Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 31 Einar Gerhardsen jarðsettur á föstudag: Norrænir forsætisráð- herrar við útförina Ósló, frá Jan Erik Laure, fréttaritara MorgunblaðsiuB. Forsætisráðherrum Norður- landa hefur verið boðið að vera við útför Einars Gerhardsen, sem var forsætisráðherra í Norep í 16 ár, en hann lést aðfararnótt sl. laugardags. Syrgja Norðmenn allir fráfall hans, landsföðurins eins og hann hefur verið kallað- ur, enda átti hann mikinn þátt í viðreisn lands og lýðs eftir stríð. Útförin verður á föstudag og hefst með minningarstund í ráðhúsi Óslóar. Að henni lokinni verður gengið um götur borgarinnar að Vestre Gravlund þar sem Gerhards- en verður lagður til hinstu hvíldar við hlið konu sinnar. Auk forsætisráðherranna verða fulltrúar norrænna jafnaðarmanna- flokka viðstaddir og einnig ýmsir vinir Gerhardsens úr stjómmála- starfinu. Af þeim má nefna Willy Brandt, Bruno Kreisky, Anker Jörgensen og A.inu Erlander, ekkju Tages heitins Erlander, fyrrum for- sætisráðherra í Svíþjóð. Gerhardsen var níræður að aldri þegar hann lést. Rune, yngsti sonur hans, segir, að faðir sinn hafi verið saddur lífdaga og óskað eftir að fá að fara. Kom hann sjálfur í veg fyrir, að læknamir reyndu að halda honum á lífi með tælqabúnaði ein- ERLENT um enda var hann félagi í samtök- um, sem beijast fyrir, að menn fái að deyja mannsæmandi dauða. Norskir stjómmálamenn hafa minnst Gerhardsens sem þess manns, sem markað hafi dýpstu sporin í sögu lands og þjóðar eftir stríð. Hann var forsætisráðherra og leiðtogi Verkamannaflokksins í 16 ár og er það samdóma álit allra, að norska velferðarríkið sé ekki síst hans verk. Við útforina verða einnig fulltrú- ar konungsfjölskyldunnar, fyrrver- andi forsætisráðherrar, stjómmála- leiðtogar, verkalýðsleiðtogar og Einar Gerhardsen vinir Gerhardsens. Auk þess hafa verið tekin frá í ráðhúsinu 1000 sæti fyrir óbreytta borgara. Gro Harlem Brundtland forsætisráð- herra mun halda minningarræðuna. Nýja, bandaríska sendiráðið í Moskvu: Verða efstu hæð- irnar endurbyggðar? New York, Reuter. Bandaríkjastjórn hefur tekið bráðabirgðaákvörðun um að rífa og endurbyggja fimm efstu hæð- irnar á nýju sendiráði landsins í Moskvu. Greindi dagblaðið The New York Times frá því í gær. Hafði blaðið það eftir háttsettum embættismönnum, að kostnaðurinn við þessa framkvæmd yrði 92 millj- ónir dollara en við athuganir hefur komið í ljós, að í húsinu úir og grú- ir af sovéskum njósna- og hlerunar- tækjum. Ronald Reagan forseti hefur áður sagt, að húsið verði ekki notað fyrr en hlerunartækin eru á bak og burt og er búist við, að innan skamms muni hann taka endanlega ákvörð- un um framtíð byggingarinnar. Embættismennimir fyrmefndu sögðu einnig, að nokkrum tugum milljóna dollara yrði varið til að endurnýja gamla sendiráðið svo það mætti nota enn um stund. Sumir bandarískir þingmenn hafa lýst mikilli hneykslan með hlerunartækin í nýja, bandaríska sendiráðinu í Moskvu og hafa þeir og leyniþjónustunefnd öldunga- deildarinriar hvatt til, að það verði rifið til grunna. Belgía: Tveir létust í fjöldaárekstri Brussel, Reuter. TVEIR menn létu í gær lífið þeg- ar um 30 fólks- og vöruflutninga- bifreiðar lentu saman í árekstri í Belgiu, á hraðbrautinni milli Brussels og Luxemborgar. Mikil þoka var þegar slysið varð og segir lögreglan, að fyrsti árekst- urinn hafi verið á milli fólksbifreiðar og hollenskrar vöruflutningabif- reiðar, sem líklega var hlaðin ilmvötnum. Mikill eldur kom upp í bílunum og bmnnu ökumennimir til bana. Á þessum tíma var skyggn- Fólksbilinn og vöruflutningabíllinn brunnu til kaldra kola eftir ið ekki nema 20-30 metrar. áreksturinn og fórust báðir ökumennirnir í eldhafinu. Reuter TOSHIBA • Við fengum sendingu af þessum skemmtilega ofni, ER 665 á aðeins 20.900 kr. — 19.000 kr. stgr. og við bjóðum 6000 kr. útborgun og eftir- stöðvar á 6 mánuðum. • TOSHIBA ER 665 örbylgjuofninn er búinn hinni viðurkenndu DELTAWAVE-dreifingu og stórum snúningsdisk. • Góðar leiðbeiningar á íslensku fylgja með og þér stendur til boða matreiðslunámskeið án endurgjalds hjá hússtjórnarkennara okkar, Dröfn H. Farestveit. Aðeins 10 eigendur á hverju námskeiði. • Ennfremur býðst þér að ganga í TOSHIBA upp- skriftaklúbbinn. • Eigum ávallt ótrúlegt úrval áhalda fyrir ör- bylgjuofninn. GRÍPTU NÚ TÆKIFÆRIÐ og gleddu fjölskylduna Einar Farestveit &Co.hf. Borgartún' 28, sími 16995. FRYSTIKISTUR SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ SPÁÐU í VERÐIÐ 191 lítra kr. 230 litra kr. 300 lítra kr. 350 lítra kr. 4101ítrakr. 5101ítrakr. 26.891 27.990 29.890 30.960 33.960 37.890 FALKINN SUÐURLANDSBRAUT 8 SÍMI 91-84670 L. Innrabyrði úr hömruðu áli Lok með ljósi, læsingu, jafn- vægisgormum og plastklætt Djúpfrystihólf Viðvörunarljós Kælistilling Körfur Botninn er auðvitað frysti- flötur ásamt veggjum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.