Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 35

Morgunblaðið - 22.09.1987, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 35 Umræður í borgarstjórn um rýmkaðan afgreiðslutíma: Eiga borgaryfirvöld að leika „f öðurhlutverk“ gagnvart hagsmunaaðilum? AFGREIÐSLUTÍMI verslana í Reykjavík var verulega rýmkað- ur á fundi borgarstjórnar Reykjavíkur síðastliðinn fimmtu- dag. Þá var ákveðið að frá og með 1. nóvember næstkomandi verði heimilt að hafa verslanir opnar klukkan 7-22 alla daga nema sunnudaga. Heimiid til að hafa opið á sunnudögum þarf að sækja um sérstaklega frá borg- arráði. Á síðasta fundi borgarstjómar fyrir sumarfrí á þessu ári, sem hald- inn var síðastliðinn júní, flutt.u Ámi Sigfússon og fjórir aðrir borgarfull- trúar Sjálfstæðisflokksins tillögu þess efnis að afgreiðslutími yrði gefinn fijáls, þó með þeim fyrirvara að sérstakt leyfi þyrfti frá borgar- ráði ef verslunareigendur æsktu þess að hafa opið eftir klukkan Matreiðsla og máltíðir á Islandi „ÍSLENSK hversdagsmatreiðsla og máltíðaskipan fram á okkar daga“ nefnist erindi sem Hall- gerður Gísladóttir safnvörður heldur í anddyri Þjóðminjasafns íslands á fimmtudag kl. 20.30. Erindi þetta er flutt í tengslum við sýningu Þjóðminjasafnsins, „Hvað er á seyði“. Öllum er velkom- ið að hlýða á erindi Hallgerðar á fimmtudag. 23.30. Einnig gerði tillagan ráð fyrir því að ekki yrði heimilt að hafa verslanir opnar á helstu helgi- dögum. Tillaga þessi kom til lokaafgreiðslu á fundi borgarstjóm- ar á fímmtudag og flutti Davíð Oddsson, borgarstjóri, við hana breytingartillögu þess efnis að heimilt yrði að hafa verslanir opnar án sérstaks leyfis til klukkan 22, alla daga vikunnar nema sunnu- daga. Breytingartillaga Davíðs Oddssonar var samþykkt. Tillagan í heild sinni var þá borin upp til atkvæða, með áorðnum breyting- um, og var hún samþykkt með 12 atkvæðum gegn þremur. Þeir borg- arfulltrúar sem greiddu atkvæði gegn tillögunni um rýmkun af- greiðslutíma vom þau Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Kvennalista, Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu- bandalagi, og Magnús L. Sveinsson, Sjálfstæðisflokki. Föðurhlutverk borg’arstjórnar Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarfúlltrúi Kvennalistans, tók fyrst til máls í borgarstjóm um rýmkun afgreiðslutíma. Sagðist hún ekki sjá neina ástæðu til þess að lengja hann umfram það sem nú væri. Allir borgarfulltrúar væra sammála um að setja frelsinu tak- mörk, spumingin væri bara hvar setja ætti mörkin. Hún sæi ekki að nauðsynin að rýmka afgreiðslutíma verslana væri það mikil að hún rétt- lætti þá „vinnuþrælkun“ sem af breytingunni myndi hljótast. Davíð Oddsson, borgarstjóri, sagði það ekki æskilegt hlutverk borgarinnar að leika einhverskonar „föðurhlutverk" gagnvart hags- munaaðilum í máli sem þessu heldur bæri þeim að leysa það sín á milli með samningum. Þó væri það stað- reynd að margir kaupmenn og verslunarmenn teldu það til bóta að um afgreiðslutíma væra í gildi einhverjar reglur. Því teldi hann rétt að fara bil beggja og reyna að ná sáttum eins og kostur væri. Lagði borgarstjóri til að tillögunni yrði breytt á þartn veg að leyft yrði að hafa verslanir opnar til klukkan 22 í stað 23.30, eins og tillaga Áma Sigfússonar gerði ráð fyrir, og ekki yrði heimilt að hafa opið á sunnudögum án