Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 72
Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA +annn $ SUZUKI ___^uglýsinga- síminn er 2 24 80 FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Knattspyrna: IanRosstek- urviðhjáKR IAN Ross, sem þjálfað hefur 1. deildarlið Vals í knattspyrnu Þriðji alnæm- issjúkling- urinn látinn MAÐUR á fertugsaldri lést ný- lega í Borgarspítalanum í Reykjavík af völdum alnæmis. Hann er þriðji alnæmissjúkling- urinn sem látist hefur af völdum sjúkdómsins hér á landi, en alls hafa greinst fjórir einstaklingar með alnæmi á lokastigi. Hér á landi hafa 32 einstaklingar greinst með mótefni gegn alnæmis- veirunni, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá embætti landlækn- is. Þar af eru 14 einkennalausir og 1'4 með forstigseinkenni alnæmis. Fyrsti íslenski sjúklingurinn greindist með alnæmi á lokastigi í október 1985 og lést hann skömmu síðar. Annar alnæmissjúklingur lést í febrúar á þessu ári og svo hinn þriðji nú í september. Þeir voru all- ir karlmenn. undanfarin fjögur ár, gekk seint í gærkvöldi frá tveggja ára samningi við KR. „Það var erfíð ákvörðun að hætta hjá Val, en þetta er rétti tíminn til að breyta til og ég er mjög ánægður með að taka við KR-liðinu. Mér hefur líkað mjög vel hjá Val, liðið hefur staðið sig vel, en nú er það KR og ég mun gera það sem ég get til að liðinu gangi sem best. Ég kom sem vin- ur til Vals og ég kveð sem vinur," sagði Ian Ross í samtali við Morg- unblaðið í gærkvöldi, en hann fer til Englands snemma í dag. Valur varð íslandsmeistari í sumar undir stjóm Ross, en þeim áfanga náði félagið tvívegis þau fjögur ár sem hann var við stjómvölinn. Sjá bls. 71. Ljósmyndir frá 1882-85 Ljósmyndir sem teknar voru á íslandi á árunum 1882 til 1885 ru komnar í leitirnar og eru itta 116 mannlífsmyndir sem Frank Ponzi listfræðingur fann í dánarbúi í London. Myndimar eru flestar teknar í Reykjavík og nágrenni en auk þess eru myndir frá ferð sem farin var norður í land til Akureyrar. Undan- fama mánuði hefur Frank kannað hvaðan mydimar eru og af hveijum en þær eru flestar ómerktar. Fyrir- hugað er að gefa þær út í bókar- formi þegar rannsókn er lokið. Sjá frétt bls. 4 Icecon: Tonnaf kjúkl- ingnm á haugana EITT tonn af kjúklingum úr tveimur verslunum í Reykjavík var flutt á haugana í gær. Kjúklingarair voru úr einu búi og var salan á þeim stöðvuð í sumar eftir að þrír höfðu sýkst af salmonellu. Að sögn Kormáks Sigurðs- sonar framkvæmdastjóra Heil- brigðiseftirlits Reykjavíkur voru tekin sýni úr kjúklingunum í sumar og voru niðurstöður úr þeirri rannsókn að berast. Sam- kvæmt þeim var ákveðið að kjúklingamir skyldu brenndir. Halldór Runólfsson deildarstjóri hjá Hollustuvemd ríkisins sagði að salmonella hafi mælst í nokk- uð miklu magni í kjúklingunum frá viðkomandi búi en eftir er að rannsaka hvaðan sýkingin er komin. VALSMENN URLEIK Morgunblaðið/Bjami Eiríksson íslandsmeistarar Vals og austur-þýska liðið Wismut Aue skildu jöfn, 1:1, í seinni leik liðanna í Evrópu- keppni félagsliða í knattspymu á Laugardalsvelli í gær. Valsmenn eru þar með úr leik í keppninni þar sem fyrri leikurinn endaði með markalausu jafntefli. Á myndinni skorar Jón Grétar Jónsson mark Vals á upp- hafsmínútum leiksins. gj^ j,ls. 71. Útflutniiignr á íslenskum lyfjum FYRIRTÆKIÐ Medis hf. hefur byrjað útflutning á blóðþrýstingslækk- andi lyfjum til Bretlandseyja en lyf þessi eru framleidd hér á landi hjá lyfjaframleiðslufyrirtækinu Delta hf. Gerður hefur verið sam- starfssamningur við umboðsaðila bæði á Bretlandseyjum og írlandi og munu þeir vinna að markaðssetningu lyfja frá