Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 * Venjulegirofnar * Handklæðaslár ‘Tauþurrkarar HF.OFNASMIflJAN SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 SIEMENS Glæsileg eldavél með bakstursvagni HL 6602 Yfir- og undirhiti, blást- ur.blástursgrill, keramikhelluborð. SMFTH& NORLAND Nóatúni 4. S. 28300. Vegna landsfundar samtaka með framtíð eftir Steingrím St. Th. Sigurðsson Hann kallar sig flokk með framtíð. Þetta ætti að vera sigur- stranglegt, þegar hinir flokkamir hafa verið vændir um það hvað eftir annað að vera alltaf í sama farinu, í sama þrönga farveginum, staðnaðir, úreltir eins og nokkrir ungsjálfstæðismenn leyfðu sér að segja um forystumenn og þing- menn í sínum eigin flokki. Ja, þvílík úttekt — eða öllu held- ur uppgjör og skilyrðislaus reikn- ingsskil — bersögli, sem hlýtur að boða ný sjónarmið í pólitískum aðferðum. Bersögli sem slík er til fyrirmyndar og stendur ekki skrif- að: „Sannleikurinn mun gjöra yður ftjálsa." Getur það verið, að ungliðamir í gamalgrónum Sjálfstæðisflokkn- um hafí verið að draga örlítinn lærdóm af boðuðum líftón samtak- anna, sem kalla sig flokk með framtíð, þ.e.a.s. Borgaraflokksins. Flokkurinn með framtíð hefur það ofarlega á stefnuskrá sinni að setja einstaklinginn í öndvegi, með öðr- um orðum manneskjuna, sem ber að skilja á þann veg, að einstaling- urinn, hvar í sveit, sem hann er settur, sé jafnverðugur til skoðana- frelsis og athafna og áhrifa og þeir, sem ofar em settir. Hver er þessi flokkur með framtíð? Stórt orð Hákot! Getur það ver- ið, að þetta sé eins og óvinveittir segja, einungis nýr gervi-stjóm- málaflokkur, ósköp venjulegur íslenzkur hagsmunaflokkur, þar sem klíkusjónarmið ráða ferðinni. Engin reynd er komin á slíkt. Of snemmt að spá um neitt fyrr en lengra fram vindur, en flokkurinn hefur þegar gefíð sér strangt að- hald með fögmm fýrirheitum um mannlegheit — eins og fólkið sjálft, er styður samtökin, sem em hafín yfír pólitískt uppeldi. Einstakling- ur, sem er gjörmótaður af pólitísku uppeldi, hlýtur alltaf að vera ófijáls manneskja — en slíkt er ekki í stfl við boðun samtakanna um mannréttindi. Hann kallar sig flokk með framtíð eins og sagt var í upp- hafí. Allir dauðlegir, en lifandi, menn hljóta að hugsa um framtí- ðina, framtíð sína og þeirra, sem þeim em kærir. I öllum tilfellum varðar það mestu í lífí hvers ein- staklings að hafa mið í lífínu. Nú vill svo til, að flokkurinn — þessi umræddu mannræktar-samtök, sem hösluðu sér völl í vor — lofar öllu fögm um að stuðla að sam- starfí í velferð einstaklinga og þjóðar. Það er allsendis ótímabært að spá nokkm um efndir. Hins vegar skilst manni á ýmsu, að fjöldinn allur af fylgismönnum samtakanna hafí ekki legið á liði sínu. Stofnaðar hafa verið flokks- deildir úti um allt land, og hér í Stór-Reykjavík hafa nokkrar sam- vizkusamar manneskjur unnið að þjónustustörfum á skrifstofu, sem sett var á laggimar. Gerðar hafa verið kröfur til skrifstofu nýju sam- takanna — og er ekki nema gott eitt um það að segja — sjálfsagt að gefa aðhald þar ekki síður en annars staðar á lífssviði þessara nýju samtaka, sem hafa jafn- háleit mið. Það hvílir því mikill vandi á öllum þeim, sem kynna sjónarmið samtakanna. Skrifstofa Borgaraflokksins er þjónustumið- stöð, sem hinn venjulegi áhuga- maður getur leitað til og notið alls kyns fyrirgreiðslu og þjónustu og kynningar á ýmsu, sem er á döf- inni hjá samtökunum. Á þessari skrifstofu er líka hlustað á gagn- rýni, ábendingar og annað slíkt, sem gæti verið til góðs og sprottið af hinu góða, svo að hægt sé að fínna leiðir til úrbóta. Það væri vafasamt að kenna fámennu skrifstofuliði samtaka með framtíð um einhver mistök frá því í sumar — kenna því eingöngu um eitthvað, sem kynni að hafa skaðað hugsjónina. Þetta er fólk, sem gegnir því hlutverki að koma góðu áleiðis og hlýtur því að vaxa við slíkt, ekki hvað sízt við að kynna viðhorf til þess að öðlast mannlega reisn og sjálfsvirðingu. Dýrmætasta, sem nokkur maður á og getur eignazt, er sjálfsvirðing, og hver og einn, sem henni hefur glatað, á að geta öðlazt hana á ný með eðlilegum hætti, og varið sína sjálfsvirðingu, t.a.m. með því að njóta verðugt launa sinna, búa í mannsæmandi húsnæði og fá jafnframt frelsi til að gefa af sjálf- um sér án þess að eiga það á hættu að vera kraftétinn af pólitískum þvingunum og skoðana- kúgun. Samtök með