Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 54
54 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 Hugflæði Harðar Reykjavíkur- plata frá Megasi Frá Megasi er væntanleg plata fyrir jólin, en hann gerði samning um hljómplötuútgáfu við Gramm- ið í sumar. Plötuna tók Megas upp í Stemmu á Seltjarnarnesi, en upptökustjóri og aðstoðar út- setjari var breskur, Brian Pugs- ley, sem áður hefur starfað með Sykurmolunum. Rokksíðan brá sér vestur í Stemmu, og innti Megas eftir því hvor um væri að ræða frávik frá þvf sem hann hefði áður gert, hvort hann væri að breyta til tónlistarlega. Það held ég ekki. Það eina væri þá að tónlistin er fjölbreyttari en í fyrra, ég var þá á þrengra, af- markaðra svæði. Nú er það meira svona allt mögulegt. Þetta er Reykjavíkurplata, það voru allir farnir að gera Reykjavík- urplötur svo ég sá mitt óvænna. Platan kemur og út í tilefni af 201 árs afmæli borgarinnar. Ert þú þá ánægður með útkom- una, ertu ánægður með plötuna elns og útlit er fyrir að hún verði? Já ég er mjög ánægður með hana og þaö hefur verið mjög gam- an að vinna að henni með Brian. í fyrra vann ég öðruvísi, þá sá Tómas Tómasson um útsetningar út frá mínum grunnhugmyndum án þess ég væri beinlínis með puttana í því. Nú hef ég verið meira yfir þessu og við Brian út- setjum saman. Það er að vísu meiri vinna, en það er aftur ánægjulegra. Hvernig miðar? Það er búið að vinna níu lög af sautján. Tólf fara á plötuna og fimm verða sett á geisladisk sem einskonar agn. Hvað með hljóðfæraleik? Gulli leikur á alla gítara, utan þess sem Þorsteinn spilaði inn, auk þess sem hann er með um- sjón, hann er þriðja eyrað. Sig- tryggur leikur á trommur, Haraldur Þorsteinsson leikur á bassa, syst- urnar Inga og Björk Guðmunds- dætur syngja, Þorgeir Ólafsson leikur á saxófón, Eyþór Gunnars- son spilar á píanó og hljómborð, organisti, líkt og í öðrum kirjum, er Karl Sighvatsson, Daöi leikur á óbó, Reynir leikur á harmonikku, Vilma leikur á fiðlu, Ásbjörn leikur á munnhörpu, Tómas R. leikur á kontrabassa og svo mætti lengi telja. Það er mikil breidd í tónlist- inni og kannski væri fljótlegra að geta þess sem ekki er til staðar en þess sem er. Torfasonar Guili, Megas og Brian. Morgunblaðiö/Bjarni í dag kemur út plata Harðar Torfasonar, Hug- flæði, sem Steinar gefur út. Segja má að Hugflæði se tímamótaplata fyrir Hörð, því ekki hefur hann áður látið öðrum eftir að útsetja lögin sem hann semur sjálfur. Við gerð hennar hafði hann sér til aðstoðar upptökustjórann P.H. Juul, sem er einn kunn- asti upptökustjóri Dana, og bassaleikarann Jörgen John- beck, sem leikur á bassa í öllum lögum og sér að auki um útsetningar. Á plötunni eru tólf lög eða tólf sögur eins og Hörður lítur á lögin. Textarnir eru per- sónulegir og yfir þeim er léttara en á síðustu plötu Harðar, Tabú, enda hefur Hörður sagt í viðtali að Hug- flæði sé dagur, birta, gleði og kæti, ólíkt Tabú sem var nóttin, ruglið, brennivínið og dópið. Plötuflóð í lokin má vitna í orð Bubba Morthens á bakhlið plötuum- slagsins: „Þetta eru sundurlaus orð um eina af bestu plötu íslenskrar vísnatónlistar, en þessi plata er sönn. Ég óska þeim sem kaupa þess plötu hins sama og henti mig er ég heyrði hana, gleði og ánægju yfir því að svona tón- list skuli vera samin enn í dag." Árið í ár ætlar að verða mesta íslenskt plötuútgáfuár frá örófl, þegar er búið að gefa út tuttugu og sjö plötur að mlnnsta kostl og þrjátfu og fimm eru eftir. Fyrsta platan af þeim þrjátíu og fimm er Hugflæði Harðar Torfa- sonar sem kemur út 1. október. Steinar