Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 64
HRESSANDI,
FRÍSKA BRAGÐ
V^terkurog
hagkvæmur
augjýsingamiðill!
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR.
I^’órir tekn-
ir vegna
fíkniefna
FJÓRIR menn voru handteknir
í Reykjavík um helgina, grunaðir
um sölu og dreifingu á hassi og
amfetamíni. Nokkur grömm af
efnum þessum fundust við hús-
leit.
Mennimir voru handteknir á
sunnudag. Lögreglan leitaði í fjór-
um húsum í borginni og fann þá
nokkur grömm af hassi og am-
fetamíni. Öllum mönnunum hefur
verið sleppt þar sem málið er nú
upplýst.
Um helgina var íslenskum manni,
sem fíkniefnalögreglan handtók
fyrir tæpum tveimur vikum, sleppt
úr haldi. Félagi hans, sem er Dani,
situr enn inni. Mennimir tveir voru
teknir fyrir innflutning á rúmlega
600 grömmum af hassi, sem er að
mestu leyti komið í dreifingu og
neyslu. Hluti efnisins náðist þó við
húsleitir og handtökur.
Tæplega 3,7
milljónir kr. í
bætur vegna
íþróttaslysa
ÍÞRÓTTASLYSUM hefur
fjölgað jafnt og þétt á und-
anfömum árum samkvæmt
upplýsingum frá Trygginga-
stofnun ríkisins. Stofnuninni
var tilkynnt um 63 íþrótta-
slys að meðaltali á árunum
1976-1980, 150 árið 1985 og
170 árið 1986.
Samkvæmt upplýsingum
sem Morgunblaðið fékk hjá
Kristjáni Guðjónssyni, deildar-
stjóra slysatryggingadeildar
Tryggingastofnunarinnar, var
stofnuninni tilkynnt um 170
íþróttaslys á síðasta ári. Hér
er um íþróttafólk eldra en 16
ára að ræða, fólk sem slasaðist
við æfíngar, í keppni og á sýn-
ingum. Til samanburðar má
nefna að árið 1985 voru bílslys
þar sem atvinnuökumenn komu
við sögu 172.
Að sögn Kristjáns voru
íþróttaslysin misjafnlega alvar-
leg, allt frá smámeiðslum til
örorku. Hann sagði að Trygg-
ingastofnunin hefði greitt
3.671.748 krónur vegna
íþróttaslysa árið 1986, og voru
siysadagpeningar stærsti liður-
inn, 1.259.000 krónur, og þar
á eftir komu viðgerðir tanna,
881.000 krónur.
Morgunblaðið/RAX
Leitað á Landmannaafrétti
FJÁRLEITIR standa nú yfir á Landmannaafrétti en þær hóf-
ust á laugardag þegar leitarmenn héldu frá Landmannalaug-
um inn í Jökulgil þar sem myndin er tekin. Veðurguðimir
vom hliðhollir leitarmönnum fyrsta daginn sem sjá má, en í
gær og í fyrradag fengu þeir hvassa austanátt með rigningu
og slyddu. Á mánudag í fyrri viku hafði fennt talsvert á af-
réttinum. Þrátt fyrir snjó og slæmt veður taldi Kristinn
Guðnason, annar tveggja fjallkónga, að vel hafi smalast og
gengið vel að öllu leyti að þvi undanskildu að einn besti smala-
hundurinn týndist i Jökulgilinu á fyrsta degi. Á fimmtudag
lýkur smölun með réttum i Áfangagili en þaðan er flestu af
fénu ekið til byggða.
Reglur um erlendar lántökur vegna innkaupa hertar á morgun:
Aukin innlend fjáröflun
á móti erlendum lánum
Iðnrekendur mótmæla tölum fjármálaráðherra
JÓN Sigurðsson viðskiptaráð-
herra átti í gær fundi með helstu
hagsmunaaðilum vegna nýrra
reglna um heimildir til manna
að taka erlend lán við innflutning
og heldur því áfram í dag. Býst
ráðherra við að gefa nýjar reglur
út á morgun eða í síðasta lagi á
fimmtudag. Hann segir að þær
verði almennar eins og verið
hefur, ekki leyfisbundnar, en
þrengri en verið hefur. Gerðar
yrðu auknar kröfur um innlenda
fjáröflun á móti erlendum lánum,
auk þess sem aðstaðan yrði jöfn-
uð á milli forma við lántöku.