Medis á báðum þessum mörkuðum. Ekki er vitað til þess að skráð íslensk sérlyf til lækninga á fólki hafi áður verið flutt út. Sjá nánar í viðskiptablaði, Bl. Medis hf. er eign Delta og ljrfsölu- fyrirtækisins Pharmaco og er hlut- verk þess fyrst og fremst að vinna íslenSkum lyflum markaði erlendis. Medis hefur á undanfömum árum unnið að því að fá lyf sem Delta framleiðir skráð í ýmsum nágranna- löndum en slík skráning er forsenda þess að lyf séu tekin til sölu í viðkom- andi löndum. Delta franileiðir alls um 150 lyf og hefur Medis unnið að því að fá ýmis þessara ly§a skráð á helstu mörkuðum hér í nánd og jafnframt eru samningar um sölu á íslenskum lyfjum til fleiri landa nú í farvatninu. Verk fyrir rúmar 250 millj- ónir unnið á Grænlandi FYRIRTÆKIÐ Icecon hefur gert samning við fiskvinnslufyrirtæki grænlensku heimastjórnarinnar um endurbyggingu þriggja frysti- húsa frá grunni. Verkið tekur til flestra verkþátta frá hönnun og byggingu til endanlegs frágangs. Samningsupphæð er yfir 250 millj- ónir íslenskra króna. íslenskir undirverktakar sjá um flesta samn- ingsþætti og mun þetta vera eitt stærsta verkefni sem íslenskt fyrirtæki tekur að sér á erlendri grundu. Eigendur Icecon era SÍF, SH og Sambandið. Framkvæmdastjóri er Páll Gíslason vélaverk- fræðingur. Icecon sérhæfir sig í útflutningi á þekkingu á sviði sjávarútvegs. Við yfírtöku grænlensku heima- stjómarinnar á Konunglegu Grænlandsversluninni (KGH) var , ^'rsluninni skipt upp í §ögur fyrir- tæki, sem annast flutninga, útgerð, fisksölu og fiskvinnslu. Saman sjá þessi fjögur fyrirtæki um allt sem viðkemur sjávarútvegi, flutningum, veiðum, vinnslu og sölu afurða. Á undanfömum árum hefur fisk- vinnsludeildin staðið fyrir umtals- verðri uppbyggingu á rækjuvinnslu á Grænlandi og er hún nú talin í fremstu röð. í ljósi þess, að þorsk- gengd virðist vera mjög vaxandi við Vestur-Grænland var talið að hliðstæðrar uppbyggingar og í rækjuvinnslunni væri þörf við vinnslu á þorski. Því hefur físk- vinnsludeildin ákveðið að endur- byggja tvö stærstu frystihús sin sem era í Paamiut (Fredrikshavn) og Manitsoq (Sukkertoppen), en þessi tvö hús munu væntanlega gegna lykilhlutverki í þorskvinnslu Grænlendinga á næstu áram. Þriðja húsið er i Ilulissat (Jakobshavn) og er það fyrst og fremst ætlað til vinnslu á rækju og grálúðu. Það sem vekur mesta athygli við þetta fyrstihús er að hluti af fiskinum til vinnslu f því verður veiddur af grænlenskum veiðimönnum gegn- um ís og ekið á hundasleðum til vinnslunnar. Meka og Hagvirki verða stærstu undirverktakamir í þessu verkefni en alls taka fimm íslensk fyrirtæki þátt í þvi. Að sögn Páls Gíslasonar framkvæmdastjóra Icecon verður jafnframt lögð áhersla á samninga við grænlenska undirverktaka eftir því sem ástæður gefa tilefni til. Ólafsvík: ÁTVR í vefn- aðarvörubúð Ólafsvík. ÁFENGISVERSLUN ríkisins hefur gert samning við versl- unina Þóru í Ólafsvík um sölu áfengis i húsnæði verslunar- innar við Mýrarholt. Ráðgert er að opna nú á næstu vikum. Þetta verður fyrsta útsalan á landinu sem opnuð verður í beinni samvinnu við almenna verslun. Sigríður Þóra Eggertsdóttir kaupkona sagði fréttaritara að ÁTVR fengi helming húsnæðis Þóra leigðan og hennar fólk sæi um sölu áfengisins. Að öðra leyti selur verslunin Þóra vefnaðar- vörar. Notaður verður skjár við af- greiðsluna, sá þriðji á landinu á vegum ÁTVR. Síðar meir verður starfsemin tengd móðurtölvu í Reykjavík. Getur það þá veitt daglegt yfirlit yfir sölu og birgð- ir. Útsala þessi er önnur útsalan á Vesturlandi en fyrir er útibú ÁTVR á Akranesi. - Helgi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.