Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 49

Morgunblaðið - 22.09.1987, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 49 Tolli sýnir á hátíð- arviku í Ballerup Jónshúsi, Kaupmannahöfn. SÝNING Þorláks Kristmssonar, Tolla, í Aðalbókasafninu í Baller- up var opnuð um síðustu mánaðamót í sambandi við hátíð- arvikuna sem þar er haldin annað hvert ár. Var sýningin opnuð með viðhöfn að viðstödd- um fjölda gesta. Þar flutti borgarstjórinn, Ove E. Dals- gaard, ræðu, listamaðurinn flutti þakkarávarp og einnig talaði formaður Ballerup Kunstforen- ing, Charlotte Fuglsang. Hátíðarvikan í Ballerup dregur alltaf að fjölda gesta. Hún var fyrst haldin 1973 og hefur verið kapp- kostað að fá listamenn og skemmti- krafta víða að. Núna blöktu fánar 14 landa fyrir framan ráðhúsið og á hátíðarsvæðinu. Var hinn íslenzki í fyrsta sinn á meðal þeirra. A há- tíðinni voru þjóðdansar frá Aust- urríki, Póllandi og Tékkóslóvakíu, sænskir jazzistar, norsk danshljóm- sveit, franskur kór og skozk sin- fóníuhljómsveit bama svo að nokkuð sé nefnt. En sýning Tolla er eina atriðið sem á sér lengri en vikudvöl í þessu unga sveitarfélagi um 20 km í vestur frá miðborg Kaupmannahafnar. Hún verður op- in í mánuð. Aðeins tvisvar áður hafa listsýningar sett svip á hátíð- arvikuna, enda var veglegt bóka- safnshúsið ekki fullgert fyrr en 1982. Árið eftir sýndi hinn frægi danski listamaður Robert Jacobsen, en 1985 voru það 3 myndhöggvar- ar, sem var boðið að sýna í geysi- stórum og björtum móttökusalnum. En hvers vegna Tolli nú? Fyrst og fremst vegna íslandsáhuga ann- ars af tveimur skiþuleggjendum hátíðarvikunnar um árabil, en þeir eru Jörgen Atby og Ame Vest Andersen. Hinn síðamefndi kynnt- ist fyrst íslenzkum málefnum, en Gunnar H. Ámason og Henny Her- mannsdóttir komu til Kommune- film, þar sem Ame Vest starfar, til að bjóða íslenzkar kvikmyndir til sýningar. Kommunefilm keypti réttinn til að sýna Húsið og Atóm- stöðina og vora það fyrstu norrænu kvikmyndimar sem fyrirtækið tók til sýningar, en síðan hafa margar norrænar kvikmyndir fylgt á eftir, m.a. Hrafninn flýgur og norrænar kvikmyndavikur verið haldnar víða um land. Nú er Ame Vest vel kunnugur íslandi og íslendingum, er meðeig- andi að diskótekinu Evrópa, og á marga vini heima. Hann hreifst strax af listtúlkun Þorláks Kristins- sonar, er hann fór til fundar við hann í Reykjavík og ákvað að bjóða honum að sýna hér nú, en upphaf- lega átti að vera samnorræn sýning, sem reyndist of þung í vöfum. Samráðamönnum sínum sýndi Vest aðeins myndir af verkum Tolla. „Var því mikil eftirvænting þegar tekið var upp úr kössunum hér í bókasafninu en allir vora ánægðir og meira en það, stórhrifnir,“ sagði Vest. Tolli hefur ekki áður sýnt hér í Danmörku, en í Svíþjóð, Prakk- landi, Þýzkalandi og Kóreu auk fjölmargra sýninga heima. í ár hef- ur hann tekið þátt í samsýningum í Kóreönsku menningarmiðstöðinni f París og IBM-sýningunni á Kjar- valsstöðum og haldið einkasýningu í Akóges í Vestmannaeyjum. Hér era sýnd 21 málverk, máluð frá 1984—87. Symbólsku verkin tala til áhorfandans í krafti sínum og kynngi, með manna- eða