Morgunblaðið - 01.10.1987, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 1. OKTÓBER 1987
23
Gamla prestssetrið í Veder80, þar sem Kaj Munk átti heima og ekkja
hans býr nú í.
rútum á þá staði sem við áttum að
búa.
Kaj Munk sá sjálfur um
kostnaðinn
Vederso, á vesturströnd Jótlands,
er enn í dag lítið sveitaþorp. Þar
er stijált milli húsa og akrar og tún
skilja þar á milli. Húsin hafa götu-
heiti og númer, en heimafólk þekkir
þau miklu betur með nöfnum; Tarp,
Norreris og Fredskilde, þar sem
Arne Munk og Hanne eiga heima.
Kaupmaðurinn er þó á sínum stað
og kirkjan, en góðan spöl þaðan er
gamli prestsbústaðurinn með all-
stórri landareign. Þar býr Lisa
Munk ennþá og hefur leyfi til að
vera þar svo lengi sem hún óskar.
f Vederso eru því tveir prestsbú-
staðir, því rétt hjá kirkjunni hefur
verið byggt nýtískulegt hús þar sem
núverandi prestur, séra Christian
Overgárd, býr ásamt ráðskonu
sinni. Sameiginlegt áhyggjuefni
sóknarbarna hans allra er að hann
skuli ekki finna sér konu. Það var
því miður ekki bætt úr því meðan
við vorum á staðnum.
Ég og maðurinn minn, Ingþór
Haraldsson, urðum þess heiðurs
aðnjótandi að fá að búa hjá Lisu
Munk á gamla prestssetrinu, en
þorpsbúar sýndu gestrisni sína með
því að bjóða fram meira gistirými
en þörf var fyrir. í Fredskilde, hjá
Hanne og Ame, var einskonar mið-
stöð og þar var alltaf borðað. Þar
bjuggu líka Guðrún, Kjartan og
fleiri. Sóknamefndin greiddi matar-
kostnaðinn, en svo einkennilegt
var, að Kaj Munk sá í rauninni sjálf-
ur um kostnaðinn. Þannig var, að
1924 strandaði þýskt skip rétt
sunnan við Vederse. Lík skipstjór-
ans og konu hans rak á land og
jarðsetti Kaj Munk þau í Vederso-
kirkjugarði. í þakklætisskyni sendi
þýska útgerðarfélagið 100 danskar
krónur og þær lagði Kaj Munk á
sparibók i því skyni að nota þær
síðar að verðugu tilefni. Nú, 63
ámm síðar, vom 100 krónumar
orðnar 3.900 og vom allir safnaðar-
nefndarmenn sammála um að
verðugra tilefni fyndist ekki, en að
veija þeim til að taka á móti íslensk-
um Kaj Munk sem færði þeim á
ný hugsun og anda Kaj Munks
sjálfs.
Spenna og eftirvænting
Um kvöldið, eftir að fólk hafði
komið sér fyrir hjá gistifjölskyldum
sínum, hittust allir í Fredskilde. Þar
var búið að búa tvö langborð, sem
nánast fylltu litlar stofumar, dýr-
legum veisluföngum sem gerð vom
góð skil. Ame bauð okkur velkomin
og Guðrún þakkaði fyrir þá hlýju
vináttu og gestrisni sem okkur var
sýnd. Ekki var þó öllu lengur til
setunnar boðið, því nú þurfti að
smíða í kirkjunni. Rafvirki og smið-
ur á staðnum réttu hjálparhönd, en
víst er að ekki áttu allir kost á löng-
um svefni nóttina sem í hönd fór.
Og daginn eftir þurfti að æfa. Hver
nýr staður útheimti breyttar inn-
komur og stöður og þetta þurfti að
æfast vel. Spennan var mikil. Skyldi
fólk koma? Hvað fyndist fólki um
að sjá leikið í kirkjunni sinni — og
hvað nú ef það kæmi svo margt
fólk að kirkjan rúmaði ekki alla?
Um kl. 19, klukkutíma áður en
sýningin átti að hefjast, byijaði fólk
að koma. Veðrið vár yndislegt og
heimafólk og íeikárar hittúst á
kirkjuhlaðinu og brátt jókst Qöldi
sýningargesta. Sumir vom komnir
langt að. Greiniíegt var að mikill
áhugi og eftirvænting ríkti. Meðal
gesta var Niels Nojgaard dr. theol,
náinn vinur Kaj Munks og sá sem
Lisa Munk sagði að best hefði þekkt
verk hans og jafnframt verið hans
besti gagnrýnandi. Það var í raun-
inni mikill heiður að hann skyldi
gera sér ferð frá Odense til að vera
viðstaddur þennan óvænta viðburð.
Og þama var kominn Viggo
Thomvig, fyrrverandi meðhjálpari
Kaj Munks, þrátt fyrir það að vera
nýstiginn af sjúkrabeði.
Ögmundur Jónasson, fréttamað-
ur sjónvarpsins, var einnig kominn
á staðinn og hafði fengið til liðs við
sig danska tæknimenn. Þeir ætluðu
að taka upp hluta sýningarinnar
fyrir íslenska sjónvarpið.
Þegar Lisa Munk kom rétti
Ragnheiður Tryggvadóttir, Lisa
leikritsins, henni blómvönd og arm
í arm gengu þær inn í kirkjuna.
