Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 4

Morgunblaðið - 26.09.1987, Side 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER xá87 Nýjar aðgerðir í landbúnaðarmálum: Þörf fyrir útflutningsbætur minnkar um 200 milljónir kr Fullt samkomulag um aðgerðimar á milli bændaforystunnar og sijórnvalda Framkvæmdanefnd búvörusamninga reiknar með að spara um 200 milljónir kr. af útflutningsbótum ef góður árangur verður af sérstöku átaki til að minnka kindakjöts- og mjólkurframleiðsluna sem Jón Helgason Iandbúnaðarráðherra kynnti í gær. Ef nefndin nær markmiðum sínum, sem eru að minnka kindakjötsframleiðsluna um 1.000 tonn og mjólkurframleiðsluna um 4 milljónir lítra, notast þessi hluti útflutningsbótanna til annarra þarfa landbúnaðarins, meðal annars til að flýta fyrir búháttabreytingum. Jón Helgason landbúnaðarráð- mannafundinum kom skýrt fram herra og fulltrúar bænda og ríkis- valdsins í framkvæmdanefnd búvörusamninga kynntu í gær um- rætt átak. Felst það í reglugerð um stjóm sauðfjárframleiðslunnar á næsta verðiagsári, sem ráðherra undirritaði í gær, og samkomulagi ríkis og bænda um framkvæmd gildandi búvörusamninga. Á blaða- VEÐUR að fullt samkomulag er á milli bændaforystunnar og stjórnvalda um þessar aðgerðir. Meðal nýmæla í aðgerðunum er að landinu er skipt í mjólkurfram- leiðslu- og sauðfjárræktarsvæði og er tekið mið af niðurstöðu skýrslu um þróun sauðfjárræktar í því efni. Við úthlutun fullvirðisréttar fyrir Morgunblaðið/KGA Jón Helgason landbúnaðarráðherra og Haukur Halldórsson formað- ur Stéttarsambands bænda á blaðamannafundi þar sem kynntar voru nýjar aðgerðir til að draga úr búvöruframleiðslunni. __________________________________ næsta verðlagsár verður tekin frá ákveðin framleiðsla vegna leiðrétt- inga. Skerðingin sem af því leiðir verður minnst hjá bændum á svo- kölluðum sauðfjárræktarsvæðum (0,3%) en mest á mjólkurfram- / DAG kl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) leiðslusvæðunum (0,9%). Svokölluð blönduð svæði verða þar mitt á milli, með 0,6% skerðingu. Mismunun svæðanna kemur einnig fram í því að sauðfjárbændur á mjólkurframleiðslusvæðum fá boð um betri kjör ef þeir selja eða leigja fullvirðisrétt. Einnig eiga kúabænd- ur á þessum svæðum möguleika á að fá aukningu á fullvirðisrétti í mjólk gegn því að afsala sér full- virðisrétti í kindakjötsframleiðslu. Mjólkurframleiðslusvæði í þessu til- viki er svæðið frá Mýrasýslu til Rangárvallasýslu og Eyjafjarðar- og Suður-Þingeyjarsýsla. Fleiri nýmæli eru í hinum nýju reglum, meðal annars eftirfarandi: Heimilaður er flutningur fullvirð- isréttar í mjólk og sauðfé á milli verðlagsára, allt að 5%. Bændur fá greiðslur fyrir þann fullvirðisrétt sem þeir nota ekki. Um leið verður lokað fyrir mögu- leika þeirra til að leigja réttinn öðrum en stjómvöldum. Með þessu er verið að reyna að koma í veg fyrir að fullvirðisrétturinn virki framleiðsluhvetjandi. Sérstök kjör em boðin þeim bændum sem náð hafa 67 ára aldri og vilja selja eða leigja fullvirðis- rétt í sauðfé. Stefnt er að því að fullvirðisrétt- ur á ríkisjörðum sem losna úr ábúð og ekki hafa framtíðaraðstöðu til sauðíjárhalds verði geymdur samn- ingstímann. Sauðfjárframleiðendum í þéttbýli er gefinn kostur á að hætta fram- leiðslu í haust gegn því að fá vissa verðábyrgð fyrir afurðirnar. VEÐURHORFUR I DAG, 26.09.87 YFIRLIT á hádegi í gær: Um 800 km suður af landinu er 1018 mb. hæð, sem þokast austur, og önnur álíka yfir Austur-Græn- landi. 