Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 47 laugard. t9.'sepl Gómsætir sjávarréttir alla daga! í veitingasölu Laugardalshallar býöur Veitingahöllin sýningargestum upp á glæsilega sjávarréttaveislu gegn vægu veröi. Alþjóðlegar iTFlndustri TradeFairs Intematiofi: SAGA FLATEYJAR Margt sér á miðjum firði eftir Bergsvein Skúlason Eflaust hefur það ekki farið fram hjá neinum, sem fylgist eitthvað með því sem gerist í byggðum Breiðarfjarðar, að nú er í ráðagerð hjá þeim sem þar segja fyrir verkum að láta skrifa sögu verslunarstað- anna á norðanverðu Snæfellsnes- inu, þeim hluta þess sem snýr að Breiðafirði. Munu þegar hafa verið ráðnir menn til að skrifa sögu Ól- afsvíkur, Stykkishólms, og ef til vill fleiri staða, þar sem ein- hverntíma hefur verið krambúðar- hola. Er ekkert nema gott um það að segja. Verslunarstaðirnir hafa löngum verið Islendingum hugstæðir, sem eðlilegt má teljast, svo mikið sem þeir hafa átt undir því, að erlendur vamingur flyttist til landsins. Þegar ég las ráðgerðir Snæfell- inganna um ritun sinna gömlu verslunarstaða, varð mér hugsað til nágrannabyggðanna, einkum eyj- anna. Hvað um sögu Flateyjar? Flatey hefur löngum verið í nánum tengsl- um við þá staði á Nesinu sem hér að framan eru nefndir, þótt í öðru lögsagnarumdæmi sé. Hefur ráðamönnum þar í sveit ekki dottið í hug, að sögu hennar þyrfti að gera einhver skil, og vinda að því bráðan bug eins og högum hennar er nú komið? Flatey er perla Breiðaíjarðareyja frá skaparans hendi, og hefur verið höfuðstaður þeirra frá fyrstu tíð. Hvergi er betra útsýni til allra átta innan fjarðarins. Og hún á meiri sögu óritaða í sjóði en aðrar eyjar á flrðinum. Þar hefur verið rekinn marg- þættur blómlegur landbúnaður, róðrar á árabátum, útgerð í stórum stíl á skútuöldinni og verslun um aldir, af erlendum og innlendum mönnum. Af slíkum athöfnum hafa ekki aðrar eyjar á fírðinum að státa. Er þá ógetið hinnar miklu andlegu starfsemi sem þar átti sér stað á tímabili. Saga eyjunnar hlýtur því að vera heijlandi viðfangsefni fræðimanna. í þeirri sögu hafa verið djúpar lægðir og líka lýsandi tindar, eins og ævinlega gerist í langri sögu. Og svo vel vill til, að óvenju góð- ar og traustar heimildir munu vera til um sögu Flateyjar og eyja sem henni tengjast, (Hergilsey, Odd- bjamarsker). Allt frá þeim tíma, að Þrándur mjóbeinn nemur þar land á síðari hluta landnámsaldar til þessa dags, að Hafsteinn bóndi Guðmundsson býr þar ásamt nokkr- um sumargestum (farfuglum) sem eiga þar gömul hús og geta rakið „Flatey er perla Breiöa- fjarðareyja frá skapar- ans hendi, og hefur verið höfuðstaður þeirra frá fyrstu tíð. Hvergi er betra útsýni til allra átta innan fjarðarins. Og hún á meiri sögu óritaða í sjóði en aðrar eyjar á firðinum.“ ættir sínar til eyjarinnar — og gorta af. Af því tímabili skeður vitanlega margt. En hæsti tindurinn í sögu Flateyjar, eins konar lýsandi flóð- bylgja, er þó ekki langt að baki. Þá munu hafa átt þar heimili sín 175 manneskjur og útgerð og versl- un staðið með miklum blóma. En það mun hafa tekið eyjuna nær 1000 ár að ná þeim þroska. Má því segja að vöxturinn hafi verið hæg- ur, og því miður engan veginn traustur. „Allt er í heiminum hverfult." Háflæði fylgir útfall. Þama hefur það orðið mun örara en aðfallið — flóðbylgjan — hvað sem veldur. En háflara verður þar ekki fyrr en síðasti maðurinn flytur úr eyjunni. Skyldi þess langt að bíða. En það er með Flatey, eins og fleiri gamla verslunarstaði og ver- stöðvar, að margir hafa lagt leið sína þangað, jafnvel eftir að ekkert var að sækja þangað, aðeins til að virða fyrir sér einstæða náttúrufeg- urð og hrömandi mannvirki. Sumir ef til vill gengið í lið með löngu liðn- um grúskumm, safnað heimildum um menn og málefni og tekið þar góðar rispur. Þökk sé þeim fyrir það. En hvorki verða þeir taldir eða tíundaðir hér. Það skal látið öðmm eftir. En allt þeirra grúsk og ómetan- legur fróðleikur er í molum og löngum dreifður hingað og þangað í rykfollnum bókum og blöðum, sem lítið láta yfir sér. Hefur ekki legið á glámbekk, eins og sagt er. Loks fóm framsýnir menn og þjóðræknir að safna öllu slíku í söfn, einkum á handritadeild