Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
Við flutning- á 7. sinfóníu Bruckners voru fengnir fjórir Wagner-túbuleikarar frá Bretlandi.
> *
Askriftartónleikar Sinfóníuhliómsveitar Islands:
Otrúlega góð hljómsveit
með mikla möguleika
- segir stjórnandinn, Frank Shipway
Á fyrstu áskriftartónleikum Sin-
fóníuhljómsveitar íslands í kvöld
heldur breski hljómsveitarstjórinn,
FVank Shipway, á tónsprotanum.
Hann hefur komið hingað tvisvar
áður til að stjórna hljómsveitinni. í
vetur mun hann stjóma femum
tónleikum, tónleikum í kvöld í for-
föllum Finnans Jukka-Pekka
Saraste og þrennum tónleikum
síðar. Hann er ákveðinn stjómandi,
sem krefst mikils af hljóðfæraleik-
urum og segir sjálfur, að hann vinni
hraðar en hljómsveitarfólk eigi að
venjast. En hann nær líka oftast
fram því sem hann vill ná.
Frank Shipway á að baki langan
feril sem stjómandi, hefur stjómað
hljómsveitum víða í Skandinavíu, á
meginlandi Evrópu og í Banda-
ríkjunum. Hann hefur tileinkað sér
mjög ákveðinn stfl, sem minnir á
Herbert von Karajan og greinilegt
er, að Karajan er hátt skrifaður hjá
honum sem stjómandi sem gerir
kröfur til hljóðfæraleikaranna og
hljómsveitarinnar í heild og hann
vitnar til vinnubragða Karajans við
stjóm Fílharmoníuhljómsveitar
Berlínar. En hvemig rak slíkan
mann á fjörur íslendinga?
Heillaðist af
landiogþjóð
„Ég hef ferðast alla mína starfs-
Elisabet Söderström syngur ein-
söng á tónleikunum í kvöld.
ævi sem stjómandi hljómsveita víða
um heim,“ segir Frank Shipway,
„og fyrir nokkrum árum stjómaði
ég Sinfóníuhljómsveitinni í Málmey
í Svíþjóð. Þar er Einar Sveinbjöms-
son konsertmeistari og hann spurði
mig, hvort ég væri tilleiðanlegur til
að stjóma Sinfóníuhljómsveit ís-
lands, ef boð kæmi um slíkt. Ég
féllst á það án þess þó að vita hvers
ég mætti vænta. Þegar ég kom svo
hingað varð ég mjög undrandi á
hversu stórkostleg þessi hljómsveit
er. Ég var hér fyrst í aðeins tvo,
þijá daga, en í fyrra kom ég aftur
og dvaldi þá í hálfan mánuð. Á
þessum tíma kynntist ég hljómsveit-
inni og öllum þeim stórkostlegu
möguleikum, sem hún býr yfir. Auk
þess kynntist ég lítilsháttar al-
mennu tónlistarlífí í Reykjavík. Það
er frábært. Þessi litla borg býr yfir
auðugra tónlistarlífi en finnst í stór-
borgum; það er hreint ótrúlegt.
ekki einungis er mikið tónlistarlíf,
heldur er þátttakan miklu meiri en
maður á að venjast. Það var sama
hvar ég kom, alls staðar var fullt
hús og mikið líf. Ég varð hreint
heillaður og ég hlakka mikið til að
vinna með hljómsveitinni í vetur,
umvafínn allri þessari tónlist,"
sagði Frank.
Harður húsbóndi
Það er æfíng í Háskólabíói.
