Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B STOFNAÐ 1913 221. tbl. 75. árg. FIMMTUDAGUR 1. OKTOBER 1987 PrentsmiðjaMorgnnblaðsins AP Gullfótur tek- inn upp á ný? Washington, Reuter. Bandaríkjastjórn er reiðbúin til að miða gengi Bandaríkjadollars og annarra helstu gjaldmiðla við verð á ýmsum nauðsynjavörum og góðmálmum, þar á meðal gulli. James Baker, fjármálaráðherra Bandarikjanna, skýrði frá þessu í gær á árlegum fundi Alþjóða gjald- eyrissjóðsins og Alþjóðabankans, sem nú stendur yfir í Washington. Bandaríkjamenn hættu að miða gengi dollars við gullverð í forseta- tíð Richards M. Nixon árið 1971. Baker telur að á þennan hátt verði unnt að treysta stöðu Bandaríkja- dollars og halda verðbólgu í lágmarki í helstu iðnríkjum heims. Sagði hann að með því að binda gengi helstu gjaldmiðla við verð á ýmsum nauðsynjavörum svo sem hveiti og maís yrði unnt að sjá fyr- ir hugsanlegar verðsveiflur í heiminum. Taldi hann þetta fyrir- komulag geta treyst samkomulag George Bush, varaforseti Bandaríkjanna, (fyrir miðju) ræddi i gær við vestur-þýska ráðamenn. Myndin var tekin er Bush og eiginkona hans, Marianne, (til vinstri) sóttu Richard von Weizsácker, forseta Vestur-Þýskalands, og eiginkonu hans heim í forsetabústaðinn í Bonn. Afvopnunarviðræður risaveldanna: Fullt samráð verður haft við ríki Vestur-Evrópu segir George Bush varaforseti Bandaríkjanna Bonn, Reuter. GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, sagði i Bonn í gær að hugsanlegt afvopnunarsamkomulag risaveidanna myndi ekki verða til þess að Bandaríkjamenn gengju á bak skuldbindingum sínum um að koma Vestur-Evrópu til vamar á átakatímum. Bush sækir nú heim ráðamenn í Evrópu og ræddi hann í gær við vestur-þýska embættismenn og Jacques Chirac, forsætisráðherra Frakklands. Bush er nýkominn frá Póllandi og mun hann skýra leiðtogum Vest- ur-Evrópuríkja frá viðræðum sínum við ráðamenn þar og greina frá gangi afvopnunarviðræðna risa- veldanna. „Að mínu viti er engin hætta á því að Bandaríkjamenn víki sér undan þeim skuldbindingum sem þeir hafa tekið á sig á vettvangi Atlantshafsbandalagsins og noti afvopnunarsamkomulag sem yfir- varp,“ sagði Bush er hann hitti Helmut Kohi, kanslara Vestur- Þýskalands, að máli. Sagði Bush einnig að Bandaríkjastjóm myndi hafa samráð við bandamenn sína í Evrópu um frekari viðræður risa- veldanna. Ýmsir ráðamenn í ríkjum Vestur-Evrópu hafa lýst yfir áhyggjum sínum sökum þessa en þegar liggur fyrir bráðabirgðasam- komulag um upprætingu meðal- og skammdrægra kjamorkuflauga á landi. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, hefur sagt að semji risaveldin jafnframt um upprætingu skammdrægra kjamorkuvopna, sem beita má á vígvöllum, verði ríki Vestur-Evrópu ofurseld yfir- burðum Sovétmanna á sviði hefð- bundins vfgbúnaðar. Embætti f ramkvæmdastj óra NATO: Manfred Wörner sagð- ur eiga sigurinn vísan . Bonn, Osló, Reuter. ÖRUGGT má heita að Manfred Wörner, varnarmálaráðherra Vest- ur-Þýskalands, verði næsti framkvæmdasljóri Atlantshafsbanda- lagsins. Ónafngreindir heimildarmenn í Bonn í Vestur-Þýskalandi sögðu í gær að Bandaríkjastjórn hefði heitið Wörner stuðningi. Káre Willoch, fyrrum forsætisráðherra Noregs, hefur einnig boðið sig fram til starfans og sagði talsmaður norska utanríkisráðuneytis- ins að „óstaðfestur orðrómu11 breytti engu um framboð Willochs. Vestur-þýska dagblaðið Die Welt skýrði frá því í gær að Kjell Elias- sen, sendiherra Noregs í Washing- ton, hefði verið kallaður á fund með embættismönnum í bandaríska ut- anríkisráðuneytinu og hefði honum verið tjáð að