Landsbókasafnsins. Hvergi eiga fmmritin betur heima. Flatey á þar sinn hlut. Nú vantar bara mann til að vinna úr honum, á þann hátt að úr verði aðgengileg saga, þeim sem vilja virða Flatey viðlits. Það gerir enginn lúðulaki. Það gera ekki aðrir en vel menntaðir sagnfræðingar, einkum þeir sem kynnt hafa sér byggðasögu — látið svo lítið. Eflaust em þeir til innan NÚMERIÐ sést best þegar dósin er tóm. Sól gos - meiriháttar gos Vinningstölurnar 19. september 1987. Heildarvinningsupphæð: 4.547.571 1. vinningur var kr. 2.278.006,- og skiptist hann á milli 2ja vinningshafa, kr. 1.139.003,- á mann. 2. vinningur var kr. 682.220,- og skiptist hann á milli 308 vinningshafa, kr. 2.215,- á mann. 3. vinningur var kr. 1.587.345,- og skiptist á milli 7.383,- vinn- ingshafa, sem fá 215 krónur hver. Upplýsinga- simi: 685111. þess stóra hóps sem numið hafa sagnfræði og skyld fög, hér við háskólann eða annars staðar. An þess að hafa til þess minnstu heimild, ætla ég að leyfa mér að nefna til þess tvo menn. Annar þeirra er dr. Lúðvík Krist- jánsson. Honum treysti ég betur til að skrifa sögu Flateyjar en öðmm sem ég þekki að hef spumir af. Hann hefur nú þegar lokið því stór- virki, sem hann hefur unnið að undanfarin ár, og nefnir „íslenzka sjávarhætti". Það verk lofar meist- arann. Af núlifandi mönnum hefur enginn lagt meira til sögu Flateyjar en Lúðvík og raunar allra Breiða- fjarðarbyggða. Á ég þar einkum við „Vestlendingana" hans, sem komu út í þremur bindum á ámnum 1953—1960. Mun og höfundur nefndra rita allra manna sannfróð- astur um lífíð í öllum Breiðafirði á síðustu öldum og áratugum. En aldur fer nú að færast yfir þennan mikla afkastamann og ekki geta Breiðfirðingar ætlast til meira af honum en orðið er. Og vel geri ég mér það ljóst, að ekki er það annað en frekja af mér að benda á hann til þessa verks sem hér hefur verið drepið á og bið ég hann afsök- unar á því. Annar sagnfræðingur, ættaður úr Breiðafirði, vel ritfær og fróður um sína heimahaga, gæti vel komið til álita að vinna þetta verk. Lýður heitir hann Björnsson. Hann hefur þégar skrifað nokkrar greinar er snerta breiðfirska sögu í Ársrit Sögufélags ísfirðinga og ef til vill víðar. Hann er maður á besta aldri og mun þola talsvert álag, eins og frændur hans ágætir sem ég þekkti fyrir mörgum ámm. Lýður mun nú stunda unglingakennslu hér í borg- inni, en til þess mun varla þurfa háskólapróf í sagnfræði. Það mundi vera vel séð af mörgum, að hann hætti nú kennslunni, að henni ólast- aðri, og sneri sér að því að semja sögu Flateyjar, ef honum byðist það. Að Lúðvík frágengnum, veit ég ekki af öðmm til þess færari. Höfundur er rithöfundur. Sigurður Örlygsson við tvö verka Sigurður sýnir í Svörtu á hvítu SÝNING á verkum Sigurðar Ör- lygssonar opnar í Gallerii svörtu á hvítu í dag, þriðjudaginn 22. september. A sýningunni eru 12 verk, unnin í akrýl og olíu. Þetta er 14. einkasýning Sigurð- ar. Hann stundaði nám við Mynd- lista- og handíðaskóla íslands, við Konunglegu Akademíuna í Kaup- mannahöfn og framhaldsnám í New York. Sigurður hlaut starfslaun listamanna í ár og á sýningunni getur að líta afrakstur þeirra. Sýningin stendur til 11. október. Hún er opin alla daga nema mánu- daga, frá klukkan 14 til 18. Q/mo. Laugardalshöll 19.-23. september Tæplega 450 útlensk fyrirtæki ásamt 125 íslenskum aöil- um kynna vörur sínar og þjónustu fyrir sjávarútveg um víöa veröld. Með tveimur nýreistum sýningarskálum og stóru útisvæði er sýningarsvæðið alls yfir 10.000 m2 - langtum stærra en við eigum að venjast hér á landi enda um að ræða eina allra stærstu sýningu sinnar tegundar í heiminum. Allt það nýjasta í heimi sjávarútvegsins er kynnt og þúsundir erlendra gesta koma hingað til lands til þess að sjá sýninguna og fylgjast með á sinu sviði. Islenska sjávarútvegssýningin á erindi til allra lands- manna og enginn „í faginu“ má láta þennan heimsvið- burð fara framhjá sér. Opið alla Afslátturá innanlandsflugi A meðan íslenska sjávarútvegssýningin stendur yfir bjóða Flugleiðir sérstakan af- slátt a innanlandsflugi fyrir syningargesti utan af landi. FLUGLEIDIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.