gefur þá plötu út og gefur einnig út í haust plötur með Rauð- um flötum, Grafík, Ríó Tríó, Bjart- mari, Eyjólfi Kristjánssyni, Ladda, Model, Gunnari Þórðarsyni, Greif- unum og tvær til þrjá plötur til viðbótar. Skífan gefur út plötur með Guð- jóni Guðmundssyni, Gaua, Ásgeiri Sæmundssyni, Björgvin Halldórs- syni og Jóhanni Helgasyni, en mun auk þess dreifa plötu með Strax. Grammið gefur út plötur með Bubba Morthens og Megasi, en auk þess dreifir Grammið plötu Sykurmolanna sem gefin verður út á Bretlandi. Geimsteinn gefur líklegast út tvær hljómplötur, plötu með Rún- ari Georgssyni og Þóri Baldurssyni og plötu með Rúnari Júlíussyni. Hljómplötuútgáfan Tóný gaf ný- lega út plötu með Rúnari Rimla- rokkara en væntanlegar eru plötur með Siggu Beinteins, Sverri Stormsker, tvöföld, og líklega einn- ig með Súld og Stanya (Þorsteini Magnússyni). Fálkinn gefur aðeins út eina plötu, plötu með Bjarna Tryggva- syni, en dreifir aftur á móti plötu Rickshaw, sem gefin er út á Bret- landi. Smekkleysa s/m sendir frá sér plötu Sykurmolanna, sem gefin er út í samvinnu við enskt fyrirtæki, og heyrst hefur að Smekkleysu- menn séu að íhuga að gefa út plötu með Johnny Triumph. Nýtt útgáfufyrirtæki, Bat, gefur út blúsrokkplötu Bobby Harisson, sem hann tók upp með sveit sinni sem í eru þeir Friðrik Karlsson, Eyþór Gunnarsson ofl. Þessari upptalningu lýkur síðan á útgáfu Erðanúmúsík, en Erðanú- músík gefur líklegast út sk. „flexi“- plötu með S/H draumi og fyrir jólin kemur út tólflagaplata með inni. TSOL-tónleikar SfcTbastarnF ^ Morgur4iaó<aÆuerr<r 1 Li í enduðum ágúst gáfu Sykur- molarnir út á plötu í Bretlandi lagið Ammæli undir nafninu Birthday. Velgengni lagsins hef- ur orðið meiri en nokkur þorði að vona og þegar þetta er ritað er lagið í tólfta sæti breska „in- dependent" listans, á örri uppleið. Segja má að fyrsti vísirinn að því sem síðar varð hafi verið þegar breska tónlistartímaritið Melody Maker valdi Birthday lag vikunnar með þeim ummælum að það væri ógleymanlegt. í kjöl- far þess fóru tveir molar ytra til viðtals við blaðið og um leið við önnur blöð. Melody Maker, ‘""'hýiÉfct opnu eða heilsíðu viðtöl við mol- ana tvo, þá Björk og Einar Örn. Þegar fyrsti „indie" listinn eftir þennan uppslátt var birtur var lagið þar í 24. sæti. í nýjum blöð- um má síðan sjá að lagið er komiö í tólfta sæti, á hraðri upp- leið. Sykurmolarnir eru ná á förum út og halda þeirtónleika í London um miðbik mánaðarins til að kynna plötuna enn frekar. Af þeim sökum geta þeir ekki leikið á undan bandarísku sveitinni TSOL í' (slensku óperunni eins og ákveöið hafði verið, en Bleiku bastarnir hlaupða í skarðið. Nán- ar um það annarsstaðar á E-X Morgunblafiið/Bjarni í kvöld og annnað kvöld heldur bandaríska rokksveitin TSOL tvenna tónleika hér á landi. Fyrri tónleikarnir verða í Casa- blanca, en þar leikur hljómsveitin E-X á undan Bandaríkjamönnun- um. E-X hefur lítið haft sig í frammi síðan í júlí, en ætlar að hefja öflugt vetrarastarf með tónleikunum í kvöld. Eftir frammistöðu sveitar- innar fyrr í sumar er víst að liðsmenn liggja ekki á liði sínu í Casablanca. Síðari tónleikar TSOL verða í Óperunni, en þar var auglýst að Sykurmolarnir myndu hefja tón- leikana. Það hefur þó breyst, enda þurfa Sykurmolarnir að fara til Bretlands, og eru líklegast farnir utan þegar þetta kemur á prent. í stað Sykurmolanna koma Bleiku bastarnir, sem víða hafa leikið að undanförnu og eru ein af efnilegri sveitum á landinu um þessar mundir. Ljósmynd/BS Sykurmolasókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.