Helmut Kohl, kanslari Vestur-Þýskalands, legði áherslu á að Wörner fengi starfið. Munu emb- ættismennimir hafa tjáð Eliassen að þeir teldu Willoch mjög hæfan mann en komin væri upp „erfið staða" sökum framboðs Wörners. Heimildarmenn Reufers-frétta- stofunnar sögðu að áhrifamestu ríkin innan Atlantshafsbandalags- ins, Bandaríkin, Bretland, Frakk- land, Ítalía og Vestur-Þýskaland, hefðu afráðið að veita Wömer braut- argengi. Þar með væri tryggt að hann yrði kjörinn og væri líklegt að Willoch drægi framboð sitt til baka. Carrington lávarður, núverandi framkvæmdastjóri, hefur lýst yfir því að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju og lætur hann af störfum á næsta ári. Talsmaður norska utanríkisráðu- neytisins vísaði fréttum þessum á bug og sagði þær vera „óstaðfestan orðróm". „Okkur hefur ekki borist þetta til eyma og framboð Willochs stendur óhaggað," sagði talsmaður- inn. Káre Willoch vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en því að hann væri enn frambjóðandi norsku ríkisstjórnarinnar. Vitað er að mörg smærri ríki Atlantshafsbandalagsins styðja Willoch og hafa íslensk stjórn- völd lýst yfir stuðningi við framboð hans. Flóðí Suður-Afríku Tugir manna hafa látið lífíð í gífurlegum flóðum, sem dunið hafa yfír undanfama daga í Natal-héraði í Suður-Afríku. Myndin var tekin í gær er vatnselgurinn flæddi yfír kirkjugarð í Lamontville, sem er úthverfí borgarinnar Dur- ban. helstu iðnríkja heims um leiðir til að koma á stöðugleika í gjaldeyris- málum. Að sögn efnahagsmálasérfræð- inga er hugmyndin sú að fylgst verði gaumgæfilega með verðbreyt- ingum á viðmiðunarvörum og góðmálmum svo sem gulli, kopar og tini. Hækki verðið á þessum vörum geti iðnríkin brugðist við með því að takmarka peningamagn í umferð. Ef verðið á hinn bóginn lækkar geta stjómvöld brugðist við í tæka tíð og veitt fjármagni út í atvinnulífíð. Sagði Baker Banda- ríkjastjóm því leggja til að helstu iðnríki heims íhuguðu að taka vísi- tölu þessa upp sem tæki til að greina verðsveiflur. Þessi yfírlýsing Bakers kom mjög á óvart. Þegar hann hafði lokið ræðu sinni gekk hann af fundi líkt og hann gerði á sams konar fundi í Seoul fyrir tveimur árum er hann kynnti hugmyndir sínar um lausn skuldavanda þróunarríkja. Noregur: Lítil veiði oglágtverð fyrirsfldina Sildveiðarnar fyrir Norður- Noregi hafa farið illa af stað og auk þess er síldin bæði smá og mjög blönduð. Ekki bætir heldur úr skák, að verðið, sem fæst fyrir síldina á mörkuðunum i Austur- Evrópu, er lágt og þess vegna halda flestir framleiðendur enn að sér höndunum. Kemur þetta fram í Fiskaren, norsku blaði um sjávarútvegsmál. Verðið til útgerðarinnar er nú um 12,80 ísl. kr. fyrir kg af fyrsta flokks síld, um 9 kr. fyrir annars flokks síld og 6,70 kr. fyrir þriðja flokks síld. Fer mest af saltsíldinni á mark- að í Austur-Evrópu en þar er verðið mjög lágt um þessar mundir. Teije Överskottnes, sem fer með málefni síldariðnaðarins í samtökum norskra flskiðnaðarfyrirtækja, segir, að „ormaskelfingin“ í Vestur-Þýska- landi hafí haft alvarlegar afleiðingar fyrir síldariðnaðinn. „Botninn er dottinn úr vestur-þýska markaðnum og nú er aðeins eftir útflutningurinn til Austur-Evrópu. Norski sfldariðnaðurinn hefur bundið nokkrar vonir við Japans- markaðinn en mikil óvissa er um þróunina þar. Överskottnes sagði þó ljóst, að Japanir vildu ekki borga það sama að raunvirði og þeir gerðu í fyrra og kvaðst hann vita, að ís- lendingar fengju þar nú sama verð fyrir síidina og þeir fengu í fyrra og hitteðfyra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.