Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
13
ORÐ LÉTT
EINS OG FJÖLL
Bókmenntir
Jóhann Hjálmarsson
Bo Carpelan: FERÐ YFIR ÞÖG-
UL VÖTN. Njörður P. Njarðvík
íslenskaði. Bókaútgáfan Urta
1987.
í Ferð yfír þögul vötn birtist
úrval ljóða eftir fínnska skáldið
Bo Carpelan í þýðingu Njarðar
P. Njarðvík. Carpelan er mörgum
íslendingum að góðu kunnur, hef-
ur oft komið hingað og kynnt
verk sín. Hann fékk Bókmennta-
verðlaun Norðurlandaráðs 1977
fyrir ljóðabókina I de mörka
rummen, i de ljusa (1976). Svo
skemmtilega vill til að hann er
einmitt staddur hér á landi þessa
dagana og verður dagskrá helguð
honum í Norræna húsinu laugar-
daginn 3. október.
Bo Carpelan er meðal helstu
skálda Finna um þessar mundir,
nafntogaðastur þeirra sem yrkja
á sænsku. Hann er líka kunnur
fyrir skáldsögur sínar og bama-
og unglingabækur. Þýðingar hans
á ljóðum fínnskumælandi skálda
yfír á sænsku eru rómaðar.
Bama- og unglingabækur
Carpelans, Boginn og Paradís,
hafa komið út í íslenskri þýðingu
Gunnars Stefánssonar, en þær eru
líka við hæfí fullorðinna lesenda.
Það er rétt sem Njörður P.
Njarðvík segir í inngangi Ferðar
yfír þögul vötn að það sem löngum
hefur einkennt skáldskap Bo
Carpelans er „dálítið angurvær
tjáning hvíldar, hverfulleika,
kvöldsvala og hæglátrar kyrrðar“.
En eins og Njörður drepur á hefur
skáldið slegið fleiri strengi, eink-
um í þá átt að gæða ljóð sín vissu
frásagnarefni, uppriijun æsku-
minninga eins og í Gárden (1969).
Og í prósaljóðunum í Minus sju
(1952) er gáskafyllri tjáning en í
flestum hinna bókanna. Dæmi-
gerðar bækur fyrir þá stefnu
Carpelans að yrkja hnitmiðað,
velja hið rétta orð og hirða ekki
um allar óþarfa umbúðir eru Den
svala dagen (1960), 73 dikter
(1966), Kállan (1973) og fyrr-
nefnd verðlaunabók.
Ljóð Carpelans eru einföld á
yfirborðinu, en undir niðri býr
margt, flóknari heimur en virðist
í fyrstu. Slík ljóð er vandi að þýða,
hvorki má segja of mikið eða of
lítið, en gæta alltaf jafnvægis,
skilja alltaf eitthvað eftir handa
lesandanum að ráða. Yfirleitt virð-
ist mér Nirði P. Njarðvík hafa
tekist að koma ljóðmáli Bo Carpel-
ans til skila á íslensku. Það má
Bo Carpelan
að vísu deila um hvort ljóðin í
heild séu nógu góður skáldskapur
í þýðingunni og einnig hvort
hrynjandi þeirra sé jafn þokkafull
og á frummálinu. í bestu þýðing-
unum er Bo Carpelan íifandi
kominn, til dæmis í Á nóttunni:
Á nóttunni hreyfast draumamir
moldvörpuþðglir
og sjá í myrkrinu það sem ekki
er myrkur.
Þar eru tákn sem fólna að morgni.
Höndin sem snertir þig þá
er hönd ljóssins,
fógur eins og skin sólar.
Bo Carpelan yrkir mikið um
þögnina, en lesandinn hefur það
ekki á tilfinningunni að þessi þögn
sé á nokkurn hátt sligandi eða
óþægileg. í henni er fremur fólgin
hvíld, uppspretta orða sem hafa
merkingu. Henni er líkt við veru
sem bærir ekki á sér og líkist
trjánum. Sama er að segja um
kyrrðina: „Inn í miðju kyrrðarinn-
ar/ leita orðin,/ létt eins og fjöll/
borin af vindum.“
Ferð yfir þögul vötn sýnir vel
fjölbreytni ljóða Bo Carpelans.
Þar er ekki bara skáldið sem er
hneigt fyrir mystík og freistar
þess að segja það sem ekki verður
sagt. Við kynnumst líka skáldinu
sem vill segja frá í ljóði og
„óhreinka" með því hið hreina og
fíillkomna ljóð. Og prósaljóðin
opna augu okkar fyrir hinu
óvænta, skáldskap hversdagsleik-
ans.
Finnskur og íslenskur nútíma-
skáldskapur á það m.a. sameigin-
legt að yrkisefni oft sótt til
náttúrunnar spegla hugarástand,
það sem inni fyrir býr og knýr
skáldin til að ijúfa þögnina þótt
með lágværum hætti sé.
Sýnir í Eden
SIGURÐUR Kristjánsson list-
málari sýnir 35 málverk í Eden
í Hveragerði.
Sigurður Kristjánsson fæddist
14. febrúar 1897. Árið 1918 fór
Sigurður til Kaupmannahafnar og
lærði þar teikningu og húsgagna-
smíði. í sjö ár vann hann síðan
að iðn sinni í Danmörku og
Svíþjóð. Fjögur ár var hann í sigl-
ingum. víða um heim, með nok-
kurra mánaða_ dvöl í Suður-
Ameríku og á Ítalíu. Hann vann
einnig á smíðavinnustofu
Reykjavíkurbæjar svo og á sinni
eigin vinnustofu þar sem hann
vann að listmunaviðgerðum, bæði
fyrir söfn og almenning. Fyrsta
sýning Sigurðar var í Bogasal
Þjóðminjasafnsins 22. júlí til 3.
ágúst 1961. Síðan hefur hann
haldið margar sýningar.
Sýning Sigurðar í Edep stendur
jtil 6. október.
Jeep Cherokee 1988
ÁBYRGÐ ER ÖRYGGI
Við bætist ef
valið er:
4ra dyra kr. 50.600
6 cyl. vél kr. 42.000
Sjálfskipt. kr. 50.100.
Stuttur
afgreiðslufrestur
V\ JeeP EGILL VILHJÁLMSSON HF.
EINKAUMBOÐÁ ÍSLANDI Smiðjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 — 77202
Rússneskt kvöld
i Óperu
í kvöld
Gestakokkur: Leana Bergmann.
Rússneskt hlaðborð.
Rússnesk söngkona:
Kjurigei Alexandre syngur
■fyrir gesti
Missið ekki af þessu einstæða
tækifæri til að kynnast rússneskri
matargerðariist.
Borðapantanir í síma 24999.
PIONEER
1 .071.000 r
LAREDO
1 .220.000
BASE
997.000,-
CHIEF
1.120.000,-