1012 mb. smálægð á Breiöafiröi hreyfist suðaustur og grynnist. Suöur af Hvarfi er að myndast lægð sem mun fara norð- norðaustur. SPÁ: í dag lítur út fyrir hæga sunnan- og suðvestanátt á landinu. Norðan og austan til á landinu léttir til en suðvestanlands fer að rigna undir kvöldið. Hiti 4—10 stig. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA SUNNUDAGUR OG MÁNUDAGUR: Sunnan- og suðvestanátt - víða allhvöss — einkum sunnan- og vestanlands. Skúrir eða rigning verða um mest allt land, þó má búast við þurru veðri norðaustan til á landinu. TAKN: Heiðskírt y, Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * •* * * * * * Snjókoma -| o Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El — Þoka — Þokumóða ’, 5 Súld OO Mistur —(- Skafrenningur (7 Þrumuveður & VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma Akureyri Reykjavík hltl 6 8 veáur skýjað skúrás. klst. Bergen 10 skúr Helsinki 8 rigning Jan Mayen -3 snjóál Kaupmannah. 11 skúrás.klst. Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 7 alskýjað Osló 12 léttskýjað Stokkhólmur 11 þokumóða Þórshöfn 7 rignlng Algarve 24 þokumóða Amsterdam 24 þokumóða Aþena 27 léttskýjað Barcelona 26 léttskýjað Berlín 12 skruggur Chicago 6 léttskýjað Feneyjar 24 léttskýjað Frankfurt 1S skýjað Glasgow 12 skýjað Hamborg 13 hálfskýjaA LasPalmas 27 hálfskýjað London 15 skýjað Los Angeles 19 þokumóða Lúxemborg 12 skýjað Madrfd 19 þrumuv. á sfð. klst. Malaga 25 skýjað Mallorca 29 léttskýjað Montreal 6 skýjað NewYork 11 léttskýjað Parls 15 skýjað Róm 28 léttskýjað Vfh 20 skýjað Washington 18 skýjað Winnipeg 1 heiðskfrt A fundi með verzlunarskólanemum Lord Francis Arthur Cockfield, varaformaður framkvæmda- nefndar Evrópubandalagsins er staddur hér á landi um þessar mundir og í gærmorgun flutti hann erindi fyrir nemendur Verzl- unarskóla íslands. Þetta er nýbreytni í skólastarfinu og er stefnt að því að fá bæði innlenda og erlenda gesti til að halda fyrir- lestra. Lord Cockfield kynnti Evrópubandalagið og heimamarkað þess fyrir nemendum skólans. Landsnefnd Alþjóðaverslunarráðs- ins gekkst fyrir almennum fundi með Lord Cockfield í gær þar sem hann gerði grein fyrir EB, en hann er höfundur „Hvítu bókarinnar" (The white Peper on Completing the Internal Mar- ket). Þar er lýst í einstökum atriðum 300 fyrirætlunum EB til að mynda fijálsan markað innan bandalagsins, sem yrði 30% stærri en Bandaríkjamarkaður. Úr umferðinni í Reykjavík 24. september 1987 Árekstrar bifreiða urðu samtals 27 og maður varð fyrir bíl á Hverfís- götu v/Rauðarárstíg. 30 ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur og þar af 2 sviptir ökuleyfí, ekið var með 122 km/klst. hraða um Ártúnsbrekku og 112 km/klst. hraða um Kringlumýrarbraut. Hraðast var ekið um Ártúnsbrekku og Kringlumýrarbraut, Kleppsveg 88—92 km/list. og Reykjavík 68—84 km/klst. 5 ökumenn voru kærðir fyrir að aka mót rauðu ljósi á götuvita. Og kvartað var undan unglingum á bifhjólum sem óku um göngu- sígavið Gyðufell, Fannarfell og Iðufell. Frétt frá Lögreglunni í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.