Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 14

Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Við höfum áhuga á að haldaþessu starfí áfram - segja þau Ingibjörg Björnsdóttir, Arni Sigurjónsson, Halldór Guðmunds- son, Sigurður Valgeirsson og Ornólfur Thorsson, sem áttu sæti í fram- kvæmdasljórn Bókmenntahátíðar 1987 BÓKMENNTAHÁTÍÐ 1987 lauk um síðustu helgi. Um hana hefur margt verið rætt og ritað og menn kannski ekki allir á sama máli um gildi hennar. En hverjar sem persónlegar meining- ar manna eru, verður ekki framhjá því horft að hátíðin var haldin og aðsókn að henni virtist góð. Að hátjðinni stóð átta manna framkvæmdastjóm, sem vora, auk Knuts Ödegárds, Thors Vilhjálmssonar og Einars Kárasonar, þau Ingibjörg Bjömsdótt- ir, fulltrúi í Norræna húsinu, Sigurður Valgeirsson, útgáfustjóri hjá Almenna bókafélaginu, Halldór Guðmundsson, útgáfustjóri hjá Máli og menningu, Arni Siguijónsson, bókmenntafræðingur, og ömólfur Thorsson, bókmenntafræðingur. í spjalli sem ég átti við þau, spurði ég hvort það hefðu verið bókaforlög sem stóðu að hátíðinni og hvort framkvæmdasljóm- in væri ánægð með útkomuna. Sigurður Valgeirsson: „Nei, ekki beint. Við erum héma sem einstaklingar, en ekki fulltrúar fyrir bókaforlögin. Og það var liður í undirbúningsvinn- unni fyrir hátíðina að hafa samband við sem flest bókaforlög til að athuga hvort þau hefðu áhuga á að kynna sína höfunda. Við lögðum áherslu á að fá breið- an hóp erlendra og íslenskra höfunda, fyrst og fremst lögðum við aherslu á góða höfunda." Örnólfur Thorsson: „Mér virðist sem það hafí tek- ist hjá okkur. Og það sem kom okkur mest á óvart var sú mikla aðsókn sem var að hátíðinni. Há- tíðin stóð bara í eina viku og þar sem við höfðum allan upplestur á kvöldin, þýddi það að við urðum að hafa umræður og fyrirlestra á daginn. Hjá því varð ekki komist." Ami Siguijónsson: „Þegar við vomm að undirbúa hátíðina fannst okkur það mikil dirfska að færa upplesturinn úr Norræna húsinu í Gamla bíó sem tekur um 500 manns, en þessar kvölddagskrár vom gífurlega vel sóttar, það var fullt hús öll kvöld- in. Aðsóknin að fyrirlestmm og umræðum að deginum til var líka mjög góð.“ Sigurður Valgeirsson: „Við höfðum gert ráð fyrir að kvölddagskráin höfðaði til breiðs hóps, en fyrirlestramir og umræð- uraar á daginn væm fyrir afmarkaðri hóp, með sér-áhuga- svið. Til dæmis var fyrirlestur Robbe-Grillets á frönsku og kall- aði einkum á frönskumælandi fólk. Umræðumar um Norður- landabókmenntir fóm fram á flestum norrænu tungumálunum og höfðuðu kannski fyrst og fremst til þeirra sem fylgjast með norrænum bókmenntum. Umræð- ur um konur og bókmenntir vom mjög skemmtilegar og vel sóttar og hið sama má segja um fyrir- lestur Isabel Allende. Ömólfur Thorsson Reyndin varð sú að aðsóknin að allri dagskránni fór langt fram úr okkar björtustu vonum. í Gamla bíói vom milli 400 og 500 manns á hverju kvöldi. Og sem dæmi um aðsókn að fyrirlestmm getum við tekið miðvikudaginn. Þá vom umræður um „skáldsög- una“ klukkan tvö og það var allt fullt út úr dymm í fyrirlestrasaln- um og við töldum 100 manns í bókasafninu. Síðan tæmdist húsið í kortér og fylltist síðan aftur til að hlusta á Isabel Allende klukkan flmm." Halldór Guðmundsson: „Ef maður segir að megintil- gangur hátíðarinnar hafi verið að kynna þessa höfunda fyrir íslenskum lesendum, þá getum við sagt að hún hafí tekist mjög vel, sé tekið mið af aðsókninni.“ Árni Siguijónsson: „Ef við tölum um tilgang má líka nefna tilgang hátíðarinnar fyrir rithöfunda. Þama komust íslenskir rithöfundar í samband við erlenda forleggjara og erlend- Morgunblaðið/Emelía Sigurður Valgeirsson Ingibjörg Björasdóttir ir höfundar í samband við íslenska forleggjara, fyrir utan það að íslenskir höfundar kynntust er- lendum starfsbræðmm sínum. Samböndin sem myndast á svona hátíðum em svo margvísleg. Há- tíðina sóttu einnig margir blaða- menn frá Norðurlöndum og ég tel að áhrifín af þessari hátíð komi ekki endilega fram næstu dagana, heldur eigi þau eftir að endast." Örnólfur Thorsson: „Það er kannski líka rétt að það komi fram að fyrir utan þessa opinbem dagskrá sem við skipu- lögðum, fóm margir höfundanna í framhaldsskólana og töluðu þar við nemendur um verk sín um Ieið og þeir lásu úr þeim. Þannig að miklu fleiri komust í tæri við þessa höfunda en þessi góða að- sókn gefur til kynna.