Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 56

Morgunblaðið - 22.09.1987, Side 56
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 22. SEPTEMBER 1987 56 fclk í fréttum Útlegð í Paradís að myndu margir gera sér það að góðu að búa (stóru einbýlis- húsi með einkasundlaug og stór- kostlegu útsýni á afviknum stað á Hawaii-eyjum; þar sem sólin skín allt árið, og þjónamir vökva rósim- ar og steikja grísi upp úr kókos- hnetuolíu með ananaskurli. En þau Ferdinand og Imelda Marcos eru alls ekki ánægð með hlutskipti sitt; „Við búum í fallegasta fangelsi í heimi" segir Imelda. Þó að harðstjórahjónin fyrrver- andi geti nú notið iífsins í vellysting- um praktuglega innan um böm sín og bamaböm, þá dreymir þau enn um að komast aftur til valda á Filippseyjum. Þau sakna vaidanna og fjárráðanna, og vísa því alger- lega á bug að þau hafi komið undan 350 milljörðum króna, sem þau geymi á bankareikningi i Sviss. Staðreyndin er sú, segir Imelda, að þau hjónin hafa rétt svo í sig og á - og þá mestmegnis fyrir hjálp frá vinum og samherjum - og þjónamir haldast fremur við vegna trygg- lyndis en launanna. Imelda eyðir deginum yfirleitt í að stússast í garðinum, og að leika við bamabömin, sem koma oft og iðulega í heimsókn til ömmu og afa. Ferdinand er hins vegar of heilsuveill til að snúast ( kringum ungviðið, og iætur sér yfirleitt nægja að liggja í sólstól og fylgjast með. Þá fær hann heimsóknir næst- um daglega, og bruggar þá stund- um launráð og landráð með skuggalegum náungum, eins og fram hefur komið í fréttum. En þó að margir væru tilbúnir til að ganga berfættir það sem eft- ir væri ævinnar fyrir að fá að búa í húsinu þeirra hjóna í hæðunum fyrir ofan Honoiulu, þá bíður Imelda enn eftir að snúa aftur til skótaus- ins sem hún skiidi eftir í flýtinum við að flytja frá Filippseyjum. „Það er bara tímaspursmál hvenær það verður hringt, og við beðin að snúa til baka," segir hún, „við vitum að fólkið á Filippseyjum þarfnast okk- ar.“ Bara að það hafi nú ekki týnt símanúmerinu. Imelda Marcos hefur nú að mestu lagt skókaup á hilluna, og eyðir nú tímanum í að leika við barnabörnin. Ródeókappinn Chad Hall tekst á loft í hita leiksins. VILLTA VESTRIÐ Rolluródeó Iródeóum í villta vestrinu er það til siðs að kúrekar reyni sig við ólma fola og bola, en hitt er ábyggilega sjaldgæfara að menn keppi í að sitja á baki sauðkindum. Slík keppni var þó á dagskrá í hinu árlega ródeói í bænum Thay- er í Kansas-fylki í Bandaríkjunum um daginn, og reyndu þar 50 böm sig í þeirri íþrótt að sitja sem lengst og fastast á rollubaki. Hann Chad Hall, sem héma sést á mynd- inni, var einn keppenda, en varð á endanum að láta sig hafa það að detta af baki jórturdýrsins, en okkur finnst að hann eigi hrós skilið fyrir góð tilþrif. > Ólafsfjörður Grillað fyrir gamlafólkið á Hombrekku Nýlega var haldin grillveisla fyrir vistmenn á Hom- brekku, _ hjúkmnarheimili aldr- aðra á Ólafsfírði. Kristín Thorberg hjúkrunar- fræðingur og forstöðumaður hjúkmnarheimilisins sagði að hugmyndin að grillveislunni hefði komið frá starfsfólkinu og tilefnið verið að leyfa vistmönn- um að smakka útigrillaðan mat. Slíkt væri nú orðið fastur liður í matargerð margra landsmanna yfir sumarmánuðina, en fæstir vistmenn hefðu bragðað áður. Boðið var upp á marineraðar lambalærisneiðar og bláber með ijóma í eftirmat. Máltíðinni iauk svo með því að dmkkið var kaffi og sherry. Á eftir var sungið við góðar undirtektir, en Kristín sagði að margir vistmenn hefðu áður verið virkir í félagsstarfí á Ólafsfirði. Morgunblaðið/Svavar B. Magnússon Veislugestir gerðu matnum góð skil. Að sögn Kristínar dvelja nú á Hombrekku 30 vistmenn, 17 á ellideild og 13 á sjúkradeild. Þeir mættu allir í veisluna nema tveir, sem vom rúmliggjandi. Auk þess kom allt starfsfólk Hombrekku, en Hombrekka þjónar einnig sem heilsugæslu- stöð Ólafsfírðinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.