Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987
15
Þrír félagar í Hvalavinafélaglnu:
Vöruskiptin við útlönd:
Morgunblaðið/Jón Gunnlaugsson
Jöfnuðuriim
í júlí hag-
stæður um
746 milljónir
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN í
júlí var hagstæður um 746 millj-
ónir kr, sem er betra en á síðasta
ári þegar hann var hagstæður
um 425 miUjónir kr., á sama
gengi reiknað. Hins vegar er
vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu sjö
mánuði ársins ekki eins hagstæð-
ur og á sama tíma árið 1986. Nú
var hann hagstæður um tæpa 2,2
milljarða kr. en tæpa 3,4 millj-
arða árið áður.
í júlí voru fluttar út vörur fyrir
tæpa 5,5 milljarða kr. en inn fyrir
rúma 4,7 milljarða fob. Ef litið er
á fyrstu sjö mánuði ársins kemur
í ljós að fluttar voru út vörur fyrir
31,3 milljarða en inn fyrir 29,1
milljarð fob. Á þeim tíma var verð-
mæti vöruútflutningsins 18% meira
á föstu gengi en á sama tíma í
fyrra. Sjávarafurðir voru um 78%
útflutningsins og var verðmæti
þeirra 20% meira en á sama tíma
árið áður. Verðmæti innflutningsins
fyrstu sjö mánuði ársins var hins
vegar 26% meira en á sama tím
aí fyrra.
Skall aftan
á bifreið
MAÐUR á reiðhjóli slasaðist mik-
ið i andliti þegar hann skall aftan
á bifreið sem var stöðvuð snögg-
lega.
Maðurinn var á ferð eftir Arnar-
bakka í Breiðholti síðla föstudags.
Bifreið var ekið fram úr honum, en
síðan var hún stöðvuð snögglega.
Ökumaðurinn mun hafa misst
kveikjara á gólf bifreiðarinnar og
stöðvaði hana til að ná kveikjaran-
um aftur. Hjólreiðamaðurinn gat
ekki stöðvað sig í tíma og skall
aftan á bifreiðinni. Hann kastaðist
upp á farangursgeymsluna og lenti
með andlitið í afturrúðuna, sem
brotnaði. Maðurinn skarst í andliti
og braut fjórar tennur.
Þú svalar lestrarþörf dagsins
ásíöum Moggans! x
ÞRÍR félagar í Hvalavinafélagi
íslands fóru um borð í Hval 9
um hádegi á laugardag. Tveir
þeirra hlekkjuðu sig fasta við
mastur skipsins og sá þriðji
hlekkjaði sig við hvalbyssuna.
Um sólarhring síðar losuðu þeir
sig og fóru frá borði.
í tilkynningu frá Hvalavinafélag-
inu segir að þessi aðgerð hafi verið
hugsuð til þess að mótmæla sið-
leysi, lögleysi og þeirri grimmder
sem félagið telur felast í hvalveið-
um. Var ætlunin að tefja með þessu
ferð Hvals 9 á veiðar, þar sem þeir
töldu að ætlunin væri að hann færi
út þá um daginn. Síðar kom hins
vegar í ljós að hætt hafði verið við
að senda út skipið vegna brælu á
miðunum.
Hvalfriðunarmennimir fóru um
borð í Hval 9 kl. 13.20, hlekkjuðu
sig fasta og drógu tvo fána að húni,
merki Hvalvinafélagsins og sjóræn-
ingjafána merktum Hval hf. Starfs-
maður Hvals hf. kom þar að nokkru
síðar og skar niður flöggin og um
ieið bakpoka með nesti hlekkjuðu
mannanna. Hvalfriðunarmennimir
héldu til í hvalbátnum yfír nóttina,
en um hádegisbil daginn eftir yfír-
gáfu þeir bátinn.
Einn hvalavinanna hlekkjaður
við byssu hvalbátsins á laugar-
dag.
VEIDARFÆRI! REKSTRARVORUR!
FISKÚTFLUTNINGUR!
ÞJÓNUSTUMIDSTÖD
SJÁVARÚTVEGSINS
Asiaco hf. hefur þjónaö sjávarútveginum í
meira en aldarfjóröung og er nú eitt stærsta
fyrirtæki á sínu sviði hérlendis.
Nú sem fyrr kappkostum viö aö veita út-
gerðarfyrirtækjum sem fullkomnasta þjón-
ustu.
Viö bjóöum m.a. eftirfarandi vörur:
Frá útgerðarvörudeild og eigin víra- og neta-
verkstæöi: Veiöarfæri af öllum gerðum, heil og
uppsett og tilbúin til notkunar eöa hluti til
þeirra, t.d. fiski-, rækju- og humartroll, snur-
voöir, loðnu- og síldarnætur, þorska-, ufsa-,
ýsu- og grásleppunet, línu og króka; toghlera
og bobbinga, keðjur, lása og flot, tóg og alla
víra; fiskikassa og ker.
Það er sama hvort þú rekur lítinn bát eöa stór-
an togara, hvort þú ert á línu eöa netum, nót
eöa trolli, þú færö allt sem til þarf á einum
staö.
Frá rekstrarvörudeild: Smurolíur, olíusíur,
þétti- og pakkningaefni, hreinsiefni fyrir iönaö
og stofnanirogTORKhreinlætisvörurnar. Hvort
sem smyrja þarf eöa hreinsa, á sjó eöa ílandi,
þá eigum viö réttu vörurnar og hagkvæma
lausn.
Þú færö hjá okkur veiöarfærin og rekstrar-
vörurnar og við seljum fyrir þig aflann.
Vertu ætíð velkominn í ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
SJÁVARÚTVEGSINS.
d asíac
Vesturgötu 2, Pósthólf 826,
121 Reykjavík, Sími: 91-26733
Hlekkjuðu sig fasta
um borð í Hval 9