Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 57

Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 57
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 57 Jackie Onassis verður amma Caröline Kennedy, dóttir Jackiear Onassis og Johns F. Kennedys, á von á fyrsta bami sínu núna í nóvember, en það verð- ur jafnframt fyrsta bamabam Jackiear. Caroline verður þrítug þann 27. nóvember, en hún giftist hinum 43 ára gamla Ed Schloss- berg snemma í fyrra. Jackie hefur lengi verið í nöp við Ed, einkum vegna þess að henni fannst illt að geta ekki ráðskast eins mikið með dóttur sína og áður. Hún átti það til að heimsækja þau hjónin á heimili þeirra á Manhattan í New York án þess að gera boð á undan sér, og gefa „góð ráð“ varðandi inn- réttingar og húsgögn. Caroline átti erfitt með að skella skollaeyr- um við tillögum móður sinnar, enda hefur Jackie alltaf vanist því að henni sé hlýtt, og að enginn dirfist að malda í móinn. Ed brást hins vegar hinn versti við þessum sífelldu innrásum tengdamóður sinnar, og var farinn að strunsa út úr íbúðinni um leið og Jackie steig inn fyrir þröskuldinn. Hið væntanlega ömmubam Jackiear hefur þó orðið til þess að hún hefur reynt að bæta sam- komulagið við tengdasoninn. Þá virðist hún vera farin að skilja að þau hjónin Caroline og Ed séu ekkert allt of hrifín af ráðríki hennar, og er dálítil saga sögð af því hvemig augu hennar opnuðust skjmdilega fyrir þessu. Þannig var, að einhvem daginn þegar Ed var ofboðið, strunsaði hann yfír í hina 16 herbergja lúxusíbúð Jackiear - sem er rétt hjá heimili Carolinu og Eds - og hóf að gagn- rýna litaval hennar og húsgagna- kaup. Jackie - sem telur sig hafa betri smekk en flesta aðra, og eyddi ofijár í að innrétta íbúðina - varð þetta litla vond, en síðan Caroline Kennedy og eiginmaður hennar, Ed Schlossberg. Þau eiga von á bami í nóvember. rann upp fyrir henni að það var ur hún haldið sér á mottunni hvað verið að hæðast að henni, og hef- „góðum ráðum" viðvíkur eftir það. Leikur Goldie Hawn Mónakó- prin- sessu? Gamanleikkonan Goldie Hawn verður aðalstjaman í nýrri kvikmynd, þar setn hún leikur of- dekraða prinsessu í myndinni „Overboard", eða „Útbyrðis", sem frumsýna á í Bandaríkjunum seinna á árinu. Að þvf að menn vita best, þá er söguþráður mynd- arinnar eitthvað á þá leið að prinsessa fellur útbyrðis af lysti- snekkju, og hittir draumaprinsinn sinn á svamli í miðju Miðjarðar- hafínu, og upp frá því tekur líf hennar nýja stefnu, og ótrúlegustu hlutir fara að gerast. Mótleikari Goldiear er eiginmaður hennar, Kurt Russel. Sá orðrómur hefur komist á kreik að fyrirmyndimar að þessu hlutverki Goldiear séu þær Móna- kóprinsessur, Karólína og Stef- anía, enda hafa þær lifað litríku lífí, eins og allir dyggir lesendur slúðursagna vita. Goldie hefur hins vegar borið þennan orðróm til baka, og segir að í myndinni sé ekki vegið að neinum, og telji menn sig þekkja persónur úr raun- veruleikanum á tjaldinu, geri menn það á eigin ábyrgð. „Þar að auki“ segir Goldie, „sýnir myndin að jafnvel uppskrúfuð merkikerti geta sýnt á sér elsku- legar hliðar, ef duttlungar örlag- anna grípa í taumana, svo sem við það að falla útbyrðis af snekkju." GRÍPTU 100.000 krpnur Sól gos - meiriháttar gos rGEGN SlAÐGRElÐSLUn FLUCLEIDIR Kaupum og seljum hlutabréf Flugleiða gegn staðgreiðslu. Kaupverð nú er kr. 1.840,- fyrir hverjar 1.000,- kr. nafnverðs. Sími Hlulabréfamarkaóurinn hf. 21677 Skólavörðustíg 12, 3.h., 101 Reykjavík. E. TH. MATHIESEN H.F. BÆJARHRAUNI 10, HAFNARFIRDI, SIMI 651000. Bjart skrifborðsljós, heima og á vinnustað: DULUX'TABLE Fæst i öllum helstu raftækjaverslunum og kaupfélögum. Heildsölubirgöir: jOhann OLAFSSON & CO. HF. 43 Sundaborg 13 - 104 Reykjavík - Sími 688 388 — Fallegur skrifborðslampi með sparnaðarperunni DULUX S 11W; sem jafn- gildir birtu 75W glóperu. — Hreyfanlegur í allar stellingar. — Litir: svartur, hvitur. OSRAM Ijóslifandi orkusparnaður

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.