sérstaks leyfis. Umferð dreifist meira Guðrún Ágústsdóttir, Alþýðu- bandalagi, taldi fólk hljóta að geta skipulagt innkaup sín innan þeirra tímamarka sem þegar væra til stað- ar. Hún sæi ekki þessa knýjandi þörf á því að rýmka afgreiðslutíma. Það eina jákvæða við þessa breyt- ingu yrði að umferð myndi dreifast meira en áður. Hún væri því á móti bæði tillögu Áma og breyting- artillögu borgarstjóra. Össur Skarphéðinsson, Alþýðu- bandalagi, sagði afstöðu sína í þessu máli vera skýra, hann styddi tillögu Árna Sigfússonar um að afgreiðslutími yrði gefinn fijáls. Ámi Sigfússon, Sjálfstæðis- flokki, sagði hugmynd sína grund- vallast á því að eigendum verslana yrði fijálst hvenær þeir kysu að hafa opið. Það væri eðlilegt að veita mönnum það sjálfsagða svigrúm til verslunar sem þeim hentaði í stað þess að borgarfulltrúar væra að ráðskast með það hvenær leyft væri að versla og hvenær ekki. Þó væri eðlilegt að taka tillit til sjálf- sagðrar næturró fólks og sérstakra helgidaga. Taldi Ámi að þessar breytingar ættu að geta haft það í for með sér að Reykvíkingar þyrftu ekki að leita til nágrannasveitafé- laga til að sækja sjálfsagða þjón- ustu þegar borgarfulltrúum í Reykjavík sýndist sem svo að versl- anir ættu að vera lokaðar. Ámi sagðist ekki líta á tillögu sína um fijálsan afgreiðslutíma sem árás á verslunarfólk, kaupmenn eða Þjóðkirkjuna, þó reynt hefði verið að túlka hana á þann veg. Það væri í verkahring hagsmunaaðila að semja um þessi mál en ekki borgar- fulltrúa. Það væri ekki árás á kaupmenn að setja þeim í sjálfsvald hvenær þeir hefðu verslanir sínar opnar og það væri ekki árás á Þjóð- kirkjuna að Reykvíkingar gætu verslað annað en sjoppufæði á sunnudögum. Þegar væri viður- kennt að ýmis verslun ætti rétt á sér á sunnudögum. Um breytingartillögu borgar- stjóra sagði Ámi að hann gæti sætt sig við breytt tímamörk en ekki að sunnudagar yrðu undan- skildir. Hvemig sem færi væri þó verið að stíga stórt skref í átt til nútíma verslunarhátta og þess að fólk gæti verslað í sinni eigin borg. Sigrún Magnúsdóttir, Framsókn- arflokki, sagðist skilja kröfu neytenda um að verslunartími yrði sveigjanlegri en hins vegar myndi hún ekki samþykkja það að verslun- artími yrði gefínn algjörlega fijáls án samþykkis Verslunarmannafé- lags Reykjavíkur. Hún styddi því breytingartillögu borgarstjóra. Þrjár skoðanir Alþýðubandalagsins Bjami P. Magnússon, Alþýðu- flokki, sagði afstöðu jafnaðar- manna vera þá að þeir fylgdu Áma Sigfússyni í þessu máli. Þeir væra þeirrar skoðunar að hvar svo sem fólk og samtök þeirra gætu leyst dagleg vandamál ættu þau að tak- ast á við þau. Sagðist hann trúa því að hagsmunasamtök kaup- manna og verslunarmanna gætu fundið hvemig best væri að haga þessum málum. Með því að styðja þessa tillögu teldi hann sig ekki vera að boða lengri eða skemmri afgreiðslutíma heldur einungis það að þessi mál ættu að vera í höndum þessara samtaka. Siguijón Pétursson, Alþýðu- bandalagi, sagði allar þrjár skoðan- imar um hvemig þessum málum væri háttað rúmast innan Alþýðu- bandalagsins og styddi hann breytingartillögu borgarstjóra. Það væri að hans mati skylda borgar- yfírvalda að tryggja ákveðinn frið í borgarhverfum. Magnús L. Sveinsson, Sjálfstæð- isflokki, forseti borgarstjómar og formaður Verslunarmannafélags Reykjavíkur, sagði nauðsynlegt að setja