Víglundur Þorsteinsson for-
maður Félags íslenskra iðnrekenda
segir að fyllsta ástæða sé til að
ætla að Jón Baldvin Hannibalsson
Qármálaráðherra byggi á röngum
upplýsingum, þegar hann segi að
erlendar lántökur á árinu stefni í 4
milljarða umfram lánsfjáráætlun og
það sé fyrst og fremst vegna lána
einkaaðila. Víglundur skorar jafn-
framt á fjármálaráðherra að
Siávarútvegssýningin:
Mikil sala og góð aðsókn
TÆPLEGA 11.000 manns komu
á islenzku sjávarútvegssýning-
una í Reylgavík fyrstu þijá
sýningardagana. Er það nokkru
meira en skipuleggjendur sýn-
ingarinnar höfðu reiknað með,
en alls bjuggust þeir við um
15.000 gestum á sýninguna, sem
lýkur á miðvikudag. Mörg fyrir-
tæki hafa selt vel á sýningunni.
Talsvert af sýningarplássi á
næstu sýningu, árið 1990, er þeg-
ar pantað.
Pat Foster, framkvæmdastjóri
sýningarinnar, sagði í samtali við
Morgunblaðið, að aðsóknin væri
mjög góð, ekki sízt þar sem mikill
§öldi fólks, sem tengist sjávarút-
veginum beint, hefði komið á
sýninguna. „Hlutverki okkar skipu-
leggjendanna er nú að segja má
lokið, nú er það frammistaða sýn-
enda, sem skiptir máli. Þeir, sem
hafa haft samband við okkur, eru
mjög ánægðir með gang mála og
mörgum sýnenda gengur mjög vel.
Þá hafa margir sýnendur bókað
pláss á sýninguna, sem haldin verð-
ur árið 1990, og segja má að
meirihluti mögulegs pláss hafi þeg-
ar verið tekinn frá. Það eru ekki
bara íslendingar, sem hafa bókað
pláss,“ sagði Pat Foster.
Þeir sýnendur, íslenzkir og er-
lendir, sem Morgunblaðið hefur
rætt við, hafa allir verið mjög án-
ægðir með gang mála og telja
sýninguna viýmm sínum til mikils
framdráttar. Allmargir hafa þegar
selt af framleiðslu sinni og aðrir
tekið við fjölmörgum pöntunum og
fyrirspumum.
Sjá forystugrein á miðopnu og
viðtöl og fréttir á bls. 62 til 63.
opinbera tölur um þróun erlendra
lána á árinu 1987.
Víglundur Þorsteinsson sagðist í
samtali við Morgunblaðið hafa
heimildir fyrir því að fyrstu 8 mán-
uði ársins hefðu verið tekin erlend
langtímalán að upphæð 7,5 millj-
arða króna en samkvæmt lánsfjár-
áætlun væri gert ráð fyrir að eriend
langtímalán yrðu 8,2 milljarðar á
árinu 1987. Ekki hefði verið hægt
að fá gefíð upp hjá Seðlabanka Is-
lands hvemig þessar lántökur
skiptast þrátt fyrir tilraunir.
Víglundur sagði síðan hlægilegt
að ríkisstjómin heimti nýsköpun og
tæknivæðingu af fyrirtækjum og
atvinnuvegum en skammist svo yfir
að fjárfest sé í nýrri tækni. „Mér
sýnist að ríkisstjómin sé _að gefast
upp við efnahagsstjóm á íslandi og
sé með öllRm ráðum að reyna að
búa sér til sökudólg fyrir ófömnum
með því að að skella skuldinni á
atvinnulífið. Stjómin á að vita að
lögmál efnahagstjómunar er að
ríkið haldi aftur af sér og sinni
eyðslu á uppvaxtar og þenslutímum
í atvinnulífinu en stundi ekki blinda
samkeppni við atvinnuvegina um
fjármagnið á innlendum og erlend-
um lánsfjármarkaði,“ sagði
Víglundur Þorsteinsson.