Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 54
54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
t
Móöir okkar,
AÐALHEIÐUR BJÖRNSDÓTTIR,
Hringbraut 52, Reykjavfk,
andaöist á Sólvangi, Hafnarfirði, sunnudaginn 20. september.
Unnur Kristlnsdóttir,
Slguröur Kristinsson,
Ásdfs Kristinsdóttir.
t
Móöir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
SÓLEY SIGURÐARDÓTTIR NJARÐVÍK,
Dfsardal,
lést 17. september.
Sóley Njaróvfk Ingólfsdóttir,
Hrafnhildur Þ. Ingólfsdóttir, Ásbjörn Sveinbjarnarson,
Eirfkur J. Ingólfsdóttir, Rannveig Árnadóttir,
Ingólfur Njarövfk Ingólfsson, Sigrfður Kristjánsdóttir,
Kristfn S. Njarðvfk, Jón Bergþórsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
t
Faöir minn,
ODDSTEINN FRIÐRIKSSON,
lést 21. september á Hrafnistu í Reykjavík.
Andrea Oddsteinsdóttir.
t
Eiginmaöur minn,
ALEXANDER H. BRIDDE
bakarameistari,
Kleifarseli 9,
varð bráökvaddur aöfaranótt sunnudagsins 20. september.
Marfa Karlsdóttir
og börn.
t
Eiginmaöur minn,
SVAVAR JÓHANNSSON
fyrrverandi bifreiöaeftirlitsmaður,
Bjarkarstfg 1,
Akureyri,
lést 19. september. Útförin veröur auglýst sföar.
Björg Benediktsdóttir.
t
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaöir og afi,
MAGNÚS INGÓLFSSON,
Ferjubakka 8,
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 22. september
kl. 13.30.
Sigurbjörg Guðvarðardóttir,
Máifrfður Magnúsdóttir, Unnsteinn Hjörleifsson,
Ingólfur Magnússon, Ástrfður Hartmannsdóttir,
Magnea Magnúsdóttir
og barnabörn.
t
Ástkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi,
ÞÓRÐUR GUÐMUNDUR PÁLSSON
frá ísafirði,
Langholtsvegi 25,
lést 12. september.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna.
Olga Guðmundsdóttir,
Arnfinnur Jón Guðmundsson, Ragnheiður Þorsteinsdóttir,
Guðmundfna Lára Guðmundsdóttir, Bjarni Steingrímsson
og barnabörn.
Lregsteinar
MARGAR GERÐIR
Mtmm/Grmt
Steinefnaverksmiöjan
Helluhrauni 14, sími 5Í034,
222 Hafnarfjörður
Minning:
Sigrún Sigur-
björnsdóttir
Fædd 11. mai 1913
Dáin 9. september 1987
í gær, mánudag, var Sigrún Sig-
urbjömsdóttir, amma mín, til
moldar borin frá Fossvogskirkju.
Mig langar að rita nokkur kveðju-
orð.
Amma fæddist í Bæ, Stranda-
sýslu, 11. maí 1913, en foreldrar
hennar voru Sigurbjöm Jónsson og
María Jónasdóttir. Amma var næst
elst af fjórum systkinum, þeim Sig-
mundi, Aðalheiði og Höskuldi.
Höskuldur lést á fyrsta ári og Aðal-
heiður á því nítjánda en Sigmundur
býr í Reykjavík ásamt konu sinni,
Vilborgu, og dóttur, Maríu. Á upp-
vaxtarárum sínum bjó amma víða
en þó lengst af í Bæ og á Kvíslum
í Strandasýslu.
Hinn 4. júní 1939 giftist amma
svo afa mínum, Jóni Stefáni Guð-
mundssyni, en hann lést 15. janúar
1980. Þau hjónin hófu fyrst búskap
að Melum í Strandasýslu en síðan
fluttu þau að Brandagili í Vestur-
Húnavatnssýslu og bjuggu þau þar
í átta ár. Um haustið 1943 eignast
þau svo sitt einkabam, Aðalheiði
Erlu Jónsdóttur, en hún er gift
ungverskum manni, Lárusi Jónas-
sjmi, og eiga þau tvö böm, Maríu
Sigurbjört og Lárus Jón.
Amma og afí fluttu síðan frá
Brandagili og að Borðeyri árið 1954
en þar bjuggu þau í tæp 3 ár því
þá slasaðist afí illa á fæti og fluttu
þau þá suður til Reykjavíkur. Hér
í Reylq'avík bjuggu þau fyrst á
Rauðarárstíg 9, en síðan í Hátúni
4. Þegar þau fluttu suður vann Afí
alltaf í trésmiðjunni Víði, en amma
vann meðal annars á Heilsuvemd-
arstöðinni og um árabil á Hrafnistu.
í lok sjöunda áratugarins hætti
amma svo að vinna úti og úr því
fór heilsu hennar að hraka. Árið
1986 fór amma svo til dvalar á elli-
og hjúkrunarheimilið Grund og var
hún þar þangað til að morgni 8.
september en þá var hún flutt á
Borgarspítalann, þar sem hún lést
að kveldi 9. september.
Þegar ég hugsa til baka kemur
upp í hugann hvað alltaf var gott
fyrir okkur systkinin að leita til
ömmu, sérlega í veikindum móður
okkar.
