Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 59 Minning: Guðmundur K. Ei- ríksson prentari Fæddur 19. september 1906 Dáinn 22. september 1987 í dag kveðjum við hinstu kveðju Guðmund K. Eiríksson prentara, Bergstaðastræti 50a, en hann lést snögglega að kvöldi þann 22. sept- ember sl. Aðeins þremur dögum áður höfðum við mæðginin litið inn til þeirra hjóna á afmælisdegi hans og átt með flölskyldunni notalega og yndislega kvöldstund eins og svo oft áður. Er hann kvaddi okkur og þakkaði okkur innilega fyrir kom- una óraði okkur ekki fýrir þeim snöggu umskiptum sem nú eru orð- in, þó að við vissum að heilsu hans hefði hrakað að undanfömu. Guðmundur Kolbeinn eins og hann hét fullu nafni var einn af eldri borgurum Reykjavíkur; alda- mótamaður, sem hafði lifað tímana tvenna og setti svip sinn á mannlíf í borginni, þó hvorki með hávaða né fyrirgangi á torgum og gatna- mótum heldur hljóðlátu lífi sínu og starfi. Hann var fæddur hér í borg hinn 19. september 1906, yngsti sonur hjónanna Eiríks Sigurðsson- ar, trésmiðs frá Tungu í Grafningi, Sigurðssonar bónda og konu hans, Þórdísar Jónsdóttur, bónda á Heiði Kveðja frá Landssam- bandi bakarameistara Myndir minninganna streyma fram þegar félagi fellur frá. Alex- ander H. Bridde bakarameistari var aðeins 39 ára þegar hann lést. Hann rak ásamt föður sínum Mið- bæjarbakarí af þekktum dugnaði og myndarskap. Alexander reyndist Landssam- bandi bakarameistara traustur félagsmaður er lét sér framgangs fagsins miklu skipta, þótt hann hafi ekki sóst eftir trúnaðarstörfum á þeim vettvangi. Erum við bakara- meistarar þakklátir honum fyrir hreinskilni í skoðunum og dreng- lyndi í samskiptum. Við kveðjum félaga okkar nú að loknum starfsdegi og þökkum sam- fylgdina. Fjölskyldu hans sendum við inniiegustu samúðarkveðjur. Haraldur Friðriksson bakarameistari Birting af- mælis og minningar- greina Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldrfl.-oniímiín óuaaulíi á Rangárvöllum, Jónssonar, en þau bjuggu á Frakkastíg 21. Eldri bræður Guðmundar voru Sigurður Júlíus múrari, fæddur 21. október 1901, dáinn 9. ágúst 1966, en eftir- lifandi kona hans er Guðrún Eggertsdóttir Norðdahl frá Hólmi, og Guðjón Ingvar, fæddur 12. des- ember 1902, fyrrum starfsmaður Vélsmiðjunnar Héðins, og er Guðjón því einn eftir á lífí þeirra bræðra. Kona hans var Guðfínna Magnús- dóttir, en hún lést 6. janúar 1976. Guðmundur ólst upp við nokkuð kröpp kjör í æsku, enda víða mikil fátækt í Reykjavík á þeim árum. Hann hóf nám í Félagsprentsmiðj- unni í ársbyijun 1922 og lauk þar námi í setningu. Starfaði þar síðan áratugum saman sem vélsetjari og síðar við dagblaðið Vísi frá mars 1963 þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir um sjötugt. Guðmundur var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Svana Ingi- björg Þorbergsdóttir. Þau giftust 1936, en slitu samvistir. Sonur þeirra er Runólfur Þór, fæddur 20. desember 1936. Hann hefur mjög lengi verið búsettur í Bandaríkjun- um og er kvæntur Camillu Ric- hardsdóttur. Eftirlifandi kona Guðmundar er Þómý Magnúsdóttir, bakara í Reykjavík, Þórðarsonar og konu hans, Ragnhildar Hannes- dóttur. Þau giftust 16. júlí 1955. Dóttir þeirra er Þórdís læknaritari, fædd 9. júní 1950, gift Helga Há- koni Jónssyni viðskiptafræðingi. Bamaböm Guðmundar em 7 og bamabamaböm 2. Guðmundur hóf ungur nám í prentiðn og tengdist þannig bóka- gerð og bókiðju