dýramynd- un, vörðum eða gítarpörtum og stórleik íslenzkrar náttúra í baksýn, þrangin íslenzkri litadýrð. Málverk- ið Lestrarhestamir frá 1984 hefur Ballerap Kommune notað á auglýs- ingaspjald, eftirminnilég mynd sem er í einkaeign. Málverkasýningunni hafa verið gerð góð og jákvæð skil í dönskum blöðum og segir Per Dabelsteen í Politiken hina villtu og fögra íslenzku náttúra vera huglind að expressioniskum málverkum Tolla og telur hræðslu við skuggahliðar lífsins koma greinilega fram þar, en það geri vonin líka. Ballerap- Maalöv Avis lýsir kraftinum í litavali listamannsins og hrósar leikni hans. Þá segir, að auk sterkr- ar og persónulegrar landslagslýs- ingar Tolla, sýnir hann í myndum sínum einlægan áhuga á menning- arstraumum umheimsins og þeim þjóðfélagsháttum, sem fólk á 20. öld verði að búa við. Báðir þessir listgagnrýnendur nefna áhrif Emils Nolde á listsköpun Tolla. Tolli, Þorlákur Kristinsson, sem er fæddur í Reykjavík 1953, lauk prófi frá Myndlista- og handíða- skóla íslands 1983 og stundaði síðan nám við Listaakademíuna í Vestur-Berlín. Tolli segist hafa hlotið mjög alúðlegar móttökur í Ballerap. Forráðamenn nýrra „steinsteypusamfélaga" hafi mik- Tolli flytur ávarp við opnunina. inn metnað gagnvart menningu og listum og vilji skapa hefðir framtíð- ar. Því era þeir þakklátir gestgjafar þeirra, sem koma í slíkum tilgangi. Ame Vest verður áreiðanlega til að efla samstarf íslendinga og Dana á menningarsviði, sagði Tolli. Út- lendingar undrast mikla framleiðslu á listamönnum heima, en við skul- um halda áfram á þeirri braut og nota regnbogann sem brú, sagði listamaðurinn að lokum. Þegar sýningu Þorláks lýkur í Ballerap verður hún sett upp á veg- um Frederikssundbæjar og Frede- rikssund Kunstforening í sýningar- sal hið næsta ráðhúsinu þar. Verðui sýningin opnuð 28. september og mun standa í 2 vikur. — G.L.Ásg. / I VI — IMERIÐ sést best 40 \ fiegar dósin er tóm. Sól gos - meiriháttar gos : / Námskeið Námskeið eru haldin í stjörnukortagerð (Esoteric Astrology), þróunarheim- speki og sálarheimspeki. Stjörnukortarannsóknir, sími 79763. HÁÞRÝSTI-VÖKVAKERFI Radial stimpildælur = HÉÐiNN = VÉLAVERSLUN SlMI 624260 g SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA - LAGER ? TOLVUSKOLI m NAMSKEH) September/október 1987 23. sept...Grunnnámskeið 24. -25. sept...Stýrikerfi 1 28.-29. sept. WordPerfect frh. 5.-6. okt......PlanPerfect 8.-9. okt.....WordPerfect 12. okt... OPUSfjárhagsbókh. 13. okt.... OPUS vskmbókhald 14. -16. okt...LOTUS123 21. okt....Grunnnámskeið 22. -23. okt...Stýrikerfi 1 26.-27. okt...MULTIPLAN 29.-30. okt..WordPerfect Námskéiðin eru haldin í húsnæði okkar á Nýbýlavegi 16, Kópa- vogi. Kennt er 6 klst á dag, frá 9 til 12 og 13 til 16. Þátttakendum er boðinn hádegisverður í mötuneyti okkar. Allar nánari upplýsingar eru veittar i síma 641222 ATH. Félagsmönnum í Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur og starfsmönnum ríkisins sem eru aðilar að BSRB er bent á að þeir geta sótt um styrk fyrir námskostnaði úr sínum starfsmenntunarsjóði. GQD GÍSLI J. JOHNSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.