Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 45 Norrænir rithöf- undar á Louisiana Kaupmannahttfn. NORRÆNN rithöfundardagur var haldinn slíðastliðinn sunnu- dag á Louisiana-safninu í Humlebæk og er það í 8. sinn. Norræna ráðherranefndin og safnið sjálft standa fyrir þessum árlega viðburði. Birgitta Sandsted frá ráðherranefndinni stjórnaði samkomunni en fulltrúi íslands var Svava Jakobsdóttir. Aldrei þessu vant var sól og blíða þennan sunnudag og garðurinn í kringum Louisiana skartaði sínu fegursta. Hljómleikasalurinn var þétt setinn en hann rúmar um 300 manns. Upplestur norrænu rithöf- undanna fimm stóð í fulla þijá tíma og leiddist þó engum, enda þau hvert um sig harla ólík og öll veitul. Jöm Donner kunnur kvikmynda- gerðar- og blaðamaður las fýrstur upp og úr sögu sinni „Svíþjóðarbók- inni" frá árinu 1973. Donner er sænskumælandi Finni, nýkjörinn á þjóðþingið í Helsingfors, þekktur fyrir snjöll og óvænt tilsvör. Svava Jakobsdóttir las úr bók sinni sem byggist á frásögn nor- rænu goðafræðinnar um Gunnlövu dóttur Suttungs jötuns en hún gætti skáldamjaðarins í Hnitbjörgum er Óðinn dró hana á tálar í líki Böl- verks. Bókin mun koma út heima í október en Petur Hallberg þýddi kafla úr henni á sænsku til upplestr- ar hér. Gunnlavarsaga er færð til nútímans í bók Svövu og gerist í Kaupmannahöfn og er frásögnin tvinnuð saman við goðafræðina. Nafn Svövu Jakobsdóttur er mjög á vörum fólks þessa dagana vegna frumsýningar á leikriti hennar „Lokaæfing" í Bád-teatret í Ný- höfn. Nefnist það „General Proven" í þýðingu leikstjórans Vibeke Bjelke og em aðalleikendur Christina Kroll og Hans Henrik Voetmann. Dan Turéll hinn danski hefur skrifað fjölda bóka bæði í lausu og bundnu máli síðan 1973 er fyrsta ljóðabók hans kom út og verið sæmdur ýmsum heiðri. Skemmti Turéll gestum á Louisiana með snjöllum kvæðaupplestri og sagðist vera fulltrúi kæruleysisins miðað við fyrri tvo upplesara sem bæði hefðu verið kosin á þing. Svíinn Jan Guillou hljóp í skarðið fyrir Kristina Lugn sem ekki gat komið vegna veikinda. Hann er frægur sjónvarps- og blaðamaður í heimalandi sínu. Tekur gjaman lög- fræðileg vandamál fyrir og reynir að kryfja til mergjar og hefur lent í miklum vanda vegna njósnamála. Talaði hann til áheyrenda og var tíðrætt um misbeitingu valds í heiminum. Að síðustu talaði fulltrúi Noregs, Áse Marie Nesse, og las upp ljóð sín. Hún er lektor í þýsku við Há- skólann í Osló. Hefur hún þýtt fjölda kvæða auk þess sem út hafa komið sjö frumsamdar ljóðabækur hennar. Úrval þeirra var gefið út í fyrra. Nesse er mjög áhugasöm um goðafræði ekki síst frá Mexíkó og hefur skrifað bamabækur byggðar á sögu og þjóðlífslýsingum í Mexí- kó. Þá yrkir hún um dapurlegri hliðar mannlífsins og endaði upp- lestur sinn á ljóðrænnni friðarósk. Sátu rithöfundamir fyrir svörum í lokin undir sljóm Birgittu Sand- stet og var síðan móttaka fyrir gesti í Bátahúsinu niður við lygnt Sundið. G.L.Ásg. ASEA Cylinda þvottavélar*sænskar og sérstakar Fá hæstu neytendaeinkunnir fyrir þvott, skolun, vindingu, taumeðferð og orkusparnað. Efnis- gæði og öryggi einkenna ASEA. Þú færð ekki betri vélar! 3^» iFOniX HATUNI 6A SlMI (91)24420 ~Allt tBS&ogjegkJl- inrn i.r.*fn!Woá«Oun/ Sg'tSz ®*®"i I ■ s Imi 6725), ffandor kr ^rnsta n iZ6iðar™0'oZ yy os)) k; g Kofn^om,)k^ 6 25%söl^kanvr ' SomtaiskT~ Diinj U|viqooÍq ■Duni er ódýrasti barínn í bœnum- Þvottheldni og stvrkleiki í hámarki i fjorum gljástigum • Kopal innimalningin fæst nu i fjorum gljastigum. Nu velur þu þann gljaa sem hentar þer best og malningin er tilbuin beint ur dosinni. • l\lu heyrir það fortiðinni til að þurfa að blanda malninguna með herði og öðrum gljaefnum. VELDU KOPAL I FJORUM GLJASTIGUM: lntálning% ws Jntá!ningh Imáfning^ •"WVASIHAiNINO. » MUK. ÍHV. Iftauin / , VAIKSW GtJÁST/G/ 10 Jp htta.Mwiom.ihK* ^*®*<*ugtsuu»atta ímálninglr btaxMURom.... ““"•WAEGT, HÁGI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.