reglur um óhóflega langan vinnutíma verslunarfólks. Sagðist hann vilja gera allt sem f hans valdi stæði til þess að koma í veg fyrir að vinnutíminn lengdist frá því sem nú væri. Hann væri sannfærður um að vinnutíminn myndi lengjast með samþykkt um rýmkun afgreiðslu- tíma, sér í lagi á laugardögum, þrátt fyrir breytingartillögu borgarstjóra sem væri þó spor í rétta átt. Magn- ús sagðist þó gera sér gTein fyrir því að það ástand sem ríkti í dag gæti ekki varað til frambúðar. Félagsmiðstöð Geðhjálpar opnar að nýju FÉLAGSMIÐSTÖÐ Geðhjálpar í Veltusundi 3b opnar aftur eftir breytingar sunnudaginn 27. sept- ember nk. Ennfremur opnar félagið skrif- stofu þar sem seld verða minningar- kort og veittar upplýsingar um starfsemi félagsins. Skrifstofan er opin alla virka daga kl. 10-14. Fyrirlestrar félagsins hefjast 22. október nk. á Geðdeild Landspítal- ans. Sigrún Júlíusdóttir yfirfélags- ráðgjafi flytur fyrsta fyrirlesturinn sem fjallar um skilnað. Þjónustugjöld banka og sparisjóða: Hækkanir meiri en á almennu verðlagi í BYRJUN septembermánaðar kannaði Verðlagsstofnun þjón- ustugjöld banka og sparisjóða vegna innlendra viðskipta. Eru það gjöld sem bankar og spari- sjóðir innheimta af viðskipta- mönnum sínum vegna útlána, innheimtu, tékkareikninga, van- skila o.fl. Eins og fram kom í könnun sem Verðlagsstofnun birti fyrir tæplega ári síðan, skömmu áður en útlánsvextir voru gefnir fijálsir, eru þjón- ustugjöld bankastofnana mishá eftir stofnunum. Hin nýja könnun leiðir m.a. eftir- farandi í ljós: — Þjónustugjöld vegna inn- lendra viðskipta vora í flestum tilvikum hæst hjá Iðnaðarbankan- um en oftast lægst hjá Lands- bankanum. Sem dæmi má nefna að tiikynninga- og greiðslugjald vegna skuldabréfa var kr. 90 í Iðn- aðarbankans er því 130% hærra en gjald Landsbankans. Hefti með 25 tékkaeyðublöðum kostaði kr. 120 í Landsbankanum en kr. 175 í Iðnað- arbankanum sem er tæplega 46% hærra verð. — Hlutfallsleg þóknun vegna útlána sem Seðlabankinn ákvað áður samhliða útlánsvöxtum hefur í mörg^um tilvikum hækkaði um allt að 50—60% á einu ári. Sem dæmi má nefna að algengt er að þóknun fyrir keypta víxla hafi hækkað úr 0,4% í 0,65% og þóknun fyrir skuldabréf til skemmri tíma hækk- aði um úr 0,8% í 1,0—1,2%. Hækkun á þessum gjöldum hefur hins vegar ekki átt sér stað hjá Landsbankanum. — Hækkun á föstum gjaldaliðum hefur almennt orðið talsvert meiri en almennar verðhækkanir. Al- gengt er að gjaldaliðir hafí hækkað almennt um 50% á einu ári en föst gjöld vegna vanskila hafa hækkað að jafnaði um 160—170%. Hækkun gjaldanna er hins vegar mismun- andi mikil eftir bönkum m.a. vegna þess að gildistími gjaldskránna er breytilegur. Verðlagsstofnun leggur ekki mat á ástæður þess að hækkanir á þjón- ustugjöldum banka hafa orðið mun meiri en hækkanir á almennu verð- lagi. Þó má ætla að breytingar á vaxtamun hafi haft áhrif á þróun þjónustugjalda. Til að auðvelda viðskiptamönnum stofnana að afla sér upplýsinga um þjónustugjöld hefur Verðlagsstofn- un ákveðið að frá og með 1. október nk. verði bönkum og sparisjóðum skylt að láta gjaldskrár liggja frammi á áberandi stað á öllum afgreiðslustöðum. SAMANBURÐUR Á ÞJÓNUSTUGJÖLDUM BANKA OG SPARISJÓÐA (INNLEND VIÐSKIPTI) Lende- Utvege- Búne6er- Semvlnnu- I6na6er- Vereluner- AJþy6u- Spen- LageU HMl MUmunur Atoenol banklnn banklnn banklnn