Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.09.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1987 9 ISLENSKI LOTTÓSTOKKURINN er kominn og fæst á flestum útsölustöðum. Lottó 5/32. Innilegar þakkir fœri ég börnum, tengdabörn- um, barnabörnum, barnabarnabörnum, vinum og venzlafólki fyrir 80 ára afmælisdaginn minn þann 15. ágúst sl. LifiÖ heil í GuÖs J'riÖi. Áslaug Sigurðardóttir, Langholtsvegi 60. Öllum þeim, sem sýndu mér hlýhug á 90 ára afmæli mínu 9. september si, sendi ég innilegt þakklæti. Guö blessi ykkur öll. Guðrún Eiríksdóttir, Kvíabólsstíg 4, Neskaupstað. STEINWAY&SONS PÍANÓ - FLYGLAR Einkaumboð á íslandi: Pálmar ísólfsson & Pálsson sf., pósthólf 136, Reykjavík, símar 30392, 13214 og 11980. LUtí ÚTSALA Jtflf SÍÐASTIDAGURINN ÍDAG GERIÐ REYFARAKAUP Kuldaskór Úlpur Trimmgallar Srtjóbuxur Allt á frábæru verði. Opið til kl. 4 í dag. '± I -r utiuf Glæsibæ, sími 82922. Engin ósk Nýr leiðtogafundur: Dagsetning ákveðin í Moskvu 22.-23. okt. Stungum ekki upp á Reykjavík, segir sovézkur talsmaður Sovétmenn tvísaga Sovéska sendiráðið í Reykjavík og starfsmenn á vegum þess hafa með einkennilegum hætti og oftar en einu sinni verið með slettirekuskap. Nýjasta dæmið er úr hanastélinu alkunna til heiðurs Igor Andropov á dögunum. Þar gekk einn sendiráðs- manna á milli manna og hvatti til þess, að íslendingar létu í Ijós áhuga á, að fyrirhugaður fundur þeirra Reagans og Gorbachevs yrði haldinn hér á landi. Var formlegt erindi af því tagi síðan lagt fyrir ríkisstjórn ísianas af Borgaraflokknum. Afstaða ríkis- stjórnarinnar er að taka vel í formleg tilmæli beggja aóila. Nú virðist Ijóst, að þau koma ekki. Er rætt um þetta í Staksteinum í dag og ummæli Júlíusar Sólnes um meðferð framsóknarmanna á utanríkismálum. Sá starfsmaður sov- éska sendiráðsins í Reykjavík, sem gekk á milli manna í hanstéli sendiráðsins hinn 11. september siðastliðinn og hvatti til íhlutunar íslenskra stjómvalda í val á fundarstað fyrir þá Reagan og Gorbachev, heitir Viktor Khorikov. Hann ber titilinn 1. sendi- ráðsritari og hefur verið hér á landi frá því í byij- un ársins. Hann virðist hafa sérhæft sig í sam- skiptum við riki þriðja heimsins, því að áður en hann kom hingað var hann meðal annars í Vi- entiane, höfuðborg Laos, og Khartoum, höfuðborg Súdans. Sovéska sendiráðið í Reykjavík hefur alls ekki borið til baka það, sem sagt hefur verið um hlut- deild starfsmanna þess i þvi að koma af stað um- ræðum um annan leið- togafund á íslandi. Raunar er erfitt fyrir sendiráðið að gera það, þvi að aðgerðimar fóm ekki fram hjá neinum, sem vom í boði sendi- ráðsins. I Morgunblaðinu i gær var frétt frá Moskvu og þar var vitnað til Boris Pyadyshev, talsmanns sovéska utanríkisráðu- neytisins. Hann var spurður að þvi, hvort sov- ésk yfirvöld hefðu leitað til íslendinga um að þriðji fundur þeirra Re- agans og Gorbachevs yrði í Reykjavík. Pyadys- hev svaraði: „Mér er alls ókunnugt um að sovéska sendiráðið i Reykjavík hafi sett slíkar óskir fram og er nær viss um að ekki hefur verið stungið upp á Reykjavík sem fundarstað." Þegar þetta svar er lesið vaknar spuming um það í hvers umboði Vikt- or Khorikov talaði, þegar hann ræddi um Reykja- vik sem fundarstað. Var það ekki gert með vitund sovéska utanríkisráðu- neytisins? Ef starfsmað- ur i utanrikisþjónustu rikis fer þannig út fyrir starfsumboð sitt i við- ræðum um viðkvæm og alvarleg mál, hljóta yfir- boðarar að kalla hann heim til að firra frekari vandræðum. Hinu má ekki gleyma, að líklega þriðjungur starfsmanna i sendiráðum Sovétrikj- anna er ekki í utanrikis- þjónustunni heldur starfar á vegum njósna- og öryggisstofnunarinn- ar KGB. Kannski Kho- rikov hafi talað í umboði KGB? Meðferð framsóknar- manna Skoðanakönnun í Dag- blaðmu-Vísi (DV), sem birt var á fimmtudaginn, sýnir, að þegar hún var gerð hafi stuðningur Is- lendinga við dvöl vamar- liðsins í landinu verið hinn minnsti frá þvi að mælingar af þessu tagi hófust. 