og snemma bar á „fysn hans til fróðleiks og skrifta". Hann var allt frá unga aldri bók- hneigður, las mikið og safnaði bókum og átti er tímar liðu fram mjög stórt bókasafn. Hann var unn- andi fagurra bókmennta og þjóð- legs fróðleiks og hreifst af fegurð í tónlist og söng. Hann var ágæt- lega ritfær og gaf út greinasafn með myndum um Stefán Guð- mundsson óperusöngvara, Stefano íslandi 1937, smásagnasafn Hótel- rottur 1939 og skáldsögu Paradís- arstræti, svipmyndir frá liðnum tíma 1968 undir höfundamafninu Kolbeinn Eiríksson, en sú saga hef- ur verið færð í leikbúning og sýnd á sviði, auk greina í blöðum og hann ritstýrði ásamt öðmm tímarit- inu Prentaranum um fjögurra ára skeið. Alla tíð var mjög kært og inni- legt vináttusamband milli bræðr- anna allra og þeir heimagangar hver hjá öðmm, áhugamálin um margt svipuð og fjölskyldumar samhentar. Þannig var ég, sem þessar línur rita, og mín fjölskylda tíðir gestir á notalegu og hlýlegu heimili Guðmundar föðurbróður mfns og ágætrar og elskulegrar eiginkonu hans, Þómýjar, og ævin- lega tekið opnum örmum með glaðværð. Þau bjuggu fyrst lengi í litlum bæ á Bókhlöðustíg 6, sem áður hét Stöðlakot og var þekktur bær í Reykjavík á sinni tíð. Þar ólst upp einkadóttir þeirra, Þórdís, og augasteinn beggja og hún hefur svo sannarlega reynst þeim góð dóttir. Fyrir allmörgum ámm keyptu þau Guðmundur og Þómý í félagi við dóttur sína og tengdason húseignina Bergstaðastræti 50a og hafa búið þar í skjóli þeirra síðan, en þau Þórdís og Helgi hafa reynst þeim stoð og stytta í erfiðleikum og veikindum. Þannig hefur Þómý átt við þráláta og erfíða vanheilsu að stríða áratugum saman og legið fjölmargar legur á sjúkrahúsum og þá hef ég vitað Guðmund frænda einna daprastan, því að hann tók veikindi hennar mjög nærri sér, enda viðkvæmur og hjartahlýr að eðlisfari. Mátti raunar segja að þau mættu vart hvort af öðm sjá. Bamabömin hændust mjög að afa sínum, enda Guðmundur mjög bamgóður og nú síðustu árin hefur Klara litla, dótturdóttir þeirra, verið sannkallaður sólargeisli í lífi hans og Þómýjar. Guðmundur var sannur og ein- lægur vinur vina sinna og tröll- tryggur. Hann hafði til að bera ríka réttlætiskennd og átti lítilmagninn ævinlega málsvara þar sem hann fór. Hann var hlédrægur að eðlis- fari, en gat þó verið hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi, kunni að gleðjast með glöðum og hlæja hjartanlega ef eitthvað smellið bar á góma og oftast var stutt í glað- værðina þegar við hittumst. Hann var greindur vel, fróður og fylgdist vel með mönnum og málefnum. Stálminningur var hann langt fram eftir aldri, en nú á síðustu missemm hafði skammtímaminni hans hrakað nokkuð. Hann fann það gjörla og það þjakaði hann oft. En alltaf var ljúfmennska hans söm og jöfn og ævinlega jafn notalegt að vera í návist hans. Fyrir tryggð hans og vináttu í minn garð og fjölskyldu minnar vildi ég mega þakka af al- hug að leiðarlokum, vináttu, sem aldrei bar skugga á og biðja honum blessunar. Þómýju og öllum öðmm ástvin- um hans sendi ég innilegar samúðarkveðjur mínar og minna. Eiríkur Sigurðsson t Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, sonar míns, föður okkar, tengdaföður og bróður, JÓHANNS ÁGÚSTS GUNNARSSONAR rafvirkjameistara. Aðalheiður M. Jóhannsdóttir, Karl Jón Karlsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Aðalheiður Jóhannsdóttir, Erla Björg Jóhannsdóttir, Berglind