Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 Norðan heiða Békmenntir Erlendur Jónsson HÚN VETNIN GUR. Ársr. Húnvetningaf. í Reykjavík. XI. 174 bls. 1986-1987. Húnvetningafélagið hefur árum saman haldið úti myndarlegu árs- riti. Að þessu sinni hefst ritið á sögu byggðasafnsins á Reykjum eftir Jakob Þorsteinsson frá Geit- hömrum. En nú eru liðin tuttugu ár frá því safnið var opnað. Að- dragandinn að stofnun þess var auðvitað talsvert lengri. Þegar hafist var handa að draga til safnsins voru síðustu forvöð að ná til gamalla muna sem nú mundu torfengnir, ef þeir mundu þá ekki með öllu glataðir, sumir hveijir að minnsta kosti. En einn- ig víir komið fyrir í safhinu ýmsum áhöldum sem þá voru nýlega af- lögð en teljast nú hálfgerðir fomgripir, t.d. gömlum jarðyrkju- og heyvinnuáhöldum svo dæmi sé tekið. Safnið er því afar fróðlegt fyrir þá sem vilja kynna sér fyrri tíma búskapar- og lífshætti í sveit- unum norðan heiða; auk þess sem öilu er þar einkar vel fyrir komið. Að venju eru í Húnvetningi minningabrot og mannaminni. Fólk, sem nú er á efra aldri, rekur endurminningar frá æsku sinni í héraði. Til dæmis er viðtal við Arinbjöm Ámason, fyirum rit- stjóra Húnvetnings, skráð af Dýrmundi Ólafssyni. Það ber yfir- skriftina Bóndi í Reykjavík. Dæmigert, því margur Húnvetn- ingurinn hefur horfíð úr héraði og þá oftast í þeim vændum að koma sér fyrir í þéttbýlinu við Faxaflóa. Þar munu enda vera búsettir flest- ir sem leggja efni til þessa rits. Meðal annarra þátta nefni ég Hjónin Guðrún og Jónas & Múla Gunnar Dal eftir Pál V. Daníelsson. Þau, Múla- hjón, vom foreldrar Guðmundar fjallabílstjóra sem frægur var á sinni tíð vegna þess að hann var meðal brautryðjenda í hálendis- ferðum. Ég nefni líka þáttinn Fram í heiðarmó eftir Þorberg Jóhannes- son, Neðra-Núpi. Þorbergur segir frá fyrstu ferð sinni fram á heiðar til silungsveiða. Athyglisverður þáttur og minnisstæður. »Þegar ég fór þessa fyrstu ferð,« segir Þorbergur, »voru heiðamar mjög fjölskrúðugar, fuglalíf mikið og flölbreytt, gróður þroskamikill, margir unaðsfallegir staðir þaktir víði og hvönn ásamt blómum.« Löngu síðar, er Þorbergur kom á sömu slóðir, var breyting orðin: »Þar sem áður var fullt af lífí og gróðurbreiðum var nú líflaust og hinn fagri gróður horfínn, véla- hljóð bifreiða mfu kyrrðina, menningin hafði hafíð innreið sína í þessar fögm lendur, með því sem henni fylgir.« Stuttur en gagnorður er þáttur Þórhildar Sveinsdóttur, Gamli bærinn. »Þetta var gamall torfbær en nokkuð stór og reisulegur.« Þórhildur lýsir ekki aðeins gamla bænum sínum heldur líka heimil- islífínu eins og gekk og gerðist í þá daga. Skemmtun og tilbreyting varð þá hver og einn að skapa sér sjálfur. Lesefni var nokkurt til, að minnsta kosti víðast hvar, en af skomum skammti. Og tæpast við allra hæfí! »Mamma hló dátt þegar ég 8 ára gömul sat með Búnaðarritið og var að lesa um súrhey og áburð.« Dýrasögur em í flestum ritum af þessu tagi og eiga þar líka heima. Þama er ein slík: „Þér er ekki mikið ætlandi“, sem Herdís Sturludóttir hefur skráð eftir Páli Guðmundssyni. Fóðlegur þáttur. Og minnir á að bömum var ekki lítið ætlað í lífsbaráttunni fyrmm, hreint ekki. Auk fleiri góðra þátta er líka kveðskapur í þessum Húnvetningi, meðal annars stutt en áhrifamikið ljóð eftir Gunnar Dal, eitt með hans bestu. En sá hefur einmitt verið styrkur Húnvetnings að til hans hafa lagt efni bæði áhuga- menn og atvinnumenn ef svo má að orði komast. Ritnefnd skipa að þessu sinni Ásta Þórðardóttir, Grímur Jósafatsson og Páll V. Daníelsson. Sýnilega hafa þau lagt metnað sinn í að rit þetta yrði sem vandaðast, svo hið ytra sem innra. NÝJA WE 65 HÁÞEYTIVINDUÞVOTTAVÉLIN FRÁ; Electrolux Wascator Gullió tældfæfi -fyrir þvottahús, fyrirtæki, fjölbýlishús og minni stofnanir EINSTAKUR MÓTOR: Ein aöalnýjungin í WE 65 vélinni er mótorinn sem nú er staðsettur ofna viö tromluna, þetta dregur ekki einungis úr skemmdum vegna vatnsleka, heldur auöveldar einnig allt viðhald. - MINNITITRINGUR, MINNI HÁVAÐI: Ný tannhjólaskipting hefur í för meö sér átakaminni hraðaskipting- ar og hleðslan jafnar sig sjálf í tromlunni. - TRAUSTARIHURÐ: í nýju WE 65 vélinni er sérstaklega styrkt hurð. - EINFALDARA STJÓRNBORÐ: Aöeins einum takka þarf að snúa til að velja eitt af þvottakerfunum sjö. - FULLKOMIN VARAHLUTA- OG VIÐ- GERÐARÞJONUSTA - BÆKUNGUR Á ÍSLENSKU - SJÁUMST. _________________A. KARLSSOn HF.