Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
25
h
AF ERLENDUM VETTVANGI
eftir ROBIN SMYTH
Frakkland:
Forsetakosningar í nánd,
en óvissa um frambjóðendur
kyssti bandarísku rokkstjömuna
Madonnu, færði Chirac bifreiða-
eigendum óvænta uppbót um
síðustu mánaðamót með því að
lækka skatta af bílum.
Skoðanakannanir benda til þess
að yrði efnt til kosninga nú sigr-
aði Mitterrand Chirac með yfír-
burðum, og Barre með minni
mun. Barre bæri sigurorð af Roc-
ard, sem aftur sigraði Chirac.
Þótt aðeins séu tæpir átta mánuðir þar til stefnan næstu sjö
árin í frönskum stjórnmálum verður ráðin í forsetakosningum,
vita hvorki hægri né vinstri flokkamir hveijir verða endanlegir
frambjóðendur þeirra.
Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, nýtur mikilla vinsælda
sem þjóðhöfðingi. Hann er hafinn yfir flokkadeilur sem sátta-
semjari. Nú stendur hann frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun,
hvort hann eigi að gefa kost á sér i forsetakosningum í april
1988 og dragast þar með inn i flokkapólitík að nýju.
Francois Mitterrand forseti,
sem verður 72 ára á næsta
ári, hefur ef til vill ákveðið að
bjóða sig fram til endurkjörs. Sé
svo, þá ætlar hann áreiðanlega
ekki ótilneyddur að fóma þeim
miklu vinsældum er hann nýtur
sem þjóðarleiðtogi með því að fara
í flokks-pólitískt framboð. Fyrri
umferð forsetakosninganna verð-
ur í apríllok, en sú síðari í byrjun
maí. Mitterrand segist ætla að
tilkynna um ákvörðun sína í mars.
Þetta hik hans hefur valdið
stuðningsmönnum hans í flokki
sósíalista miklum erfíðleikum.
„Ekkert neyðir okkur til að
ákveða í dag hver verður fram-
bjóðandi okkar — við skulum bíða
rólegir þar til í mars,“ sagði Pierre
Mauroy fyrrum forsætisráðherra
flokksbræðmm sínum til hug-
hreystingar.
Framboð gegn
Mitterrand
En nú þegar hafa tveir sósial-
istar boðið sig fram — Michel
Rocard, talsmaður „villutrúar"
jafnaðarmennskunnar í flokknum,
og vinstrisinninn Jean-Pierre Che-
venement.
Chevenement hefur lýst því
yfir að hann dragi sig í hlé ákveði
Mitterrand að vera í framboði eða
ef flokkurinn tilnefnir annan
frambjóðanda, en Rocard virðist
hinsvegar ákveðinn í að berjast
til þrautar hvort sem Mitterrand
býður sig fram eða ekki.
Þótt Rocard eigi ekki upp á
pallborðið hjá Mitterrand og aðrir
leiðtogar sósialista sniðgangi
hann, hefur hann um langt skeið
verið efstur á blaði í vinsælda-
könnunum. Hann ferðast nú víða
um land í von um að tryggja sér
það öruggt fylgi fyrir árslok að
enginn annar fulltrúi sósíalista
þori í framboð gegn honum ef
Mitterrand ákveður að draga sig
í hlé.
Um síðustu mánaðamót hófu
leiðtogar sósíalista undirbúning
þess erfiða verkefnis að semja
nýja stefnuskrá fyrir kosningam-
ar. Hún má ekki vera of sósíalísk,
því flokkurinn tók upp öfga-
lausari stefnu löngu fyrir tapið í
þingkosningunum í fyrra. Sósíal-
istar verða einnig að fara varlega
í gagnrýni sinni á frammistöðu
íhaldsstjómar Jacques Chirac for-
sætisráðherra vegna „sambúðar"
hennar með Mitterrand. Höfundar
stefnuskrárinnar vita sem er að
bæði Mitterrand og Rocard
ákveða sjálfír á hvað þeir leggja
áherzlu í kosningabaráttunni.
Jean-Marie Le Pen, fulltrúi
öfgasinnaðra hægrimanna, og
Andre Lajoinie, nýr frambjóðandi
kommúnista, hafa þegar hafið
kosningabaráttuna.
Raymond Barre
vinsæll
Hjá hægrimönnum stendur
baráttan milli Jacques Chirac for-
sætisráðherra og Raymonds
Barre fyrrum forsætisráðherra.
Þótt Barre hafí ekki verið í sviðs-
ljósinu undanfarið hálft annað ár,
og sé nú fyrst að undirbúa fram-
boð sitt, nýtur hann mun meira
fylgis en Chirac í skoðanakönnun-
um.
Chirac reynir nú af fremsta
megni að vinna upp forskot Barr-
es og beitir þar óspart fjölmiðlum.
