Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
VILT ÞÚ RÁÐHÚS
VIÐ TJÖRNINA?
eftir Ingibjörgu Sól-
rúnu Gísladóttur
Það vil ég ekki og mun því greiða
atkvæði gegn tillögu þess efnis á
fundi borgarstjómar í dag. Ástæð-
umar fyrir þessari afstöðu minni
em ýmsar og ætla ég að rekja þær
hér í eins stuttu máli og mér er
unnt.
Sú ráðhúsbygging sem fyrir-
SELTJNES
Nesvegur 40-82 o.fl
Kópavogur
Bræðratunga
AUSTURBÆR
Ingólfsstræti
Grettisgata 2-36
huguð er á homi Tjamargötu og
Vonarstrætis er í samræmi við þá
tillögu sem hlaut 1. verðlaun í sam-
keppni um bygginguna nú í sumar.
Tillagan er að mörgu leyti hrífandi
og sérstæð og boðar ákveðnar nýj-
ungar í íslenskri húsagerðarlist.
Það verður líka að segjast eins og
er að það gladdi mitt kvenmanns-
hjarta að annar af tveimur höfund-
um hennar er kona. Það breytir þó
ekki því að þama er um verulegt
VESTURBÆR
Tjamargata 3-40
Tjarnargata 39-
Aragata
Einarsnes o.fl.
Ægisíða 44-78
ÚTHVERFI
Básendi
Ártúnshöfði
- iðnaðarhverfi
Birkihlíð
mannvirki að ræða sem mun breyta
ásýnd Tjarnarinnar um ókomna
framtíð. Ásýnd sem er flestum
Reykvíkingum, og kannski lands-
mönnum öllum, hjartfólgnari en
flest annað í borginni.
Sjálfumgfleði samtímans
Það sem einkennir allt umhverfi
Tjamarinnar er byggð gamalla og
veglegra timburhúsa. Tjamargatan
myndar órofa keðju þessara húsa
sem teygir sig yfir í Tjamargötu
11, sem mun hverfa ef ráðhús verð-
ur að veruleika, þaðan í gömlu húsin
við Vonarstræti, Iðnó, Búnaðarfé-
lagshúsið, Miðbæjarbamaskólann,
Fríkirkjuna og endar í húsi Thors
Jensen. Yfir svæðinu hvflir ennþá
kyrrlátur virðuleikablær þrátt fyrir
stöðugt vaxandi bílaáþján. Þessi
byggð og Tjömin sjálf eru tákn
þess sem best var gert í Reykjavík
fyrri tíma. Einu skemmdimar sem
unnar hafa verið á þessu umhverfi
em bygging Oddfellowhússins og
fjölbýlishúsanna við Tjamargötu
2—10. Þessi hús eru ekki slæm í
sjálfu sér og auðvitað ekki byggð
með það í huga að skerða fegurð
umhverfisins. Stærð þeirra lýsir
stórhug og framkvæmdavilja en um
leið mjög takmörkuðum skilningi á
því sem forveramir gerðu best.
Líklega var þama á ferðinni hin
sígilda sjálfumgleði samtímans
gagnvart fortíðinni sem aldrei er
sterkari en á uppgangs- og þenslu-
tímum. Og einmitt núna eru slíkir
tímar.
Flestir Reykvíkingar, og ég þar
á meðal, þekkja ekki umhverfi
Tjamarinnar öðruvísi en með Odd-
fellowhúsi og húsunum Tjamargata
2—10. Samt sem áður hugsa ég að
fiestum þyki þau uppáþrengjandi. Á
mig verka þau eins og aðskotadýr.
Ég er hrædd um að það sama muni
gilda um ráðhúsið. Hversu fallegt
sem það kann að verða að mati
okkar nútímamanna þá mun það
bijóta þá stílhreinu mynd sem við
nú eigum af Tjöminni. Vegna
stærðar sinnar og staðsetningar
verður það alltaf aðþrengt og mun
bera gömlu, virðulegu húsin okkar
ofurliði.
