Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 60
60 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 fclk f fréttum COSPER Bruce ásam nýjustuk®r‘ ustunni . sinni, OUviu Brown. vaUmaðunnn BruceWUte Við sögðum frá því í síðustu viku að Bruce Willis hefði fengið Emmy-verðlaun fyrir hlutverk sitt í „Hasarleik", en hann hefur fleiri ástæður til að gleðjast þessa dag- ana. Kvikmyndin „Óvænt stefnu- mót“, þar sem Bruce leikur á móti Kim Basinger, hefur fengið góðar viðtökur hjá bæði áhorfendum og gagnrýnendum, og plata hans „The Retum of Bruno" hefur selst vel, þó að gagnrýnendur séu sammála um að Bruce kunni alls ekki að syngja. Bruce segist alla tíð hafa vitað að hann hefði leikhæfileika á við Laurence Olivier, og kynþokka sem fáar konur gætu staðist - það hefði bara verið tímaspursmál hven- ær heimurinn myndi uppgötva það líka. Þetta óbilandi sjálfstraust Bmce hefur fleytt honum í gegn um mörg erfíðleikatímabil, því hann hefur Iengst af lapið dauðann úr skel, þótt hann virðist aldrei hafa þurft að skera við sig skemmtanir, sem hann stundar grimmt. Bruce er fæddur 19. mars 1955, og ólst upp I hverfí þar sem ítalskir innflytjend- ur voru í miklum meirihluta, og þar tók hann sér nafnið Bruno til að falla betur inn í umhverfið, og það hefur fylgt honum síðan. Strax í skóla lét Bruce mikið bera á sér, hann var kosinn formaður skólafé- lagsins, og það var reynt að reka hann úr skólanum fyrir óspektir. Bruce fór úr einu starfi í annað eftir skóla, hann vann fyrir sér í verksmiðjum og knæpum, og bjó í lítilli íbúð í New York, þar sem rottugangur var daglegt brauð. Hann fékk smáhlutverk í auglýsing- um og slíku, en stóru rullurnar á Broadway létu standa á sér. Bruce — Sjónvarpið mitt er svo lengi að hitna. Aðals- maðurinn Elton John Elton John er vanur að fá það sem hann vill. Hann dreymdi um að stjóma knattspyrnuliði, en enginn vildi fá væskilslegan gleraugnaglám eins og Elton til þeirra starfa, og þess vegna keypti Elton sér bara knatt- spymulið. Ekki læknuðust allar sálarflækjur kappans við það, en hann hefur lengi haft af því nokkrar áhyggjur að vera ekki tekinn fullgildur í hópi aðalsfólks vegna alþýðlegs uppmna síns. Hann hefur nú leyst þetta vandamál á svipaðan hátt og það fyrra, og keypt sér aðalstign. Hann íjárfesti í einhverjum landskika á Spáni, þar sem einhvemtíma hafði búið eitthvert fólk með blátt blóð í æðum, og lét síðan hanna nýtt skjaldarmerki til að fylgja þessum virð- ingarauka sem eignarhaldið á hoijörð þessarri er. A skjaldarmerki Eltons er að finna ýmis tákn sem minna á hinar tvær aðalástríður Eltons í lífinu, tónlistina og knattspymuna; og efst á því trónir tónlistarguðinn Pan, sem spilar á flautu og styður öðrum geitarfætinum á fótbolta. Neðst er svo áletrun á spænsku: „E1 tono es bueno", sem útleggst: „tónlistin er góð“. Það var hug- leitt að setja einkennismerki Eltons, gleraugun, á skjaldar- merkið, en á endanum var horfið frá því, því það þótti of „gervilegt", og skjaldarmerkið á auðvitað að auka á virðuleika Eltons. Drottningarmóðirin: Drottningarmóðirin þykir ekki jafn meðvituð um tískuna og yngra kvenfólkið í konungs- fjölskyldunni, en hún kann að klæða af sér kuldann í Kanada. L Vmsælust allra í Bretaveldi Elísabet drottningarmóðir hélt upp á 87 ára afmælisdaginn sinn um daginn, en þrátt fyrir háan aldur er engan bilbug á henni að fínna, og hún er engu óduglegri að fara um á meðal íbúa Bretaveldis en dóttir hennar og nafna, Elísabet drottning. Af öllum þeim sem til- heyra konungsfjölskyldunni bresku, er drottningarmóðirin sú sem nýtur mestrar Iýðhylli, og hún er sú eina sem breska sóðapressan hlífir alveg við ósmekklegu slúðri og sögusögn- um. Drottningarmóðirin nýtur sín hvergi betur en í kringum „venju- legt fólk“, og hún kom opinberlega fram við 135 tækifæri í fyrra, eða næstum því jafn oft og dóttir henn- ar, drottningin. Nú nýlega heimsótti hún knæpu eina í London, sem hafði unnið einhveija keppni um „heimilislegasta öldurhúsið", og við það tækifæri lét hún sig ekki muna um að drekka glas af dökku öli sem hún hafði sjálf hellt sér í glas. Þá þótti henni takst sérlega vel upp þegar hún var í heimsókn í Kanada fyrir skömmu, en þar átti hún m.a. að halda ræðu í Quebec-fylki. Hinir frönskumælandi íbúar þar eru víst ekki par hrjfnir, pf ens^y kópgf\- fólki, en eftir að drottningarmóðirin hafði lokið ræðu sinni á lýtalausri frönsku, þar sem hún minntist æskuheimsóknar sinnar til fylkis- ins, hafði hún unnið hug og hjörtu allra viðstaddra, ef ekki allra Qu- ebec-búa. Það var annars tilviljun að Elísa- bet Bowez-Lyon varð drottning á sínum tíma, því hún var gift yngri bróður Játvarðs krónprins „Bertie" eins og hún kallaði hann alltaf - sem varð Georg konungur eftir að Játvarður kvæntist Wallis Simpson og gaf upp krúnuna. Ge- org var alls ekki undir það búinn að gerast kóngur, því hann var alla tíð hlédrægur og lítillátur, en hon- um fórst það þó vel úr hendi, ekki síst vegna röggsemi og skipulags- gáfu hinnar vinsælu konu sinnar. Eins og áður sagði er drottning- armóðirin emari en margir þeir sem yngri eru, t.d. lék hún bæði tennis og krikket þar til fyrir nokkrum árum síðan, þegar læknar réðu henni frá því. Hún fann sér þá ró- legri íþrótt, og stundar nú laxveiðar í skosku vötnunum. Þá hefur drottningarmóðirin mikinn áhuga á dýrum, og þá sérstaklega hestum, eins og allt gott kóngafólk í Eng-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.