Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Stjörnu-
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
„Kæri fróðlegi þáttur. Sem
Sporðdreki stenst ég ekki þá
freistingu að koma með
spumingu. Gæti verið að
manneslqa, ég, fædd 29.10.
1954, eigi alls ekki heima í
þessu merki? (Ég get alls ekki
verið köld, fráhrindandi,
móðgandi, nístandi, grimm
o.s.frv. Ég er opin og frekar
hlýr persónuleiki.) Hvemig
má þetta vera? Ég vildi stund-
um óska að ég gæti verið
vond og grimm. Þegar mér
sámar við einhverja get ég
varla komið með það fram í
dagsljósið en fel það innra þó
ég vildi gjaman geta verið
þannig að það sæist."
Svar:
Því miður sendir þú einungis
inn fæðingardag og ár en
ekki fæðingartíma. Það gerir
mér erfiðara um vik að svara
bréfi þínu. Ég vil reyndar
nota tækifærið og nefna það
hér að oft vill brenna við að
það gleymist að senda inn
tíma eða fæðingarstað. Þegar
slíkt gerist er yfirleitt ekki
hægt að svara bréfum þó vilji
sé fyrir hendi.
SporÖdreki
Það sem mér finnst athyglis-
verðast við bréf þitt er að í
fyrrihlutanum telur þú þig
ekki Sporðdreka og nefnir þar
nokkra eiginleika sem þú telur
dæmigerða. í síðari hluta
bréfsins lýsir þú hins vegar
dæmigerðum Sporðdreka-
þætti, en svo virðist sem þú
teljir það ekki til Sporðdrek-
ans.
Aumingja
drekinn
Fyrst verð ég að segja að
aumingja Sporðdrekinn virð-
ist hafa á sér heldur slæmt
orð. í því sambandi er kannski
rétt að taka það fram að öll
merki hafa sína skuggahlið,
hafa neikvæð einkenni. Það
þó einstakt fólk hafi ekki alla
veikleika merkisins í fari sínu
táknar hins vegar ekki að
fólkið sé ekki í merkinu. Ég
vil t.d. segja það að ég tel
mig vera í Nautsmerkinu þó
ég telji mig ekki þröngsýnan
nautnasjúkan og fégráðugan
þumbara. (Þær útgáfur eru
til af Nautinu.) En hvað varð-
ar Sporðdrekann þá held ég
að við ættum að gefa honum
tækifæri og einblína ekki um
of á skuggahliðamar.
TvœrhliÖar
Þú gefur tvær lýsingar á per-
sónuleika þínum í bréfinu.
Annars vegar ert þú opin og
frekar hlý en hins vegar felur
þú ákveðna þætti innra með
þér. Fyrri þátturinn er greini-
lega tengdur Bogmanni, en
þú hefur Tungl, eða tilfinning-
ar, m.a. í Bogmanni. Síðari
þátturinn er hins vegar greini-
lega tengdur Sporðdreka.
Lesa saman
Hér erum við komin að kjama
málsins. Hann er sá að þú ert
bæði Sporðdreki og Bogmað-
ur. Þegar kort þitt er túlkað
þarf að lesa þessi merki sam-
an. Þú sem persónuleiki ert
blanda úr þessum báðum
merkjum. Að lokum þetta:
Svarið við spumingu þinni er
nei, þ.e.a.s. þú átt ömgglega
heima í Sporðdrekamerkinu.
Það virðist einungis sem þú
haldir að til þess að vera í
ákveðnu merki þurfi altar
hliðar merkisins að eiga við.
Auk þess virðist sem þú viður-
kennir Bogmanninn sem
persónuleika þinn en horfír
framhjá þvf að Sporðdrekinn
sé einnig hluti af persónuleik-
anum. Þetta er algengt, að
þegar tvö ólík merki mætast
í persónuleikanum, þá er ann-
að valið og horft framhjá hinu.
Hin endanlega niðurstaða er
semsagt sú að þú ert svokall-
aður Bógadreki.
GARPUR
P&SJS KE/HSr AÐ þH/l
AÐ þAD en EKKJ LérriÆRKAÐ ,
STJÓKNA KDNUHGSKÍK/NU eiERHlU
EN- ■ ■ £W... $£<5£>U ÞEI/H..4C
HVAD’A É&AÐ £G ÞOtZF/ AD
SBGJA &AÐ HUGSA E/NN
GJÖFUNUM? I i NÆE>/
GRETTIR
TOMMI OG JENNI
DRATTHAGI BLYANTURINN
© PIB copenhagen
FERDINAND
SMÁFÓLK
YOU 5U0ULP 5EE HER R00M AT HOME.MA'AM.. HER CL05ET ANP PRE55ER PRAUIER5 ARE 50 NEAT... I THINK SHE KEEP5HER50CK5/Y0URE IN ALPHABETICAL UUEIRC? ORPER! \ 5|R . >
Já, kennarí, þetta var víst
heldur slæmur frágangur
á stílnum.
Ég hefi reynt það, en ég
get ekki verið eins snyrti-
leg og hún Magga.
Þú ættir að sjá herbergið
hennar heima, kennari.
Þar er allt í röð og reglu
í hillunum og skúffunum.
Ég held að hún geymi
sokkana sfna í stafrófsröð!
Þú ert rugluð, herra ...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Þú ert í vestur, í vöm gegn
þremur gröndum suðurs:
Norður
♦ D86
40 iro
♦ KDG107
♦ G42
Vestur
♦ K103 ..
♦ DG1098 II
♦ 543
♦ D10
Suður vakti á einu 12—14
punkta grandi og norður stökk
beint í þrjú grönd.
Útspil þitt er að sjálfsögðu
hjartadrottning, sem sagnhafi
drepur í blindum og spilar spaða
á gosann heima. Þú drepur kóng
og gerir hvað?
Hönd suðurs gæti eins legið
opin á borðinu. í fyrsta slag
upplýstist að suður er með
hjartaásinn. Hann hlýtur einnig
að eiga spaðaásinn, úr því hann
ræðst strax á þann lit. Og tígul-
ásinn vafalaust líka, því annars
hefði hann byrjað á að sækja
hann. Þrír ásar eru 12 punktar
og spaðagosinn sá þrettándi.
Makker á því ÁK í laufi, og þú
getur glatt hann ósegjanlega
með því að spila laufdrottningu
og meira laufi.
Norður
♦ D86
«* iro
♦ KDG107
♦ G42
Vestur Austur
♦ K103 ♦ 942
♦ DG1098 li ♦ 763
♦ 543 ♦ 92
♦ D10 Suður ♦ ÁG75 ♦ Á54 ♦ Á86 ♦ 963 ♦ ÁK875
Umsjón Margeir
Pétursson
Á OHRA-mótinu í Amsterdam
í ágúst kom þessi staða upp í
B-flokki i skák Spánverjans Rom-
ero og v-þýzka stórmeistarans
Lobron, sem hafði svart og átti
leik.
28. - Ba7, 29. Rxd7 - Bxf2+,
30. Khl og hvítur gafst upp áður
en hann var mátaður. Þessi flétta
komst ekki athugasemdalaust [
gegnum tæknideild Morgunblaðs-
ins, því að eins og Ómar Óskars-
son starfsmaður þar benti á er
mun einfaldari mátleið í stöðunni:
28. - Dxfl+I, 29. Kxfl - Bh3+,
80. Kgl — Hel mát.