Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
21
M etsölutímaritið MANNLIF
er komið út
s,9aunum,
nsr°ddin í Mezzn
Noei McCalla
>h°gsstefna
tfómarinnar:
ón fyrirheits?
Sumir eru greindari en aðrir. Undra-
börn, fólk, sem virðist fætt með af-
burðagreind eða sérgáfu, hafa verið
forvitniefni um aldir. Um þau fjallar
Mannlíf og ræðir við íslensk undrabörn
um kosti þess og galla að vera fæddur
með snilligáfu: Þórunn Jóhannsdóttir,
Ashkenazy, Guðfríður Lilja Grétars-
dóttir, 15 ára skákséní, Friðrik Ólafs-
son, stórmeistari,
Guðni Elísson, 22 ára,
cand.mag., Finnur
Lárusson, 20 ára, BS
í stærðfræði, Sigrún
Eðvaldsdóttir, fiðlu-
j snillingur.
Það kom annað hljóð í strokkinn
fyrir nokkrum árum hjá þekktustu
popphljómsveit íslendinga, Mezzo-
forte, þegar mannsröddin hélt
innreið sína íjazzblendna tónlist
hennar. Hinn þeldökki söngvari
Noel McCalla segirfrá sjálfum sér
í skemmtilegu viðtali við Mannlíf.
Nýjar ríkisstjómir eru myndaðar á grundvelli
málefnasamnings, þar sem tíundað er hvað
stjórnin ætlar sér að gera á kjörtímabilinu. En
er eitthvað að marka slík plögg? Sigurður
Snævarr, hagfræðingur hjá Þjóðhagsstofnun,
skoðar stjómarsáttmála undanfarinna ára og
rýnir í forsendur málefnasamnings ríkisstjórnar
Þorsteins Pálssonar í athyglisverðri grein.
Fáir menn hafa verið jafn umtalaðir á íslandi að undanfömu og Jósafat
Amgrímsson, áður umsvifamikill athafnamaður á Suðurnesjum og þingmanns-
efni, nú í „útlegð“ eins og hann segir sjálfur, á íriandi; dæmdur maður, kallaður
„alheimskrimmi" í íslenskum fjölmiðlum og gengur undir nafninu Joe Grímson.
í einstæðu viðtali við Mannlrf segir Jósafatfrá sínum sjónarhóli af ævintýraleg-
um og umdeildum ferii, sem náði hápunkti í hinu alþjóðlega „skreiðarsölu-
hneyksli", sem m.a. varefni sjónvarpsþáttar og hérvarsýndurfyrir skömmu.
Sígaunar, þessar landlausu
flökkukindur, eru vinsælt efni
í þjóðsögur. En hverer raun-
veruleikinn? Mannlíf heim-
sótti búðirsígauna í
Bretlandi og ræðir við nokkra
fulltrúa flökkuþjóðarinnar.
Meðal Qölmargs annars efnis:
- Fólkið, sem grefur upp fortíðina: Er pottur
brotinn í íslenskum fornleifarannsóknum?
- Þorgeir Þorgeirsson, rithöfundur, skrifar um
það, hvort afburða óperur eða afburða skáldsögur
geti orðið að afburða kvikmyndum.
- Inga Bima Jónsdóttir, fyrrum formaður
menntamálaráðs og varaþingmaður, segirfrá því,
hvers vegna hún hrökklaðist úr landi og hvernig
var að byrja uppá nýtt í Danmörku.
Frjálstframtak
Ármúla 18, sími 82300.
- Asgeir Tómasson skrifar um uppsveiflu
íslensks gleðipopps.
- Ámi Björnsson tekur ’68-kynslóðina á beinið í
svari við grein Gests Guðmundssonar í Mannlífi
frá því í sumar.
- Pabbi peningamarkaðarins: Gunnar Helgi Hálf-
dánarson, forstjóri Fjárfestingafélagsins.
- Séntilmaður sviðsins: Hallmar Sigurðsson, leik-
hússtjóri LR.
- Karlmannatískan í haust og vetur.