halda aftur af verðhækkunum og vemda þann kaupmátt sem um samdist. Samið var um kaupmátt en ekki krónutöluhækkanir. Þetta tókst í meginatriðum, verðbólgan hægði mjög á sér, og þegar upp var stað- ið reyndist hún verða tæp 14% frá fyrsta ársfjórðungi 1986 til fyrsta ársfjórðungs 1987. Árangurinn lét ekki á sér standa og samkvæmt upplýsingum Kjararannsóknar- nefndar jókst kaupmáttur dag- vinnutekna á þessu sama tímabili um 25% eða meira en dæmi eru um á öðru tólf mánaða tímabili frá því nefndin hóf athuganir sínar árið 1966. Láglaunasamningar í desember Samningamir í desember voru rökrétt framhald samninganna í febrúar. Meginmarkmið þeirra var að hækka lægstu laun og færa kauptaxta að greiddu kaupi, enda viðurkenndu vinnuveitendur það að of mikið hefði teygst á taxtakerfinu og lægstu taxtamir væm óraun- hæfír. í samningunum var taxta- kerfínu kastað fyrir róða og samið um ein lágmarkslaun fyrir verka- fólk og önnur fyrir iðnaðarmenn. Taxtakeffíð átti að endurreisa í fastlaunasamningum á samn- ingstímanum og gerð þeirra samninga skyldi lokið fyrir 1. sept- ember. Ekki var samið um neina almenna launahækkun heldur allt það rými sem fyrir hendi var notað til þess að hækka lægstu launin sem mest. Jafn mikil breyting á launahlut- föllum í landinu og hér var um að ræða gekk ekki átakalaust fyrir sig. Eins og fyrri daginn játuðu flestir nauðsyn þess að hækka lægstu launin, en voru ekki jafn tilbúnir til þess að fóma einhverju til þess að svo gæti orðið. Forysta Alþýðusambandsins mátti leggja sig fram til þess að ná samstöðu um þessa kröfugerð og knýja samn- ingana í gegn. Það dugði þó ekki til því Samband byggingarmanna stóð fyrir utan samningana, sem og varð niðurstaðan með verka- mannafélagið Dagsbrún í Reykjavík. Þá neituðu nokkur verkalýðsfélög fískvinnslufólks að skrifa undir samningana óbreytta og gerðu ekki fyrr en breytingar fengust fram á þeim, enda gerðu samningamir ekki ráð fyrir að fast- launasamningur yrði gerður fyrir fiskvinnslufólk. Þenslan úr böndunum Það gefur augaleið að hætta á launaskriði er mikil þegar gerðir eru láglaunasamningar og að hinir hærra launuðu munu þrýsta á um hækkanir, sem þeir fá ekki í samn- ingum. Eftirspum eftir vinnuafli ' var meiri en framboðið í fyrrahaust og samningsaðilar væntu þess að skattlaust ár myndi verða til þess að fleiri færu út á vinnumarkaðinn og draga myndi úr þenslunni. Jafn- framt var lögð áhersla á að ríkis- valdið gerði sitt til þess að takmarka erlendar lántökur og að fylgt yrði aðhaldssamri stefnu í peningamál- um. Þrátt fyrir allt hefur þenslan far- ið úr böndunum á þessu ári með tilheyrandi launaskriði í þeim mæli að gamalreyndur verkalýðsforkólf- ur sagði í samtali við Morgunblaðið að hann myndi ekki eftir annarri eins almennri þenslu á vinnumark- aði, hvorki fyrr né síðar. Samið var um meiri launahækkanir við opin- bera starfsmenn, byggingarmenn og sjómenn, en í samningunum í desember. Halli á fjárlögum hefur verið mikill og samkvæmt nýjum upplýsingum fjármálaráðherra hafa erlendar lántökur farið fimm millj- arða fram úr því sem ráð var fyrir gert í lánsfjárlögum. Aðstæður til launaskriðs hafa verið ákjósanlegar og Þjóðhagsstofnun spáir nú 15-18% kaupmáttaraukningu at- vinnutekna á þessu ári, en spáði í júlí 11% aukningu. Forysta ASÍ veikari Vegna þess hvemig farið hefur fyrir láglaunamarkmiðum samning- anna í desember, stendur forysta Alþýðusambandsins veikari eftir. Það var talað um að kaupmáttur lægstu launa ykist um 30% við gerð samninganna og í sumum til- fellum yfír 50% við gerð fastlauna- samninga í kjölfarið. Næði slík hækkun að ganga upp allan launa- stigann var öllu stefnt í voða og mikil verðþensla sigldi í kjölfarið. Nú ásaka þeir sem einskis launa- skriðs hafa notið forystu Alþýðu- sambandsins fyrir að hafa verið allt of hógværa í kröfugerð eftir að hafa horft á aðra sækja miklu meira í samningum á árinu, eins og áður var að vikið, og þrátt fyrir mikla kaupmáttaraukningu eru kröfugerðir upp á 30-40% hækkun launa famar að líta dagsins ljós. VSsitala framfærslukostnaðar reyndist í byijun september vera 5,65% hærri en að var stefnt í lgara- Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ og Þórarinn V. Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSÍ. samningunum í desember. Til viðbótar kemur 1,5% samnings- bundin áfangahækkun launa 1. október. Þjóðhagsstofnun spáir því að verðbólga frá upphafí til loka þessa árs verði í kringum 20%. Komi hins vegar ekki verðbætur á laun 1. október og launaskrið komi ekki í stað verðbótanna, segir Þórð- ur Friðjónsson, forstjóri Þjóðhags- stofnunar, að verðbólguhraðinn í lok ársins geti verið um 10%. Hvor sem niðurstaðan yrði væri nú þegar ljóst að kaupmáttur yrði umtalsvert meiri en reiknað var með í kjara- samningunum { desember. Hlutverk launanefndanna Launanefnd ASÍ, VSÍ og VMS úrskurðar um verðbætur á laun verði verðlagshækkanir meiri en miðað var við í kjarasamningum. Hingað til hefur ávallt orðið sam- komulag í nefndinni um að bæta hækkun framfærsluvísitölunnar að fullu, en í þau skipti hefur verið um Iitlar hækkanir að ræða eða yfírleitt á bilinu 1-2%. ASÍ fer með oddaatkvæði í nefndinni, ef sam- komulag verður ekki um úrskurð- inn. Til launanefndarinnar var stofn- að í samningunum í febrúar á síðasta ári og jafnframt var sjálf- virka vísitölukerfíð lagt niður. Þetta kerfí hefur því verið við lýði í rúm- lega eitt og hálft ár og í kjölfar þess voru svipuð ákvæði tekin upp í kjarasamningum opinberra starfs- manna. Nú er svo komið að nokkrar launanefndir eru á vegum BSRB og BHM, auk launanefndar á veg- um Sambands bankamanna og bankanna. Nokkuð er mismunandi hjá hvorum aðilanum, launþegum eða ríkinu, oddaatkvæðið er og í sumum tilfellum óljóst. Þó má bú- ast við, ef mið er tekið af reynslunni til þessa, að aðrar launanefndir bíði átekta eftir niðurstöðu launanefnd- ar ASÍ og VSÍ/VMS. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun vera vilji til þess innan ríkisstjómar- innar að láta ákvörðun launanefnd- ar ASÍ, VSÍ og VMS verða leiðandi um niðurstöðu í öðrum launanefnd- um, jafnvel með lagasetningu ef til þarf. Um hlutverk launanefndar ASÍ og VSÍ/VMS segir svo í 9. grein kjarasamningsins frá því í desem- ber. „Launanefndin skal sérstak- lega fylgjast með þróun fram- færsluvísitölu og meta ástæður til launahækkana, fari verðlagshækk- anir fram úr viðmiðunarmörkum skv. forsendum samningsins. í störfum sínum skal nefndin líta til þróunar kaupmáttar á því tíma- bili sem liðið er af samningi þessum og jafnframt meta áhrif hreytinga á efnahagslegum forsendum s.s. viðskiptakjörum og þjóðarfram- leiðslu. Telji launanefnd tilefni til sér- stakrar launahækkunar, skal ákvörðun hennar liggja fyrir 25. dag útreikningsmánaðar og koma til framkvæmda frá og með 1. næsta mánaðar. Einstaklingsbundnar launa- hækkanir svo og launahækkanir sem ákveðnar kunna að verða í fastlaunasamningum umfram það sem kveður á í þessum samningi, skal mótreikna þeim sérstöku hækkunum sem launanefnd úr- skurðar, sé ekki öðru vísi samið. Launanefnd skal leita samkomu- lags um ákvarðanir sinar, en verði ágreiningur um úrskurð skulu full- trúar annars aðila deila með sér oddaatkvæði til skiptis. ífyrsta sinn er til ágreinings kemur um ákvörð- un deila fulltrúar ASÍ oddaatkvæði sem gengur til fulltrúa VSÚVMS verði ágreiningur um síðari ákvörð- un. “ B
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.