Bílar á botni Tjarnar
En fyrirhugað ráðhús er líka
annað og meira en ráðhús — það
er bílageymsla um leið. Ráðhúsið
ofanjarðar verður 4.600 m2 en í
kjöllurum neðanjarðar taka við
8.800 m2 sem munu hýsa „tækni-
rými“ og bflageymslu fyrir 320—
330 bíla. Til þess að átta sig á
þeirri stærðargráðu sem þarna er
um að ræða má nefna til saman-
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
„Þeir sem leggja allt
kapp á byggingn ráð-
húss gera það því
væntanlega vegna þess
að nú telja þeir lag til
að ráðast í slíka fram-
kvæmd. Nú hafi borgin
efni á því. Nú sé rétti
tíminn. Ef hins vegar
er litið á þá miklu
þenslu og þann mann-
aflaskort sem ríkir á
vinnumarkaðnum þá er
þessi tími fráleitur og
eins framkvæmdahrað-
inn.“
burðar að nýgert bílastæði á
hafnarbakkanum við Faxaskála
rúmar um 370 bíla. Það gefur auga
leið að slík bílageymsla í hjarta
bæjarins kallar á talsverða umferð
á aðliggjandi götur, í þessu tilviki
Vonarstræti og Tjamargötu. Tjam-
argatan mun sérstaklega verða
fýrir barðinu á umferðinni þar sem
aðkeyrslan að bflageymslunni verð-
ur frá þeirri götu.
Gegn þessu eru þau rök að ein-
hvers staðar verði vondir að vera
og best sé að geyma þá f því neðra.
Þetta má til sanns vegar færa en
það hlýtur að vera hægt að finna
þeim ódýrari vist en á botni Tjarnar-
innar þar sem hvert bílastæði kostar
tæplega 760 þúsund krónur!
Kostnaðurinn
750 milljónir
Það kæmi mér ekki á óvart þó
einhveijum yrði fótaskortur á þess-
ari tölu en hún er rétt engu að
síður. Áætlaður kostnaður við ráð-
húsbygginguna er 750 milljónir
króna, þar af 500 vegna ráðhússins
og 250 vegna bílageymslunnar.
Þetta dýra mannvirki vill meirihluti
borgarstjómar byggja á rúmum
tveimur árum á þeirri fullgildu for-
sendu að byggingin verði staðsett
á viðkvæmum stað sem ekki þoli
að vera í upplausn ámm saman.
Þegar Reykvíkingar ganga að kjör-
borðinu í næstu sveitarstjómar-
kosningum mun því standa nánast
tilbúið ráðhús við Tjömina.
En viljum við öðru fremur eyða
750 milljónum í slíkan minnisvarða?
750 milljónir em engir smáaurar
og það má margt fyrir þær gera.
Mér reiknast t.d. til að það mætti
byggja a.m.k. 25 dagvistarheimili
með 75 deildum fyrir þessa fjár-
muni. Það myndi nægja til að tæma
þann langa biðiista sem nú er eftir
dagvistarrými í borginni. Eða það
mætti byggja hátt á annað hundrað
þjónustuíbúðir fyrir aldraða og
leysa þannig vanda þeirra sem verst
em settir. Báðar þessar fram-
kvæmdir væm mjög merkilegir
áfangar í sögu borgarinnar og
minnisvarðar um menningarstig
hennar.
Kannski hefur borgin aldrei efni
á því að byggja sér ráðhús því allt-
af verða einhver brýn félagsleg
verkefni sem þarfnast úrlausnar.
Ég er sjálf þeirrar skoðunar að það
sé skylda sveitarfélaga að láta slík
verkefni alltaf ganga fyrir enda í
samræmi við uppmna og eðli þeirra
að sinna framfærslu öðm fremur.
Rétti tíminn?
En nú er hins vegar góðæri í
landinu sem hefur skilað sér ríflega
í borgarsjóð. Hafa tekjur hans auk-
ist vemlega á undanförnum ámm.