Ég bið góðan Guð um að veita
aðstandendum ömmu styrk á þess-
ari stundu og ég er þess fullviss
að handan móðunnar miklu bíður
ömmu annað og stærra hlutverk.
Guð blessi minningu ömmu minnar.
Far þú i friði,
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V.Briem).
María Sigurbjört Lárusdóttir
Birkir Njáls-
son — Minning
Sæll er dropinn, er sökkur að eilífu síðast
í hafíð,
sælt er laufið, er fúnar við rætur skógarins
grafið,
ódauðleik kynstofnsins ber ég djúpt í deyj-
andi hjartarót,
dauðinn er vís, en samt skal ég lifa — það
læt ég vera mér bót.
Þetta iokaerindi kvæðisins Áköll-
un í þýðingu Jóns Helgasonar
kemur mér í hug, þegar ég skrifa
þessi fátæklegu orð til að minnast
Birkis Njálssonar.
Kveðjusturidin kemur okkur oft-
ast í opna skjöldu og snertir okkur
djúpt en þó aldrei meir en þegar
unga fólkið okkar kveður í blóma
lífsins. Og þá spyijum við: Af
hveiju? Til hvers? Það er oft sagt
að þeir sem guðimir elska deyi
ungir. Ég er ekki í vafa um að all-
ir sem þekktu Birki Njálsson
elskuðu hann og mátu mikils, hver
á sinn hátt.
Ég átti því láni að fagna að kynn-
ast honum ungum og hafa hann á
heimili okkar í tvo vetur sem skóla-
svein í iðnskóla. Hann var prúður
og elskulegur unglingur, sem gott
var að hafa í kringum sig. Ég hefði
viljað sjá hann ærslast og láta illa,
eins og ranglega er kallað. Það
gerðu hinir strákamir mínir, en
Biggi var fremur til baka og eðlis-
læg kurteisi hans leyfði ekki slíkt.
Aftur á móti var hann fljótari en
hinir að sjá, ef hann gat gert mér
greiða eða rétt mér hjálparhönd.
Eg er þakklát fyrir þessar sam-
vemstundir og geymi minninguna
um góðan dreng, sem prýddi heim-
ili okkar í amstri daganna.
Síðar lágu leiðir okkar aftur sam-
an. Ég vann um skeið í Hafnarbúð-
um og þangað kom Birkir oft til
að gera eitt og annað en hann starf-
aði sem rafvirki hjá Borgarspítalan-
um. Þótt mörg ár væm liðin urðu
alltaf fagnaðarfundir en auðvitað
var aldrei tími til að rabba saman
í rólegheitum og treysta gömul
kynni. Hann sagði oft: „Það væri
nú gaman að líta einhvem tíma
inn,“ en því miður gerði hann það
aldrei.
Hér verður ekki rakinn æviferill
Birkis en ég veit að hann stundaði
nám sitt og störf af mikilli kost-
gæfni. Hann var lærður flugmaður
og flugið átti hug hans og hjarta.
Þá kom sér vel að vera bæði ná-
kvæmur og samviskusamur.
Gaman hefði verið að fá að fljúga
með honum um loftin blá en aldrei
varð af því, fremur en svo mörgu
öðm. Við höldum svo oft að það
sé nægur tími og að við eigum
morgundaginn vísan. En allt er í
heiminum hverfult og lífskertið vill
stundum brenna svo hratt.
Lífíð og dauðinn, gleðin og sorg-
in era systkin. Núna þegar ég horfí
á eftir einum drengjanna minna fínn
ég best hvað það er satt, að enginn
veit hvað átt hefur fyrr en misst
hefur. Megi sú hönd sem líknar og
græðir leggja smyrsl við sárin og
gefa okkur öljum þrek til að halda
á brattann. Ég og fjölskylda mín
sendum móður Birkis og systkinum
og öðmm aðstandendum hugheilar
samúðarkveðjur með þökk fyrir
liðna gleðidaga. Guð geymi góðan
dreng.
Jónína Stefánsdóttir
Sigurður Ægir
Jónsson - Kveðja
Fæddur 20. apríl 1943
Dáinn 10. september 1987
Við kveðjum Ægi nokkrir leik-
félagar frá æskudögunum, fullviss
þess að vegir okkar munu mætast
á ný í ljóssins heimum, er okkar
tími er líka kominn.
Ægir vinur okkar er nú útskrif-
aður úr lífsins skóla með góðum
vitnisburði, og ef að við þekkjum
hann rétt mun hann taka upp þráð-
inn að nýju, taka til starfa á ný
strax og færi gefst.
Honum fylgja okkar góðu bænir
og þakkir fyrir fölskvalausa vináttu,
sem entist óslitin frá samvemstund-
um æskunnar þó að oft væri langur
vegur á milli.
Þetta samfélag okkar í Vestur-
bænum var upphaf átakanna við
lífíð sjálft. Við minnumst nærvem
Ægis í hópnum sem hlýrrar gleði,
ólýsanlegara en sannrar tilfinning-
ar.
Við sjáum hann ljóslifandi fyrir
hugskotum okkar og það er farar-
snið á honum, við réttum honum
höndina og kveðjum um sinn, Ægi
vin okkar.
Um leið viljum við votta öllum
ættingjum og aðstandendum samúð
okkar á erfiðri kveðjustund.
Lóa, Örn og Einar.