Áður en sýningin hófst flutti séra
Overgárd ávarp þar sem hann fagn-
aði þessari heimsókn frá Sögueynni
og þeim anda sem frá henni hefði
borist fyrr og síðar.
Sigurinn unninn
Amar Jónsson hreif áhorfendur
frá fyrstu stundu og það var eins
og áður — viðbrögðin leyndu sér
ekki. Fólk táraðist, hneykslaðist og
hló, rétt eins og hvert orð væri
mælt á þess eigin móðurmáli. Og
þakklæti sitt og hrifningu lét fólk
í ljós með langvarandi lófaklappi
að sýningu lokinni. Sigurinn var
unninn, draumurinn hafði ræst.
Bæði áhorfendur, leikendur og aðr-
ir aðstandendur höfðu átt sameigin-
lega upplifun sem seint myndi
gleymast.
Þreyttir, en glaðir og ánægðir
héldu nú allir í næturverðarboð hjá
Lisu Munk á gamla prestssetrið.
Þangað voru líka boðnir allir hinir
gestgjafamir og áttum við mikla
gleðistund saman yfir frábæm
veisluborði. Þegar fögnuður stóð
sem hæst kvaddi fararstjórinn sér
hljóðs, þakkaði fyrir sig og okkur
en minnti á að ekki dygði að gleyma
sér, eftir væri að rýma kirkjuná og
koma dótinu fyrir í flutningabílnum.
Svona var þetta, óþijótandi vinna
að baki hverrar sýningar.
Leiðir skilja
Næsta dag gafst tími til að njóta
enn góðrar gestrisni vina okkar sem
fóm með okkur í skoðunarferð um
héraðið. Sóknarpresturinn, séra
Overgárd, var fararstjóri. Við skoð-
uðum m.a. minnisvarða um Kaj
Munk á Linde-hæð, sem hafði verið
hans uppáhaldsveiðisvæði og endað
var með því að skoða veiðihús
Munk-fjölskyldunnar, Lokkelykke,
tveggja hæða allstórt hús í mjög
fallegu umhverfi í stóm og miklu
landi.
Tími kveðjustundar rann upp og
var ekki laust við að viðkvæmni
gætti á þeirri stundu. Flugvél frá
Billund flutti okkur til baka til
Kaupmannahafnar.
Það er erfítt að kveðjast eftir
góða samvem og góð kynni og
þannig var það fyrir mig að kveðja
hópinn sem nú tvístraðist nokkuð.
Sumir fóm heim, aðrir hugðust eiga
nokkra hvíldardaga í Danmörku eða
annars staðar. Við hjónin höfðum
fengið Iánaðan sumarbústað við
strönd Stóra-Beltis og þar áttum
við nokkra sólskinsdaga, líklega þá
fáu sem komú í Danmörku í súmar.
Höfundur er framkvæmdastjóri
leiksýningarinnar um Kaj Munk.
ATLANTIK
Hallveigarstíg 1
Símar 28388-28580
FERÐAMIÐSTÖÐIN POLARIS
Aðalstræti 9 Kirkjutorgi 4
Sími 28133 Sími 622011
SAGA TRAVEL
Suðurgötu 7
Sími 624040
TERRA ,
Snorrabraut 27-29
Sími 26100
REISUKLÚBBURINN
REISUKLÚBBNUM TIL HINS EILÍFAVORS!
Nú skaltu bregöa undir þig betri
fætinum og koma með okkur
þangað sem þægilegur sumarylur
ríkir allt árið. Þar ægir öllu saman
á þann skipulagða hátt, sem
móður náttúru er einni fært að
gera.
LANDSLAG: Eldfjöll, stórkost-
leg gljúfur, hellar, eyðimerkur-
hólar, flatlendi, klettar og unaðs-
legar strendur og hlýr sjór.
GRÓÐURFAR: Flóra Evrópu og
Afríku í sátt og samlyndi.
MANNLÍF: Allar tegundir af
jarðarbúum við störf, skemmtan-
ir og letilíf.
SAGA OG UMMERKI: Cro-
Magnonmaðurinn, hið horfna
Atlantis, Kólumbús - nei annars
komdu bara og sjáðu allt með eig-
in augum. Hvort sem þú ert nátt-
úruunnandi, mannlífsunnandi,
næturlífsunnandi eða ólæknandi
sóldýrkandi, þá er þetta staður
fyrir þig.
VIÐ ERUM AÐ TALA UM
KANARÍEYJAR!
BROTTFARIR:
1. ferð27dagar 01-11/87
3ja vikna 27-11/87
2ja vikna 11-03/88
GISTING OG VERÐ FYRIR
FULLORÐNA í ÞRJÁR VIKUR:
Smáhýsi; (bungalow) San Valentin
Park, Bungalow Holican, Bunga-
low Princess; . frá kr. 45.144,-
íbúðahótel; Corona Blanca,
............... frá kr. 42.804,-
Hótel; Catarina Playa og Buena-
ventura; ...... frá kr. 47.804.-
með kvöldverði... kr. 53.078.-
FARARSTJÓRAR í þessum ferð-
um verða þær AUÐUR og
KLARA og það mun áreiðanlega
gleðja þá farþega sem hafa
kynnst þeim úr fyrri ferðum
okkar.