Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 49 Tolli sýnir á hátíð- arviku í Ballerup Jónshúsi, Kaupmannahöfn. SÝNING Þorláks Kristmssonar, Tolla, í Aðalbókasafninu í Baller- up var opnuð um síðustu mánaðamót í sambandi við hátíð- arvikuna sem þar er haldin annað hvert ár. Var sýningin opnuð með viðhöfn að viðstödd- um fjölda gesta. Þar flutti borgarstjórinn, Ove E. Dals- gaard, ræðu, listamaðurinn flutti þakkarávarp og einnig talaði formaður Ballerup Kunstforen- ing, Charlotte Fuglsang. Hátíðarvikan í Ballerup dregur alltaf að fjölda gesta. Hún var fyrst haldin 1973 og hefur verið kapp- kostað að fá listamenn og skemmti- krafta víða að. Núna blöktu fánar 14 landa fyrir framan ráðhúsið og á hátíðarsvæðinu. Var hinn íslenzki í fyrsta sinn á meðal þeirra. A há- tíðinni voru þjóðdansar frá Aust- urríki, Póllandi og Tékkóslóvakíu, sænskir jazzistar, norsk danshljóm- sveit, franskur kór og skozk sin- fóníuhljómsveit bama svo að nokkuð sé nefnt. En sýning Tolla er eina atriðið sem á sér lengri en vikudvöl í þessu unga sveitarfélagi um 20 km í vestur frá miðborg Kaupmannahafnar. Hún verður op- in í mánuð. Aðeins tvisvar áður hafa listsýningar sett svip á hátíð- arvikuna, enda var veglegt bóka- safnshúsið ekki fullgert fyrr en 1982. Árið eftir sýndi hinn frægi danski listamaður Robert Jacobsen, en 1985 voru það 3 myndhöggvar- ar, sem var boðið að sýna í geysi- stórum og björtum móttökusalnum. En hvers vegna Tolli nú? Fyrst og fremst vegna íslandsáhuga ann- ars af tveimur skiþuleggjendum hátíðarvikunnar um árabil, en þeir eru Jörgen Atby og Ame Vest Andersen. Hinn síðamefndi kynnt- ist fyrst íslenzkum málefnum, en Gunnar H. Ámason og Henny Her- mannsdóttir komu til Kommune- film, þar sem Ame Vest starfar, til að bjóða íslenzkar kvikmyndir til sýningar. Kommunefilm keypti réttinn til að sýna Húsið og Atóm- stöðina og vora það fyrstu norrænu kvikmyndimar sem fyrirtækið tók til sýningar, en síðan hafa margar norrænar kvikmyndir fylgt á eftir, m.a. Hrafninn flýgur og norrænar kvikmyndavikur verið haldnar víða um land. Nú er Ame Vest vel kunnugur íslandi og íslendingum, er meðeig- andi að diskótekinu Evrópa, og á marga vini heima. Hann hreifst strax af listtúlkun Þorláks Kristins- sonar, er hann fór til fundar við hann í Reykjavík og ákvað að bjóða honum að sýna hér nú, en upphaf- lega átti að vera samnorræn sýning, sem reyndist of þung í vöfum. Samráðamönnum sínum sýndi Vest aðeins myndir af verkum Tolla. „Var því mikil eftirvænting þegar tekið var upp úr kössunum hér í bókasafninu en allir vora ánægðir og meira en það, stórhrifnir,“ sagði Vest. Tolli hefur ekki áður sýnt hér í Danmörku, en í Svíþjóð, Prakk- landi, Þýzkalandi og Kóreu auk fjölmargra sýninga heima. í ár hef- ur hann tekið þátt í samsýningum í Kóreönsku menningarmiðstöðinni f París og IBM-sýningunni á Kjar- valsstöðum og haldið einkasýningu í Akóges í Vestmannaeyjum. Hér era sýnd 21 málverk, máluð frá 1984—87. Symbólsku verkin tala til áhorfandans í krafti sínum og kynngi, með manna- eða dýramynd- un, vörðum