Hljómsveitin er að æfa frumflutn-
ing hérlendis á 7. sinfóníu Bruckn-
ers og hefur fengið til liðs við sig
Qóra Wagner-túbuleikara en þessi
hljóðfæri eru nauðsynleg fyrir þetta
verk. Þessir hljóðfæraleikarar koma
frá Bretlandi, þar sem þeir starfa
meðal annars í BBC-hljómsveitinni,
sem er með betri sinfóníuhljóm-
sveitum í Evrópu. Almennar
Tryggingar hf. og Eimskipafélag
íslands sáu til þess að mögulegt
var að flytja þessa sinfóníu með því
að kosta ferð túbuleikaranna hing-
Morgunblaðið/Bj arni
Frank Shipway, stjórnandi Sinfóníuhljómsveitar íslands á fyrstu
áskriftartónleikum hljómsveitarinnar í kvöld, á æfingu með hljóm-
sveitinni.
að. Frank Shipway segir hljómsveit-
inni til og gengur með sviðsbrúninni
og hlustar á hvem og einn hljóð-
færaleikara. Hann vill sterkari tón,
skýrari tón. Hann vill fá meira frá
hljóðfæraleikurunum. Hann minnir
í aðra röndina á kennara, sem
sveiflar prikinu og krefst þess að
árangur heimavinnunnar komi í Ijós
í kennslustundinni.
Elisabet Söderström
— sannur listamaður
Ég spurði Frank um tónlistina á
fyrstu tónleikum hljómsveitarinnar
í kvöld.
„Það er ekki auðvelt verk að
spila sinfóníu eftir Bruckner," sagði
Frank Shipway, „en það er unun
að hlýða á tónlistina. Bruckner
skrifar verk fyrir stórar hljómsveit-
ir, verk sem eru oft löng, en með
ótrúlega fallegum köflum.
Ég hlakka einnig til að vinna
með Elisabetu Söderström. Ég hef
oft hlustað á hana og hitt hana,
og oft hefur munað litlu að við
ynnum saman, en því miður hef ég
ekki fyrr en nú fengið tækifæri til
að vinna með henni. Það kom mér
ánægjulega á óvart, þegar ég frétti
að hún myndi syngja á þessum tón-
leikum. Hún er sannur listamaður,
sem gæðir tónlistina nýju lífí. Eng-
inn ætti að missa af því að hlýða
á hana syngja t.d. Bréfasenuna úr
Eugen Onégin eftir Tschaikovsky,
þar sem melódíumar eru hver ann-
arri fallegri eða skandinavísku
söngverkin, sem hún er sérfræðing-
ur í.
Tónlistin og
fjölmiðlarnir
Frank Shipway verður tiðrætt
um tónlistarlífíð hérlendis og þátt
fjölmiðla við mótun almennings-
álitsins gagnvart listalífi almennt.
„Hér á landi eru mörg ónotuð
tækifæri í tónlist og sjálfsagt öðru
listalífi. Þrátt fyrir auðugt listalíf
hér nú, er ég sannfærður um að
akurinn er mun stærri og hér er
auðveldara að ná til almennings til
að njóta listarinnar en víðast hvar
annars staðar. Fólk, sem ég hef
hitt hér, er mjög meðvitað um lista-
lífíð og fylgist vel með. Ég hef
ferðast víða og veit því um hvað
ég er að tala. Hér starfar líka harð-
duglegt fólk, sem leggur mikið á
sig til að ná árangri og nær í raun
undraverðum árangri, þegar haft
er í huga, hversu aðbúnaðurinn er
slæmur, vinnudagurinn langur og
margskiptur hjá mörgum lista-
mönnum. Mér gengur vel að vinna
með svo duglegu fólki, því það svar-
ar vel þeim kröfum sem ég geri um
iistrænan árangur og vinnuhraða,"
sagði Frank Shipway að lokum.
Tónleikarnir verða í Háskólabíói
í kvöld eins og fyrr segir og hefjast
klukan 20.30.
Líf lagt í rúst
Erlendar baekur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Yann Queffelec: Blodbryllup
Norsk þýðing: Birger Huse
Upprunalegur titill:Los noces
barbares
Útg. Norsk Gyldendal 1987
Norsk Gyldendal hefur í haust
verið að senda frá sér nýjar bæk-
ur, þar á meðal eru mjög athyglis-
verðar þýddar bækur. Forlagið
hefur sent Morgunblaðinu nokkr-
ar þeirra og verður þeirra getið í
þessum dálkum á næstunni.
