Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 1
80 SIÐUR B/C
11
STOFNAÍ) 1913
213. tbl. 75. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Filippseyjar:
Áskorun um að
selja neyðarlög
Morð á vinstri leiðtoga vekur reiði
Manila, Filippseyjum, Reuter.
HÁTTSETTUR yfirmaður í her
Filippseyja skoraði í gær á
Corazon Aquino forseta að íhuga
hvort setja eigi neyðarlög.
Vinstri menn gengu um götur
Manila með borða, sem á voru
letruð vígorð, og rikti mikil reiði
vegna morðsins á Leandro Alej-
andro, eins leiðtoga þeirra, um
helgina.
Bandaríkjamenn:
Herþyrla
skýtur á ír-
anskt skip
Washmgton, Bahrain, Reuter.
SÝRT var frá því í bandaríska
varnarmálaráðuneytinu í gær að
þyrla af bandarísku freigátunni
Jarrett heðfi skotið eldflaugum
og skotum á íranskt skip, sem
stæði í ljósum logum á Persaflóa.
Sagði að iranska skipið hefði
verið að koma fyrir tundurdufl-
um undan ströndum Bahrain.
Slökkviliðsmenn börðust í gær
við elda um borð í olíuskipinu
Gentle Breeze, sem rak á Persaflóa
eftir að íranar gerðu árás. Haft var
eftir skipamiðlurum að tveggja
breskra sjómanna væri saknað eftir
árásina.
Sir Geoffrey Howe, utanríkisráð-
herra Bretlands, sagði í gær að
árásin á olíuskipið myndi ekki hafa
í för með sér að Bretar sendu fleiri
skip á Persaflóa.
Ali Khamenei, forseti írans, var
í gær viðstaddur setningu allsherj-
arþings Sameinuðu þjóðanna.
Ronald Reagan Bandaríkjaforseti
flutti setningarávarp og skoraði
hann á Khamenei að fallast á kröfu
öryggisráðs SÞ um tafarlaust
vopnahlé.
Emiliano Templo ofursti sagði í
sjónvarpi að hann teldi að til greina
kæmi að setja herlög ef spenna
héldi áfram að vaxa í höfuðborginni
og aukið ofbeldi sigldi í kjölfar
morðsins á Alejandro.
Orðrómur um herlög var á hvers
manns vörum og hringdi fjöldi fólks
í forsetaskrifstofuna til að komast
að því hvort Aquino hygðist lýsa
yfír neyðarástandi.
Fidel Ramos, yfírmaður herafla
Filippseyja, sagði í útvarpi að hann
hefði skipað nýjan yfírmann her-
aflans á höfuðborgarsvæðinu.
Ramos svipti þijá herforingja og
að minnsta kosti átta ofursta stöðu
sinni fyrir meinta aðild að valda-
ránstilrauninni, sem fór út um þúfur
28. ágúst.
Reuter
Andstæðingar Corazon Aquino, forseta Filippseyja, fordæmdu í gær
morðið á leiðtoga vinstri manna, Leandro Alejandro, í Manila. Menn-
irnir á myndinni kváðust vilja mótmæla grimmdarverkum hersins.
Sósíalistar á Spáni: ^
Vilja einn
Evrópu-
flokk
Javea, Spáni, Reuter.
Sósíalistar á Spáni ætla að
leggja til við skoðanabræður sína
i Vestur-Evrópu að stofnaður
verði sameiginlegur flokkur til
þess að kljást við þau vandamál,
sem ekki takmarkast af landa-
mærum milli rikja og spyrna gegn
hægri vakningu, að því er haft var
eftír talsmanni flokksins i gær.
í áætlun spænskra sósíalista er
gert ráð fyrir því að vestur-evrópskir
sósíalistaflokkar bjóði fram undir
einu merki í kosningunum til Evrópu-
þingsins árið 1989 og Evrópski
sósíalistaflokkurinn verði stofnaður
árið 1992.
Að sögn talsmannsins greindi Al-
fonso Guerra, aðstoðarforsætisráð-
herra, frá tillögunni á fundi Sósíal-
istaflokks verkalýðsins í bænum
Javea á strönd Miðjarðarhafsins um
helgina.
