Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 22.09.1987, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 15 Þrír félagar í Hvalavinafélaglnu: Vöruskiptin við útlönd: Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson Jöfnuðuriim í júlí hag- stæður um 746 milljónir VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN í júlí var hagstæður um 746 millj- ónir kr, sem er betra en á síðasta ári þegar hann var hagstæður um 425 miUjónir kr., á sama gengi reiknað. Hins vegar er vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu sjö mánuði ársins ekki eins hagstæð- ur og á sama tíma árið 1986. Nú var hann hagstæður um tæpa 2,2 milljarða kr. en tæpa 3,4 millj- arða árið áður. í júlí voru fluttar út vörur fyrir tæpa 5,5 milljarða kr. en inn fyrir rúma 4,7 milljarða fob. Ef litið er á fyrstu sjö mánuði ársins kemur í ljós að fluttar voru út vörur fyrir 31,3 milljarða en inn fyrir 29,1 milljarð fob. Á þeim tíma var verð- mæti vöruútflutningsins 18% meira á föstu gengi en á sama tíma í fyrra. Sjávarafurðir voru um 78% útflutningsins og var verðmæti þeirra 20% meira en á sama tíma árið áður. Verðmæti innflutningsins fyrstu sjö mánuði ársins var hins vegar 26% meira en á sama tím aí fyrra. Skall aftan á bifreið MAÐUR á reiðhjóli slasaðist mik- ið i andliti þegar hann skall aftan á bifreið sem var stöðvuð snögg- lega. Maðurinn var á ferð eftir Arnar- bakka í Breiðholti síðla föstudags. Bifreið var ekið fram úr honum, en síðan var hún stöðvuð snögglega. Ökumaðurinn mun hafa misst kveikjara á gólf bifreiðarinnar og stöðvaði hana til að ná kveikjaran- um aftur. Hjólreiðamaðurinn gat ekki stöðvað sig í tíma og skall aftan á bifreiðinni. Hann kastaðist upp á farangursgeymsluna og lenti með andlitið í afturrúðuna, sem brotnaði. Maðurinn skarst í andliti og braut fjórar tennur. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! x ÞRÍR félagar í Hvalavinafélagi íslands fóru um borð í Hval 9 um hádegi á laugardag. Tveir þeirra hlekkjuðu sig fasta við mastur skipsins og sá þriðji hlekkjaði sig við hvalbyssuna. Um sólarhring síðar losuðu þeir sig og fóru frá borði. í tilkynningu frá Hvalavinafélag- inu segir að þessi aðgerð hafi verið hugsuð til þess að mótmæla sið- leysi, lögleysi og þeirri grimmder sem félagið telur felast í hvalveið- um. Var ætlunin að tefja með þessu ferð Hvals 9 á veiðar, þar sem þeir töldu að ætlunin væri að hann færi út þá um daginn. Síðar kom hins vegar í ljós að hætt hafði verið við að senda út skipið vegna brælu á miðunum. Hvalfriðunarmennimir fóru um borð í Hval 9 kl. 13.20, hlekkjuðu sig fasta og drógu tvo fána að húni, merki Hvalvinafélagsins og sjóræn- ingjafána merktum Hval hf. Starfs- maður Hvals hf. kom þar að nokkru síðar og skar niður flöggin og um ieið bakpoka með nesti hlekkjuðu mannanna. Hvalfriðunarmennimir héldu til í hvalbátnum yfír nóttina, en um hádegisbil daginn eftir yfír- gáfu þeir bátinn. Einn hvalavinanna hlekkjaður við byssu hvalbátsins á laugar- dag. VEIDARFÆRI! REKSTRARVORUR! FISKÚTFLUTNINGUR! ÞJÓNUSTUMIDSTÖD SJÁVARÚTVEGSINS Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í meira en aldarfjóröung og er nú eitt stærsta fyrirtæki á sínu sviði hérlendis. Nú sem fyrr kappkostum viö aö veita út- gerðarfyrirtækjum sem fullkomnasta þjón- ustu. Viö bjóöum m.a. eftirfarandi vörur: Frá útgerðarvörudeild og eigin víra- og neta- verkstæöi: Veiöarfæri af öllum gerðum, heil og uppsett og tilbúin til notkunar eöa hluti til þeirra, t.d. fiski-, rækju- og humartroll, snur- voöir, loðnu- og síldarnætur, þorska-, ufsa-, ýsu- og grásleppunet, línu og króka; toghlera og bobbinga, keðjur, lása og flot, tóg og alla víra; fiskikassa og ker. Það er sama hvort þú rekur lítinn bát eöa stór- an togara, hvort þú ert á línu eöa netum, nót eöa trolli, þú færö allt sem til þarf á einum staö. Frá rekstrarvörudeild: Smurolíur, olíusíur, þétti- og pakkningaefni, hreinsiefni fyrir iönaö og stofnanirogTORKhreinlætisvörurnar. Hvort sem smyrja þarf eöa hreinsa, á sjó eöa ílandi, þá eigum viö réttu vörurnar og hagkvæma lausn. Þú færö hjá okkur veiöarfærin og rekstrar- vörurnar og við seljum fyrir þig aflann. Vertu ætíð velkominn í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ SJÁVARÚTVEGSINS. d asíac Vesturgötu 2, Pósthólf 826, 121 Reykjavík, Sími: 91-26733 Hlekkjuðu sig fasta um borð í Hval 9
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.