______________________ HEILDVERSLUN-SÍMI: 27444-PÓSTHÓLF: 167-BRAUTARHOLT28-REYKJAVÍK Eyjan fegurðar Erlendar bækur Jóhanna Kristjónsdóttir Insight Guides: Taiwan Útg. Apa 1985 Ritstjóri Paul Zach „Bao-Dao“ kölluðu frumbyggjar Taiwan eyjuna sem liggur skammt undan ströndum meginlands Kína. Bókstafleg þýðing mun vera „Fjár- sjóðaeyjan." í þann tíð voru digrar náttúruauðlindir á eynni, kol, jám og brennisteinn, svo að kannski það hafí verið réttnefni í þrengstu merk- ingu. I hvert skipti sem ég rekst á ferða- og upplýsingabók í Insight- flokknum get ég nokkum veginn gengið út frá því sem öruggu að ég muni eiga góðar stundir við lest- urinn. Hvort sem maður þekkir viðkomandi land, hugsar sér að fara þangað. Eða fer þangað aldrei. Rit- að mál í þessum bókum er unnið af sérstakri vandvirkni og er þó hvergi torvelt, sagan er sögð í stór- um dráttum og kaflamir mjög skipulega unnir. Þá em almennar upplýsingar afar þægilega matreiddar. Að ógleymdum ljósmyndunum, sem margar em hreinustu listaverk. Aðalljósmyndari þessarar Taiwan bókar Bill Wassmann skrifar stutt- an og skemmtilegan eftirmála þar sem hann lýsir þeirri miklu ánægju sem ljósmyndari hlýtur að upplifa á Taiwan. Fegurðin í landslaginu, íjölbreytnin og hreyfanleikinn, mannlífíð litskrúðugt og svo mætti lengi telja. Fyrsti kafli bókarinnar „Við endann á regnboganum" þar sem fléttað er saman frásögn af fyrri tíma og seinni tíma atburða er að öðmm ólöstuðum einna fróðlegast- ur og skemmtilegastur, að minnsta kosti fyrir gest, sem nýverið hefur verið á Taiwan. Þar er farið mjög kurteislegum, en skarplegum hönd- um um pólitíkina á Taiwan og þarf varla að taka fram, að herlög vom þar enn í gildi, þegar þessi bók var gefín út. í þessum kafla er einnig skrifað um þau grónu konfúsíusaráhrif í Taiwönum fyrr og nú og vafninga- laust talað um ættbálkana níu, sem vom ftumbyggjar Taiwan. Um það efni var skrifað í Morgunblaðið fyr- ir nokkm í greinaflokki um Taiwan. Þar er frumbyggjum Taiwan stillt upp sem hliðstæðum við til að mynda indjána í Amríku og ftum- byggjana í Ástralíu. Og þá getur Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari, Signý Sæmundsdóttir sópransöngkona og Sigurður I. Snorrason klarinettuleikari endur- taka tónleika sína í Norræna húsinu í kvöld. r l\ IÚMERIÐ sést best 1 - jegar dósin er tóm. Sól gos - meiriháttar gos / roa mt: tt Kápusíða manni dottið í hug það allra síðasta dæmi, sem em Fiiji-eyjar. Alls stað- ar hafa fmmbyggjar átt undir högg að sækja og reynt hefur verið á svipaðan hátt að láta þá búa á sér- stökum landssvæðum, svo að samskipti við þá mætti takmarka. Ástæður þessar og skýringar em svo viðfangsefni fræðinga. Það gildir almennt svipað um þessa bók og aðrar í Insight, að hún er til fyrirmyndar hvað texta allan og myndir snertir. Meira en það. Dálítill fjársjóður. Eins og Taiwan. Tónleikar í Norræna húsinu end- urteknir SIGNÝ Sæmundsdóttir sópran- söngkona, Sigurður I. Snorra- son klarinettuleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanó- leikari endurtaka tónleika sina sem voru sl. laugardag i Norr- æna húsinu. Tónleikarnir verða í Norræna húsinu í kvöld, 22. september, og hefjast kl. 20.30. Á efnisskránni era sönglög eftir Franz Schubert, Carl Maria von Weber og Wemer Schulze. Þau Signý, Sigurður og Anna em á fömm til Austurríkis þar sem þau halda þrenna tónleika, þar af eina í Vínarborg. Þar flytja þau auk framangreindra verka íslensk sönglög og „Ristur" eftir Jón Nordal.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.