benklnn banklnn benklnn banklnn •|66lr Bi«id B)«td 1 % Qlldlrfri: 1/4 87 1177 '67 11/4 87 2177'87 25/8 '87 21/7 87 1/S67 24* 87 ekt 1SS8 LXlKLAR Keyptlr vlxlar vlstaölr Innan lögaagnarumdaamla kaupaölla: Þóknuni% 0.40 0.65 0 50 065 o es'*1 0.65 0.65 0.65 0.40 0.65 62.5% 0.40*’ Útlagður kostnaður 60 60 60 60 65 80 60 60 80 33.3% 40 Keyptlr vlxlar vlstaðlr utan lögsagnarumdæmla kaupaðlla: Útlagður kostnaður (þóknun 1 %) 90 95 90 90 90 120 90 90 120 33.3% 60 2 SKULPABREf Útbúlð skuldabréf sða trygglngabréf: Þóknun (lánstimi skemmri en 5 ár) 08 1.2 1.0 1.0 1.2» 1.2 1.2 1.2» 0.8 1.2 50.0% 0 8#l Þóknun (lánstlmi lengri en 5 ár) 1.3 2.0 1.5 1.5 1.8 2.0 1.5 1.8 1.3 2.0 53.8% 1.3» Útlagður kostnaður 416 450 415 500 550 420 450 416 415 550 32.5% 304 Eyðublað fyrlr vlðsklptaakuldabréf án úttylllngar Innlánastofnunar: Útlagöur kostnaður 40 40 40 40 32 40 40 32 40 25.0% 29 Útvegun vsðbókarvottorðs og umajón meö þlnglýalngu: Útlagður kostnaður vegna útvegunar veöbókarvottorðs: 65 100 65 65 100 60 100 100 60 100 66.7% 48 Útlagður kostnaður vegna umsjónar þinglýsingar 65 100 65 65 100 60 100 100 60 100 66.7% 48 Tllkynnlngar og grelðslugjald: Útlagður kostnaður við hverja greiðslu 39 50 40 65 90 65 50 60 39 90 130.8% 29 Veðleyfl, veðbandslausn og breytlng skllmála: Útlagður kostnaöur 416 450 415 450 550 420 450 416 415 550 32,5% 304 Innhelmta og auglýsing sérskuldabréfa: Lágmarksgjald (þóknun 0,1 %) 416 415 415 450 420 450 416 415 450 8.4% 304 3. AFQBPA 00 Umsjónar- og oftlrlltsgjald af REKSTRARUM afurðalánsamn. eða trygglngarvlxll: Þóknun 0.2 0.3 0.2 0.3 0.3'b) 0.2 0.2 0.3 0.2 0.3 50.0% 0.2*1 Útbúlnn afurðalánasamnlngur eða trygglngarbréf: Útlagður kostnaður 440 450” 440 450 420 450 440 420 450 7.1% 304 Tllkynnlngar- og grelðslugjald: Útlagður kostnaður 85 85 72 120 100 75 85 72 120 66.7% 57 Innholmt mað árangri: Þóknun og útlagður kostnaöur 300 300 300 3004' 350” 300 300 400« 300 400 33.3% 174 Tllraun tll Innhelmtu án árangurs: Þóknun og útlagöur kostnaöur 200 220 200 200 350S| 200 200 400*' 200 400 100.0% 116 5. TÉKKABEIKNINGAR Tékkaeyðublöð: Hefti með 25 tékkaeyöublöðum 120 ’ 150 140 150 175 150 150 160 120 175 45.8% 100 Hefti með 50 tékkaeyðublöðum 240 300 320 240 320 33.3% 200 Innlstaeðulaua tékkl: Útlagöur kostnaður 250 260 250 250 250 250 260 250 250 260 4.0% 200 8.VANSKIL Vlðbótargjald vagna vansklla: Útlagöur kostnaöur 100 100 100 100 140 130 120 140 100 140 40.0% 38 ftrekaðar tilkynn. vegna vansklla: tvöfatt ofangreint gjald 200 200 200 200 280 260 240 280 200 280 40.0% 76 7i YtPTAKA Viðtaka geymalufjár (Deposltum): QEVMSLUFJAR Útlagður kostnaöur 400 400 400 400 550 400 400 400 550 37.5% ð.-SlMAFjONUSTA Þóknun fyrlr slmsendlngu penlnga: Útlagöur kostnaöur 60 65 60 60 60 65 60 60 65 8.3% Umbeðnar tllkynnlngar slmlelðls: Útlagöur kostnaöur 50 50 50 50 50 50 50 50 50 0.0% 11 Lágmarkspóknun a) 275 - 550 kr. b) 6000 kr. “ Innheimtukostnaöur fyrir skuklabróf er kr. 250 *> Þóknun er 1.0% þegar lánstlmi er lengri en 2 ár. #) Samkvæmt ákvöróun Seðlabanka Islands. 31 Þóknun er 1.8% þegar lánstlmi er lengri en 2.5 ár. » Aö auki er innheimt aígreiöslugjald kr. 500 og þjónustugjakj kr. 50. ' Innheimtukostnaöur fyrir skukJabréf er kr. 400. #) Þar at er útlagóur kostnaður fyrir hvem glróseðil kr. 200.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.