framtíð er flokkur fyrir fólkið — eða svo er boðað. Herma kunnugir, að að- staða fari að batna til að leysa ýmsan vanda, sem að höndum ber — og þá skapist meira lifandi sam- skipti, sem hafí áhrif á andrúms- loftið innan Borgaraflokksins. Fer að draga til tíðinda í Borg- araflokknum vegna landsfundar á næstunni. Þar á að fara fram end- urskoðun á rekstri samtakanna, sem hafa staðið af sér öll veður, íslenskan rógburð og þetta gamal- kveðna: „Falin er í illspá hverri ósk um hrakför sínu verri." _ Samtökin telja sig starfa í kristnum anda og þau hyggjast stuðla að bættum skilyrðum fyrir trúarlíf. „Maður án trúar er dauð- ur,“ sagði sálursorgari nokkur. Samtökin leggja áherzlu á kristin siðgæðisáhrif eins og segir í stefnuskrá og þau séu og verði „mikilvægur þáttur í farsæld fjöl- skyldunnar og þjóðfélagsins". Þetta atriði er eins og innsigli á það stranga aðhald, sem flokkur- Steingrímur St. Th. Sigurðsson „Hann kallar sig flokk með framtíð eins og sagt var í upphafi. Allir dauðlegir, en lifandi, menn hljóta að hugsa um framtíðina, framtíð sína og þeirra, sem þeim eru kærir.“ inn með framtíð gefur sér. Þetta veitir venjulegu fólki, kjósandan- um, færi á að rýna ofan í vinnu- brögð forystuaflanna, sem hafa hvað eftir annað látið í veðri vaka, að þau muni beita sér fyrir betra lífí í samfélaginu og láta öll mann- úðarmál og mannræktarstörf sitja í fyrirrúmi. Að Hæðardragi, stgr Höfundur er rithöfundur og list- málari. Ýmsar eru aðferðir til að losna við ferðafólk eftirHelgaB. Sæmundsson Mörg lönd eru sífellt að reyna að laða að sér ferðafólk. Oft eru í þessum löndum yfírvöld sem virð- ast vinna gegn þessu. Það er hægt að tilfæra mörg dæmi í heiminum. Tökum fyrst ísland: Vegabréfaeft- irlitið á Keflavíkurflugvelli virðist hafa tekið að sér hlutverk land- vættanna að austan og norðan. Ég trúði ekki eigin eyrum þegar ég kom að vegabréfaskoðun ásamt vini mínúm, sem er háskólapró- fessor í Þýskalandi en með vegabréf frá Grikklandi og heyrði konuna spyrja hvort hann hefði flugmiða til baka. Vel klæddur ferðamaðurinn var spurður að því hvað hann væri að gera til Is- lands. Bersýnilega álítur konan að ferðamenn séu að koma til þess að betla og fer ekkert fínlega í að láta þá vita það. Hvemig væri að kenna starfsmönnum sálfræði og kurteisi? Baðstofan í Meðalholtum fullbúin Gaulveijabæ. LOKIÐ er endurbyggingu gömlú baðstofunnar að Eystri-Meðal- holtum í Gaulveijabæjarhreppi. Unnið var í sumar að frágangi innan dyra og einnig hafa verið hiaðnir veggir fyrir aðra burst til og eldhús. Ásdís Lárusdóttir frá Meðalholt- um bauð nýlega vinum og vanda- mönnum til kaffidrykkju í baðstofunni og jafnframt að líta á framkvæmdir. Það er ánægjulegt að heimsælq'a gamla baðstofu. Sérstaklega fyrir fréttaritara af sjónvarps- og tölvukynslóð er þekk- ir svona húsakynni aðeins af myndum eða úr sögum. Baðstofan var reist 1895 og stóð af sér Suður- landsskjálftann þá nýbyggð. Gestir við kaffidrykkju í baðstofu. Vegghleðslur að fornum hætti. Viðir að innan eru þeir uppruna- legu að mestu og rekkjur með veggjum eru þær sömu og voru. — Vaidim. G. Annað atriði er ökuleyfí. ísland og Rússland eru einu löndin í Vest- ur- og Austur-Evrópu sem krefjast alþjóðaökuskírteinis af ferðamönn- um sem koma til landsins. Þeir sem ekki hafa það geta samt fengið undanþágu á skrifstofu lögreglu- stjóra. En hún er bara opin virka dag. Þeir sem vilja fá sér bíla- leigubíl verða bara að bíða með að eyða peningum í það þar til skrifstofan opnar. Tökum svo Frakkland sem dæmi. Þar var innleidd áritunar- skylda á vegabréf útlendinga sem ekki eru frá efnahagsbandalaginu eða franska samveldinu. Síðan verða bæði íslendingar, Banda- ríkjamenn og aðrir að leggja inn umsókn í frönsku konsúlati og bíða svo í 3 daga eftir vegabréfsáritun. Auðvitað dró mikið úr áhuga Bandaríkjamanna að skoða París. Það var lofað að afnema þessa skyldu innan skamms. En á miðju sumri 1987 nægði það ekki að rigningin og áritunarskyldan hafði fælt ferðamenn frá. Skilyrðin fyrir áritun voru hert. Enginn fær áritun nema hann leggi fram farmiða fram og aftur og sýni fram á það að hann eigi næga peninga til að borga dvöl sína. Væri þetta kannski aðferð til þess að losna alveg við óþarfa hringsól ferðamanna milli landa? Höfundur er verkfræðingur, bú- setturí Vestur-Þýskalandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.