eða gítarpörtum og stórleik íslenzkrar náttúra í baksýn, þrangin íslenzkri litadýrð. Málverk- ið Lestrarhestamir frá 1984 hefur Ballerap Kommune notað á auglýs- ingaspjald, eftirminnilég mynd sem er í einkaeign. Málverkasýningunni hafa verið gerð góð og jákvæð skil í dönskum blöðum og segir Per Dabelsteen í Politiken hina villtu og fögra íslenzku náttúra vera huglind að expressioniskum málverkum Tolla og telur hræðslu við skuggahliðar lífsins koma greinilega fram þar, en það geri vonin líka. Ballerap- Maalöv Avis lýsir kraftinum í litavali listamannsins og hrósar leikni hans. Þá segir, að auk sterkr- ar og persónulegrar landslagslýs- ingar Tolla, sýnir hann í myndum sínum einlægan áhuga á menning- arstraumum umheimsins og þeim þjóðfélagsháttum, sem fólk á 20. öld verði að búa við. Báðir þessir listgagnrýnendur nefna áhrif Emils Nolde á listsköpun Tolla. Tolli, Þorlákur Kristinsson, sem er fæddur í Reykjavík 1953, lauk prófi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands 1983 og stundaði síðan nám við Listaakademíuna í Vestur-Berlín. Tolli segist hafa hlotið mjög alúðlegar móttökur í Ballerap. Forráðamenn nýrra „steinsteypusamfélaga" hafi mik- Tolli flytur ávarp við opnunina. inn metnað gagnvart menningu og listum og vilji skapa hefðir framtíð- ar. Því era þeir þakklátir gestgjafar þeirra, sem koma í slíkum tilgangi. Ame Vest verður áreiðanlega til að efla samstarf íslendinga og Dana á menningarsviði, sagði Tolli. Út- lendingar undrast mikla framleiðslu á listamönnum heima, en við skul- um halda áfram á þeirri braut og nota regnbogann sem brú, sagði listamaðurinn að lokum. Þegar sýningu Þorláks lýkur í Ballerap verður hún sett upp á veg- um Frederikssundbæjar og Frede- rikssund Kunstforening í sýningar- sal hið næsta ráðhúsinu þar. Verðui sýningin opnuð 28. september og mun standa í 2 vikur. — G.L.Ásg. / I VI — IMERIÐ sést best 40 \ fiegar dósin er tóm. Sól gos - meiriháttar gos : / Námskeið Námskeið eru haldin í stjörnukortagerð (Esoteric Astrology), þróunarheim- speki og sálarheimspeki. Stjörnukortarannsóknir, sími 79763. HÁÞRÝSTI-VÖKVAKERFI Radial stimpildælur = HÉÐiNN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ? TOLVUSKOLI m NAMSKEH) September/október 1987 23. sept...Grunnnámskeið 24. -25. sept...Stýrikerfi 1 28.-29. sept. WordPerfect frh. 5.-6. okt......PlanPerfect 8.-9. okt.....WordPerfect 12. okt... OPUSfjárhagsbókh. 13. okt.... OPUS vskmbókhald 14. -16. okt...LOTUS123 21. okt....Grunnnámskeið 22. -23. okt...Stýrikerfi 1 26.-27. okt...MULTIPLAN 29.-30. okt..WordPerfect Námskéiðin eru haldin í húsnæði okkar á Nýbýlavegi 16, Kópa- vogi. Kennt er 6 klst á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar. Allar nánari upplýsingar eru veittar i síma 641222 ATH. Félagsmönnum í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og starfsmönnum ríkisins sem eru aðilar að BSRB er bent á að þeir geta sótt um styrk fyrir námskostnaði úr sínum starfsmenntunarsjóði. GQD GÍSLI J. JOHNSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.