Aðeins viku eftir að hafa biðlað
til ungra kjósenda með því að
lækka verðið á hljómplötum og
tónböndum auk þess sem hann
Ef til vill er Mitterrand enn {
raun óákveðinn þrátt fyrir áskor-
anir sósíalista um að hann leiði
flokkinn til sigurs. Hann væri
orðinn nærri 79 ára við lok síðara
kjörtímabilsins, nema þá hann
fengi kjörtímabil forseta stytt í
fímm ár með því að efna til þjóðar-
atkvæðagreiðslu um málið.
Hann hefur lýst því yfír að
persónulega vilji hann helzt láta
af embætti á næsta ári og eyða
ellinni í friði og ró. Má vera að
persónulegur harmleikur frá ný-
liðnu sumri hafí þar sitt að segja.
Sonur hans, Gilbert, slasaðist í
bílslysi á Spáni, og tvær dætur
Gilberts, sex og níu ára, slösuðust
enn alvarlegar. Löng biðin við
sjúkrabeð þeirra, sem enn stendur
yfír, hefur verið mikið álag fyrir
Danielle, eiginkonu Mitterrands,
sem um tíma var sjálf lögð á
spítala til hvíldar og hressingar.
Auk þessa er Mitterrand það
ljóst að vinsældir hans nú stafa
mjög af stöðu hans sem sátta-
semjari, hafínn yfír pólitískar
deilur. Þær gætu fljótlega minnk-
að þegar hann væri kominn út í
kosningaslaginn.
Honum er það minnisstætt að
Valery Giscard d’Estaing þáver-
andi forseti náði hápunkti sínum
á vinsældalistunum örfáum mán-
uðum áður en Mitterrand tókst
að fella hann í kosningunum 1981
og leiða vinstrimenn til forustu.
Aldurinn vafa-
samt vopn
En Mitterrand er of heillaður
af stjómmálum til að eiga auð-
velt með að afsala sér völdum.
Svo virðist sem hann vildi helzt
verða tilneyddur, vegna yfirvof-
andi fylgishruns vinstri manna án
hans eða hættu á alvarlegum er-
fiðleikum í alþjóðasamskiptum,
að varpa sér nú út í kosningabar-
áttuna í síðasta sinn.
Aldur forsetans getur orðið
vopn í höndum hægrimanna, en
vopn sem beita verður með varúð.
Þegar Franck Borotra, talsmaður
flokks Gaullista, ásakaði Mitter-
rand fyrir „blaður" og minnisleysi,
hlaut hann strax átal frá flokks-
bræðrum sínum.
íhaldsblaðið Quotidien de Paris
birti einnig þessi vamaðarorð ný-
lega: „Aldur — jafnvel hár aldur
— hefur aldrei talizt annmarki í
Frakklandi, þar sem sú tilhneiging
ríkir, sérstaklega á hættutímum,
að vegsama gætna og gamla
menn."
Miðaldra Gaullistar minnast
þess að átrúnaðargoð þeirra, De
Gaulle hershöfðingi, var 75 ára
þegar hann bar sigur af hólmi í
síðustu forsetakosningunum sem
hann tók þátt í árið 1965. Mót-
frambjóðandinn sem þá féll var
Francois Mitterrand, en einkunn-
arorð hans í þeim kosningum
vom: „Ungan forseta fyrir nútfma
Frakkland."
Höfundur er blaðamaður við
brezka blaðið Tbe Observer.
V/SA
Boðgreiðslur VISA (Electronic Funds Transfer) eru sjálfvirkar millifærslur
fyrir m.a. rafmagn og hita, afnot útvarps og siónvarps, áskriftir dagblaða
og tímarita, endurnýjun happdrættismioa og að sjálfsögðu W54-greiðslurn-
ar sjálfar mánaðarlega.
Boðgreiðslur VISA spara tíma, fé og fyrirhöfn, skilvísar tryggar greiðslur
þrátt fyrir annir eða fjarvistir, draga úr akstri, bið og umstangi, minnka
ónæði heima fyrir og létta t.d. blaðberum störfin án tekjumissis þeirra.
Komið vissum fastagreiðslum í fastan farveg í eitt skipti fyrir öll!
Aðeins eitt símtal og málið er leyst! Happdrætti DAS S1 77 57, DVS 2 70 22,
Morgunblaðið S 69 11 40, Rafmagns-og hitaveita Reykjavíkur S 68 62 22,
Ríkisútvarpið S 68 59 00, Stöð 2 S 67 37 77 o.m.fl.
Þægindi og þjónusta eru aðalsmerki WSA.Korthafar VISA þekkja eftirfar-
andi hlunnindi: Ferðaslysatryggingu, sjúkratryggingu (erl.), viðlaga-
þjónustu (erl.), bankaþjónustu (erl.),
hraðbankaþjónustu (erl.), gistiþjónustu,
vildarkjör, tímaritið VILD
Nú eiga korthafar W54 enn fleiri kosta völ.
VISA: Boðgreiðslur,
Raðgreiðslur,
Símgreiðslur.
V/SA
STYRKTARAÐILI ÓLYMPÍUNEFNDAR ÍSLANDS