Höfundur Blóðbrúðkaups Yann
Queffelec hlaut hin eftirsóttu
Goncourt verðlaun fyrir ofan-
nefnda bók, árið 1985. Árið áður
hafði hann sent frá sér skáldsög-
una „Le charme noir" og var hún
frumraun hans og vakti athygli.
Blóðbrúðkaup segir frá ungl-
ingsstúlkunni Nicole, sem býr í
litlum frönskum bæ. Hún er ást-
fangin í fyrsta skiptið af Will,
bandarískum hermanni sem hefur
aðsetur með liði sínu í grennd við
bæinn. Will er senn á förum og
Nicole er döpur i huga. En síðasta
kvöldið dregur til ljótra tíðinda.
Will og vinir hans eru á blindafyll-
erí og þeir taka Nicole nauðuga,
til skiptis alla nóttina.
Þeir fara á burtu og það sem
gerðist í litla bænum, sjálfsagt
gleymt um leið. En það hefur lagt
líf stúlkunnar í rúst. Hún er bams-
hafandi og foreldrar hennar,
bakarahjónin í bænum, ganga
beinlínis af göflunum fyrir þá
hneisu sem hún dregur yfír §öl-
Yann Queffelec
skylduna. Báðar reyna þær Nicole
og móðir hennar að koma af stað
fósturláti, en allt kemur fyrir ekki.
Ludovic kemur í heiminn, fyrir-
fram hataður af öllum öðrum en
Nanette frænku sinni. Þó er bak-
arinn hvað grimmastur, því að
fyrstu æviár drengsins krefst
hann þess að drengurinn sé hafð-
ur í einangrun. Eftir að Nicole
hefur seinna flutt í burtu má aldr-
ei bjóða afa hans upp á að þurfa
að sjá hann. Þama var farið yfir
strikið.
Seinna giftist móðir hans
ekkjumanninum Micho með einn
son Tatav og þau Ludo flytja til
Michos. Micho vill reynast
drengnum vel en móðir hans er
haldin þvílíkum viðbjóði á honum,
að öll viðleitni Michos til að dreng-
urinn lifí sæmilega eðlilegu lífí
renna út í sandinn. Ást Ludo á
móðurinni verður smátt og smátt
jafn heit og sjúkleg og hatrið sem
hún ber í bijósti til hans og loks
verður að senda hann í burtu, á
éins konar fávitaheimili.
Hann getur ekki aðlagast lífínu
þar, dreymir um þann dag, þegar
móðir hans muni koma og sækja
hann - eða að hún komi alla vega
í heimsókn. En móðir hans hefur
brugðist honum frá fyrstu tíð og
hún gerir það áfram. Þótt Ludo
nái undirtökunum á síðustu síðum
bókarinnar á óhugnarlegan hátt.
Höfundurinn virðist með sög-
unni vilja segja að sú manneskja
sem lifír lífinu án þess að verða
aðnjótandi kærleika, hljóti að far-
ast.
Bókin er myrk og óhugnaður-
inn situr þar í öndvegi. Þó að
persónumar séu dregnar svona
kröftugum línum að nánast sker
í augu og maður gæti haldið að
þær væru ótrúlegar, verða þær
raunverulegar. Á hinn bóginn er
það galli á sögunni, að höfundur
skuli ekki gera tilraun til að
rökstyðja betur hatrið sem móðir-
in ber til drengsins. Móðirin er
svo svört persóna, að er ögrandi
við lesanda og maður hefði viljað
fá tækifæri til að reyna að skilja
hana. En kannski vakir einmitt
fyrir höfundi að kalla fram slík
viðbrögð. Persóna Michos verður
ólíkt betur gerð. Og Ludo held
ég að verði minnisstæður.