50,5% lýstu stuðn- ingi við dvöl vamarliðs- ins en 49,5% vom andvigir henni, hefur hlutfall stuðningsmanna þannig enn lækkað frá þvi að skoðanakönnun var gerð í apríl síðast- liðnum, en þá vom um 55% með en um 45% á móti. Skýringuna á þess- ari sveiflu telja flestir vera að finna í hvaladeil- unni og ósætti íslendinga við afskipti Bandaríkja- manna af henni. Er deilan einnig nefnd í nei- kvæðum svörum manna. DV leitaði til stjómmála- manna og spurði þá álits á niðurstöðunni. Athygl- isverðast er svar Júlíusar Sólnes, þingmanns Borg- araflokksins i Reykjanes- kjördæmi, sem sagði: „Þetta hefur nú aldrei verið svona tæpt fyrr, en þessi niðurstaða kemur mér samt ekki á óvart. Ég held að hvalamálið hafi þessi áhrif og ég er ósáttur við meðferð framsóknarráðherranna á þvi. Menn eiga ekki að versla með öryggishags- muni þjóðarinnar eða hafa slik mál í flimting- um. Það hefur að visu verið ágreiningur milli þessara tveggja vina- þjóða um hvalveiðar en það er óþarfi að líta á þann ágreining sem illvigar deilur og þessi mál hefði mátt leysa á farsælli hátt.“ Um leið og tekið er undir þessi orð Júliusar Sólnes, er rétt að vekja athygli á þvi, að þeir Steingrímur Hermanns- son og George Shultz, utanrikisráðherra Bandaríkjanna, hafa orð- ið sammála um að efnt skuli til fimda milli full- trúa islenskra og banda- riskra stjómvalda til að bera smyrsl á þau sár, sem hvaladeilan hefur valdið. Nú á eftir að koma í ljós, hvemig það verður gert. Á hitt er jafnframt að líta, sem Júlíus Sólnes nefnir óbeint, að það er mál íslenskra stjómvalda að tryggja öryggishags- muni þjóðarinnar og engra annarra. Noti þeir þessa hagsmuni sem verslunarvöm em þeir að bregðast skyldum sinum hvað sem öllum skoðanakönnunum liður. Fjölhæfar lagerhillur Fylgihlutir í úrvali ©HF.OFNASMIflJAH SÖLUDEILD HÁTEIGSVEGI7 S: 21220 TSíbcimalliadulinn ff-tettiíg&tu 1Z - 1S Mercury Topaz GS 1985 Hvítur, 5 gira, 4 cyi. (2300 vél). Ekinn 49 þ.km m/aflstýri, framdrifi o.fl. Verð kr. 480 þús. Pajero turbo diesel 1986 Hi-roof, 7 manna, 5 gira, ekinn 34 þ.km. Aflstýri, útvarp+segulb., rafm. i rúðum. Ný Michelin dekk o.fl. Verð kr. 1050 þús. Grásans., 5 gira, ekinn 45 þ.km. Rafm. i rúð- um, sportfelgur o.fl. aukahl. Verð 1050 þús. Fiat Uno 70s ’87 3 þ.km. Sem nýr. V. 320 þ. Blazer sport ’ 85 28 þ.km. V-6. Glaesilegur jeppi v. 980 þ. Dodge Aries station '87 6 þ.km. Sjálfsk. (4 cyl). V. 690 þ. (Skipti ód). 1986 Hvítur, 5 gíra, ekinn 32 þ.km (1600 vól). Sem nýr bíll. Verð kr. 480 þus. Landrover diesil (safari ) 1981 10 manna, ný vél og coupline, spil o.fl. aukahl. Útlit mjög gott utan sem innan. Verð 550 þus. Saab 900 GLS ’82 Sjálfsk. m/aflstýri, 78 þ.km. V. 370 p. Mazda 323 1500 LX '87 12 þ.km. 5 dyra. V. 420 þ. Ford Escort 1600 LX '85 25 þ.km. 5 dyra. V. 400 þ. MMC Lancer GLX '86 29 þ.km. 5 gira m/aflstýri. V. 410 þ. „Úrvalsjeppi" Toyota Hilux ’81 91 þ.km. m/spili o.fl. V. 550 þ. BMW 520i '83 51 þ.km. Aflstýri o.fl. V. 590 þ. Pajero langur (bensin) '86 7 manna, 30 þ.km. V. 970 þ. Wagoneer LTD m/leðurkl. '86 17 þ.km., 6 cyl., sjélfsk. m/öllum aukahlut- um. V. 1390 þ. Toyota Tercel 4x4 ’87 12 þ.km. V. 585 þ. Toyota Corolla Twin Cam 16 ’85 23 þ.km. Silfurgrár sportbill. V. 520 þ.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.