Þeir sem leggja allt kapp á bygg-
ingu ráðhúss gera það því væntan-
lega vegna þess að nú telja þeir lag
til að ráðast í slíka framkvæmd.
Nú hafi borgin efni á því. Nú sé
rétti tíminn. Ef hins vegar er litið
á þá miklu þenslu og þann mann-
aflaskort sem ríkir á vinnumark-
aðnum þá er þessi tími fráleitur og
eins framkvæmdahraðinn. Það þarf
mikinn mannskap til að rífa upp
ráðhús á rúmum tveimur ámm og
slík framkvæmd því líklegri en ekki
til að auka enn frekar á þensluna.
Má auðveldlega færa fyrir því rök
að eini rétti tíminn fýrir opinberar
stofnanir til að byggja sér minnis-
varða sé á tímum samdráttar og
atvinnuleysis. Þá þarf vinnumark-
aðurinn á því að halda en ekki núna.
Ég spurði í upphafí þessarar
greinar hvort þú vildir ráðhús við
Tjörnina. Svar hvers og eins í þessu
máli er mjög mikilvægt og getur
ráðið úrslitum um hvort af bygg-
ingu verður eða ekki. Borgarstjóm
hefur áður samþykkt ráðhúsbygg-
ingu á fyllingu í norðurenda
Tjamarinnar, og meira að segja
einum rómi, án þess að af yrði. Nú
þakka flestir skynsömum borgarbú-
um og forsjóninni fyrir að af þeirri
byggingu varð aldrei. Ætla borg-
arbúar að láta málið til sin taka
núna?
Höfundur er borgarfulltrúi
Kvennalistans.
Kennslubók um
efnahagslífið
BÓKIN Efnahagslífið og við,
ágrip af þjóðhagfræði og haglýs-
ingu íslands eftir Björn Matt-
híasson er nýlega komin út hjá
Bókaverslun Sigfúsar Eymunds-
sonar.
Bókin er kennslubók í þjóðhag-
fræði og um íslenskt efnahagslíf
fyrir efri bekk mennta- og fjöl-
brautaskóla.
í frétt frá útgefanda segir m.a.
að bókin sé einnig aðgengileg til
almennrar sjálfsmenntunar. Hún sé
að því leyti frábmgðin fyrri
kennslubókum á þessu sviði fyrir
álíka lesendahóp að hrein hagfræði
er tengd fróðleik um íslenskan þjóð-
arbúskap.
Höfundur bókarinnar, Bjöm
Matthíasson, er hagfræðingur við
Seðlabanka íslands. Hann hefur
einnig unnið fyrir Alþjóðagjaldeyr-
issjóðinn í Washington og EFTÁ í
GárifUBjöm> hefur ulú árabil einrtig
verið kennari við Háskóla íslanqs.
VELDU
®TDK
ÞEGAR ÞU VILT
HAFA ALLT Á
HREINU
Innilegar kveðjur og þakkir til Jjölskyldu
minnar, vina og frœndliðs, sem glöddu mig
með gjöfum, símskeytum, símtölum og ekki
síst með að líta inn, þann 13. sept. sl.
Rósa Friðríksdóttir,
Sunnubraut 24.
Kœra þökk fyrir kveðjur, gjafir og skeyti á
afmœlisdaginn minn 24. september.
HaraldurS. Norðdahl.
Innilegar kveðjur og þakkir til allra þeirra, sem
glöddu mig með heimsóknum og gjöfum á 60
ára afmœlisdaginn 18. september sl.
Liftð heil.
-,033£ iJ ti9V 61-0Þ .114
HVERNIG A AD MURA
Þú færð svarið ásamt ótal
upplýsingum varðandi
einangrun hjá ráðgjafa
Steinullarverksmiðjunnar í síma
83617 frá kl. 9-11.
STEINULLARVERKSMIDJAN HF
Blaðburöarfólk
óskast!
35408
83033