“ Arai Siguijónsson: „Meðal rithöfundanna sem sóttu þingið, vom bókmennta- kennarar, ritstjórar tfmarita, gagnrýnendur og blaðamenn. Og margir þeirra hafa látið í ljósi Halldór Guðmundsson Ámi Siguijónsson áhuga á að koma efni eftir íslennska höfunda á framfæri í sínum heimalöndum." Sigurður Valgeirsson: „Þeir höfundar sem hingað komu hafa líka sambönd í sínum heimalöndum, sem gæti komið okkur til góða ef við afréðum að endurtaka leikinn eftir t.d. tvö ár.“ Árai Siguijónsson: „Enn einn tilgangurinn með bókmenntahátíðinni var að kynna íslenska höfunda og á föstudaginn vomm við með kynningu á íslenskum samtímabókmenntum. Þær umræður vom mjög vel sótt- ar af erlendu höfundunum sem hér vom og mæltust vel fyrir og það er von okkar að þar höfum við náð þeim árangri sem við ætluðum okkur, að vekja áhuga á íslenskum bókmenntum. En auðvitað verður tíminn að leiða það í ljós.“ Ingibjörg Björasdóttir: „Fjölmiðlar sýndu hátíðinni mikinn áhuga og það smitaði fólk kannski. Blaðamenn nýttu þau færi sem gáfust og tóku ágæt viðtöl við gestina, sjónvarpið tók ein sex lengri viðtöl sem síðar birtast á skjánum o.s.frv. Við er- um auðvitað þakklát öllum þeim sem lögðu okkur lið og hjálpuðu til að gera hátíðina jafn glæsilega og hún varð. En ef við snúum okkur að höf- undunum sem hingað komu, þá komu þeir hingað af margvísleg- um ástæðum. Sumir þeirra fara aldrei á svona þing, eins og Vonnegut. En hann vildi koma til að skoða þessa „mestu bók- menntaþjóð á plánetunni," eins og hann hefur margsagt í við- tölum." Sigurður Valgeirsson: „Svo eru aðrir, eins og austur- þýski höfundurinn Strittmatter. Hann hefu: lengi langað til að koma til íslands og hefur m.a. skrifað um íslenska hestinn. Reyndar held ég að landið hafí mikið aðdráttarafl fyrir þessa höf- unda. Þeir þekkja margir Islend- ingasögumar og verk Laxness." Arai Siguijónsson: „Það má nefna sem dæmi að þegar Halldór hringdi í Isabel Allende til að bjóða henni hingað, sagðist hún vera að lesa íslend- ingasögumar. Þær hafa reyndar verið mikill áhrifavaldur í suður- amerískum bókmenntum. Það var líka augljóst í lokin að höfundamir sem hingað komu, vom ákaflega ánægðir og af að- sókninni að dæma virðist mér að áheyrendur hafi fengið nokkuð fyrir sinn snúð.“ Halldór Guðmundsson: Þeir sem önnuðust bóksöluna fyrir okkur meðan á hátíðinni stóð sögðu okkur að það hefði verið ákaflega breiður hópur áheyrenda sem kom á kvölddagskrámar, aldrei sami hópurinn. Það virtist vera svo að þangað kæmi fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Ingibjörg Björasdóttir: „Það sem mér fannst líka skemmtilegt var að þama var saman kominn stór hópur rithöf- unda og þeir hafa hlotið mismikla frægð. Sumir vom heimsfrægir. En það sátu allir við sama borð. Það setti sig enginn á háan hest og allir virtust koma hingað með það markmið að kynnast sjónar- miðum annarra höfunda, landi okkar og þjóð.“ En hvað með framtíðina. Verða bókmenntahátíðir af þessu tagi að hefð i menning- arlífi okkar? Ornólfur Thorsson: Vitaskuld höfum við áhuga á að halda þessu áfram, vegna þess að okkur þótti þetta takast vel, en í hvaða formi, vitum við ekki. Ein ástæðan fyrir því að þetta tókst vel núna og hægt var að hafa aðgang ókeypis að allri dag- skránni, var að við fengum mjög myndarlegan styrk frá ríki, borg og Nordisk kulturfond. Þar að auki leituðum við til einkafyrir- tækja; bókaforlaga, banka, fyrir- tækja í sjávarútvegi og öðm og ég held mér sé óhætt að segja að nær alls staðar hafí okkur ver- ið tekið mjög vel og við fengum víða mjög myndarlegan stuðn- ing.“ Texti/Súsanna Svavarsdóttir Hermann Guðjónsson skipað ur vita- og hafnamálastj óri Lánskiaravísitalan hækkar um 1,07%: Hækkunin jafngild ir 13,6% verðbólgn Skipunin er til 5 ára MATTHÍAS Á. Mathiesen sam- gönguráðherra hefur skipað Hermann Guðjónsson til að vera vita- og hafnamálastjóri næstu fimm árin, frá 1. nóvem- ber næstkomandi að telja. Hermann er verkfræðingur og hefur starfað hjá Hafnamálastofn- un ríkisins og Vitastoftiun íslands frá árinu 1980. Hann hefur verið settur vita- og haínamálastjóri frá því í maí á síðasta ári. Auk Hermanns sótti Daníel Gestsson yfírverkfræðingur hjá Hafnamálastofnuninni um stöð- una. Hermann Guðjónsson. LÁNSKJARAVÍSITALAN fyr- ir október verður 1797 stig og hækkar þar með um 1,07% frá núgildandi vísitölu. Þessi hækkun lánskjaravísi- tölunnar jafngildir 13,6% hækkun á ári. Breyting vísitölunnar síðustu 3 mánuði jafngildir 18,9% verð- bólgu og síðustu 6 mánuði jafn- gildir hún 19,6% verðbólgu. Lánskjaravísitalan hefur hækkað um 19,1% undanfama 12 mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.