Bandaríkjaforseti ávarpar allsheijarþing Sameinuðu þjóðanna:
Reagan hvetur komm-
wnstatil að losa á klónni
í Afganistan, Berlín og Nicaragua
Sameinuðu þjóðunum, Washington, Bonn, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkjaforseti ávarpaði allsheijarþing Samein-
uðu þjóðanna við setningu þess í gær og skoraði á kommúnista um
heim allan að slaka á klónni. Hvatti hann Sovétmenn tíl að kveðja
herlið sitt heim frá Afganistan og stuðla að því að Berlínarmúrinn
yrði rifinn niður. Kvaðst hann vona að viðleitni sandinistastjórnarinn-
ar í Nicaragua til að koma á lýðræði væri ekki sýndarmennska ein.
kvaðst binda vonir við að endur-
bótastefnan tæki einnig til utanrík-
isstefnu, sem virti frelsi og
sjálfstæði annarra þjóða. Eftir að
Reagan flutti ræðu sína var hann
spurður hvort ákveðið hefði verið
að senda skæruliðum, sem berjast
Reagan kvaðst vona að endur-
bótastefna Mihails Gorbachevs fæli
í sér ferðafrelsi. „Fyrir hönd íbúa
Sovétríkjanna skulum við vona að
breytingar séu á næsta leiti,“ sagði
forsetinn. Hann gagnrýndi veru
sovésks herliðs í Afganistan og
gegn kommúnistastjóminni í Afg-
anistan, vopn til þess að beita
Sovétmenn auknum þrýstingi.
Kvaðst forsetinn ekki svara slíkum
spumingum.
Þingmaðurinn Charles Wilson
staðfesti í gær fréttir þess efnis að
Bandaríkjamenn ætluðu að senda
afgönskum skæmliðum sprengju-
vörpur og tæki til að fínna jarð-
sprengjur. Sagði hann að þessi
vopnasending hefði verið lengi í
burðarliðnum. <
Reagan sagði í ræðu sinni að
hann ætlaði að halda fast við geim-
vamaáætlunina. Sovéska frétta-
v .
%
Stjórn Nicaragua hefur ákveðið að stjómarandstöðublaðið La Preasa
megi koma út að nýju og er undirbúningur þegar hafinn. Hér er
verið að flytja pappír til höfuðstöðva blaðsins.
La Prensa kemur
út án ritskoðunar
New York, Managua, Reuter.
RONALD Reagan Bandaríkja-
forseti sagði í gær að hann
vonaði að ákvörðun sandinista-
stjórnarinnar i Nicaragua um að
leyfa dagbiaði stjórnarandstöð-
unnar, La Prensa, að koma út á
ný væri ekki aðeins sýndar-
mennska. Ýmsir bandarískir
þingmenn hafa lýst yfir ánægju
með ákvörðun stjóraarinnar í
Managua og segja að hún beri
því vitni að hún vilji framfylgja
friðaráætluninni, sem forsetar
fimm Mið-Ameríkuríkja sam-
þykktu í siðasta mánuði.
Daniel Ortega, forseti Nicaragua,
aflétti banninu við útgáfu La Prensa
og sagði í yfírlýsingu frá honum,
Rodrigo Madrigal, utanríkisráð-
herra Costa Rica, og Violate
Chamorro, eins eigenda blaðsins,
að þegar mætti hefja útgáfu að
nýju án ritskoðunar.
Stjómarerindrekar sögðu að út-
gáfa La Prensa væri mikilvægt
skref í átt að því að koma á prent-
frelsi og frelsi einstaklingsins í
Nicaragua. Þar hafa neyðarlög ver-
ið í gildi undanfarin fimm ár.
Chamorro sagði að blaðið yrði
ekki ritskoðað eins og gert var áður
en því var lokað 26. júní árið 1986.
Kvað hún vonir standa til að blaðið
kæmi út fyrir 1. október.
stofan TASS sagði að áætlunin
væri enn helsta hindmnin, sem
stæði í vegtfyrir frekari takmörkun
vígbúnaðar. Eduard Shevardnadze,
utanríkisráðherra Sovétríkjanna, og
George Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, féllust í meginatrið-
um á að uppræta meðaldrægar og
skammdrægar flaugar á fundi í
Washington fyrir helgi. Sagði TASS
að samningur utanríkisráðherranna
hefði vakið vonir um að semja
mætti um langdrægar flaugar og
geimvamaáætlunina. Reagan vildi
aftur á móti ekki hverfa frá henni
þótt Sovétmenn hefðu lagt til að
langdrægum flaugum yrði fækkað
um helming ef svo yrði gert.
Reagan sagði að ánægja ríkti
vegna þess að horfur væm á bætt-
um samskiptum austurs og vesturs,
einkum Bandaríkjamanna og Sovét-
manna. Hann sagði hvom tveggja
stefna að takmörkun vígbúnaðar
og væri helsta markmiðið að fækka
langdrægum flaugum um helming.
Háttsettur embættismaður vest-
ur-þýsku stjómarinnar, sem vildi
láta gæta nafnleyndar, sagði í gær
að vestræn ríki ættu ekki að taka
neinar mikilvægar ákvarðanir um
afvopnunarmál fyrr en forsetakosn-
ingar í Bandaríkjunum og Frakk-
landi væm afstaðnar. Hann sagði
að tillagan, sem Sovétmenn hefðu
lagt fram í apríl um hina svokölluðu
„tvöföldu núlllausn", hefði komið
Atlantshafsbandalaginu í opna
skjöldu og slíkt mætti ekki gerast
aftur.