Jóhannsdóttlr. Jóhanna H. Gunnarsdóttir, Sverrir Gunnarsson, Hörður Gunnarsson, A. Birna Gunnarsdóttir, Guðmundur Hallgrfmsson. t Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÞÓRÐAR ö. JÓHANNSSONAR, Þórsmörk 1, Hveragerði. Guðrún Þjóðbjörg Jóhannsdóttir, Þórunn Björnsdóttir, Guðrún, Svava og Arnheiður. SVAR MITT eftir Billy Graiiam Friður á jörðu Heidur þú að í raun sé unnt að koma á friði meðal þjóð- anna? Ég hef miklar áhyggjur af kjarnavopnunum. Stundum óttast ég að friðurinn verði ekki varanlegur. Sannur og varanlegur friður kemur ekki fyrr en við endurkomu Jesú Krists og ríki (eða yfírráð) Guðs verður algjör vemleiki. Þetta er hin dýrlega von okkar. Sá dagur rennur upp þegar við getum sungið: „Heimsríkið er orðið ríki drottins vors og Krists, og hann mun ríkja um aldir alda". (Opinb. 11,15.) Maðurinn einn getur aldr- ei komið varanlegum friði til leiðar. Það er aðeins á valdi Guðs. Samt ættum við ekki að láta okkur friðarmálin í léttu rúmi liggja. Við skulum láta einskis ófreistað að semja frið. Friði má koma á að vissu marki í heiminum, og okkur ber að styðja alla þá sem vinna með sönnum friði. Jesús sagði: „Sælir em friðflytjendur, því að þeir munu guðssynir kallaðir verða" (Matt. 5,9). Páll postuli hvatti kristna menn til að biðja „fyrir konungum og öllum þeim sem hátt em settir til þess að vér fáum lifað friðsamlegu og rólegu lífí í allri guðhræðslu og sið- prýði. Þetta er gott og þóknanlegt fyrir frelsara vomm Guði“ (1. Tím, 2,2-3). Ef til vill er þér kunnugt um að þetta hefur lagst æ þyngra á huga minn á seinni ámm vegna þess að nú hafa verið framleidd skelfíleg vopn sem nota má til að deyða fjölda manna og em miklu skæðari en við getum ímyndað okkur. Þetta mál er engu síður sið- ferðilegt og andlegt en pólitískt. Gleymum þó ekki hvað það er, samkvæmt Biblíunni, sem er hin raunvemlega undirrót átaka og styijalda milli manna og þjóða. Bibl- ían segir að hið eiginlega vandamál sé mannshjartað. Þar ríkir eigin- gimi, ágimd og valdafysn. Þessu veldur syndin. „Af hveiju koma stríð og af hveiju koma bardagar meðal yðar? Af hveiju öðm en af gimdum yðar sem heyja stríð í limum yðar? Þér gimist og fáið ekki. Þér drepið og öfundið og getið þó ekki öðlast. Þér beriist og stríðið" (Jak. 4, 1—2). Okkur verður því ljóst að frumþörf núlifandi kynslóðar er sú að hjartað breytist. Það hefur Kristur einn í hendi sér. Við skulum rannsaka hvort hjörtu okkar sjálfra hafí breyst fyrir tilstilli hans. Notum síðan sérhvert tækifæri til að segja öðmm frá honum svo að hjörtu þeirra breytist líka og friður komi í ríkara mæli en reyndin er nú. t Við þökkum innilega auösýnda samúð og vináttu við andlát og útför HELGA BJÖRNSSONAR frá Hnífsdal. Elfn Pálsdóttir, Guðmundur Heigason, Steinunn M. Jóhannsdóttir, Björn Helgason, Marfa Gfsladóttir, Halldór Helgason, Steingerður Ingadóttir, Ólöf Helgadóttir, Kristján Pálsson, Guðrún Heigadóttir, Cliff Hancock, Reynir Helgason, Monica Mary Mackintosh, Björk Helgadóttir, Stfgur Arnórsson, Gunnjóna Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúöarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför KRISTINS HELGASONAR, Álfaskeiði 64, Hafnarfirði. Guðlaug Elfsa Kristinsdóttir, Nanna Snædal, Jakob Bjarnar, Atli Geir og Stefán Snær Grétarssynir, Marfa Anna Þorsteinsdóttir. Kveðja: AlexanderH. Brídde bakarameistarí
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.